Fréttablaðið - 05.03.2007, Page 19

Fréttablaðið - 05.03.2007, Page 19
V12 hönnunarteymið frumsýnir brátt fartölvu með tvöföldum snertiskjá. Tölvan gæti bylt fartölvuheiminum. Fyrir tveimur árum fékk tölvu- framleiðandinn Canova ítalska hönnunarfyrirtækið V12 til að hanna fyrir sig fartölvu sem á engan sinn líka. Í stað lyklaborðs og hefðbundins skjás átti hún að hafa tvo snertiskjái. Vegna endalausra tæknivanda- mála sem fylgja tvöfalda snerti- skjánum og mikil efniskostnaðar var verkinu stöðugt frestað. Nú glittir í verklok og hafa fyrstu myndirnar af gripnum birst. Ekki er hægt að segja annað en að um afar spennandi tækni sé að ræða. Með tvöfalda skjánum er hægt að nota tölvuna eins og bók, fletja hana út og nota sem tvöfalt lykla- borð, nota hana sem stórt stjórn- borð fyrir upptökutækni, eða það sem hugmyndaflugið kallar á. Ekki hafa verið gefnar út tækni- upplýsingar um vélina en án efa verður hún bæði öflug og dýr. Fartölva án lykla- borðs og músar Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! Viltu breyt’eikkurru? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg 50MB frítt myndasvæði! Búðu til myndaalbúm á síðunni þinni! Ný útlit í viku hverri! Búðu til eigið útlit eða veldu tilbúið! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.