Tíminn - 02.08.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. ágúst 1979.
7
Dælustöö Hitaveitu Reykjavikur i Mosfellssveit. Timamynd
Róbert.
Ég les i Timanum I dag (27.
júli) aö fyrirhyggja og forsjálni
valdi þvi' aö Reykvflúngar búi
nti viö ódýrari húsahitun og raf-
magn en margir landsmenn
aörir. Mér skilst aö þetta eigi aö
sanna aö þeir séu vel aö þessu
komnir, rjóti þess vegna yfir-
buröa vitsmuna sjálfra sin, þvi
megi þetta ekki breytast.
Hverjir eru þessir
Reykvikingar?
Nú dvel ég i Reykjavik og bý
viö þessa ódýru orku. Hitaveit-
an er meira en 30 ára gömul.
Sogsvirkjun er á fimmta ára-
tug. Hræddur er ég um aö
margur sé sá nú i Reykjavflc
sem ekki getur þakkaö sinni for-
sjálni persónulega aö hann býr
viö þetta.
Hver var óforsjálni
Vestfirðinga?
Þaö liggur i þessu grobbi um
forsjálni Reykvikinga aö Vest-
firðingar og Austfiröingar megi
sjálfum sér um kenna aö þeir
búa ekki viö hitaveitú og stór-
virkjanir frá ódýrum timum.
Núlesa þeirlblaði okkar aö þeir
skuli hafa heimsku sina i heim-
gjald. Þeim sé rétt mátulegt aö
borga oliuna eins og hún kostar.
Vestfiröingar toluöu um aö
virkja Mjólkár um þaö leyti sem
Reykvikingar deildu um þaö
hvort virkja skyldi Sogið.
Reykjavik fékk rikisábyrgö til
aö virkja Sog. Viö Vestfirðinga
var sagt: Þaö þýöir ekkert aö
tala um stórvirkjun hjá ykkur.
Þið eruö fáir og smáir. Þiö hafiö
ekkert meö orkuna aö gera.
Þegar talaö var um aö velja
staö fyrir iönaö sem þurfti orku
var sagt: Hann getur ekki veriö
hjá ykkur. Þar vantar orkuna.
Svo má geta þess, aö þegar
loks var virkjaö, var þaö I svo
smáum stil aö orku skorti áöur
en unnist haföi aö leiöa hana um
það svæöi sem hún átti aö full-
nægja.
Óspilltir menn sem þekkja
þessa sögu vita og finna aö þaö
er rakinn tuddaskapur og
heimskulegur hroki aö brigsla
Vestfiröingum um óforsjálni I
þessu sambandi.
Sama á viö um önnur héruö og
Ibúa þeirra þó að sögur séu meö
ýmsu móti.
Góð skrýtla til gamans
á erfiðu ári.
Sjálfsagt má lengi aö þvi
hlæja á erfiöum timum aö til
skuli vera manneskjur sem
þakka forsjálni þeirra sem nú
dvelja I Reykjavik þaö aö heitt
vatn er i jöröu I námunda viö
borgina. Vist sáu menn reykinn
þegar staönum var gefiö nafn.
En litt voru þessi gæöi notuö
öldum saman.
Ég heyröi nágranna minn
segja á óþurrkasumri fyrir
nokkrum áratugum aö þaö væru
bölvaðir aumingjar sem byggju
á jaröhitasvæöum og ekki væru
menn til aö koma tööu sinni
grænni I hlööu. Margt höfum viö
heyrt sagt af takmörkuöu viti og
grunnfærnu yfirlæti. Samt held
ég aö þeir veröi næsta fáir sem
taka undir þaö aö jaröhitinn sé
aö þakka forsjálni þeirra sem
nú dvelja I Reykjavik.
Sunnanmenn eiga met-
ið.
Þrátt fyrir allt munum viö
flest viöurkenna aö fólk eigi aö
búa viöa um land. Þjóöin þarf
þess meö. Og viö erum þjóöin.
Viö sjálf þurfum þessarar bú-
setu viö, hvar sem viö erum
hvert og eitt.
Til aö nytja landiö skynsam-
lega þurfa menn aö eiga heima
viöar en í Reykjavik. Viö vitum
t.d. aö þaö væri hagkvæmt og
færi betur aö útgerö væri nú
meiri á Vestfjöröum en raun ber
vitni. Þaö er til aö menn vestra
segi aö Reykjavflc megi njóta
sinna orkulinda sjái hún Vest-
fjaröamiö i friöi. Hins vegar hef
ég ekki vitaö nokkurn Vestfirö-
ing svo vitlausan aö hann þakk-
aöi þeim sem nú eru staddir á
Vestfjörðum aö Halinn er til.
Sunnanmenn eiga metiö.
Eflum Tímann
Jón Helgason alþingismaður:
Tíminn vill halda sig við
staðreyndir og forðast öfgar
og yfirboð
Fyrir nokkru er hafiö átak til
aö styrkja og efla Timann.
Orsakirnar fyrir þörfinni á þvi,
vegna erfiöleika i rekstri hans,
eru margar. Þaö ætti reyndar
ekki aö koma á óvart, aö erfitt
sé að gefa út 6 dagblöö hérlendis
á sama tima og gömul og gróin
blöð hjá margfalt fjölmennari
þjóöum veröa aö gefast upp. En
aðstæöurnar uröu hér ef til vill
aö nokkru leyti sambærilegar
eftir aö útgáfa siödegisblaöanna
I núverandi mynd hófst.
Otgáfa þeirra byggist ein-
göngu á söiumennsku og hagn-
aöarsjónarmiöi. 1 þeim tilgangi
byggist blaöamennska þeirra
mest á stórum fyrirsögnum eöa
hæpnum eöa röngum fullyröing-
um, án þess aö hugsað sé um
hvaöa afleiðingar þaö kunni aö
hafa fyrir þá aðila, sem þar eiga
hlut að máli, en lorvitni fólks er
vakin og margir freistast til aö
kaupa blaöiö og lesa i þeirri trú
að þaö sé satt, sem stendur á
prenti. Komi leiöréttingar siöar,
sem er undir hælinn lagt, þá eru
þær fyrirsagnir a.m.k. fyrir-
feröarminni og þvi vafasamt
hvort lesnar verða.
Vitandi eöa óafvitandi viröist
þetta hafa haft áhrif á fleiri
blöö. Nýlegt dæmi um þetta er
fjögurra dálka fyrirsögn I
Morgunblaðinu 21. júli um
algjöra stefnubreytingu Ólafs
Jóhannessonar I Jan Mayen-
málinu. Atti þetta að byggjast á
viötali i norsku blaöi og birt án
staðfestingar.
Fyrst á fjórða degi er skýrt
frá sannleikanum i málinu, sem
er þveröfugur, og birt mynd af
hinu norska viðtali, en þá hefur
dálkum fækkaö um helming.
Timinn vill reyna aö halda sig
viö staöreyndir og foröast öfgar
og yfirboö, hvort sem um er aö
ræöa fréttir eöa umræöur um
þjóöfélagsmál. Þannig hefur
hann verið öflugasta vopn
Framsóknarflokksins i fram-
farasókn hans allt frá stofnun.
Og þörfin fyrir slikt tæki er ekki
siöur mikilvæg nú en oft áöur,
eins og aöstæöur eru i þjóöfélag-
inu. Viö erfiöleikana, sem viö
var aö glima af völdum minnk-
andi fiskistofna, haröinda og
verðbólgu, hefur bætst marg-
földun oliuverðsins. Framundan
er þvi erfiöur róöur til aö kom-
ast yfir þá röst, svo aö þjóöar-
skútan komist á öruggari sigl-
ingu á sléttari sjó. Til þess aö ná
þvi marki þarf samstillt átak.
Þvi miöur heyrast raddir jafn-
vel frá samstarfsflokkum
Framsóknarflokksins I rikis-
stjórn, sem hæla sér af þvi aö
• draga úr nauðsynlegum aögerö-
um. Slik framkoma er svipuö og
hjá ræðara, sem reri öfugt i
brimróöri, enda þótt holskeflan
vofi yfir, og sá hinn sami hrópi
siðan, aö hann sé hinn eini sanni
bjargvættur.
Framsóknarflokkurinn mun
hér eftir sem hingaö til hafa for-
ystu um tillögur til aðgerða, en
á miklu veltur aö um þær fáist
sem viötækust samstaöa. Þaö
getur skipt miklu máli fyrir af-
komu einstaklinganna og
þjóöarheildarinnar. Og hlutverk
Jón Helgason
Timans viö aö vinna aö þvi er
mikilvægt.
Þess veröur þvl aö vænta aö
allir velunnarar Timans bregö-
ist vel viö þegar til þeirra er
leitaö og veiti honum nauösyn-
legan stuöning.
EFLUM TÍMANN1 | Styrkið Tímann
Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- stofutima. • • • •• Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öilum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans 1 pósthólf 370, Reykjavik §« ->é Eg undirritaður vil styrkja Timann með því að greiða i aukaáskrift 1 heila hálfa á UlállUðl Nafn
Hwmili,!
1 Sími