Tíminn - 02.08.1979, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTIR
ÍÞROTTIR
Fimmtudagur 2. ágúst 1979.
13
Frábær endasprettur og...
Frjálsiþróttavöllurinn nýi i Laugardalnum var skirður i gær og er
hann nú kallaöur Valbjarnarvellir til heiöurs Valbirni Þorlákssyni,
sem varö þrefaldur heimsmeistari i Hannover i V-Þýskalandi.
Hér á myndinni fyrir ofan sést tilkynning til frjálsfþróttamanna i
Laugardalnum. (Timamynd Róbert)
Mótherjar Vals unnu
léttan sigur
• yfir Valencia og W.B.A. lagði kinverska
landsliðið að velli 4:0
Hamburger SV, mótherji Vals-
manna I Evrópukeppni meistara-
liöa, vann öruggan sigur 3:0 yfir
spánska liðinu Valencia I Ham-
borg. Jimmy Hartwig, Reimann
og Hrubesch skoruöu mörk
v-þýska liösins.
Enski landsiiösmaöurinn Peter
Barnes opnaöi markareikning
sinn hjá W.B.A. i gærkvöldi, þeg-
ar hann skoraöi stórglæsilegt
mark af 30 m færi gegn landsiiöi
Klna, sem er á keppnisferöalagi
um Bretlandseyjar.
W.B.A. vann öruggan sigur —
4:0 og voru öll mörkin skoruö i
seinni hálfleik. Luo Seng skoraöi
sjálfsmark, en siöan skoruöu þeir
Cyrille Regis , Ally Brown og
Barnes.
Kinverjarnir leika næst gegn
Middlesbrough, Celtic og
Chelsea.
• þegar hann varð öruggur sigurvegari
í 110 m grindahlaupi 1 Hannover í gær
VALBJöRN...hefur gert mjög góöa ferö til Hannover I V-Þýska-
landi.
— Þetta gekk mjög vel
hjá mér, ég náði að
vinna 110 m grinda-
hlaupið og þar með
tryggja mér þriðja
heimsmeistaratitilinn
Páll Olafsson var
hetja Þróttara
• sem unnu sigur 1:0 yfir Fram á Laugardalsvellinum i gærkvöldi
og setja þriðja heims-
metið, sagði Valbjörn
Þorláksson, frjáls-
iþróttakappinn snjalli,
eftir að hann hafði unnið
yfirburðasigur i 110 m
grindahlaupi á
HM-keppni öldunga,
sem stendur yfir i
Hannover í V-Þýska-
landi.
Valbjörn sem byrjaöi rólega I
úrslitahlaupinu náöi góðum loka-
spretti og tryggöi sér öruggan
sigur — hljóp vegalengdina á
14.84 sek., sem er nýtt heimsmet
öldunga (45-50 ára). — „Eg þoröi
ekki aö reyna mikiö á mig I start-
inu, vegna meiðslanna sem ég hef
átt viö aö glima — en um mitt
hlaupið hljóp ég samhliöa aöal-
keppinaut minum. Þá ákvaö ég
aö leggja allt i sölurnar og setti á
fulla ferö — þaö dugöi og sigurinn
var auðveldur,” sagöi Valbjörn.
Næsti maöurinn I hiaupinu, sem
sigraöi I slöustu HM-keppni hljóp
vegalengdina á 15.59 sek.
Valbjörn hefur gert mjög góöa
ferö til V-Þýskalands. Hann kem-
ur heim i dag meö þrjá gull-
peninga þrjá heimsmeistaratitla
og þrjú heimsmet. Ef Valbjörn
heföi tilkynnt sig timanlega I 200
m hlaup keppninnar, heföi hann
komiö heim meö fjóröa heims-
meistaratitiUnn. -SOS
Páll Ólafsson var hetja Þróttar
i gærkvöldi, þegar Þróttarar
unnu sætan sigur 1:0 yfir Fram i
1. deildarkeppninni. Páll skoraöi
sigurmark Þróttar 3 min. fyrir
leikslok og var markið afar glæsi-
legt — hann lék á varnarmennina
Martein Geirss.on og Hafþór
Sveinjónsson og skoraöi siöan
meö þrumuskoti — knötturinn
hafnaöi upp undir samskeytunum
algjörlega óverjandi fyrir
Guömund Baldursson, markvörö
Fram.
Þetta er fjóröi tapleikur Fram-
liðsins I röð og leikur liðið ekki þá
knattspyrnu, sem þaö lék i
upphafi 1. deildarkeppninnar.
Miðvallarspilarar Fram eru afar
þungir og hafa þeir ekki getað
mataö hina spræku framherja —
þá Pétur Ormslev og Guðmund
Steinsson, með sendingum til að
vinna úr. Þeir félagar þurfa að
fara aftur til að ná i knöttinn, ef
þeir ætla að vera með i leiknum.
Framarar voru meira með
knöttinn i leiknum og átti Asgeir
Eliasson sláarskot af stuttu færi á
18. min. Annars gerðist ekkert
merkilegti fyrri hálfleik. Það var
sama uppi á teningnum i seinni
hálfleik — Framarar sóttu meira,
en þeir náðu ekki að nýta ágætis
marktækifæri sem þeir fengu.
Að öðru leyti var leikurinn
mjög slakur og leiðinlegur á að
horfa — það var fátt sem gladdi
auga áhorfenda.
MAÐUR LEIKSINS: Páll
Olafsson. — SOS
Capes kemur
tíl íslands
Enski kúluvarparinn sterki
Jeff Capes mun keppa I kúlu-
varpi á Reykjavikurleiknum i
frjálsum Iþróttum, sem veröa
á Laugardalsvellinum 8. og 9.
agúst. Hreinn Halldórsson
mun þarna fá veröugan keppi-
naut en þeir félagar hafa
marga keppnina háö og hefur
þá gengiö á ýmsu.
Kastlandsliö ítaliu kemur
einnig á Reykjavlkurleikana
og fá þeir Capes og Hreinn þvi
keppinauta. Þá fá þeir Óskar
Jakobsson og Erlendur Valdi-
marsson einnig keppinauta i
kringlukasti. Þá eru væntan-
legir þrir Rússar og einn Dani.
Allir bestu frjálsiþrótta-
menn íslands taka þátt i
Reykjavikurleikunum og
koma þeir Vilmundur Vil-
hjálmsson og Jón Diöriksson
heim frá V-Þýskalandi, þar
sem þeir æfa og keppa.
-sos
/KJALS/PROTrAFÓlK /
.*FWStw. lý/CVR <i. /f£! ÆWÆ'-
PA6-/.V.Y, £ 46l?SP .A PA/S/AzWA/lFMÍi/Af
(A'ýsA dr7?\wu//vtsAC>
4/:'A-OA£. /MU>A AFÆA/f A AiAL~
i£//cnivez
Valbjarnarvellir
í Laugardalnum
Framstúlkurnar
meistarar....
Stúlkurnar i Fram urðu íslends-
meistarar i handknattleik utan-
húss I gærkvöldi i Hafnarfirði,
þegar þær unnu sigur 9:8 yfir
FH i æsispennandi og fjörugum
úrslitaleik.
FH og Haukar leika i kvöld til
úrslita i meistaraflokki karla.
FH lagði Magna
FH-ingar unnu sigur 4:2 yfir
Magna i 2. deildarkeppninni i
knattspyrnu á Grenivikurvellin-
um i gærkvöldi.
GUNNAR ORRASON....stekkur hátt i loft upp og skailar aö marki
Þróttar — knötturinn fór rétt yfir þverslá. (Tlmamynd Róbert)
KR-ingar upp á Skaga
Fjórir leikir veröa leiknir I 1.
deildarkeppninni iknattspyrnu i
kvöld — þá mætast: Akranes-
. KR, Vikingur-Keflavik, Hauk-
ar-Valur og Vestm.ey.-KA.
Punktar
Valblörn setti
briðia heimsmetið