Tíminn - 02.08.1979, Qupperneq 19
Fimmtudagur 2. ágúst 1979.
19
flokksstarfið
Nordurland eystra
Frá 16. júli-16. ágúst verður skrifstofa kjördæmissam- ■
bandsins i Hafnarstræti 90, Akureyri aðeins opin a
fimmtudögum frá kl. 14-18.
Húsvíkingar, Tjörnesingar, Þingeyingar
Eflum Tímann
Svæðisnefnd Húsavikur og Tjörneshrepps hefur opnað skrifstofu
til móttöku á f járframlögum mánudaga og fimmtudaga kl. 18.00-
19.00 á skrifstofu Framsóknarflokksins I Garðar. Simi 41225.
Ennfremur verða veittar upplýsingar um fyrirkomulag og gang
söfnunarinnar.
Velunnarar og stuðningsfólk Timans. Verum samtaka!
Svæðisnefnd Húsavikur og Tjörneshrepps. Hafliöi Jósteinsson,
Egill Olgeirsson, Aðalgeir Olgeirsson, Stefán Jón Bjárnason,
Jónina Hallgrimsdóttir, Þormóöur Jónss'on, Úlfur Indriðason.
Siglufjörður: Eflum Tímann
Opnuö hefur verið skrifstofa til móttöku á fjárframlögum til .
eflingar Timanum að Aðalgötu 14 Siglufiröi. Opið alla virka daga
kl. 3-6. I söfnunarnefndinni á Siglufiröi eru Sverrir Sveinsson,
Bogi Sigurbjörnsson og Skúli Jónasson.
bréfakaup af Framkvæmdasjóði.
Þegar þessir fiokkar eru dregnir
frá heildarútlánunum, standa
eftir hin svonefndu sjálfráðu út-
lán, þ.e. þau lán sem bankinn hef-
ur sjálfur fullt ákvörðunarvald
yfir. Þau lán námu rúmum 13
milljörðum um áramót.
Starfsmenn Búnaöarbankans
um áramót voru 266 og hafði
fjölgað um 15 á árinu. Þar af
störfuðu 95 i útibúunum utan
Reykjavikur. Rekstrarkostnaður
varð 1.425 milljónir, þar af voru
laun og launatengd gjöld um 80%
og höfðu aukist á árinu um 71%.
O
Iðnaðarráðuneytið 0
var fyrir gert fyrir nokkrum
árum enda gætti mjög svartsýni
vegna eldvirkninnar við landið.
Ráðherra sagði að áriðandi
væri að móta sem fyrst heildar-
stefnu I rannsóknum og væri
það mál Alþingis, en tillögur frá
Landgrunnsnefnd frá árinu 1976
lægju þegar fyrir. Ennfremur
gerðu landgrunnslögin ráð fyrir
reglugerö um rannsóknirnar.
Ef til raunverulegrar oliuleitar
kæmi sagði ráðherra að áður
þyrfti að gera upp hug sinn með
tilliti til mengunarhættu, en slys
yrðu þeim mun afdrifarikari
sem sjórinn væri kaldari.
Einmitt sú staðreynd að auð-
lindir sem olia eða málmur
kunni að finnast i landgrunninu
sagði Hjörleifur að undirstriki
nauðsyn þess að við stöndum
sem mest fyrir rannsóknunum
sjálf og stýrum ferðini þar sem
það eitt tryggir að við fáum sem
réttastar og mestar upp-
lýsingar er komið gætu i veg
fyrir að stefnt verði út i óvssuna
i framtiðinni með einhverjar
aðgerðir.
Gerðadómur
vegna hækkaðra launa til undir-
manna er talin nærri 5 — 8%.
Július Kr. Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnumálasam-
bands samvinnufélaganna, sagði
i samtali við Timann, að ljóst
væri að um kostnaðarauka væri
að ræða, en vildi ekki tjá sig að
öðru leyti um niðurstöðu dómsins.
I niðurstöðu gerðardómsins er
tekið tillit til 3% grunnkaups-
hækkunar sem flest allt launafólk
hefur fengið i sumar. Yfirmenn fá
22% vaktaálag á kaup sitt, og eins
og fyrr segir er þaki lyft af laun-
um, þar sem það á við.
Fyrir bragðið eru það skip-
stjórar og yfirvélstjórar sem
hækka hlutfallslega mest i laun-
um, miðað við fyrri laun. Er það
bæði til komið vegna þak-
lyftingarinnar, og eins vegna
breytinga á uppbyggingu launa-
kerfis yfirmanna.
Þörf á 0
og á þriðja hundraö þátttakenda
sækja veröur einnig m.a. fjallað
um vandamál systkina þroska-
heftra.
Formaður norrænu samtak-
anna, NFPU, er N.E. Bank-
Mikkelsen deildarstjóri I danska
félagsmálaráðuneytinu og yfir-
maður málefna þroskaheftra i
Danmörku. Formaöur undir-
búningsnefndar þingsins hér er
Sigriður Ingimarsdóttir húsmóð-
ir.
Mikilsverður þáttur I starfsemi
NFPU er aö standa fyrir nám-
skeiðum af ýmsu tagi um mál er
snerta þroskahefta og hafa fjöl-
mörg slik námskeiö verið haldin,
en aldrei hér á landi.
Um 600 þroskaheftir sækja nú
dagheimili hér á landi eða dvelj-
ast i stofnunum fyrir vangefna,
en fjöldi þroskaheftra er senni-
lega tvöfalt meiri. Mikil þörf er
hér á fleiri dagheimilum og
vinnustöðum fyrir þroskahefta.
Húseigendafélag o
nú væri borgarsamfélagiö sjálft.
Annað leiguhúsnæöi er yfirleitt
skammtimabundiö. Almennt er
ekki talinn áiitlegur atvinnuvegur
að eiga húsnæði til útleigu þvi
það svarar hvorki vöxtum né
fyrirhöfn. Húseigendafélagið er
þó ennþá I forsvari fyrir ibúða-
leigusala og einnig leigusala
atvinnuhúsnæðis, en þar er um
mikinn vettvang að ræða.
Ibúðum I sjálfseign hefur
fjölgaö gifurlega, og taliö er að
um 80% af fbúðum i Reykjavik
séu I eigu þeirra sem i þeim búa.
Einn merkasti hlutinn I starf-
seminni siöustu áratugina, telur
Húseigendafélagið vera, að gefa
félagsmönnum leiðbeiningar og
ráö í sambandi við fjölbýlis-
vandamái og halda skrá yfir öll
hin margvislegustu ágreinings-
mál, sem skrifstofunni berast,
sem siðar gætu oröiö til leiðbein-
ingar viö setningu laga og reglu-
geröa um sambýli.
Um 400 ibúðaeigendur leituöu
til lögfræðings félagsins I fyrra,
auk fjölmargra sem fengu leið-
beiningar á skrifstofunni. Mest
var þetta varðandi ágreiningsefni
I fjölbýlishúsum.
Miklar umræöur urðu á
fundinum um nýsamþykkt lög um
húsaleigusamninga og voru menn
á einu máli um að lögin séu
mikil réttarbót, bæöi fyrir hús-
eigendur og leigjendur.
Brýnasta mál HUseigenda-
félagsins var talið aö efla söfnun
nýrra félaga, til að unnt reyndist
aö gera starfsemi félagsins
öflugri og árangursrikari.
Páll S. Pálsson var endur-
kjörinn formaður, en meö honum
i stjórn eru: Alfreð Guðmunds
son, Guðmundur R. Karlsson,
Lárus Halldórsson og dr. Páll
Sigurösson.
Búnaðarbankinn
Heildarútlán Búnaðarbankans
námu 24.755 milljónum i árslok og
höfðu aukist um 51.8%. í heildar-
tölunni eru meðtalin öll endurseld
lán i Seðlabankann, sem eru að
langmestu leyti afurðalán land-
búnaðarins, svo og skulda-
Lekendatilfellum fjölgar gífurlega síðustu ár:
* Tilfelli finnast
hjá 13 ára
+
Móðir okkar,
Maria Hansdóttir,
húsfreyja á Kópsvatni,
lést á heimili sinu 28. júli.
Útför fer fram frá Hrunakirkju, laugardaginn 4. ágúst
kl.14.
Guðmundur Jónsson,
Bjarni Jónsson,
Magnús Jónsson.
Útför föður okkar
Magnúsar Sigurðssonar
frá Miklaholti
fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, föstudaginn 3. þ.m.
kl. 3 e.h.
Guðriður Magnúsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir,
Sigurður Magnússon, Þórður A. Magnússon.
Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Aðalheiður Pétursdóttir,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. ágúst
kl. 13.30.
Þeir sem vilja minnast hinnar látnu látið liknarstofnanir
njóta þess.
Jónas Jónsson,
Jón Jónasson, Gunilla Skaptason,
Erla Kristin Jónasdóttir, Birgir Sveinbergsson,
og barnabörn.
Faðir okkar,
Haraldur Eyjólfsson,
frá Gautsdal,
lést 31. júli.
Börnin.
Faðir minn,
Jóhann Vigfússon,
járnsmiður,
andaðist að Landsspitalanum 31. júli.
Ólafur I. Jóhannsson,
og aðrir vandamenn.
HEI — 1 skýrslu Húð- og kyn-
sjúkdómadeilda r Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavikur
fyrir árið 1977 kemur fram, að
sýkingum af kynsjúkdómnum
lekanda hefur fjöigað mjög frá
árinu 1976, en fjöldi hafði þá um
mörg ár nánast staðið i stað
Frá árinu 1968 til 1975 var
fjöldi árlegra tilfella breytileg-
ur frá um 155 til 190 á ári. Árið
1976 komu fram 244 tilfelli, árið
1977 371 tilfelli.hélt enn áfram að
fjölga i fyrra. Skipting eftir
kynjum árið 1977 var 213 karlar
og 158 konur. Sýkingartilfelli
karla eru flest að jafnaði upp úr
tvitugsaldri en hjá konum fyrir
tvitugt.
Aldurinn alltaf að
lækka
Timinn leitaði til Hannesar
Þórarinssonar, yfirlæknist Húð-
og kynsjúkdómadeildar og
spurði hann álits á hinni miklu
aukningu lekandatilfella á sið-
ustu árum.
Hannes sagði þetta alveg i
samræmi við þróunina i ná-
grannalöndum okkar, bæði
austan hafs og vestan. Þó er
þetta nokkuð seinna hér Aðal-
orsökin er talin aukið streymi á
milli landa. Aberandi er að ald-
ur þeirra sem sýkjast er alltaf
að lækka. Nú koma orðið fram
sýkingartilfelli hjá 13 ára stúlk-
um og sýking 14 ára er ekki fá-
gæt lengur sagði Hannes. Aukn-
inguna telur hann aö talsverð-
um hluta koma fram hjá yngra
fólkinu mest innan við tvitugt.
Það kom fram hjá Hannesi að
flestir smituðust hér heima. Til-
felli koma upp eftir sólarlanda-
ferðir, en ekki fleiri en svo, aö
það raskar ekki hlutfalli
smitaðra á milli hinna einstöku
mánaða ársins. Það sem kemur
erlendis frá, er frekar frá
hafnarborgum þar sem sjó-
menn hafa viðkomu.
Erfitt að finna smitber-
ann þegar fólk þekkist
ekki
Þegar lekandasjúklingur
leitar til lækna sagði Hannes að
allt væri reynt til að finna smit-
berann. Segja má að það gangi
oftastnær en samt eru þó nokk-
uð mörg tilfelli, þar sem við-
komandi þekkir hvorki haus né
sporð á þeim sem hann hefur
smitastaf. I þessum tilfellum er
um að ræða smitanir sem eiga
sér stað þegar fólk er undir
áhrifum áfengis. Oftast er þá
um að ræða fólk sem hittist á
skemmtistöðum, eða á útfallinu
að skemmtun lokinni.fólk er þá
saman sem þekkir ekki einu
sinni hvort annað með gælu-
nafni. Þessi tilfelli, sem eru
kannski þau verstu, gera það að
verkum, að erfitt er að koma i
veg fyrir smit, eða uppræta
þennan kynsjúkdóm.
Hannes kvað það rétt vera, að
lekandasýkillinn væri sifellt að
verða ónæmari fyrir pensílini,
þannig að sifellt þarf stærri
skammta. Ekki er þó hægt að
fullyrða um það, að ónæmir
sýklar hafi fundist hér á landi,
þar sem einnig gæti verið um
nýtt smittilfelli að ræða, þegar
siðara próf er einnig jákvætt.
Annað er meira vandamál,
það er talsvert er um að fólk
hafi ofnæmi fyrir pensilini og þá
verður að nota önnur lyf.
I bæklingum um kynsjúk-
dóma sem fást i Heilsuverndar-
stöðinni segir, að einkenni um
lekandasmit komi fram 2-7 dög-
um eftir smitun, stundum þó
siðar, og oft geti konur gengið
með lekanda vikum og mánuð-
um saman án þess að verða
varar við einkenni. Tekið er
fram að lekandi geti verið lifs-
hættulegur, sé hann ekki
læknaður. Meðal kvenna er al-
gengara að sýkillinn fari út I
blóðrásina og berist til annarra
liffæra, þá sérstaklega liða.
Aðrar afleiðingar geta verið
bólgur i kynfærum, sem leitt
geta til ófrjósemi hjá báðum
kynjum.
Qumdfiboájk
Stórglœsilegt
úrval af alls konar
sumarfatnaði
ReykjAvik
Við Hlemm • Sími 1-69-30
AkuReyRi
Gránufélagsgötu 4 • Sími 2-35-99