Tíminn - 03.08.1979, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.08.1979, Blaðsíða 1
Slðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Tólf ára draugur í dómskerfinu kveðinn niður: Dómur í JörgensenmáJimi í gær • Refsing feUd niður skilorðsbundið í tvð ár Kás — í gær var kveöinn upp í Sakadómi Reykjavikur dómur I svokölluöu Jörgensensmáli. Er þar meö endi bundinn á rúm- lega 12 ára gamalt mál, sem reis upp vegna meints fjár- dráttar, gjaldeyrisvanskila og bókhaldsbrota útflutningsfyrir- tækis Friðriks Jörgensen á ár- unum 1965 og 1966. Rannsókn málsins hófst fyrir sakadómi f janúar 1967, en ekki fengust lyktir á það fyrr en i gær. Hinn ákærði, Friðrik Jörgensen, er sýknaður af stórum hluta af þeim ákværum sem honum var gefiöaösök.ogkomst dómurinn að þeirri niðurstööu að fresta bæri skilorðsbundið að dæma ákærða refsingu, og fellur refsiákvöröun niður eftir 2 ár, ef ákærði heldur skilorö. 1 ákæru sem gefin var út 15. mars 1971 af hálfu ákæruvalds- ins, var Friðrik gefið að sök, að hafa vanrækt að standa 35 fisk- framleiöendum skil á rúmlega 27 millj. kr. af andviröi sjávar- afurða sem hann seldi i umboðs- sölu.Einnigvarhonum gefið aö sök, að hann hefði vanrækt að gera skil á gjaldeyristekjum af 60 vörusendingum og brotið bókhaldsreglur. Aárinu 1972 féll ákæruvaldiö frá ákærunni fyrir gjaldeyrisvanskil, sem ekki hafði reynst á rökum reist. t dómnum var talið sannað, að ákVærði hafi verið búinn að standa skil á verulegum hluta þeirrar fjárhæðar sem um ræð- ir, þ.e. 27 millj. kr. I öðrum til- vikum þótti ekki fullsannað að : um skuld við framleiðendur væri aö ræða. Er Friörik sýkn- aöur að öllu leyti af 20 liðum, en sannaö taliö aö hann hafi átt eftir að gera full skil til 15 fram- leiðenda á söluandvirði vöru sem hann hafði tekið i umboðs- sölu. Sú fjárhæð, sem vanskil eru talin sönnuö á, nemur tæp- um tveim milljónum króna. Þá var bókhald Friðriks ekki taliö hafa veriö haldið þeim annmörkum, að hann heföi unnið sér til refsingar vegna þess. t dóminum segir, að við mat viðurlaga verði að lita til þess, að ákærði hafi ófyrirsynju sætt langvarandi rannsókn og máls- höföun út af ætluðum gjald- eyrisvanskilum og ákærur á hendur honum fyrir brot gegn 247. grein almennra hegningar- laga hafi einnig verið miklu við- tækari og stórfelldari en ástæða hafi reynst til. Hafi þetta allt orðiötil þess að rekstur málsins hafi dregist óheyrilega, og veröi ákærða að engu leyti um það kennt. Eins og fyrr segir ákvaö dómurinn að fresta bæri skil- orðsbundið að dæma ákæröa refsingu i tvö ár, og telur dómurinn ekki efni til þess aö svipta Friörik heildsöluleyfi sinu, en um það hafði krafa verið gerö I ákæru. Dóminn kváðu upp Halldór Þorbjörnsson, yfirsakadómari i Reykjavik, Guðmundur Skafta- son og Hrafn Haraldsson. Rafmagns- bfllinn kemur f lok mán- aðarins AM — „Bilnum verður skipað um borð i skip í Portsmouth þann 17. nk.”, sagði Gfsli Jónsson prófessor i gær, en sl. laugardag fór hann út til Bandarikjanna og festi kaup á nýjum rafmagnsbil til reynsluaksturs á tslandi. Svo sem kunnugt er var all- langur aödragandi að þessum kaupum, en Gisli sótti um niður- fellingu á tollum til kaupanna hjá fjárveitingarnefnd I vetur og var þvi þá synjaö. 1 framhaldi af orkusparnaðaráætlun iðnaðar- ráðherra fékkst niðurfelling toll- anna hins vegar i gegn og sam- þykkti háskólaráö þá að veita fé til kaupanna. Þá brá aftur á móti svo viðaö ekki lá álausu að fábil- inn fluttan út frá Bandarikjunum og við það sat þar til sl. föstudag, aö fyrirtækið Landvélar fékk bægt þeirri hindrun frá, og Gisli hélt þegar utan meö andvirðið i vasanum. Billinn er sendiferðabill og heit- ir Electra Van og hefur fengið góða dóma I Bandarikjunum. Verðið er tiltölulega lágt, miöaö við rafbila, eða um 4 milljónir fob. Bilarnir eru hins vegar enn um það bil tvöfalt dýrari en venjulegir bilar. 1 honum eru 17 rafgeymar og má aka honum 70-120 km á hleðslu, en hann getur hlaðið sig sjálfur á nóttum meö innbyggðu hleðslutæki. Þyngd hans er um eitt tonn, mótor er 20 kw og nær hann 80-90 km hraða. Mynd þessi var tekin f gær i turni Háteigskirkju þar sem unnið var að þvf að koma fyrir klukkum. Fremstur á myndinni er Helgi Þórisson og leyfir hann ljósmyndara að hlýða á hinn „guödómlega” hljóm kiukkunnar. Fyrir aftan hann er Hans Mennen en hann hefur áður unniö að uppsetningu kirkju- klukkna i Landakoti en þær eru sams konar og hinar nýju klukkur Háteigskirkju. (Timamynd: Róbert) Undirmenn óánægðir: „Kjaradómur hefur brugð- ist skyldu sinni” Kás — Stjórn Sjómannafélags Reykjavikur lýsti I gær yfir undr- un sinni og vonbrigöum með niðurstöðu kjaradóms I deilu far- manna og vinnuveitenda. Telur hún kjaradóm ekki hafa starfað samkvæmt ákvæðum bráða- birgöalaganna sem gefin voru út til lausnar deilunni, og þvi brugð- ist skyldu sinni. „Við teljum að kjaradómur hafi raunverulega ekki lokið sinum störfum enn”, sagöi Guömundur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavikur i sam- tali við Timann I gær. Benti hann á að i bráöabirgðalögunum hefði kjaradómi verið uppálagt að taka tillit til sérstöðu farmanna aö þvi er varöar langar fjarvistir frá heimili, einangrun á vinnustað, menntun, ábyrgö og verk- kunnáttu. Dómurinn heföi hins vegar talið sér ofviða að fram- kvæma verkiö á þeim stutta tima sem honum var ætlaöur, „Þvi skorar stjórn SR á hæst- virtarlkisstjórnaökalla nú þegar tii nýjan kjaradóm er taki til og ljúki störfum þeim sem bráða- birgðalögin kveöa á um”, segir I ályktun stjórnar Sjómannafélags Reykjavikur i gær. 28 norsk skip að veiðum við Jan Mayen í gær • Þrjú voru á leiðinni AM — t gær fór iandhelgisgæsiu- flugvéiin SViN I eftiriitsflug yfir veiöisvæðið við Jan Mayen. Hófst flugið kl. 13.15 og komið aftur kl. 20. t gærkvöldi ræddum við við Helga Hailvarðsson skipherra, um hvers leiðangursmenn hefðu orðið varir. Helgi sagði að á svæðið hefðu nú verið komin 28 norsk sildveiði- skip og voru þau um 90 sjómilur vest-suðvestur af Jan Mayen. Voru þau við veiðar og voru sug- sýnilega mörg komin með góðan afla. Þá sagði Helgi að þrjú skip hefðu verið á leið á miðin. í fyrradag sagði Helgi að skipin hefðu verið 125 milur vest-suð- vestur af Jan Mayen, svo þau hefðu nú fært sig um 30 sjómilur i norð-noröaustur eða nær Jan Mayen. Austur-þýsku og rússnesku skipin voru á sömu slóðum og áð- ur en rússnesku skipin voru um 110 talsins og þau austur-þýsku 16. Fylgdu þeim stór móðurskip. Þá voru þarna tveir a-þýskir og einn rússneskur hringnótabátur. Leiðangursmenn flugu fyrst á norsku veiðisvæðin, en þá austur um yfir A-Þjóðverjana og Rúss- ana. Þá var flogiö með 200 milna linunni allt móts við Dalatanga. Sagði Helgi ekki leyna sér að Norðmenn flykktust nú á miðin. Með i ferðinni voru norskir frétta- menn frá Aftenposten og voru þeir mjög hissa á stærö flota austantjaldsrikja á miðunum. Fjögur íslensk sjónvarpsleikrit í deiglunni sjá bls. 5 Höfum við efni á sjúkrahúsum? sjá bls. 8 og 9 s Islensk sykurverk - smiðja á næsta ári sjá baksíðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.