Tíminn - 03.08.1979, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.08.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. ágúst 1979. 5 Stúdíóvinna á „Drottinn blessi heimilið” í ágúst Þrjú önnur sjónvarpsleikrit í deiglunni AM — „Seinni partinn i ágúst munum við byrja á stúdióvinnu við leikrit Guðlaugs Arasonar, „Drottinn blessi heimilið”, eins og það heitir i siðustu gerð, en filmutakan á að hef jast i byrjun september”, sagði Tage Ammen- drup, þegar blaðið spurði hann frétta af is- lenskum sjónvarps Ieik- ritum. Tagesagöiað þetta leikrit væri hiöeina sem hann vissi hve langt Upplýsingamiðstöð Umferð- arráðs opin um helgina Eins og undanfarin ár, munu Umferöarráö og lögreglan, starfrækja upplýsingamiðstöð um verslunarmannahelgina, og verður hún á skrifstofu Umferöarráös aö Lindargötu 46, i Reykjavik. Veröur þar leitast viö aö safna upplýsingum um umferö, ástand vega, staösetn- ingu vegaþjönustubifreiöa FIB, veöur og annaö sem gæti oröiö feröafólki aö gagni. Upplýs- ingamiðstöðin veröur starfrækt sem hér segir: Föstudaginn 3.ágústkl. 13:00 — 22:00 Laugardaginn 4. ágúst kl. 09:00 — 22:00 Sunnudaginn 5. ágúst kl. 13:00 — 18:00 Mánudaginn6. ágústkl. 10:00 — 24:00 Þessa sömu daga, veröur beint útvarpfrá upplýsingamiö- stööinni og mun Óli H. Þóröar- son annast útsendingar. Fólk sem hefur útvarp i bíl sihum, er hvatt til aö hlusta á þessar út- sendingar, þvi aldrei er aö vita nema þar komi eitthvaö þaö fram, sem gæti oröiö feröafólki til glöggvunar og fróðleiks. Auk þess er fólki heimilt aö hringja til upplýsingamiöstöövarinnar I sima 27666. Um vershinarmannahelgina, má búast viö mikilli umferöum allt land og er þvi ekki úr vegi, að hvetja vegfarendur til sér- stakrar árvekni, tillitssemi og varkárni um þessa mestu ferða- helgi ársins. An þess aö ætla sér á nokkurn hátt aö hafa áhrif á hvert fólk fer um þessa helgi, má minna á, aö langt feröalag er ekki I öllum tilfellum nauö- syn.Fallegir staöir og góötjald- aöstaöa er oft rétt við bæjardyr fólks og þvi ástæðulaust aö leita langt yfir skammt. Um leiö og Umferðarráö ósk- ar öllum landsmönnum góörar feröar hvort heldur þeir ferðast stutt eöa langt, minnir þaö góö- fúslega á að gagnkvæm tillits- semi er likleg til þess aö gera góöa ferö betri og notkun bil- belta getur haft örlagarik áhrif á ánægju feröalags. STEFNUM ÖLL AÐ SLYSALAUSRI VERSLUNARMANNAHELGI Togaralif kom mjög viö sögu i „Eldhúsmellum” Guölaugs Arasonar og hiö nýja leikrit hans gerist aö nokkru um borö I islenskum „skutara”. væri komiö. Leikstjóri er Lárus Ýmir Óskarsson og sagöi Tage aö handriti miöaöi vel áfram og væri þaö aö sinu mati oröiö glettilega gott, eins og hann oröaöi þaö, en nýjustu endurbættu gerö veröur skilaö inn á morgun. 1 verki Guölaugs Arasonar eru tvö aöalhlutverk og nokkur statistahlutverk og minni hlut- verk, en verkið gerist aö nokkru um borö I togara. Andrés Indriöason vinnur nú aö leikriti eftir Daviö Oddsson og Egill Eövarösson er meö leikrit eftir SteinunniSiguröardóttur. Þá mun Hrafn Gunnlaugsson stjórna töku á „Vandarhöggi” eftir Jökul Jakobsson, en ekki er vitaðhvaö þvi verki liöur, þar san Hrafn hefur aö undanförnu unniö aö myndsinni „Óöal feöranna” uppi I Borgarfiröi. Taldi Tage þó aö „Vandarhögg” yröi kvikmyndaö einhvern tima I vetur. Vib spuröum hvort fjárhags- erfiöleikar rikisf jölmiölanna mundu hafa áhrif á kvikmynda- gerö sjónvarpsins á næstunni og sagöi Tage timann veröa aö leiöa þaö I ljós, en sá samdráttur mundi ekki snerta þau verk sem hér er um getiö og þegar eru sam- þykkt og ákvebin til kvikmynd- unar. Nýtt í þjónustu: Ríðandi í veiðiferð að Arnar- vatni HEI — Ungur Hiínvetn- ingur, Arinbjörn Jó- hannsson á Brekkulæk í Miðf irði, er þessa dag- ana að byrja á nýstár- legri þjónustu fyrir ferðamenn. Hann hyggst bjóða fólki, sem hefur gaman af hesta- mennsku, en á ekki hross og einnig býður hann veiðimönnum sem ekki hafa veiðistöng, að sameina þetta hvort tveggja i 5 daga hesta- ferðum að Arnarvatni, sex ferðalangar eru i hverri ferð. Fyrsta feröin hefet 7. ágúst, en alls hyggst hann fara 6 ferbir. 1 fyrstu sagðist Arinbjörn hafa haft útlendinga I huga, en auðvitaö væri ekki neitt þvi til fyrirstöðu aö bæta Islendingum I hópinn. Þeir sem taka vilja þátt í þess- um ferðum, veröa sjálfir aö koma noröur aö Laugabaitka, meö rútu eba einkabil, en þar mun Arin- björn taka á móti ferðalöngunum. Þeir þurfa hins vegar ekki ab hugsa um neinn ferðabúnaö, nema góöan fatnað. Fararskjót- ana — hestana — leggur Arin- björn til, svo og veiöistangir, veiöileyfi, gistiaöstööu ogmat, en Arinbjörn sagðist hafa vinkonu sina sér til aöstoðar viö matseld- ina og fleira. Fyrsti áfangi feröarinnar er eyðibýlið Aöalból, þar sem verbur gist i báöum leiöum. Þaöan er 6-8 tima reiö aö leitarmannaskála við Arnarvatn, en þar veröur hafet viö meöan dvaliö er viö vatniö. Arinbjörn sagöist hafa I huga aö gefa fólkinu nokkuð fr jálst val um þaö hvernig þaö notaöi dag- ana þar efra, eftir þvi hvort þaö heföi meiri áhuga á veiðinni, út- reiðum eöa þá sjálfri náttúrunni. Þqtta yröi hálfgerö útilegu- mannaferö, þvl ósennilegt væri aö hitta nokkra aöra feröalanga á þessum slóöum. Hann sagbi aö rúmlega 10 útlendingar heföu þegar pantaö far I þessar feröir, en enginn tslendingur — enn sem komiö væri, enda hefur litiö veriö auglýst. Fái einhver áhuga á aö taka þátt i svona feröalagi, þá sagöi Arinbjörn að allar upplýs- ingar væru f áanlegar hjá félaginu Útivist. Ruslapokar fást endurgjaldslaust á bensínstöóvum Shell

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.