Tíminn - 12.08.1979, Side 2

Tíminn - 12.08.1979, Side 2
2 MllÍÍIlÍIJ! Sunnudagur 12. ágiist 1979. „Skrifsto Sól, sól og meiri sól - sunnan heiða ----------. s Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum sem byggir höfuðborgarsvæðið/ að undanfarna daga og vikur hefur geisað sannkallað //Skrifstofufárviðri"/ þannig að erfitt hefur verið að halda sig innan dyra. Satt best að segja hefur hér sunnanlands verið óvenju sólrikt siðustu vikur og hitastigið á þessum sólskinsdögum langt fyrir ofan það sem menn eiga að venjast. Þaðer þvi hald margra að búið sé að gefa veðurfræðingunumu frí/ eða að þeir hafi a.m.k. verið fluttir norður yfir heiðar. V__________________J Tvær Austurstrætisdætur af gamla skólanum, sóla sig. Þaö er ekki tekiÖ út meö sældinni aö vera af sterkara kyninu. Siöast liöinn fimmtudag er sólin skein i heiöi og „skrif- stofufárviröiö” geisaöi sem mest þaö mátti, héldum viö Tryggvi ljósmyndari út i sólina og fer afrakstur þeirrar feröar hér á eftir. Viökomustaöir okkar á þess- um ágætisdegi voru Lækjartorg og Austurstræti, Nauthólsvikin, Hellisgeröi i Hafnarfiröi og Sundlaugarnar og Skrúögarð- urinn i Laugardal — og það var sama hvar okkur bar að garöi, alls staðar skartaði mannlifiö sinu fegursta i takt við sólar- geislana. Ekki tók þvi i þessari bliöu að vera að amast viö ljós- myndara og blaöasnáp, þannig aö Tryggvi festi hvern atburð- inn af fætur öörum á filmu og lauk þessari ferö okkar þvi ekki fyrr en degi var tekiö aö halla. — En látum myndirnar tala sinu máli, þvi að eins og máltækiö segir, þá segja þær meira en þúsund orö — og ekki á færi neinna aö gripa fram i. —ESE Þessi tvö sem sátu á bekk i Laugardalsgarðinum mæltu á framandi tungu — hvort sem það hefur veriö i æfingarskyni eða ekki skal látið ósagt um. Mikið er gaman að vera til Misjafnt er hvernig sólin leikur mannsskepnuna. wm

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.