Tíminn - 12.08.1979, Side 6
6
Sunnudagur 12. ágúst 1979.
• Gunnlaugur Finnsson og frú Sigríður Bjarnadóttir
„Nú heitir þaö glœpur
sem áður var hugsjón
það að rækta land og gera það arðbœrt”
AM—A Hvilft í önundarfirði býr Gunnlaugur Finnsson#
bóndi og fyrrverandi alþingismaöur, en hann hefur um
árabil verið einn fremstu forvígismanna Vestfirðinga í
búnaðar- félaas- og sveitastjórnarmálum. Á ferð okkar
um Vestfirði a dögunum fundum við Gunnlaug að máli á
heimili hans að Hvilft og spurðum hann margs frá fé-
lagsmálastarfi hans, þingmennsku, kennslustörfum og
fleiru. Á Hvilft hafa forfeður Gunnlaugs búið einn fram
af öðrum, og inntum við hann því fyrst eftir uppruna
hans.
Rætt við Gunnlaug Finnsson
bónda og fyrrverandi alþingis-
mann að Hvilft í Önundarfirði
V____________ ________________J
„Já, hér er ég fæddur og uppal-
inn og foreldrar minir eru bæöi
héöan frá Hvilft. Hér var faöir
minn fæddur og uppalinn, en
móöir min fæddist á Flateyri en
ólst upp hér á Hvilft. Ég er þvi
Vestfirðingur I báöar ættir, get ég
víst sagt. Konan min, Sigrlöur
Bjarnadóttir, er einnig Vestfirö-
ingur, en hún er frá ögurnesi viö
Djúp. Á mlnum uppvaxtarárum
var fólk á Flateyri álfka margt og
nú er, en þvi fækkaöi nokkuö á
sjötta og sjöunda áratugnum og
nokkuö fram á þennan, en nú er
tekiö aö fjölga aftur.
Foreldrar minir hófu búskap
hér á Hvilft, eftir aö þau höföu
bæöi veriö um skeiö utanlands.
Faöir minn var I fimm ár i
Kanada, þar sem hann stundaöi
margvislegustu störf frá austur-
ströndinni og allt til Vancouver á
Kyrrahafsströndinni. Leiöir móö-
ur minnar lágu hins vegar til Nor-
egs, en hún haföi veriö þjónustu-
stúlka i húsi Ellefssen, sem nú er
ráðherrabústaöurinn viö
Tjarnargötu, þegar þaö stóö hér á
Flateyri. Hvalveiðistöö Ellefssen
brann hér 1901 og átti aö reisa
hana siðar hér innar meö firö-
inum, en frá þvi var horfiö vegna
minnkandi hvalveiöi, og Ellefs-
sen flutti stööina austur á Asknes
viö Mjóafjörö. Þar var móöir min
einnig hjá honum ráöskona, eftir
aö hún kom frá Noregi. Vilhjálm-
ur Hjálmarsson kom eitt sinn til
okkar fyrir sunnan og þá gat
móöir min sagt honum aö hún
myndi eftir afa hans og alnafna
frá þessum árum.
35 konur ekkjur í sama
veðrinu
Móöir min var á vetrum hjá
Sveinbirni Sveinssyni, bróöur
slnum, kaupmanni á Patreks-
firöi, á þessum árum og hér
vestra tókust kynni meö þeim
fööur minum þá og giftust þau
1910. Sumariö 1910 var hún siöast
hjá Eilefssen fyrir austan, og
voru þau faöir minn þá trúlofuö.
Ég hef alltaf haft gaman af þvi,
að þegar faöir minn var kominn
hingaö aö utan 1909, tók hann sig
upp meö landpósti og gekk til
Patreksfjaröar og var þetta þá
allt klappaö og klárt”.
— Forfeöur þlnir hafa búiö á
Hvilft um iangt skeiö. Hverjir
voru þeir fyrstu?
„Hingaö komu áriö 1802-1803
hjón nokkur frá Skarösströnd viö
Breiöafjörö, og veit ég ekki annaö
en aö þau hafi keypt hér á Hvilft,
eöa hér bjuggu þau aö minnsta
kosti. Bóndinn hét Jón Jónsson og
var silfursmiöur og hafa fundist
hér i jöröu menjar um þá iön
hans. Hann drukknaöi hér i miklu
mannskaöaveöri áriö 1812, þegar
35konur uröu ekkjur i sama veðr-
inu.
Jón var hins vegar ekki forfaöir
minn, heldur var kona hans,
Karítas Ivarsdóttir, formóöir
min, þvi hún giftist eftir þetta
Finni nokkrum Guömundssyni.
Bjuggu þau hér síöan og giftist
dóttir þeirra Magnúsi nokkrum
Einarssyni úr Strandasýslu.
Hann var tviburabróöir Ásgeirs
Einarssonar, siöar á Þingeyrum,
sem reisti kirkjuna þar. Þessi
Finnur var hinn fyrsti hér á Hvilft
og eru þeir nú orðnir fjórir, aö
syni minum meötöldum”.
— Hvenær hófst þú sjálfur
búskap hér?
„Þegar ég haföi lokiö stúdents-
prófi frá Akureyri gerði ég þaö
sem mjög tíökast nú til dags, ég
tók mér vetrarfri og sat heima á
búi foreldra minna. Þá afréö ég
aö taka hér viö búinu, þvi mér
þótti slíkt verkefni ekki minna
áhugavekjandi en önnur og ekki
úr vegi aö menn meö góöa undir-
stööumenntun bættust I bænda-
stétt”.
Strikaður út af lista
— Þú ferö samt snemma aö
gefa þig aö félagsstarfsemi auk
búskapar
„Ég hef líklega alla tiö veriö
náttúraöur fyrir félagsstarfsemi.
1 fyrstu beindist hún aö starfi á
vegum iþrótta- og ungmenna-
hreyfingarinnar, en ég var I
fimmtán ár ritari I stjórn héraös-
sambandsins. 1 hreppsnefnd
settist ég fyrst 1954 og sat I henni
til 1978, aö fjórum árum undan-
skildum, frá 1958-1962. Þá var ég
svo rækilega strikaöur út af lista
aö ég hrapaði úr þriöja niöur i
sjötta eöa sjöunda sæti. Þetta
voru gagnverkandi útstrikanir,
þvi þeir sem höföu hugmynd um
þetta gerðu mótleik, svo sá sem
var I næsta sæti fyrir neöan mig
hoppaöi einnig yfir mann og
komst ekki i hreppsnefnd heldur.
Frá þessum afskiptum minum
af sveitarstjórnarmálum er mér
liklega minnisstæöast kjörtima-
biliö frá 1966-70 og þá 1974-79,
þegar ég var hér oddviti. Tima-
biliö frá 1966-70 var eftirminnilegt
vegna þess aö þá var hér atvinnu-
leysi, þar sem aöalatvinnufyrir-
tækiö á staönum varö gjaldþrota.
Uppbygging hefur sem betur fer
oröiö mikil hér á siöari árum,
enda verkefni i svona sveitarfé-
lagi yfirþyrmandi og oftast um-
fram þaö sem fjárhagsgeta leyf-
ir. Mörgu hefur enda þokaö vel
fram, þótt ekki hafi allt þaö
gengiö eftir, sem maður helst
hefði óskaö”.
ópólitiskt samband
— Þú starfaöir lengi aö málum
Fjóröungssambands Vestfirö-
inga?
„Þegar hinu gamla fjórðungs-
sambandi sýslufélaganna og tsa-
fjaröarbæjar var breytt i sveita-