Tíminn - 12.08.1979, Síða 23

Tíminn - 12.08.1979, Síða 23
Sunnudagur 12. áglist 1979. 27 0 Viö sýningarvélina — Gunnar Jósefsson og Anton Kröyer. 1 ’íýtt bíó - Um mánaöamótin næstu verður opnað nýtt kvik- myndahús á höfuðborgarsvæðinu. Eigendur þess eru I Gunnar Jósefsson og Anton Kröyer, báðir um þrítugt. • Þar sem það hljóta að teljast allnokkur tíðindi á þessari öld imbakassans að nýtt bíó hef ji starfsemi, lagði skrifari Kvikmyndahornsins leið sína á frídegi verslunarmanna í Kópavoginn, nánar tiltekið að Smiðjuvegi 1. Það var erfitt að ímynda sér að nokkur • maður væri að vinna í slíku dýrðarveðri sem var þennan dag. En viti menn. Frá húsinu barst hávaði frá vélsög og borvél ásamt hamarshöggum. Það var Gunnar sem var að saga, en Anton stóð uppi í stiga og var önnum kafinn við að skrúfa hlera fyrir glugga í 0 sýningarsalnum. Með hálfum huga bað skrifarinn þá félaga að rabba við sig örstutta stund. Við þeirri frómu ósk var orðið og fyrst var spurt um stærð húss- ins. — Bióið á að taka 312 áhorf- endur. Ef vel gengur getum við bætt við öðrum sýningarsal fyrir tæplega hundrað manns. Hvað á bióið að heita? — Við höfum ákveðið að kalla það Borgarbióið. Ráðgerið þið að skapa Borgarbiói einhverja sérstöðu meðal kvikmyndahúsanna á höfuðborgarsvæðinu með þvi að sýna ákveðna tegund kvik- mynda? — Nei. Við stefnum að þvi að hafa sem fjölbreytilegast úrval kvikmynda af sama tagi og önnur kvikmyndahús. Nú þegar höfum við náð samningum við bandarisk dreifingarfyrirtæki um leigu á nokkrum myndum. Sýningarfjöldinn hjá okkur verður sá sami og öðrum, þ.e. þrjár sýningar á dag. Hvernig er tækjakosturinn? — Við erum með nýja 35 mm Pion sýningarvél með scope- linsu,- Sýningartjaldiö er 8x4 metrar. Eruð þið ekki illa i sveit settir að vera með bióiö i Kópavogi? — Nei, siður en svo. Óhætt er að segja að við séum mjög mið- svæðis hérnaaustast i Kópavog- inum, mitt á milli Breiðholtsins og annarra hverfa i Reykjavik. Hvenær á að byrja? — Við ætlum að reyna aö byrja siðustu vikuna i ágúst. Hver verður fyrsta myndin? — Það er leyndarmál að svo komnu máli. Aður en skrifarinn vissi af var Anton farinn að skrúfa uppi i stiganum og Gunnár að bjástra við sögina. G.K. 1 Kvikmyndin | um Elvis f Þann 16. ágúst næst frá dauða konungs rokks- I komandi eru tvö ár liðin ins, Elvis Presley. A I John Carpenter leiöbeinir Nancy Stephens. Myndin er tekið við gerð hrollvekjunnar Hailoween. 0 Nei, þetta er ekki Elvis Presiey, heldur Kurt Russel i hlutverki rokkkonungsins. Stúlkan er Season Hubley sem leikur Priscillu Presley. þessum tveimur árum hefur komið út ótölulegur fjöldi alls kyns bóka og blaða um goðið, plötur endurútgefnar og gamlar Presleymyndir endur- sýndar. Að auki hafa bor- ist fréttir um a.m.k. tvær kvikmyndir umævi rokkarans mikla. önnur þessara kvikmynda hefur nú komið fyrir augu manna, en hún heitir Elvis-The Movie. S.l. vetur sýndi Laugarásbió kvikmynd sem bar nafnið Dark Star og fjallaði um ferð gervi- hnattar um himingeiminn i þeim tilgangi að eyða óstöðug- um reikistjörnum. Þrátt fyrir að Dark Starværi á ýmsan hátt frumleg kvikmynd og bráð- skemmtileg vakti hún ekki þá athygli sem hún verðskuldaði. Þessi mynd var lokaverkefni manns að nafni John Carpenter frá kvikmyndadeild Háskóla Suður-Kaliforniu. Vegna fjár- skorts tók það 3 1/2 ár að ljúka við myndina sem talin er árgerð 1974. Siðan hefur John Carpenter gert tvær kvik- myndir sem hafa vakið það mikla athygli að honum er nú skipað i hóp þeirra leikstjóra sem hvað mestar vonir eru bundnar við. önnur myndanna er Assault on Precinct 13 gerð 1976 og fjallar um borgarskæru- liða i Bandarikjunum. Hin er nýleg sakamálamynd sem i bókstaflegri merkingu hefur látið hárið risa á höfðum Bandarikjamanna. Sú heitir Hallowen og er um litinn strák sem af ókunnum ástæðum verður systur sinni að fjörtjóni. Nýjasta mynd John Carpenters er Elvis-The Movie, sem i upphaflegri gerð er 3 klst. löng enda gerð fyrir sjónvarp. Útgáfan sem dreift er til kvik- myndahúsa er um 1 1/2 klst. Meö aðalhlutverk fara Kurt Russel sem leikur Elvis, Season Hubley, Shelley Winters og Pat Hingle. Elvis-The Movie verður sýnd innan tiöar i Austurbæjar- biói. GK Alfred Hitchcock Um siðustu helgi sýndi sjónvarpið kvikmynd Alfreds Hitch- cocks „Marnie”. Þótt hún sé ekki talin meðal allra bestu mynda Hitchcocks, þá er þessi tryllir ágætt dæmi um snilld manns sem hefur verið kallaður hinn ókrýndi konungur glæpamyndanna. Það er fyrirfram vonlaust verk að ætla sér að gefa tæmandi yfirlit yfir jafn einstæðan feril og Hitchcock á að baki i litlum upplýsingaþætti sem Nærmynd er ætlað að vera.Einungis er hægt að drepa á það helsta. Alfred Hitchcock er fæddur i Bretlandi 1899 og hlaut mennt- un i skóla sem Kristmunkar ráku. Hann hóf starfsferil sinn á auglýsingastofu, en árið 1920 réði hann sig til Famous Play- ers-Lasky, um svipað leyti og það fyrirtæki hóf starfrækslu kvikmyndavers i Islington i London. Fyrstu verkefni hans þar voru gerð titla og texta fyrir þöglar kvikmyndir. Tveimur árum seinna hafði hann unnnið sig upp i að vera aðstoðarleikstjóri og höfundur kvikmyndahandrita hjá fyrir- tækinu. A þessum árum vann Hitchcock um tima hjá UFA i Þýskalandi og kynntist þar expressinismanum, en áhrifa frá þeirri hreyfingu gætir nokkuð i fyrstu kvikmyndum hans. Segja má að i myndinni The Lodger(1927) hafi fyrst komið fram sá stfll sem kvikmyndir Hitchcocks eru frægar fyrir. Einkenni hans er að áhorf- endur finna sjálfa sig i þeim ótrúlegu aðstæðum sem persónur Hitchcocks lenda i. Þekktustu kvikmyndir Al- fred Hitchcocks eru: Black- mail (1929) The Man Who Knew Too Much (1934), The Thirty-Nine Steps (1935), Sabotage (1936), Rebecca (1940), Strangers on a Train (1951), North by Norht-West (1959), The Birds (1963) og Frenzy (1972). GK ■ Nærmynd, Alfred Hitchcock ásamt nokkrum aðalleikaranna f kvikmyndinni Fuglarnir (The Birds, 1963).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.