Tíminn - 31.08.1979, Qupperneq 8
8
Föstudagur 31. ágúst 1979.
Hvað segja félagsmenn H.Í.P.
um verkfallsboðun Grafíska
sveinafélagsins? Myndir: Tryggvi Texti: AM .
Nk. mánudag hafa fé-
lagsmenn Grafiska
sveinafélagsins boðað til
verkfalls. Þetta verkfall
gæti án vafa haft mjög
víðtækar afleiðingar fyr-
ir rekstur dagblaðanna,
ef það dregst á langinn.
hugsanlega samdrátt i út-
gáfu þeirra og ef til vill
þrengingar á vinnumark-
aði þeirra sem við prent-
iðnað starfa. Blaðið
ræddi í gær við nokkra fé-
lagsmenn HIP í Blaða-
prenti og prentsmiðju
Morgunblaðsins, og spurði
hvernig þeim þættu
horfurnar.
Sigurður
Pétursson,
Blaðaprenti
„Ég tel ekki vafa á
að til verkfalls komi
eftir helgina, og mér
þykir sú aðgerð vel
réttlætanleg að stöðva
aðeins blöðin. Þetta
hafa atvinnurekendur
sjálfir boðið upp á, þar
sem þeir i farmanna-
verkfallinu vildu halda
blöðunum gangandi, en
stöðva bókaprent-
smiðjurnar.
Þótt einhverjir gagnrýni a&
Grafiska sveinafélagiö fer i
verkfall, meöan aörar stéttir
beygja sig vegna efnahagsmál-
anna, álit ég stefnu þeirra raun-
hæfa, þvi stjórn hinna vinnandi
stétta hefur ekki staöiö sig i
stykkinu, hvorki stjórnmála- né
embættismenn hennar. Ég vona
aö HÍP fari aö hugsa sér til
hreyfings, þegar samiö hefur
veriö viö Grafíska sveinafélag-
iö, og sýni atvinnurekendum
gott aöhald framvegis. Þaö eiga
þeir skiliö.”
Þorgeir
Jónsson,
Blaða
prenti
„Ég reikna ekki meö aö þetta
verkfall geti oröiö langt. Veröur
ekki settur á þetta geröardómur
innan skamms? En fari samt
svo aö þetta dragist, kemur tvl-
mælalaust til verkbanns. A end-
anum býst ég ekki viö aö þeir
beri meira frá boröi en aörir aö-
ilar innan verkalýöshreyfingar-
innar.”
Jón Ásgeir
Hreinsson,
prentsmiðju
Morgunbl.
„Viö eigum auövitaö von á aö
þaö komi til verkfalls, en hvort
okkar félag, HIP, fylgir strax á
eftir, þori ég ekki aö fullyröa
um, vegna 3%. Ég hef ekki talaö
viöstrákana i grafiska félaginu,
en mér heyrist hljóöiö þannig i
mönnum hérna, aö þeir búist viö
löngu verkfalli. Sjálfsagt hafa
þeir sitt fram um siöir, þetta'
eru haröir menn.”
Brynjólfur Guðbjömsson,
prentsmiðju Morgunblaðsins
„Ég á ekki von á löngu verk-
falli og geri þar aö auki ekki ráö
fyrir aö gangi saman, þar sem
engin tök eru á aö láta þá fá
kauphækkun eins og er, — nema
þaö sem aörir hafa fengiö. Ann-
ars koma vitanlega allir á eftir.
Nú veröur aö reyna á þetta, en
min spá er sú aö einhvers staöar
veröi gripiö i taumana. Annars
fer allt á hausinn. Ef þetta
dregst eitthvaö kemur verk-
bann atvinnurekenda innan
tiöar”.
Guðmundur Óli Ólason,
Blaðaprenti
„Kannski er ágætt aö ein-
hverjir sýni svolitinn lit i kjara-
baráttunni, en þar sem HÍP, og
verkalýðshreyfingin almennt,
hefur ekki séö ástæöu til þess aö
fara i verkfall, finnst mér Iitil
ástæöa fyrir þetta eina félag aö
fara af staö út af einu prósenti,
en þeir fara I byrjun fram á 4%.
Þeim voru boöin 3% eins og okk-
ur á sinum tima og þótt þeir
ekki vildu þiggja þau, eru þeir
samt heldur skár launaöir en
viö.”
Viðar Janus-
son, prent-
smiðju Morg-
unblaðsins
„Þetta er allt i deiglunni og
mér finnst enn ekki timabært aö
ræöa máliö. En launin eru
skjót aö veröa á eftir veröbólg-
unni og hver þarf ekki hærra
kaup nú til dags. Ég býst viö aö
prentarar muni brátt fylgja
Grafiska sveinafélaginu eftir,
fái þeir sinum kröfum fram-
gegnt.”