Tíminn - 31.08.1979, Qupperneq 17

Tíminn - 31.08.1979, Qupperneq 17
Föstudagur 31. ágúst 1979. 17 Doktor I eölis- efna- fræði Fyrir skömmu varöi Þor- steinn Hannesson doktorsrit- gerö i eölisefnafræöi viö Uni- versity of Michigan i Ann Arbor iBandarikjunum. Er ritgeröin á sviði skammtafræöi (Quantum Theory), og fjallar um víxlverk- un er verður milli spins kjarna og rafeinda I frumeind- um (Hyperfine Interaction) og um fræöilega útreikninga á á- hrifum er veröa vegna snúnings kjarna i sameindum (Spin-Spin Coupling). Andmælendur voru fimm prófessorar frá háskóla Michiganfylkis. Hefur megin- efni ritgerðarinnar veriö birt I fagtimaritum. Sýning á Islenskum blómum á Hótel Loftleiðum I lok september I tilefni 50 ára afmælis Blóma og ávaxta Verslunin Blóm og ávextir er fimmtlu ára um þessar mundir. Hendrik Berndsen eigandi blómaverslunarinnar mun minnast afmælisins meö þvl aö efna tii blómahátlöar á Hótel Loftleiöum I lok september. Þaö verður nýstárlegt viö sýningu þessa aö þar veröa íslensk blóm og jurtir i fyrirrúmi. Sýnd veröa þurrkuö blóm, afskorin blóm, blómaskreytingar, blómavinna # og blómahöldur. Kunnur danskur blómasér- fræöingur Erik Bering veröur aöstoöarmaður Hendriks Berndsen og starfsfólks Blóma og ávaxta viö uppsetningu afmælissýningarinnar og koma meö honum tveir aðrir Danir. Forstjóri Interflora, aðþjóða- samtaka blómasala, Stampe, veröur meö kynningu og fleiri gestir koma einnig. A Hótel Loftleiöum veröur sérstakur matseöill og yfirþjónn hefur sett saman sérstakan drykk, Eldsólina sem veröur á boöstólum. Tiskuverslunin Eva kynnir hausttiskuna og hár- greiðslusýning meö blómaivafi veröur á vegum Salon Veh undir stjórn Elsu Haraldsdóttur hár- greiöslumeistara. burrkuö blóm, pottaplöntur og skreytingar veröa seldar á blómatorgi, sem sett veröur upp á hótelinu. Blómahátiöin veröur dagana 28.-30. september næstkomandi. Blómahöldurnar, sem veröa á sýningunni, eru eign Eriks Bering. Þær voru notaöar á siö- ustuöldogibyrjun þessarar til þess aö konur óhreinkuöu ekki hanska slna er þær héldu á blómvendi. Blómahöldur eru ýmist úr silfri, gulli eöa öörum ódýrari efnum, sumar hverjar mestu kjörgripir. Heiðursfélagi Jarðræktar- félags Reykjavíkur Einar ólafsson fyrr- verandi bóni í Lækjar- hvammi i Reykjatrík, var kjörinn heiðursfélagi í Jarðræktarfélagi Reykjavíkurá síðastliðnu vori. Fimmtudaginn 23. ágúst kom stjórn félags- ins saman ásamt heiðurs- félaganum og nokkrum gestum/ þar sem Einari var afhent heiðursskjal- ið, en það teiknaði iistá- maðurinn og bóndinn Jón Kristinsson í Lambey. Jarðræktarfélag Reykjavíkur var stofnað 17. október 1891. Einar Olafsson sem nú er 83 ára, hefur verið formað- ur þess í 36 ár, en lét af störfum í stjórn félagsins á síðastliðnu ári. Fram undir 1930 voru um 200 félagar i Jarðræktar- félagi, enda voru þó nokkrir bændur á höfuð- borgarsvæðinu. Nú eru félagar 50, það eru aðal- lega hestamenn og garð- yrkjumenn. Núverandi stjórn Jarð- ræktarf élagsins skipa þeir Edwald Malmquist, Birgir Matthíasson og Helgi Kristófersson. Einar ólafsson fyrrv. bóndi I Lækjarhvammi, Reykjavik. H V E L L G E I R I D R E K I © Bulls Hitti byssuna. ‘j íí-aA. mina, of mikið lw Hef aldrei skotiö\ jn mann i bakiö, ekki m einu sinni rottu “M \sem þessa. ';í> I i © Bulls

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.