Tíminn - 15.09.1979, Síða 6

Tíminn - 15.09.1979, Síða 6
6 Laugardagur 15. september 1979 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Ölafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gísiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15 simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 180.00. Askriftargjaid kr. 3.500 á mánuöi. Blaöaprent. Erlent yfirlit Valið á McHenry mælist vel fyrir Hefði annarri stjórn tekizt betur? Stjórnarandstaðan hefur beitt hinum öfluga fjöl- miðlakosti sinum til þess að gera sem minnst úr þeim árangri, sem núverandi rikisstjórn hefur náð á fyrsta starfsári sinu. Einkum hefur fjölmiðlum hennar verið tiðrætt um verðbólgumálin og þeir bent á, að þar hafi ekki náðst sá árangur, sem stjórnin stefndi að i upphafi. Hún hafi tekið við 50% verðbólgu og lýst þvi sem takmarki sinu að koma henni niður i 30% fyrir árslok 1980. Verðbólgan sé nú svipuð og þegar rikisstjórnin kom til valda. Hún hafði m.ö.o. bókstaflega engum árangri náð, hvað verðbólguna snerti, heldur sé hjakkað i sama far- inu og fyrir ári. Það er rétt, að verðbólgan er nú svipuð og hún var við stjórnarskiptin i fyrra. Það segir hins veg- ar ekki alla söguna. A þessum tima hafa orðið stórfelldar verðhækkanir á oliu, sem hafa alveg breytt efnahagsmyndinni. Af völdum oliuverð- hækkananna hefur verðbólgan magnazt i flestum löndun á undangengnu ári, ásamt stórauknu at- vinnuleysi. Hér hefur tekizt að halda henni ó- breyttri og tryggja stöðuga atvinnu og nokkurn veginn óbreyttan kaupmátt launa. Þetta ber ekki að vanmeta, einkum þó, ef við berum okkur saman við aðra. Þetta skapar óneitanlega grundvöll til nýs viðnáms gegn verðbólgunni, þegar vænta má hagstæðari skilyrða en þeirra, sem verið hafa á umræddu ári. í sambandi við þetta er vissulega ekki úr vegi að athuga, hvort vænta hefði mátt meiri og betri ár- angurs af annarri rikisstjórn. Hefði t.d. mátt vænta meiri árangurs, ef hér hefði komið til valda svokölluð nýsköpunarstjórn, þ.e. stjórn Sjálf- stæðisflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, eða svokölluð viðreisnarstjórn, þ.e. stjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks? Þessari spurningu má hiklaust svara neitandi. Alþýðuflokkur eða Al- þýðubandalag hefðu ekki reynzt neitt öðru visi i slikum stjórnum en þeir hafa reynzt i núverandi rikisstjórn. Og hver væntir svo þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði komið með einhver ný eða betri úrræði, ef hann hefði verið i stjórn? Til þess að svara þessari spurningu, þarf ekki annað en að rifja upp málflutning og vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins þetta undangengna ár, sem hann hefur verið i stjórnarandstöðu. Málflutning- ur hans og vinnubrögð hafa einkennzt af stefnu- leysi, hringlandahætti, yfirboðum og stjórnleysi. í flokknum vaða uppi alls konar klikur, sem stefna hver i sina áttina. Á flestan hátt minnir Sjálf- stæðisflokkurinn á höfuðlausan her. Ef slikur flokkur hefði átt að hafa forustuna, er ekkert ótvi- ræðara en að þjóðin hefði haldið enn lengra út i ó- færuna, sem var komin til sögunnar, þegar forustu hans lauk á siðastl. ári. Myndun núverandi stjórnar var skásti mögu- leikinn, sem var fyrir hendi til myndunar þing- ræðisstjórnar eftir úrslit siðustu kosninga og raunar eini möguleikinn. Þrátt fyrir erfiða sam- búð og vaxandi f járhagslega erfiðleika, hefur tek- izt að halda i horfinu. En það þarf að gera betur. Það getur núv. rikisstjórn gert og vafalitið er hún eina rikisstjórnin, sem getur gert það, undir rikj- andi kringumstæðum. Þ.Þ. Carter gat ekki tekizt betur Donald McHenry ÞVI haföi veriö spáö, að þaö yröi ekki auðvelt verk fyrir Carter forseta aö finna mann, sem flestir eöa allir gætu sætt sig viö, til aö gegna sendiherra- starfi Bandarikjanna hjá Sam- einuðu þjóöunum eftir hiö sögu- lega brotthvarf Andrews Young úr embættinu. Young haföi oröiö að láta af embættinu vegna áróöurs Isra- elsmanna gegn honum. Þaö var haft á oddinum, aö Young heföi átt viöræður viö fulltriia Sjálfstæöishreyfingar Pale- stínumanna hjá Sameinuöu þjóöunum, án vitneskju yfir- manna sinna. 1 raun var þetta þóalgert aukaatriði, heldur var meginástæðan sú, aö ísraels- menn töldu Young ekki nógu þægan sér. Viöræður Young og fulltrúa PLO snerust ekki aö neinu leyti um viöurkenningu á PLO, held- ur um tilhögun væntanlegs fundar i öryggisráöinu, en Young var formaður þess i ágústmánuöi slöastl., en þá átti aö halda umræddan fund. Fund arefnið var tillaga frá Nígeriu og fleiri þróunarrikjum, sem fól i sér óbeina viöurkenningu á PLO. Bandarikin höföu reynt aö ná samkomulagi um breyt- ingartillögu, sem bæöi Israel og Egj’ptaland höföu hafnaö, og féllu þau þá frá henni. Næsta skref þeirra var aö reyna aö fá tillögunni frestaö. Fulltrúi PLO hefur málfrelsi i Oryggisráöinu og var llklegur til aö geta haft veruieg áhrif á máismeöferöina þar. Young taldi þvi rétt aö ræöa viö hann um tilhögun fund- arins og áleit þaö innan verka- hrings sins. I raun væri hann ekki aö gera annaö en þaö, sem stjórnin haföi lagt fyrir hann, þ.e. aöreyna aö fá umræddri til- lögu frestaö á einhvern hátt. Fyrir atbeina Youngs tókst aö fá tillögunni frestað, en þessar viöræöur hans viö fulltrúa PLO ollu svo miklum úlfaþyt, aö hann taldi sig gera Carter mest- an greiöa meö þvi að segja af sér. Jafnframt lýsti hann yfir þvi, aö hann ætlaöi aö fara aö vinna aö framboöi Carters, og þvi heföi þetta ekki haft nein á- hrif á vináttu þeirra. ÞEGAR til kom, reyndist ekki eins erfitt aö finna eftirmann Youngs og ætlað var i fyrstu. Bæöi Young og Vance voru sammála um, aö varafulltrúi Bandarikjanna hjá Sameinuöu þjóöunum, Donald McHenry, væri heppilegasti maöurinn til aö taka viö af Young. Carter fór eftir þessum tillögum þeirra og hefur vafali'tið gert það meö á- nægju. McHenry er blökkumaö- ur eins og Young, en blökku- menn höföu tekiö þaö óstinnt upp, aö Young hafði þurft aö vikja vegna afskipta Gyöinga, þaö bætti þetta nokkuð, aö blökkumaöur tók sæti hans. Young kaus ekki annan eftir- mann frekar, þvl aö honum og McHenry haföi ekki aöeins samiö vel, heldur höföu þeir veriö sammála um flesta hluti, m.a. um málefni Israelsmanna og Araba. Vance taldi þessi mannaskiptiaöþvileytitil bóta, aö McHenry þykir eins varfær- inn i oröum og diplómatiskur og Young getur verið opinskár og ógætinn. Ma. vegna gætni McHenrys haföi Young oftast kallaö hann prófessorinn. Arabar, sem höföu verið ó- ánægöir vegna brottfarar Youngs, létu sér tilnefningu McHenry vel Hka, þvi að þeir vissu um afstööu hans. Israels- menn létu þó ekki bera á neinni óánægju. Brottför Youngs haföi miklu frekar vakið samúö með PLO en hiö gagnstæða. Fyrir Gyöinga var þvi viturlegast aö taka tilnefningu McHenrys vel. MCHENRY er 42 ára gamall. Hann þótti snemma góður námsmaöur. Aö loknu háskóla- námi i alþjóölegum samskipt- um, var hann kennari um skeiö, en gekk 1963 i þjónustu utan- rikisráðuneytisins og starfaöi i þeirrideild þess, sem fjallar um málefni Sameinuöu þjóðanna. Honum féll ekki aö öllu leyti viö Kissinger og stefnu hans og geröist þvi starfsmaöur viö Friðarstofnun þá, sem kennd er viö Carnegie (Carnegie Endow- ment forPeace). Hann starfaði þar þangaö til Carter kom til valda 1976, en þá var hann orö- inn varafulltrúi Bandarikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann hefur veriö nánasti samverka- maöur Youngs um meira en tveggja ára skeið. Young fól McHenry einkum það verkefni aö fást viö málefni Namibiu og Suður-Afriku. Hann þótti reynast vel i samningum viö stjórn Suöur-Afriku, þótt ár- angurinn yröiekki allltaf mikill. Þá fékk McHenry þaö hlutverk aö koma á bættri sambúö Bandarikjanna og Angóla, og þykir það starf hans hafa borið góðan árangur. Hann nýtur trausts Afrlkumanna engu siöur en Young geröi Sumir fréttaskýrendur halda þvi fram, aö McHenry hafi aö þvileytiveikaristööuen Young, aö hann er ekki náinn vinur Carters og hefur ekki tekið jafn virkan þátt i mannréttindabar- áttu blökkumanna. Það getur hins vegar styrktstööu hans, aö hann er minna tortryggöur af hvltum mönnum, sem hafa litiö mannréttindabaráttu Youngs misjöfnum augum. Flestir fjöl- miölar viröast sammála um, aö Carter heföi ekki getaö valiö annan æskiiegri mann, eins og á stóö, til aö taka viö af Young.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.