Tíminn - 15.09.1979, Side 8

Tíminn - 15.09.1979, Side 8
8 Laugardagur 15. september 1979 9 Laugardagur 15. september 1979 Að kynnast sjálfum sér gegnum dýrin Fjölskylda Michels Klein, fransksdýralæknis hefur i mörg ár mátt búa við ljón, tigrisdýr og önnur óargadýr i garðinum hjá sér og er sagt, að hann hafi kunnað þokkalega við það. En nú hefur Klein losað sig við villi- dýrin og hefur aðeins hunda og ketti á heimili sinu, mestu meinleysisgrey eins og allir vita. Þetta dýrahald leggur Klein á sig til þess að kynnast sjálfum sér betur. Michel hefur skrifað bók um ljónsungana sina og hvað hann lærði af þeim um sitt eigið viliieðli og nú er kominn Ut bók eftir hann um heimilisdýrin, þarsem hann lofar vit og einstaklingseðli þeirra. Sumar sögurnar eru bráðskemmtilegar. Fyrst má geta kattarins, sem Karolina af Monakó sendi Michel i örvæntingu, þar sem hún gat alls ekki fengið hann tii þess að umgangast fólk og ketti á eðlilegan hátt. 1 hvert sinn, sem einhver ókunnugur birtist lagði hann til atlögu við hann og reif og tætti i sig. Michel þorði ekki annað en hafa hann i ein- angrun fyrst og kom honum fyrir á skrifstofu sinni. Köttur- Michel Klein, franskur dýralæknir hefur skrifað bók um þetta efni inn, sem bar nafnið „Sástu mig?” snuöraði um alla skrif- stofuna, hoppaði upp i pappirs- körfuna, á skrifboröið og nudd- aði höfðinu ástúölega utan i rit- vélina. „Ég varð strax hrifinn”, sagði Michel og ég dáðist að þokka hans og hroka. Þarf ekki að orðlengja það, að við urðum vinir.” Þegar Michel tók „Sástu mig?” heim i fyrsta skipti, varð ailt vitlaust, en eftir þrjú skipti ogótal illindi við hunda, ketti og heimilisfólkið allt, kom „Sástu mig? ” sér upp sérstökum um- gengnisvenjum. Honum var orðið ljóst, að hann yrði aö þola þetta fólk. Margur maðurinn hefúr komist að þvi sama. Og sérþarfir kattarins voru m.a. á þá leiðaðsofa uppiá mjóaleggj- um húsbónda sins, og eigna sér einn eldhúskrókinn. Engir aðrir kettir en hann fengu að sofa i hjónarúminu, en þó virtist í lagi að „Heimska” litia lægi á divan við hliðina. „Ég elska þennan kött eins og hann er og myndi ekki vilja hafa hann öðru visi, en hann á erfitt með að laga sig að umhverfinu eins og margir kunningjar mfnir”. Klein segir i bók sinni einnig sögu af hundinum Rinku, þýsk- ættuðum. „Hann var fullur móðurástar og laðaðist fljótt að konu minni eins og gera mátti ráð fyrir. Kennsluhæfileikar Rinku komu i ljós, þegar hún kynntist litium frænda minum, en barnið var með þeim ósköp- um gert að litlum sem engum matvarðofan iþaðkomið. Einu sinni, er barniö var i heimsókn hjá okkur, fann móðir þess það úti i hundakofa að gæða sér á kjötbeinum meö Rinku. Var barnið sælt og glatt og boröaði með bestu list. Móöirin hrópaði upp yfir sig og Rinka snjöll sem Jafnvel eftir stóruppskurði og aflimun tengjast dýrin mönn- unum. fyrr, ýtti stráknum bliðlega út úr kofanum. Ég stakk upp á, að frændi minn fengi núsæmilegan mannamat iskál Rinku á næstu máltiðum og viti menn. Þarna átu þau saman hrisgrjón ogkjöt og virtist sem litli snáðinn hefði yfirunnið ógeðsitt á mat. Þá var hann aöeins eins og hálfs árs. Nú er hann fimm ára gamall, sterkur strákur og sest að borð- um eins og aðrir. Ekki veit ég, hvers vegna hann vildi heldur borða i hundakofa, þegar hann var litill, en sennilega hefur hann fundiö þar frið og afslöpp- un, sem hann fann ekki við mannanna borö. Ég læt sálfræð- ingnum eftir að útskýra þessa „hundalækningu”. FI þýddi ----------------- Blómahátíð Svo sem minnst hefur verið á hér i blaðinu verður blómahátfð að Hótel Loftleiðum siðustu þrjá daga septembermánaðar i tilefni af 50 ára afmæli verslunarinnar Blóma og ávaxta. Megináhersla verður lögð á islensk blóm, en sýnd verða þurrkuö blóm, afskorin, blómaskreytingar, blómavinna og blómahöldur. Verslunin Blóm og ávextir hefur alla tið verið viö Hafnar- stræti i Reykjavik og voru stofnendur hennar Ólafia Einars- dóttir frá Hofi og Asta Jónsdóttir. Arið 1942 keypti Hendrik Berndsen verslunina og sá hann um rekstur hennar allt til dauða- dags árið 1966, en þá tók fjöl- skylda hans við verslunar- rekstrinum ogsá um hann til ára- móta 1973-1974. Þá kaupir Hendrik Berndsen, dóttursonur fyrrverandi eiganda, verslunina. Hendrik hefur látið gera marg- vislegar breytingar á versluninni m.a. var verslunin innréttuð á nýtis kulegan hátt I byrjun þjóð- hátiðarárs 1974. Erik Bering aðstoðar og sýnir. Einn þekktasti blómasér- fræöingur Evrópu, Daninn Erik Bering aðstoðar við uppsetningu afmælissýningarinnar ásamt aðstoöarfólkisinu. Bering erm.a. þekktur fyrir merkilegt safn af blómahöldum, sem hann hefur safnað um árabil. Hefur hann sýnt blómaskreytingarog blóma- höldur viða um heim m.a. hjá Lachavme i Paris, Chelsea Flow- er Show i London og á sérstakri sýningu danska utanrfkisráðu- neytisins I Kaupmannahöfn. Erik Bering hefur nýverið tekið á móti Grace prinsessu af Monaco i Kaupmannahöfn, en hún hefur boðið honum að koma til Monaco að sýna á næsta ári. Blóm og ávextir er meðlimur i alþjóðlegum samtökum blóma- sala „Interflora” og gerir það viöskiptavinum verslunarinnar mögulegtað senda blóm um allan heim. A afmælissýningunni mun forstjóri Interflora Mr. Stampe Erik Bering sýnlr Grace prinsessu af Monaco blómaskreytingar slnar. á Hótel Loftleiðuin vera með sérstaka kynningu. Fleiri góðir gestir koma á hátíðina, m.a. sérstakur hönnuður frá sænska veggplatta- fyrirtækinu Je. Johnson. Á Hótel Loftleiðum verður sérstakur matseðill i sambandi við Blómahátiðina, en þar veröur einnig kynning á hausttiskunni 1979 á vegum verslunarinnar Evu. Þá mun hárgreiöslustofan Salon VEH sýna hárgreiöslu með blómaivafi undir stjórn Elsu Haraldsdóttur. Blómatorg verður sett upp á hótelinu. Þar gefst gestum kostur á að kaupa bæði þurrkuB bföm og pottaplöntur auk skreytinga. Blómahátiöin stendur yfir föstudag, laugardag og sunnu- dag. Hendrik Berndsen eigandi Blóma og ávaxta með Islenskar vllltar jurtir f versiun sinni. Timamynd Tryggvi. Það eru fleiri en blómaskreytingamenn sem hafa yndi af þvi að setja saman fallegar blómaskreytingar. Hér er gömul mynd af H.C Andersen i hópi aðdáenda, þar sem hann er að gera blómaskreytingu. Myndin var tekin 14. júni 1865. H.c. Andersen skrifaöi niður hvernig blómvendi hann gaf fólki og hvaða blóm hann fékk að gjöf. Erik Bering hefur settsaman sýningu meðeftirlfkingum af þessum blómvöndum og skreytingum H.C. Andersen. Aöalfundur Dýralækningafélags íslands: Hörð gagnrýni á lyfja- heildsölur fyrir slæleg TnTmilhrnífft — tímabundinn skortnr á V IllIlUUI Ug U lyfjum yfir háannatlmann GP — Aðalfundur Dýralækninga- félags íslands var haldinn fyrir skömmu i Stykkishólmi. Fyrridaginn voru fagleg mál á dagskrá, og þar flutti Dr. Kjell Jónsgard, dyralæknir frá Dýra- lækningaháskólanum i Osló, fyrirlestur um mikilvægi þess að dýralæknar færi skýrslur um daglegar lækningar og kynnti nýtt kerfi, þar sem hvert dýr hef- ur sitt spjald, sem ritað er á heilsufar og lækningar. Ennfremur flutti hann fyrir- lestur um doða i kúm og svaraði fyrirspurnum þar að lútandi. Seinni daginn voru svo tekin fyrir aðalfundarmál, flutt skýrsla stjórnar, dýralæknarnir Gunnar Már Gunnarsson og Ragnar Ragnarsson fluttu erindi og loks voru gerðar ýmsar samþykktir. Meðal annars komu fram mót- mæli viö frumvarp til laga um lyfjasölu, þar sem gert er ráð fýrir að lyfjabúðir geti einar selt dýralyf, og töldu fundarmenn þetta óframkvæmanlegt, þar sem bændum yrði viða mjög erfitt að nálgast nauðsynleg lyf — og þvi yrði sala á dýralyfjum enn sem fyrr best kominn I höndum dýra- lækna sem hafa alla þekkingu til að meðhöndla þessi lyf. Ennfremurkom fram gagnrýni á lyfjaheildsölur, þar sem ávailt virðist verða tímabundinn skort- ur á ýmsum nauðsynlegum lyfj- um og þa aöallega um háanna- tímann á vorin. Þá var einnig rætt um nauðsyn þess að ferðakostnaður dýra- lækna f vitjanir veröi jafnaðar svo allir bændur hefðu aðstöðu til að njóta þjónustu dýralækna án tillits til búsetu dýralæknisins. Samþykkt var áskorun til bú- fjáreigenda á ósýktum býlum, þar sem þeir eru varaöir við hey- og fjárkaupum frá bæjum þar sem riðuveiki hefur veriö staðfest og garnaveiki orðió vart siðustu árin, og er þetta mikilvægt nú þar sem búast má við talsverðum heyflutningum I haust og vetur. Að lokum var kosin ný stjórn og hana skipa: Jón Guðbrandsson héraðsdýralæknir Selfossi — formaður, Halldór Runólfsson Kirkjubæjarklaustri — ritari, Sigurður örn Hansson Reykjavik — gjaldkeri. Úr stjórn ganga: Jón Pétursson Egilsstöðum Birnir Bjarnason Höfn og Rögnvaldur Ingólfsson Búðardal og voru þeim þökkuð drjúg störf á liðnum árum i þágu dýralæknastéttarinnar. Torfæruaksturskeppni Björgunarsveitin Stakkur heldur sína árlegu Torfæruaksturskeppni í nágrenni Grindavíkur sunnudaginn 16. september Keppnin hefst kl. 2 Komið og sjáið spennandi keppni um leið og þið styrkið gott málefni Björgunarsveitin Stakkur Keflavík

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.