Tíminn - 30.09.1979, Blaðsíða 27

Tíminn - 30.09.1979, Blaðsíða 27
Sunrjudagur 30. september 1979 Eitt og annað um kvikmyndir Alain Resnais Alain Resnais öölaðist heimsfrægö áriö 1959 fyrir kvikmynd sína Hiroshima mon amour. Síðan hefur hann gert 6 myndir af fullri lengd sem allar hafa vakið mikla athygli. Segja má að kjörorð Resnais hafi verið//fáar en góðar". Það þykir því tíðindum sæta/ alla vega fyrir þá sem nenna að horfa á kvikmyndir sem eru öðruvísi en þessar vanalegu/ að mánudags- mynd Háskólabíós er nýjasta mynd Alain Resnais/ Providence (Forsjónin) þeim öldutoppi sem þá reis. Eftir nær þriggja ára hlé tók hann sig til og hóf undirbóning að gerð kvikmyndar af fullri lengd. I viðtali komst Resnais svo að orði: „Ég bað Marguer- ite Duras að skrifa fyrir mig kvikmyndahandrit, ástarsögu sem gerðist í skugga atóm- sprengjunnar í Hiroshima. Ég tók fram að hón þyrfti ekki endilega að skrifa söguna með kvikmynd í huga. Fyrirætlun min var aö yrkja ljóð með kvik- myndatökuvélinni, þar sem textinn þjónaði óverulegu hlut- verki.” Frakkinn Alain Resnais fædd- ist 1922. Hann stundaði nám I kyikmyndaklippingu og vann til að byrja með að slikum sforfum. Fyrstu kvikmyndirnar sem Resnais stjórnaði fjölluðu um verk frægra listmálara, þeirraámeðal Van Gogh( 1949), Gauguin( 1950) og Guerica.Með þvi að draga fram þætti úr llfi málaranna og tengja þá mál- verkunum eða einstökum atriöum þeirra tókst honum að gera þessar kvikmyndir óvenju liflegar og áhugaverðar. Les Statues meurent aussi (1953) er um neikvæö áhrif evrópskrár menningar á afrlska. Frönsk yfirvöld, sem áttu i ýmsum vafasömum nýlenduævintýrum I Afrlku og Indókina á þeim tlma er myndin var gerö, voru litt hrifin af efni hennar. Kvikmyndaeftirlitið gerði Resnais llfið leitt og var kvikmyndin sjaldan sýnd opin- berlega I Frakklandi. 1 Toute la mémoire du monde (1956) komu einkenni Alain Resnais sem kvikmyndaleik- stjóra fyrst fram. Kvikmyndin fjallar um þjóðarbókhlöðu Frakka, þ.e. bygginguna sem slika, bækurnar og starfsemi safnsins. Mikill hreyfanleiki kvikmyndatökuvélarinnar og hugvitsamleg kvikmyndataka gæða lifi stofnun sem mörgum finnst dauö og leiðinleg. Af fyrstu myndum hans finnst mörgum Nuit et Brauillard (1955) vera best. Hún er um út- rýmingarbúöir nasista og þá hroöalegu starfsemi sem þar fór fram. Ofangreindar stuttmyndir og ýmsar aðrar voru eins konar aðfaraoró'að framhaldinu. Vendipunktur Um 1959 urðu miklar breyt- ingar á högum franskra kvik- myndagerðarmanna. Sjálfræði þeirra var aukiö og árangur þess lét ekki á sér standa. Fram kom ný kynslóð með nýjan túlk- unarmáta Alain Resnais var á Arangur samvinnu þeirra Resnais og Duras var kvik- myndin Hiroshima mon amour, timamótamynd i franskri kvik- myndagerð. Hún segir frá ástarævintýri franskrar leik- konu og japansks arkitekts sem eru að vinna við töku kvik- myndar um ógnir styrjalda. t>au laðast hvort að ööru vegna áfalla sem þau hafa orðið fyrir hvort I slnu lagi. Meðan styrj- öldin stóð átti konan ástarævin- týri með Þjóðverja sem siöar var drepinn. Afall arkitektsins varð þegar atómsprengjunni var varpað á Hiroshima. 1 rauninni er myndin um það hve einstaklingurinn á erfitt með að skilja atburöi sem hann hefur ekki sjálfur reynt eða tekið þátt I. Konan reynir að lifa sig inn I atburðina I Hiroshima með þvi að fara á söfn, horfa á kvik- myndir og lesa vitnisburö sjónarvotta. En innlifun getur aldrei komið i stað eigin reynslu. Kvikmyndin hreyfist frjálslega á milli fortlöar og nútlðar. Ahorfandinn fær tæki- færi til að skyggnast inn I hugarheim konunnar með notkun „flashback”. Þegar að frumsýningu lokinni var Hiroshima mon amour skipað á bekk með kvikmynd sem Orson Welles geröi 18 árum áður, Citizen Kane. Með gerð L’année derniére á Marienbad (1961) tók Resnais Úr kvikmyndinni l’ANNEE DERWI’ERE ’A MARIEN BAD. höndum saman við framúr- stefnurithöfundinn Alain Robbe- Grillet. Sú mynd er alltorskilin vegna þess að hún virölst ekki hafa neinn söguþráð I venju- legum skilningi. Efni hennar má þó draga saman á eftirfar- andi hátt: Maðurinn X hittir konuna A I móttökusal hallar I barokkstll. A er I fylgd með M sem gæti annað hvort veriö eiginmaöur hennar eða læknir. X fullyrðir viö A að þau hafi hitst árið áður og ákveðið þá að strjúka saman eitthvað I burtu. 1 kvikmyndinni er þannig haldiö á spilunum aö þrátt fyrir aukna vitneskju um það sem raun- verulega geröist árið áður lýkur henni án þess að áhorfandinn geti verið viss I sinni sök. Muriel, ou le temps d’un retour(l963) er af dálitiö öðrum toga spunnin. Hún er um ekkju, Helene, sem rekur fornmuna- sölu. Hún ákveður að bjóða gömlum elskhuga, Alphonse, að búa hjá sér. Hann þiggur boðiö og mætir á staöinn ásamt ungri hjákonu. Stjúpsonur Helene býr einnig hjá henni. Hann hefur tekiö þátt I hernaðaraðgeröum I Alslr og hefur ýmislegt á sam- viskunni, m.a. pyntingu og dráp á alsirskri stúlku að nafni Muriel. 1 þessari mynd, eins og Hiroshima mon amour, eru persónurnar fangar hins liðna. Næstu þrjár myndir Resnais eru La Guerre est fine (Stríöinu er lokið, 1966) um borgara- strlöið á Spáni, Je t’amie, je t’amie(1969), sem er eins konar visindamynd, og Stavisky (1974). Hún er um stórsvindlara á fjórða áratugnum. Providence Sjöunda langa mynd Alain Resnais er mánudagsmynd Háskólabiós, Providence sem á islensku er kölluð forsjónin. Hún er gerð 1977 og gerist á reisuleg- um herragarði einhvers staðar uppi I sveit I Englandi. Rithöf- undurinn og alkóhólistinn Clive Langham vinnur að undirbún- ingi nýrrar skáldsögu með þvi 'að imynda sér nákomna ættingja slna I harla óvenjuleg- um hlutverkum. 1 hugarheimi rithöfundarins kljást synir hans og tengdadóttir við framhjá- hald, morðákæru og pólitisk mótmæli allt eftir þvi hvað best hentar. I lok myndarinnar, þeg- ar ættingjarnir koma aö heilsa upp á gamla manninn á 78. af- mælisdeginum, kemur i ljós að hin sérkennilega persónusköpun hans á rætur að rekja til liðinna atburða úr fjölskyldullfinu. Óhætt er að segja að Provid- encesé hálf nöturleg kvikmynd. Fantasiur gamla mannsins eru kvikmyndaðar I mjög bláleitum litum sem gefa myndinni kald- ranalegt yfirbragð. Með aðalhlutverk fara David Warner, Ellen Burstyn (Alic) býr býr hér ekki lengur) og Dirk Bogarde. Þau standa sig öll með prýði og ekki slst John Gjelgud sem leikur rit- höfundinn. Væntanlegir áhorfendur ættu að veita athygli frábærri kvik- myndatöku sérstaklega I upphafi myndarinnar. Providence er gott framlag til kvikmyndagerðarlistarinnar. GK KVIKMYNDA HORNIÐ Muriel: Helene (Delphine Seyrig) hittir Alphonse (Jean-Pierre Kérien) og frænku” hans (Nita Klein) Ellen Burstyn og David Warner I Providence. Alain ResnaiS við töku kvikmyndarinnar Muriel Hiroshima Mon Amour - Tlmamótamynd I franskri kvikmynda gerö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.