Tíminn - 05.10.1979, Blaðsíða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 ■ Reykjavík ■ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Fyrirspumir hafa borist um kaup á elsta Fokkernum:
Mikill áhugi hjá Flugleiðum á
stærstu gerð af Fokkervélum
AM — „Hjá okkur
stendur sifellt yfir
athugun á hagkvæmum
endurbótum og breyt-
ingum á flugvélakosti
innanlandsflugs, og hér
er mikill áhugi rikjandi
á að fá stærstu gerðina
af Fokker Friendship
vélunum, F-27 500,”
sagði Einar Helgason
forstjóri innanlands-
flugs Flugleiða i gær,
þegar Timinn ræddi við
hann.
Einar sagöi aö þessi gerö af
Fokker væri lengri en þær sem
nú eru nýttar og gætu tekiö 60
farþega. Aleit hann aö kaup á
slikri flugvél heföu komiö mjög
sterklega til greina, ef verölags-
yfirvöld heföu leyft þær hækk-
anir á fargjöldum, sem sifellt
væri veriö aö biöja um á innan-
landsleiöum.
Þá sagöi Einar aö viöhalds-
kostnaöur á þeim Fokkervélum,
sem fyrir eru væru mjög hár og
færi vaxandi, og mætti kenna
hinum slæmu flugvöllum um
það aö mestu leyti, en endurbót-
um á völlunum 'miðaði allt of
hægt.
Svo sem kunnugt er hefur
elsta Fokker vélin veriö á sölu-
skrá, en hún er hin eina sem
hefur sérstakar dyr fyrir stærri
farangur. Sagði Einar aö nokkr-
ar fyrirspurnir heföu borist um
vélina. en ekkertgerst fram yfir
1)30.
Rigningartföin hérna i höfuðborginni aö undanförnu hefur útheimt góöan klæönaö og þvf er
smiðurinn á þessari my'nd galiaöur eins og togarasjómaöur. (Tfmamynd: Róbert)
Samningur um nýja
LANDSVIRKJUN
Afstaða
Sjafnar
óviss
Kás — Þaö var læviblandiö ioft
i sal borgarstjórnar f g*r-
kvöldi þegar Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir sté f pontu tii aö ræöa álit
sitt á þeim sameignarsamningi
um nýja LANDSVIRKJUN, sem
þar var til fyrri umræöu, annaö
hvort til samþykkis eða synjun-
ar. Afstaöa alira annarra
borgarfulltrúa er skýr. Sjálf-
stæðismenn eru á móti honum,
en fulltrúar meirihlutans, aö
Sjöfn frátaldri eru samþykkir
honum.
„Vegna þess málefnis, sem
hér er til umræðu nú i kvöld, þ.e.
samningurinn um fyrirhugaða
nýja Landsvirkjun, vil ég hefja
mál mitt á þvi að lýsa yfir og
taka skýrt fram, aö ekki er um
að ræða svokallað „meirihluta-
mál”. Vil ég i þvi sambandi
árétta og minna á yfirlýsingu
sem i júni i fyrra var lesin upp
hér i borgarstjórn um að
samkomulag vinstri flokkanna
um stjórn á málefnum Reykja-
vikurborgar byggist fyrst og
íremst á samkomulagi um að
standa saman að gerð fjarhags-
áætlunar fyrir borgina, svo og
framkvæmd hennar”, sagöi
Sjöfn. Sagðist hún óttast aö hin
nýja LANDSVIRKJUN yröi
leiksoppur pólitiskra ákvarö-
anatöku viö val á virkjunarstöö-
um. Askildi hún sér rétt til aö
gera breytingatillögur við
ákvæði samningsins varöandi
Kröflu.
Ræðu sina endaði hún i vé-
fréttarstil: „Viö gerö fyrir-
liggjandi samnings um nýja
Landsvirkjun gerðu samninga-
menn Reyk javikurborgar
(Sigurjón, Björgvin og
Kristján) sitt itrasta til þess að
gæta hagsmuna borgarinnar i
hvivetna. Þaö er borgarstjórnar
að skera úr um hvernig til hefur
tekist”.
Nánar veröur sagt frá
umræðunum i blaöinu seinna,
en samningurinn verður tekinn
til annarrar umræðu annan
fimmtudag 18. okt. nk.
Sjá bls. 5, ræöa Kristjáns
Benediktssonar.
Fræðsluherferð um orkusparnað í gangi þennan mánuð:
Orkusparnaður í húsahitun brýnastur
— 50 þúsund ibúar kyntu með oliu i fyrra, aðeins 12 þúsund árið 1983
HEI — Orkusparnaðarnefnd, sem
skipuð var i sumar, kynnti i gær
fræðsluherferö um orkusparnaö,
sem veröur framkvæmd á ýmsan
hátt þennan mánuö, en október er
nú alþjóölegur orkusparnaöar-
mánuður.
Nefndin er þeirrar skoöunar, aö
samstillt átak allra landsmanna
þurfi til þess aö hinar ýmsu aö-
geröir skili tilætluöum árangri.
Um mjög brýnt hagsmunamál
bæöi alls almennings og þjóðar-
innar i heild sé að ræða, þar sem
sumar þessara aðgeröa leiöi
beinlinis til bættra lifskjara, en
aðrar með óbeinum hætti vegna
aukinnar hagkvæmni i rekstri at-
vinnuveganna.
Þótt nefndin leggi megin
áherslu á oliusparnað i fyrstu,
telur hún ekki siður nauðsynlegt
aö spara notkun innlendra orku-
gjafa, með þvi að þá þurfi ekki
eins mikinn hraöa i framkvæmd-
um viö orkumannvirki. Jafn-
framt er áætlaö 10—15% raf-
magnssparnaður á heimilum geti
Orkusparnaöarnefndin, sem nú vinnur aö herferö til þess aö fá lands-
menn til orkusparnaöar, og gerir sér vonir um aö ná megi orkukostnað-
inum niöur um 10% ef allir leggjast á eitt. Frá vinstri: Formaöur
nefndarinnar, Þorsteinn Viihjálmsson, eölisfræöingur, Björn
Friöfinnsson, lögfræðingur, og verkfræöingarnir Finnbogi Jónsson og
Guðmundur G. Þórarinsson. Timamynd Róbert.
nú i vetur sparaö um 2 milljaröa
króna, vegna minni þarfar á raf-
orkuframleiöslu meö oliu. Um
20% af raforkuframleiöslunni fer
nú til almennrar heimilisnotk-
unar og húsahitunar.
Nefndin telur orkusparnaö i
húsahitun brýnasta málið. A
siðasta ári mun um þriöjungur af
gasoliunotkun landsmanna hafa
farið til húsahitunar, eöa rúm 100
þús. tonn. Talið er aö þá hafi um
50 þús. manns búiö á oliukyntum
svæöum, og skiptist nær til helm-
inga á svæöi er um hitaveitur gæti
Framhald á bls 19