Tíminn - 05.10.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.10.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. október 1979 7 SAMVINNUÞÆTTIR ,, S var tur atvinnurekstur ’ ’ Samvinnumenn hafa marg- sinnis vakiö máls á þvi, aö sölu- skattskerfið bjóði ýmsum hætt- um heim. Þeir hafa minnt á það, að nálægt 7500 aðilar hafa með innheimtu þessa skatts að gera og að þeir velja sig nánast sjálf- ir til þessa trúnaðarstarfs. Þetta er stór hópur og ekki óeðlilegt að spurt sé hvort þar geti ekki verið „Misjafn sauður i mörgu fé”. Það er eins og nokkurrar tregðu hafi gætt i umræðu um skil söluskattsins til rikissjóðs. Það hefir ekki reynst að þvi hlaupið að fá birtar skilmerki- legar skýrslur um þaö, hvaö farið hefir um hendur þeirra einstaklinga og fyrirtækja, sem trilað er fyrir innheimtu sölu- skatts og treyst til aö koma hon- um á leiðarenda. Ef slfkt hefði verið gert má fullyrða, að minni vanhöld hefðu orðið á skilum en raun ber vitni um. Auðvitað er ekki hlaupið að þvi að sanna, aö um vanhöld hafi verið að ræða og vissulega er það ekkert skemmtiverk að véfengja fram- töl og skil þessa skatts. 1 þvi felst 1 raun áburður um ófróm- leika og kann þaö að vera ein af ástæðum þeim sem valda að umræða um söluskattskil er ekki fyrirferðarmikil. 7,5 milljarðar frá samvinnu- mönnum Ýmsum kann að leika hugur á þvi að vita hver hlutdeild sam- vinnufjölskyldunnar sé I sölu- skattsinnheimtunni. Handbærar eru nokkrar tölur frá árinu 1978 sem nota má til að draga upp einfalda mynd okkur til fróð- leiks. Ríkissjóði bárust alls 51,8 milljarðar i söluskatt á árinu 1978. Sambandskaupfélögin greiddú um 4,2 milljarða. Sam- bandið sjálft ásamt Dráttarvél- um og Jötni greiddi rösklega 1,2 milljarða og Samvinnutrygg- ingar og Oliufélagið lögðu I hendur rikissjóðs liðlega 2,1 milljarð sem þau höfðu inn- heimt frá viðskiptamönnum sinum. Það eru þannig rétt um 7,5 milljarðar sem samvinnufyrir- tækin eru ábyrg fyrir af þessum tekjustofni rikisins og svarar það til 14,5% af söluskattinum i heild á árinu 1978. Það má gjarna minna á hlut einstakra kaupfélaga i þessu efni. Þau eru traustir og stórír innheimtuaðilar svo sem sjá má af þvi, að KEA greiddi 846 mill- jónir, Kaupfélag Arnesinga 346 milljónir, Kaupfélag Skag- firðinga 235 miUjónir og Kron 217 mUljónir á siðastliðnu ári, svo dæmi séu nefnd frá 4 kunn- um félögum. Nú hefir tvennt gerst nýverið varðandi söluskattinn. Þar er annars vegar haft I huga, að undanþegnar skatti eru all margar nauösynjar er áður voru söluskattskyldar og hins vegar sú staðreynd að skattpró- sentan hefir nýlega verið aukin. Undanþága vissra neysluvara er spor i rétta átt en þvi fylgir sá ókostur, að nákvæm sundur- liðun söluskattskylds varnings er a 11 flókin í blönduðum verslunum. Niðurfelling sölu- skatts af flutningsgjöldum til hafna úti á landi hefði hins veg- ar verið einfalt mál og brotalit- ið. Hækkun söluskatts framyfir það sem þegar var orkar mjög tvimælis. Þegar söluskattur senn fer að náigast 1/4 hluta þess sem er i skúffunni að kveldi dags fer að vandast málið. Það er eins gott að muna það, að þá peninga á rikissjóður. Það er hægt að brenna sig i fingurgóma á þvi fé oggæta þarf þess að það glatist ekki eða fari til aö mæta halla, sem er á ýmiskonar verslunar- þjónustu vegna stórfellds kostnaöarauka og óraunhæfra sölulauna. Það skiptir ekki máli þótt rikisvaldið eigi sök á hallanum beint eða óbeint með rangri verðlagsstefnu. Það heimilar engum aö taka traustataki hluta af þeim sölu- skatti sem i kassann kann að hafa komið. Annarra ráða verð- ur að leita til leiðréttingar. Góðar fréttir Nú hafa undur og stórmerki gerst á þessu sviði. Ný rödd hefir bætst i hópinn sem á viss- an hátt er samhljóða umræöu samvinnumanna. Þessu ber að fagna. Iðnaðarmenn ræða nú opinskátt um það, sem þeir nefna „Svartan atvinnurdcst- ur”. Þeir finna það daglega, að heiðarlegir og löghlýðnir iðn- rekendur, smáir og stórir, eiga erfitt með að keppa við undir- heimamenn. Það þarf vissan kjark og manndóm til þess að ganga til verks eins og forysta iðnaðarmanna er nú aö gera. Takist þeim að efna til vakning- ar kann það að leiða til þess, að söluskattur rýrni minna á mis- munandi iangri leið hans frá buddu fjöldans til rikissjóðs. Þetta f ordæmi gæti leitt til þess, að kaupmenn bættu ráð sitt og vönduðu sig betur en sumir þeirra virðast gera við uppgjör og skil á söluskattinum. Samvinnutnaður Af greiðsla rikisféhirðis. Timamynd GE. EFLUM TÍMANN Sjálfboðaliðar hringi i sima 86300 eða 86538, Siðumúla 15 Reykjavik, á venjulegum skrif- stofutima. Þeim sem senda vilja framlög til blaðsins er bent á að giró- seðlar fást i öllum pósthúsum, bönkum og sparisjóðum. Söfn- unarreikningurinn er hlaupa- reikningur nr. 1295 i Samvinnu- bankanum. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík Ég undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða i aukaáskrift [J heila [J] hálfa á Hlánuðí Nafn '______________________________ Heimilisf. Sími

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.