Tíminn - 12.10.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. október 1979
7
HEFUR EKKI
PIJKINN Á
FJÓSBITANUM
FENGIÐ NÓG?
lslendingar standa nú gagn-
vart geigvænlegri stjórnmála-
vanda en nokkru sinni fyrr i
þrjátiu og fimm ára sögu lýö-
veldisins. Þrir flokkar, sem allir
eiga rætur I frjálsum samtökum
bænda, verkamanna og annarra
launamanna, hafa gefist upp vib
aö efla gott og heilbrigt mannlif
I þessu landi. Þeir hafa glutraö
niöur gullvægu tækifæri til aö
koma I framkvæmd f jölmörgum
hagsmunamálum alþýöunnar
til sjávar og sveita. Þeir eiga
þaö eitt ráö I vanda sinum, aö
benda þjóöinni aö leita til Sjálf-
stæöisflokksins um úrræöi og
handleiöslu.
1 annaö sinn á áttunda ára-
tugnum hafa flokkar bænda og
verkamanna gefist upp viö aö
stjórna þrátt fyrir öflugan
meirihluta meöal þjóöarinnar.
Enn á ný veröur þjóöin vitni aö
kjánalegu og hættulegu spili
stjórnmálaflokkanna, þeirra
sömu flokka sem fengu ótvirætt
umboö þjóöarinnar á siöastliönu
ári til að gerbreyta efnahags-
stefnunni.
Eðlileg
stjórnarmyndun
1 fyrrasumar var það sér-
hverjum manni ljóst, að ekkert
kom til greina annaö en myndun
stjórnar Alþýöuflokks og Al-
þýöubandalags, meö hlutleysi
Framsóknarflokks, — eins og
eðlilegast heföi verið, eða bein-
um stuöningi hans. Sú lausn
varð fyrir valinu, aö fela Fram-
sóknarmönnum að hafa foryst-
una. Þrátt fyrir aö flokkurinn
heföi hlotið mikið afhroö i
kosningunum, brást hann ekki
þeirri skyldu sinni aö starfa
meö flokkum launafólksins i
bæjunum. Alþýðuflokkur og Al-
þýðubandalag hafa svo lengi
eldað grátt silfur, aö ógerlegt
reyndist aö fá þá til aö fara einir
meö stjórnina, eins og skyn-
samlegast heföi veriö, og væri
einhverjum i þeim flokkum annt
um þjóöarhag og fólkið i land-
inu.
Frá fyrstu tið var feyra i
þessu stjórnarsamstarfi. Al-
þýöuflokkarnir tveir gengu til
samstarfsins án þeirra heilinda,
sem nauösynleg eru svo góö
áform megi blessast. Rótgróin
togstreita þessara flokka olli
þvi, að þeim tókst ekki aö sam-
einast um góð málefni. Stjórn-
málatafl kom I staö alvarlegra
starfa aö þjóöarheill. Fram-
sóknarflokkurinn hefur sýnt þaö
á undanförnum áratugum aö
hann er reiöubúinn aö stuöla aö
þvi, aö þessir tveir flokkar geti
unniö saman, en eyði ekki orku
sinni i þrotlaust kif. Þetta sátta-
semjarastarf hefur að margra
dómi gengið of langt. Sá er þetta
ritar er á annarri skoöun. Allir
þeir sem alist hafa upp I alþýðu-
stétt og þekkja af eigin raun
kjör bænda og verkamanna til
sjós og lands hljóta að telja þaö
æskilegt, aö aukin séu áhrif
þeirra, sem þjóðarauöinn
skapa. Það er nauðsynlegt að
brúa hugmyndafræðilegan og
sögulegan ágreining flokka
launamanna. Flokkur bænda og
dreifbýlisfólks á auövelt meö aö
starfa meö flokkum verka-
manna, og á raunar aö geta
starfaö meö öllum heiðarlegum
og lýöræöislegum flokkum.
Tortryggnin:
hættulegasti
andstæðingur
stjórnarinnar
Sá alvarlegi vandi, sem nú
blasir viö, er hálfu meiri fyrir
Haraldur
Ólafsson,
dósent
þá sök, aö tortryggni Alþýöu-
flokks og Alþýöubandalags
hvors i annars garö viröist
óyfirstiganleg. Þessi tortryggni
og keppni hefir sett mark sitt á
stjórnarsamstarfiö frá fyrsta
degi. Þeir bjartsýnu töldu þó, aö
efnahagsóreiöan og veröbólgu-
ófreskjan gætu laðaöfram bestu
kosti þessara tveggja flokka. En
þrátt fyrir ákaflega góö öfl i
báöum flokkum, urðu hin lakari
þó ofan á. Leiðtogum þeirra
beggja var meir i mun að
styrkja stööu flokka sinna en að
ganga af alvöru til verka og
ryöja burt feysknum stoöum og
hálfhrundum veggjum, og
byggja frá grunni gott samfélag
hér viö yzta haf.
En i staö öryggis var boöiö
upp á æ meiri óvissu, I staö þess
aö treysta undirstööurnar var
reynt aö tjasla viö þaö, sem var
aö sligast, og I staö eindrægni og
heiöarlegs samstarfs var þjóö-
inni boöiö aö horfa á ruddalegt
og ófagurt reiptog flokka um
Imyndaöa „hagsmuni”.
Þetta veröur aö breytast, ella
er sjálfræði íslensku þjóöarinn-
ar i hættu. Þaö þarf varla aö
eyöa löngu máli i aö útskýra allt
hiö illa, sem „sundurlyndisfj...”
gerir okkur. Varla er það sér-
stakt þjóöareinkenni okkar aö
vera ósammála um flesta hluti,
en skaölegt er hve flokkar
landsins eru á öndverðum meiöi
um mikilvæg mál eins og viö-
hald og varðveislu sjálfstæöis-
ins, bæði hins stjórnmálalega og
hins efnalega. Aö visu eru ekki
miklar likur á þvi, aö Islending-
ar glati beinlinis stjórnmála-
legu sjálfstæöi, en fari hiö efna-
lega veg allra vega er hiö fyrr-
nefnda oröiö litils viröi.
Flokkar
atvinnu-
stéttanna
verða að
vinna saman
Þaö skiptir i sjálfu sér ákaf-
lega litlu máli hvernig þessu
siöasta stjórnarsamstarfi var
slitið. Hitt skiptir miklu máli
fyrir alla I þessu landi, aö litiö
sé á þaö sem sjálfsagöan hlut,'
aö allir stjórnmálaflokkar
landsins getisetiö saman i rikis-
stjórn. Alþýöuflokkur og Al-
þýöubandalag virðast ekki hafa
skilið, aö I kosningunum I fyrra
var þeim beinllnis faliö aö fara
meö stjórn landsins næsta kjör-
timabil. Þeir fengu umboð til aö
skipta um stjórnarstefnu. Þeim
var hreint út sagt lögö sú skylda
á heröar aö stjórna landinu.
Framsóknarmenn drógu þá
hárréttu ályktun, aö þrátt fyrir
afhroöiö bæri þeim aö styöja
flokkana, sem unnu svo mjög á.
Aö hlaupa brott nú, er að hlaupa
burt frá ófullgeröu verki, meira
að segja verki, sem aldrei var
annaö en vangaveltur, ósk-
hyggja og umræöur.
Sakleysisleg'
en hættuleg
öfl bíða færis
En þvl bregöur sá er þetta rit-
ar vana sinum aö skrifa ekki um
stjórnmál, aö hann sér sig knú-
inn til aö vara viö hættu, sem
hann sér blasa við. Sundurlyndi
þeirra flokka sem kenna sig viö
alþýöuna er þjóöinni hættulegt
vegna þess, aö þaö ryöur braut
þeim öflum, sem óæskilegt er,
að nái verulegum tökum hér á
landi. Þessi öfl eru ekki i nein-
um einum stjórnmálaflokki,
þótt meira beri á þeim i einum
flokki en öörum. Þeirra veröur
ekki vart nema annað veifiö.
Samt eru þau alltaf aö verki.
Þessi öfl nærast á óánægju,
óvissu, öryggisleysi fólks. Þau
fitna eins og púkinn á fjósbitan-
um af brengluöu verömæta-
mati, ruglingslegri hugmynda-
fræöi, vanþekkingu á þjóöfélag-
inu og lögmálum þess, sérhags-
munastefnu og neyslugræögi,
sem aliö er á meö þjóðinni.
Þetta eru þau öfl, sem kalla á
hinn „sterka” mann, hinn
„sterka” flokk. Þau eru i eöli
sinu andvig þingræöinu og fjöl-
flokkakerfi. Sundurlyndi stjórn-
málaflokkanna er vatn á myllu
þeirra. Hér er ekki veriö aö gera
þvi skóna, aö þessi öfl séu aö
búa sig undir að taka völdin.
Fjarri fer þvi, aö þau hyggi á
valdarán. En þau leitast sifellt
viö aö bæta stööu sina, þrotlaust
og alltaf á kostnaö alls almúga
þessa lands. Þau eru reiöubúin
aö leggja til atlögu viö hags-
munahópa, sem eru, aö réttu
lagi, undirstaöa lýöræöisskip-
anar okkar. Þrátt fyrir allt
speglar fjölflokkakerfið ákveö-
inn veruleika samfélagsins, ein-
hvern þjóöarvilja. Hornsteinn
lýöræöisins er þingræöiö og all-
ar tilraunir til aö hrófla viö þvi,
eöa fara I kringum þaö, eru af
hinu illa. Þetta ættu leiötogar
flokka og hagsmunahópa aö
skilja, og draga lærdóm af áöur
en þaö verður um seinan.
Nú riöur á, aö menn, allir,
geri sér grein fyrir og viöur-
kenni, að íslendingar eiga við
vanda aö striða, og aö þeim ber
skylda til að leysa hann. Ella
getur svo farið, aö landsmenn
veröi ekki hafðir meö I ráöum
um hvernig hann veröi leystur.
EFLUM TÍMANN
Sjálfboðaliðar hringi i sima
86300 eða 86538, Siðumúla 15
Reykjavík, á venjulegum skrif-
stofutima.
• • • ••
Þeim sem senda vilja framlög
til blaðsins er bent á að gíró-
seðlar fást i öllum pósthúsum,
bönkum og sparisjóðum. Söfn-
unarreikningurinn er hlaupa-
reikningur rir. 1295 i Samvinnu-
bankanum.
Styrkið Tímann
Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans
í pósthólf 370, Reykjavík
Ég undirritaður vil styrkja Timann með
því að greiða í aukaáskrift
[~| heila Q hálfa á mánuðÍ
Nafn ___'______________________________
Heimilisf.
Sími