Tíminn - 12.10.1979, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.10.1979, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. október 1979 9 Menntaskólinn á Egilsstööum vígöur nk. sunnudag: 99 nemendur á fyrsta starfsári AM — N.k. sunnudag verður hinn nýi mennta- skóli á Egilsstöðum vígð- ur með athöfn sem hefst kl. 14 í Egilsstaðakirkju. Tíminn ræddi í gær við skólameistara, Vilhjálm Einarsson, og spurði hann frétta af væntan- legu skólastarfi. Vilhjálmur sagöi aö i vetur veröi i skólanum 99 nemendur og 16 kennarar, auk skólameist- ara. Þriöjungur nemenda er úr kauptúninu aö Egilsstööum, en aörir nemendur dvelja á heima- vist skólans, sem rúmar 40 manns, og 20 i nýrri gistiálmu Valaskjálfar, sem tekin hefur veriö á leigu. Sagöi Vilhjálmur aö álman heföi fengist leigö, þegar sýnt varö aö nemendur yröu fleiri en búist haföi veriö viö og heföi skólinn notiö vel- vilja og fyrirgreiöslu margra aöila viö útvegun þessa viö- bótarhúsnæöis, sem hann vildi færa þakkir fyrir. Atta stunda- kennarar starfa viö skólann I vetur, en átta fastir kennarar. Skólinn starfar eftir sam- ræmdu eininga og áfangakerfi fjölbrautaskólanna og er stefnt aö útskrift fyrstu stúdenta voriö 1981 á viöskipta, mála, uppeldis og náttúrufræöibrautum. Þessir fyrstu stúdentar munu þá áöur hafa hafiö framhaldsnám viö Eiöaskóla á viöskiptasviöi eöa öörum sviöum. Enn koma þess- ir nemendur frá Neskaupstaö og Reykholti, úr framhaldsdeild- um þar. Kynni hópur stúdent- anna 1981 aö veröa um 30 manns. Auk þess sem kennt veröur til stúdentsprófs stunda nemendur nám 1 skólanum, sem stefna aö ööru en stúdentsprófi. Má þar nefna bóklegan kjarna iönnáms, leiöbeinendanám iíþróttum o.fl. Skólahúsiö, sem hafist var handa um byggingu á fyrir fimm árum, er mjög vandaö og nemendaherbergi t.d. búin snyrtiherbergjum og sturtu. Mötuneyti er rekiö i skólanum fyrir heimavistarnemendur og þá einnig, sem úti í bæ búa. HERFERÐ ALÞJÓÐA HEILBRIGÐISSTOFNUN - ARINNAR GEGN ÁFENGI Haraldur Kröyer sendiherra veitir Henrik Beer stórriddarakrossinn á heimili sinu i Sviss. Framkværadastjóri Alþjóðasambands Rauða krossins sæmdur stórríddarakrossí FRI — Fyrir ári hvatti aöalfram- kvæmdastjóri Alþjóðaheil- brigöisstof nunarinnar (Who) aöiidarþjóöirnar til aö leitast viö aö stemma stigu viö áfengis- neyslu sem mest mætti veröa og draga þannig úr þvl margþætta tjóni sem hiín hefurí för meö sér. Ýmsar þjóöir hafa þegar gripiö til ráöstafana sem eru í anda þessarar samþykktar. Frakkar hafa þrengt kosti vinsöluhúsa og hyggjast hækka söluverö áfengis stórlega i haust. I mörgum fylkj- um Bandarikjanna hefur lögaldur til áfengiskaupa veriö hækkaöur. Allir sænsku stjórnmálaftokkarn- ir lýstu þvi yfir i kosningabarátt- unni fyrir stemmstu aö þeir vildu hömlur á áfengisdreifingu og nefnd trúnaöarmanna ráöherra i Noregihefur lagttilaö m.a.veröi bönnuö framleiösla og sala á sterku öli, sala efna til hraövin- geröar bönnuö og eftirlit meö vin- söluhúsum hert. Þess má aö lokum geta aö bæjarstjórnir þriggja kaupstaöa hérlendis hafa afgreitt mál er varöa áfengisdreifingu nákvæm- lega i samræmi viö tilmæli WHO. Eru þaö bæjarstjórnir Keflavik- ur, Kópavogs og Selfoss. Og meirihluti kjósenda á Sauöár- króki sýndi I voraö honumer ljóst hvaö klukkan slær i þessum efn- um. Sala ÁTVR hefur aukist i krónum Söluaukning ATVR i kr.ónum á tímabilinu 1. júli til 30. sept. 78 til sama tima i ár nam 44.7%. En þess má geta aö á sama tima hækkaöi áfengi þrisvar, um 20% i hvert skipti, þ.e. I júli 78, sept. 78 og júni 79 þannig aö aukning á sölumagni er óveruleg. GP —Forseti íslands hefur ný- veriö sæmt Henrik Beer fram- kvæmdastjóra Alþjóöasambands Rauöa krossfélaga stórriddara- krossi meö stjörnu. Heiöurs- merkiö afhenti Haraldur Kröyer viö hátiölega athöfn á heimili sinu i Genf 3. þessa mánaöar aö viö- stöddum m.a. viöskiptaráöherra Svavari Gestssyni og formanni Rauöa kross Islands, Ólafi Mixa. Henrik Beer, sem er mikill áhugamaöur um islensk málefni og kemur hingaö reglulega ásamt fjölskyldu sinni, varö fyrst þekkt- ur fyrir margvisleg hjálparstörf á striösárunum. Hann var um ára- bil nánasti samstarfsmaöur Folke Bernadotte greifa, þess mikla mannúöarforingja. Hann varö þritugur fram- kvæmdastjóri RK Sviþjóöar og gegndi þvi starfi i 13 ár eöa þar til hann tók viö núverandi starfi sem hann hefur gegnt i nærfellt 20 ár. Helgi Benónýsson: Auðlindaskattur og auðlindir landsins Þegar umræöur hófust um auölindaskatt, brá mörgum gjaldendum i brún, en viö nán- ari kynni af skattinum, róuöust margir þeirra, þvi skattgreiöslu þessari var ekki beint til al- mennings, heldur til útgeröar- manna, vltt og breitt um landiö. En ábyggilega var frummæl- andi ekki i tölu þeirra sem viö útgerö fást, þá mundi hann trauölega hafa ympraö á þess- um skatti ofan á hækkaö kaup- gjald og gifurlega olfuhækkun. En þaö eru til auölindir á landi hér, sém mætti tala um ef af skattgreiöslu veröur hérlendis. Ég vil telja hér þær helstu: 1. Jaröhita, 2. Fallvötn til rafmagnsfram- leiöslu, 3. Fiskistofna á landgrunninu, 4. Landbúnaö, 5. Vatnafiska, 6. Ferðamenn, 7. Námuvinnslu s.s. kisil, perlu- stein, silfurberg, vikur, salt, mó o.fl. Þegar þessar auölindir Is- lands eru skoöaöar, meö tilliti til fólksfjölda I landinu, er sýni- legt aö auölegö landsins er mjög mikil, sé litiö til stæröar þjóö- arinnar. Viö lslendingar eigum ekki aö vera upp á náöir ann- arra þjóöa komnir vegna auö- æfaskorts, heldur mun aö leita meinsemda i fjármálakerfinu á öörum vettvangi, s.s. i stjórnar- farinu. Ég vil nú fara yfir notkun þessara uaölinda, meö tilliti til nýtingar þeirra: 1. Jaröhiti. Þegar Erlendur á Sturlu-Reykjum I Borgarfiröi byrjaöi, aö ég held fyrstur manna á landinu eöa meö þeim fyrstu aö hita upp Ibúöarhús sitt meö jaröhita, var þar meö haf: in nýting hans, og er nú stór hluti ibúða landsmanna hitaöur á þann hátt. Sparast við það stórkostlegur gjaldeyrir svo milljöröum króna skiptir. Þegar veriö er aö leggja hita- leiöslurfrá auölindum þessum, eru tekin stór erlend lán meö háum vöxtum. Meö þvi gengis- falli og gengissigi, sem ráðiö hefir i fjármálakerfi okkar á siðari árum er sýnilegt aö margfaldur kostnaöur veröur viö nýtingu jarðhitans á Reykjavikursvæðinu, og öörum þeim stööum, sem núer veriö aö nýta þessa auölind. A sama tima flakkar stór hluti þjóö- arinnar landa á milli fyrir þaö fé, sem innanlands heföi átt aö nota til uppbyggingar húshitun- ar I landinu. 2. Rafmagn. Þaö er nú aö veröa meö mestu auðlindum landsins. Viö höfum áætlaö aö nýta það til iönaðarþróunar inn- anlarxis, byggja upp stóriöju með erlendu fjármagni, annaö hvort sem erlend eign eöa i félagi viö Islendinga, og auka meö þvi innlenda atvinnu. Svo hefur I seinni tiö veriö áformað aö leiöa rafmagn til annarra landa til sölu. Hér er þvi um stórkostlega framtíöarmögu- leikaaðræöa. En innanlands er þessari auðlind misskipt, þvi þar sem fyrstu rafstöövar landsins voru gefnar af amer- iskum ráöamönnum, nutu fyrstu eigendur gæða þeirra, en úti um landsbyggðina njóta þegnarnir ekki sömu réttinda og þeir sem aönjótandi voru þess- arar greiöasemi. Þeir veröa nú aö sætta sig viö mun dýrara rafmagn. Sama er meö hitaveitur. Þeir njóta ekki þeirra gæða heldur. Það lakasta er að þaö eru sömu bæjarfélög sem þessara gæða njóta. En sama visitala gildir um allt landiö. Þetta óréttlæti veröur aö afnema. Kannski lagast þetta með fjölgun þingmanna Reykjavikur? 3. Fiskistofnarnir, sem eru stærstaauölindokkar.og enn þá súeftirsóttasta. Sú hugmyndaö selja leyfi til notenda er vafa- söm tillaga, þvi atvinna fólks byggist mjög á nýtingu fiski- stofnanna, og vart sjáanlegt aö útgerðarmenn geti boriö meiri gjöld, en nú þegar hafa verið á lögö meö hækkuöu kaupgjaldi og auknum oliukostnaöi, og ekki sjáanlegt að til batnaöar horfi. Ég álit þvi, aö þar sé veriö aö leita ullar i geitarhúsi. 4. Landbúnaöur hefir um margar aldir verið aöalauölind okkar tslendinga. Þaö mun vera honum aö þakka aö íslendingar eru lifandi i dag. Hann hefir veriö okkar lifgjafi. Bændur hafa sýnt fádæma dugnað I öfl- un matar og klæöa fyrir þjóöina á umliönum öldum. Svo mun vera meö fleiri þjóöir, að land- búnaöurinn hafi verið aðaluppi- staöan i mataröflun þjóðanna. tslenskir bændur hafa sýnt og sannaö aö hægt er, þótt landiö sé torsótt yfirferöar, aö skipu- leggja flutningakerfiö og nýta mjólkina á svo snilldarlegan hátt aö aldrei vantar mjólk þrátt fyrir vond veöur, mikla snjóa og illviðri, allt frá ystu dölum til fjærstu annesja og eyja í strjálbyggöu landi. Fyrir þessi félagssamtök bænda viö nýtingu auðllnda landbúnaöai^ ins, hafa bændur fengið verö- skuldaöa aödáun i nærliggjandi löndum. A seinni árum hefur land- búnaöurinn veriö tortryggöur, af stjórnmálamönnum, og I blaöaskrifum hefur gildi hans fyrir þjóöarbúið verið taliö vafasamt. 1 Vesturheimi hafa demókrat ar stutt bændur, einkum þá smærri, og samvinnufélögin, sem aöalstyrkurþeirra til vöru- dreifingar hefirbyggst á. Þessu erekki hér til að dreifa. Hér er Alþýöuflokkurinn hreinn and- stæöingur bændanna og hefir hann ráöist á samvinnufélögin á ýmsum sviðum, s.s. v'aröandi dreifingu landbúnaöarvara. Meöan s vo horfir, veröur krata- flokkurinn aldrei stór, vegna þess hann vantar kjölfestuna, samvinnufélögin og bændurna. Sem dæmi má nefna, er krat- ar mynduðu stjórn meö Sjálf- stæöisflokknum eftir striöiö, og var nefnd nýsköpunarstjórn. Þá voru búin tÚ lög um landbúnaö- inn, svo nefndri 6 mannanefnd var fengiö alræöisvald yfir vöruveröi bænda. Hún skyldi ráöa vöruveröi, svo rikisvaldið heföi minni afskiptiaf þvi. Þessi nefnd hefir nú starfaö siðan. Þess vegna fengu húsmæöur i landinu að kenna á henni i slðastliðnum mánuöi, en rikis- stjórn voru bönnuö öll afskipti meö lögum þessum. A siöasta þingi bar Steingrim- ur Hermannsson fram tillögu um afnám nefndarinnar, en viö atkvæöagreiöslu um máliö hlupu allir {xngmenn Alþýöu- flokksins út, ásamt stjórnar- andstööunni, og var þvi máliö ekki afgreitt, þar sem þetta var einn sföasti þingdagurinn. Þá vantaöi framkvæmdavaldiö á Alþingi Islands. Þegar hásetar ekki mæta til skips hefir skip- stjóri leyfi til að hýrudraga þá, þar til þeir mæta. Það mundu ekki hafa f ariö svo margir út af alþingi, ef fjármálaráðherra heföi hótaö að gera hiö sama, tii 10. október i haust. Þá mundu færri húsmæöur hafa þurft aö ásaka ranga aöila um vöruokur um daginn er landbúnaöarvörur hækkuðu. Þaö var eingöngu kratanna verk. 5. Vatnafiskar. Laxveiöar hafa á seinni árum verið all- mikil tekjulind fyrir vatna- og áreigendur. Halda margir sem ekki þekkja til þessarar at- vinnugreinar, aö hér sé um stór- an og gróöavænlegan atvinnu- rekstur að ræöa. En svo er nú ekki. Laxarækt útheimtir mik- inn tilkostnab. Dreifing laxa- seiöa i ár kostar mikið fé. Þeir sem viö þá iöju fást munu vart sýna mikinn gróöa, en fá meiri ánægju, þvi starfiö er skemmti- legt, en ábatinn i flestum tilvik- um minni. Þaö getur veriö aö við öölumst þá þekkingu, aö viö getum stundað laxaeldi i sjó. Þá má búast viö betri afkomu þeirrar iöju. 6. Landsýn. Feröamenning okkar, sem gengur út á að sýna landiö, hefir ekki fært okkur neinn gróða, þvi feröaskrifstof- ur okkar hafa ekki veriö þjóö- hollar. Þær sýna minnst af land- inu. En aftur auglýsa þær meö miklum fjálgleik erlendar baö- strendur og skemmtistaði, og narra þannig f jölda íslendinga, til ferðalaga til landa, þar sem óhollusta verður þeim aö heilsu- tjóni, vegna mengunar lofts og lagar. Þaö er þvi engin auðlind sem þeim er sýnd hér, heldur kjánalegt fólk, sem af fávisi sinni hefir gleymt sinu fagra landi, sem þeim bar aö sýna hinum erlendu ferðamönnum. 7. Námur. Þeirra hefir ekki gætt mikið á Islandi fram aö þessum tima, en nú aukast möguleikar viö námunytjar meö nýtingu ýmissa efna, sem vöntun er á 1 heiminum i dag, s.s. hreinsunarefna. 1 fram- leiðslu á klsilgúr erum viö lengst á leiö komin i námu- vinnslu á landi hér i dag. 3vo er- um viö meö fleiriefni, sem geta heitiö þvi nafni, en þær námur eru ennþá ekki orðin nein tekju- lind og eru á tilraunastigi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.