Tíminn - 31.10.1979, Side 3
Miðvikudagur 31. október 1979
3>
Stjóm Sildarverksmiðja rikisins:
Vinnsla loðnu
i bræðslu orð-
in hæpin i
marsmánuði
Stjórn Sildarverksmiðja rlkis-
ins hefur sent frá sér ályktun þar
sem mótmælt er þeim vinnu-
brögðum, sem höfð hafa verið við
stjórn á loðnuveiðum, vinnslu og
afkomu veiðiskipa og verksmiðja
og fer þess eindregið á leit að
raunhæf fiskifræðileg og efna-
hagsleg könnun verði fram-
kvæmd áður en endanleg ákvörð-
un verður tekin um stöðvun
veiðanna meðan þær eru þjóð-
hagslega arðbærar. Muni stjórn
verksmiðjanna neyðast til að
segja upp 200 manna starfsliði
sinu, verði veiðarnar stöðvaðar
nú I byrjun nóvember.
f ályktuninni segir enn að nú sé
sá árstimi, sem gefiö hefur
veiðum og vinnslu besta afkomu.
Nýting hráefnis er á bilinu 30-32%
I afurðum.
Með núverandi oliuverði og
öðrum vaxandi vinnslukostnaði
er hæpið að hægt veröi að vinna
loðnu I bræöslum þegar nýting
hráefnis er komin niður 120% eins
og hún verður I marsmánuði og
greiða það hráefnisverð sem
veiðiskipin þurfa, nema til komi
þvi meiri frysting og hrognataka.
Nauðsynlegterað nú þegar fari
fram könnun á möguleikum um
sölu frystrar loðnu og hrogna
vegna hraövaxandi samkeppni
Norömanna og Rússa á þeim
mörkuöum.
Við ákvarðanatöku um há-
marksafla verði fullt tillit tekið til
þeirrar almennu skoðunar
skipstjóra loðnuveiðiskipa að
sjaldan hafi veriö meiri loðna á
miöunum en nú.
Rök fiskifræðinga um að
minnka loönuveiöar um helming
eru ekki nógu sannfærandi til að
réttlæta svo harkalegar aðgerðir.
Verði þessi mikli niöurskuröur
veiða er ekki annað séð en við sé-
um farnir að friða loðnu handa
Norðmönnum og öðrum þjóðum,
sem sækja munu i stofninn á
næstu árum.
Hafa skal f huga að á veiðitima-
bilinu i fyrra voru veidd um
1.200.000 tonn af loðnu. Þá veiddu
Norömenn 150.000 tonn. Nú hafa
þeir veitt 125.000 tonn. Þeirra
hlutur er þvi oröinn úr 1 milljón
tonna. Sjálfir juku Norömenn töl-
vert sinn sumar- og haustveiöi-
kvóta I Barentshafi og bættu ný-
lega við hann 17%. Nú hafa Norö-
menn veitt kvótann i Barentshafi
og eru að senda leitar- og veiði-
skip á Jan Mayen svæðiö.
„Jákvætt spor
í rétta átt”
— segir Vilmundur Gylfason
FRI — „Ég tel að þetta sé já-
kvætt spor i rétta átt”, sagði
Vilmundur Gylfason dóms-
málaráðherra i samtali við
Timann er við spurðum hann
um álitsgerð þá er starfshópur
skipaður af fyrrv.
dómsm.ráðherra Steingrimi
Hermannssyni skilaði til
ráðherra en hún fjallaði um
sameiningu löggæslu á höfuð-
borgarsvæðinu og Timinn hefur
þegar greint frá henni.
„Ég mun beita mér fyrir
þessu máli”, sagði Vilmundur
,,og mér sýnist að það þurfi að
hafa frekari samráð við þá aöila
sem við þessar nýju aðstæður
vinna, en ég held að þetta horfi
til mikilla bóta”.
1 stuttu máli, að ef af þessari
sameiningu yrði þá mundu
Reykjavlk, Hafnarfjörður og
Kópavogur, auk þess Kjósar-
sýsla, Seltjarnarnes og Bessa-
staðahreppur, verða eitt lög-
sagnarumdæmi. Helstu rökin
sem mæla meö þessari samein-
ingu eru að eitt alsherjarlið
mundi hafa meiri sveigjanleika
til þess að gripa á verkefnum og
að draga mundi úr þörfinni á að
fjölga lögreglumönnum.
Sildarverksmiðjurnar vilja bræöa áfram.
„Flokkspólitlskir
munaðarleysingjar”
með sérframboð?
„Vonum að
ekki leyn-
ist úlfur í
sauðagæru
meðal vor”
JSS — „Satt aö segja er málið
á afar viðkvæmu stigi sem
stendur, en við eigum það öll
sameiginlegt að vera óánægð
með þá flokka sem bjóða fram
og viljum foröast allar flokks-
linur, eins og heitan eldinn.
Svo er bara stóra spurningin,
hvort einhver með slikar tii-
hneigingar leynist meðal
okkar...” sagði málsvari
hóps af ungu fólki, sem hyggur
á sérframboð i komandi kosn-
ingum.
Sagði hann að þetta væri all-
stór hópur ungs fólks á aldrin-
um 20-30 ára, einskonar
flokkspólitiskir munaðarleys-
ingjar. Fundur yrði haldinn i
dag, þar sem lögð yröu drög
að stefnuskrá og framboðs-
lista. Lögö yrði áhersla á betri
félagsleg samskipti og betra
mannlif og yröi þessi hug-
sjónastarfsemi vonandi ekki
flokkspólitikinni að bráð.
Dr. Finnbogi Guðmundsson og Ivar Guðmundsson aöalræðismaöur á sýningunni i New York.
Landsbókavörður hélt fyrirlestur um Snorra í New York
MikiII fjöldi kom til sérstakrar
kvöldmóttöku og fyrirlestrar sem
landsbókavöröur, dr. Finnbogi
Guðmundsson, hélt hinn 24. októ-
ber i New York, en þar kynnti
hann Snorra Sturluson I tilefni af
800 ára afmæli hans.
Dr. Finnbogi ræddi um ævi og
samtiðSnorra og fylltu áheyrend-
ur bæði fundarsal og tvö aöliggj-
andi sali i húsakynnum Amerisk-
skandinavisku stofnunarinnar viö
73. stræti sem gekkst fyrir sam-
komunni. Er talið að þessi sam-
koma hafi verið sú viöamesta
sem stofnunin hefur gengist fyrir.
Komið hafði veriö upp sýningu
á ljósmyndum, teikningum og út-
skuröi, sem snertu Snorra og
heimkynni hans, svo og söguper-
sónur. Þá gat að lita margar út-
gáfur Eddu og Heimskringlu I
sýningarkössum. Voru munirnir
fengnir frá Snorra-sýningunni
sem hér var haldin l sumar. Mun
sýningin verða almenningi opin I
tvær vikur.
Hvar er nú boðorðið stétt með stétt?
1 prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins I Reykjavik var barist
haröast um efstu sex sætin á
íistanum, en samkvæmt úrslit-
um siöustu þingkosninga eiga
þau að vera örugg
Athygii hlýtur það að vekja,
aö af þeim nfu mönnum, sem
liklegastir þóttu til þess að vera
efstir og urðu það lika, lentu
þeir, sem höfðu starfað innan
launþegasamtakanna, i áttunda
og niunda sæti og eru því von-
lausirum þingmennsku, jafnvei
þótt flokkurinn bæti við sig
þingsæti. Þetta voru þeir Pétur
Sigurðsson og Guðmundur
Garðarsson.
Sjálfstæöismenn nota oft kjör-
orðið stétt með stétt. Þegar tii
alvörunnar kemur skipa þeir
fúlltrúum launþeganna i neðstu
sætin! Furðulegt má vera, ef
launafólki þykir þetta ekki lær-
dómsrikt.
Sjálfstæöisflokkurinn hælir sér
oft af þvi, að hann hafi valið
konur til þingsætis. Þaö gerðist
þó nú að Ragnhildur Helgadóttir
hrapaðiúr 3. sæti 17. sæti og nær
þvi ekki kosningu miðað við úr-
slit þingkosninganna 1978.
Athygli vekur það Hka, aö Kannski er þó athy glis verðast
af öllu i sambandi við prófkjör
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik
að formaður fiokksins, Geir
Hallgrimsson fékk ekki nema
þriðjung atkvæða I fyrsta sæti. 1
hvaða vestrænu lýðræðisiandi
öðru en tslandi hefði flokksfor-
maður sagt af sér, ef hann hefði
hlotiö slikt vantraust.
Óskilahestur
Brúnn 6 eða 7 vetra, með lófastóran hvitan
blett á hægri siðu. Mark: Biti framan bæði
eyru.
Væntanlegur eigandi sanni eignarrétt sinn
og greiði áfallinn kostnað.
Gefi sig enginn fram verður hesturinn
seldur á óskilafjáruppboði 4. 11. n.k.
Hreppstjóri Lundareykjadalshrepps,
Borgarfirði.
FYRIR BELTAVÉLAR
Heil belti og tilheyrandi, rúllur allar
gerðir, framhjól, drifhjól, keðjur,
beltaplötur, spyrnur o. fl.
SÍMI 91-19460