Tíminn - 31.10.1979, Síða 5
Miðvikudagur 31. október 1979
5
[ BÓKAFREGNIR:
Dórubækur
Ragnheiðar
Jónsdóttur
gefnar út á ný
IÐUNN hefur byrjaö endurilt-
gáfu á sögum Ragnhiðar Jóns-
dótturum Dóru, Völu og Kára.
Fyrsta bókin, Dóra, er komin
út, prýdd nýjum teikningum eft-
ir dótturdóttur höfundar, Ragn-
heiöi Gestsdóttur, og geröi hún
einnig kápumynd.
Ragnheiöur Jónsdóttir (1895-
1967) var meöal hinna virtustu
og vinsælustu höfunda barna- og
unglingabóka á sinni tfö. Hún
samdi margar bækur handa
börnum sem allar eru raunsæj-
ar lýsingar á lifi þeirra og lifs-
kjörum og samskiptum viö full-
oröna. Sögurnar um Dóru voru
fyrsti sagnaflokkur Ragnheiöar
handa börnum og unglingum, og
kom hin fyrsta, Dóra, út 1945.
Sagan gerist I Reykjavik á
strlðsárunum. Lýst er hvaöa
áhrif hiö félagslega rask á þess-
um tima hefur og einkum dval-
ist viö tvær fjölskyldur sem til-
heyra hvor sínum þjóöfélags-
hópi: fjölskyldu Dóru og vin-
stúlku hennar, Völu.
Dóraer 132 bls. Prisma prent-
aði.
Dropi úr
síðustu
skúr
— Ljóð
Mál og menning hefur sent frá
sér ljóöabókina Dropi úr siöustu
skúreftir Anton Helga Jónsson.
Þetta er önnur ljóöabók liölega
tvitugs höfundar, en einnig hafa
ljóö og sögur eftir hann birst i
timaritum og veriö flutt i út-
varpi og vakiö talsveröa eftir-
tekt.
Dropi úr siöustu skúrskiptist i
megindráttum í fjóra bálka,
sem nefnast Heimslystarsálm-
ar, Farsælda frón, Mánudagar
og Þjóövfsur. Bókin er 60 blaö-
siöur aö stærö, prentuö i Prent-
smiöjunni Hólum hf.
íslandsleið-
angur Stan-
leys 1789
meðal fjölda útgáfubóka Arnar
og Örlygs í ár
Meöal þeirra bóka sem örn og
örlygur gefa út i ár er fyrst aö
nefna Islandsleiöangur Stanleys
1789, en leiöangur hans til
lslands var annar i röö enskra
leiöangra hingaö til lands. Stan-
ley mun hafa komiö hingaöfyrir
áeggjan sir Joseph Banks, og
Stanley kemur hingaö aö nýaf-
stöönum hörmungum Móöu-
harðindanna. Eru þetta meö
merkari heimildum um þennan
tima. Bókin er prýdd fjölda
mynda, sem margar hverjar
hafa aldrei birst áöur, og ræöir
hér um eitt ■ hundraö penna-
teikningar og 23 vatnslita- og
oliumyndir. Má segja aö þær
fylli biliö milli Feröabókar Egg-
erts og Bjarna ogbóka Macken-
zies og Gaimards. Feröabókin
eri litprentaöri öskju og er mjög
til útgáfunnar vandaö og er hún
hinnmestikjörgripur. Samhliða
meginútgáfunni vorugefin út 89
eintök, tölusett og árituö.
Bókaflokkurinn Þrautgóður á
raunastund fer aö veröa einnsá
viöamesti sem gefinn hefur
veriö út hér á landi og nú kemur
út 11. bindið, en sem kunnugt er
hefur Steinar J. Lúöviksson
skráö þau öll, nema eitt. Ellefta
bindiö rekur sögu áranna
1907-1910, að báöum árum meö-
töldum.
Lifandi orö nefnist endursögn
Nýja testamentisins á daglegu
máli, en höfundar Nýja testa-
mentisins notuðu oft orö og
myndrænt mál, sem erfitt er
fyrir nútimafólk aö skilja. Bisk-
up Islands ritar nokkur orö á
kápu bókarinnar, þar sem hann
lætur I ljósi þá von aö þessi
búningur muni gera mörgum
auöveldara aö komast 1 snert-
ingu viö efnið.
Meöal innlendra skáldsagna
er Tregitaumi, eftir Astu Sól-
veigu og er þetta önnur skáld-
saga hennar, en hin fyrri,
Einkamál Stefaniu, hefur veriö
lögö fram til bókmenntaverö-
launa Noröurlandaráös. 1 þess-
ari sögu segir frá miöaldra hús-
móöur sem lifir i afmörkuöum
heimi f jölskyldulifsins.
Breiöholtsbúar heitir skáld-
saga eftir Guöjón Albertsson, og
gerist I Breiöholti, eins og nafn-
iö bendir til. Hér er lýst lifshátt-
um, sambúöarvandamálum og
neysluvenjum Breiöhyltinga,
sem sýna Island nútlmans i
smækkaöri mynd.
1 sögu sinni Myndir úr raun-
veruleikanum segir Aöalheiöur
Bjarnfreösdóttir frá saklausum
börnum oghrösunargjörnu fólki
á valdi Bakkusar eða eigin
eymdar og ástritaa. Þetta er
fyrsta bók Aöalheiöar og lýsir
hún sárri bernskureynslu aöal-
persónanna
1 gegn um eld og vatn, heitir
skáldsaga eftir Öskar Ingi-
marsson, og geristhún á Islandi
á siöari helmingi 16.aldar. Inn i
hringiöu þessarar sögu sogast
margs konar fólk, jafnt em-
bættismenn sem vinnuhjú og er
aldrá aö vita hvort fjandmenn
eöa vinir eru á næstu grösum.
Jón Birgir Pétursson, fyrrum
fréttastjóri, hefur ritað sina
fyrstu skáldsögu, sem enn hefur
ekki veriö gefiö nafn, en segir
frá æviferli ungs manns, sem
Framhald á bls. 15
Skref í áttina
— ljóðabók
Jónas Friögeir Eiiasson hefur
gefiö út aöra ljóöabók sina og
heitir hún „Skref i áttina”. Hin
fyrri „Mér datt þaö I hug” kom
út 1976 og er nú uppseld hjá út-
gefanda.
Jónas er fæddur I Bolungarvik
1950, kominn af alþýöufólki.
Hann hefur mest dvalist á Isa-
firöi, stundað þar störf bæöi til
sjós og lands. Hann fluttist fyrir
fáum árum til Reykjavikur og
eins og segir aftan á bókarkápu
„hefur séö hiö borgaralega lif —
dagsins i dag, meö verkamanns
augum.”
S.A.M. með
skáldsög-
una „Undir
kalstjörnu”
Mál og menning hefur sent frá
sér nýja skáldsögu, Undir kal-
' stjörnu eftir Sigurö A. Magnús-
son. Undirtitill er Uppvaxtar-
saga. Heiti bókarinnar er sótt til
kvæöis eftir Þorstein frá Hamri.
Undir kalstjörnuer veraldar-
saga ungs drengs sem elst upp á
kreppuárunum i fátækra- og
jaöarhverfum Reykjavlkur, i
Kleppsholti, viö Suöurlands-
braut, i Laugardal, Laugarnesi,
Pólunum viö Oskjuhliö. Lýst er
af mikilli nærfærni hvernig
heimurinn veröur til I vitund
Siguröur A. Magnússon.
barns, og foreldra hans og um-
hverfi sér lesandi bæöi með
næmum augum barnsins og
meö yfirveguöum skilningi
sögumanns á fulloröins aldri.
Móöir hans dul, innhverf og
stolt, faöir hans opinskár til-
finningamaöur, drykkfelldur og
vifinn. Undirtónn allrar frá-
sagnarinnar er uggur og tregi
lesandi hefur stööugt tilfinningu
þess aö þessi heimur geti hruniö
til grunna fyrr en varir og sög-
unni lýkur á sviplegu andláti
móöur drengsins.
í formála höfundar Segir:
„Þessi saga rekur atvik sem
geröust I reyndinni en getur þó
ekki talist sannsöguleg vegna
þess aö hún endurvekur og um-
skapar löngu liöna atburöi sam-
kvæmt lögmálum sem eru ekki
alténd virk i daglegu lifi. Þeir
einstaklingar sem viö sögu
koma eiga sér flestir fyrir-
myndir úr raunveruleikanum
þó öllum nöfnum sé breytt, en
þær fyrirmyndir veröa meö
engu móti kallaöar til ábyrgöar
á verkum eöa viöhorfum sögu-
persónanna sem eru rissaöar
upp aö geöþótta höfundar. Hver
sá lesandi sem þykist þekkja
sjálfan sig eöa aöra á blöðum
bókarinnar gerir þaö á eigin
ábyrgö.”
Undir kalstjörnu er 256 bls.,
prentuö i Prentsmiöjunni Odda
hf.
mest selda
tímaritió
öll fyrri ein*^1
uppseld
Fróðlegt,
sem aldna.
Kaupum Líf, lesum Lif, geymum Líf.
konur og karla, unga
Til tiskublaðsins Lif. Ármúla 18. pósthólf 1193 Rvik.
it
Óska eftir áskrift.
Nafn _________________
Áskriftarsímar 82300 og 82302
Heimilisfang ___________________________
Mafnnt___________________________ Simi