Tíminn - 31.10.1979, Blaðsíða 6
6
Miðvikudagur 31. október 1979
r
v
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þór-
'arinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfulltrúi:
Oddur ölafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Augiýs-
ingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15 simi
StiJoo. — Kvöldsimar blaðamanna: H6562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 200.00. Askriftargjald kr.
4000 á mánuöi. Blaðaprent.
Erlent yfirlit
Hvert atkvæði kostaði
fimmttu þúsund krónur
Framsókn má
treysta
Það er ekki að undra að ýmsir kjósendur eigi bágt
með að átta sig á orðum og athöfnum vanefnda-
flokkanna i islenskum stjórnmálum.
Sjálfstæðisflokkurinn knýr fram þingrof og kosn-
ingar, en hefur ekki samstöðu i eigin herbúðum til
þess að standa að stjórnarmyndun. Sjálfstæðis-
menn tala um að samsteypustjórnir þriggja flokka
hafi ekki gefist vel, en sjálfur er flokkurinn svo
sundraður að innan hans eru að störfum að minnsta
kosti þrir skipulegir flokkar sem finna hver öðrum
allt til foráttu.
Alþýðuflokkurinn vann stórkostlegan kosninga-
sigur með óheyrilegu brambolti og stóryrðum. Sið-
an settist hann i rikisstjórn og lét hátt fyrsta kastið.
Innan tiðar virtist draga af flokknum og loks lét
hann sig hafa það, undir eftirliti og i umsjá Sjálf-
stæðismanna, að hlaupast út úr rikisstjórninni, en
situr siðan á ráðherrastólunum upp á náð ihaldsins.
Alþýðubandalagið vann einnig mikinn kosninga-
sigur i fyrra með ótrúlegustu yfirboðum og blygð-
unarlausri misbeitingu á aðstöðu sinni i forystu-
sveit launþegasamtakanna. Að kosningum loknum
tók flokkurinn þátt i stjórnarsamstarfi, en tafði fyr-
ir flestum stjórnarathöfnum sem beindust að þvi
markmiði rikisstjórnarinnar að sigrast á verðbólg-
unni. Siðasta sprettinn i stjórnarsamstarfinu lagði
Alþýðubandalagið mesta áherslu á taugastrið gegn
Alþýðuflokknum, og var helst að heyra að Alþýðu-
bandalagið fagnaði upphlaupi kratanna þegar það
kom.
Það er ekkert skrýtið þótt kjósendur þessara
þriggja vanefndaflokka séu vonsviknir og þyki illa
farið með umboð sitt.
í öllu þvi mikla uppþoti sem einkennt hefur is-
lensk stjórnmál siðustu árin hefur aðeins einn
stjórnmálaflokkur haldið fullri skynsemi og forðast
öfgar. Framsóknarflokkurinn hefur ekki logið að
þjóðinni. Framsóknarflokkurinn hefur sagt sann-
leikann um verðbólguna, enda þótt sá sannleikur
hafi verið og sé óþægilegur fyrir ýmsa. Fram-
sóknarflokkurinn hefur lagt á það áherslu, að þjóðin
verður að sigrast á óðaverðbólgunni án þess að
setja hér allt i kaldakol atvinnuleysis og kreppu. Og
Framsóknarflokkurinn hefur bent á það, að haldi
óðaverðbólgan áfram mun hún snúast i ógnun við
sjálft frelsi og lýðræði þjóðarinnar.
Framsóknarmenn hafa i öllum störfum sinum
lagt á það megináherslu að stjórnmálaflokkar og
stjórnmálamenn eiga að vinna að málefnum frem-
ur en hástemmdum upphrópunum. Þeir hafa stöð-
ugt unnið að þvi að koma framfara- og umbótamál-
um fram eftir eðlilegum lýðræðisreglum, meðan
fulltrúar vanefndaflokkanna hafa hamast með yfir-
lýsingum og gylliboðum i fjölmiðlum.
Nú hefur reynslan sýnt hve litlu hávaðamennirnir
fá áorkað, og hve litið er að marka orð þeirra og
æði. Þess vegna eru kjósendur Framsóknarflokks-
ins ekki slegnir neinni furðu yfir þvi hvað orðið hef-
ur úr loforðaglamri vanefndaflokkanna. Kjósendur
Framsóknarflokksins eru alls ekki undrandi yfir
þvi að forystumenn flokksins störfuðu stöðugt og af
fullum drengskap i rikisstjórn. Og þeir vissu það
einnig fullvel að Framsóknarflokkurinn myndi ekki
hlaupa i ofboði frá hálfunnu verki.
Þess vegna rikja engin svartsýni og engin von-
brigði i röðum Framsóknarmanna.
JS
Fyrsta viðureign Carters og Kennedys
EDWARD Kennedv hefur taliö
sig ekki geta dregiö þaö lengur
aö gefa þaö glöggt til kynna, aö
hann stefndi aö framboöi i for-
setakosningunum næsta haust. I
fyrradag setti hann á laggirnar
undirbúningsnefnd, sem á aö
afla vitneskju um fylgi hans og
möguleika til framboös, en
könnun nefndarinnar á aö vera
lokiö fyrir nóvemberlok, en þá
mun hann birta endanlega
ákvöröun sina.
Af hálfu flestra frétta-
skýrenda er litiö á þessa nefnd
sem raunverulega kosninga-
nefnd, sem eigi aö stjórna
baráttu Kennedys fyrst i próf-
kosningum og siöar { sjálfum
kosningunum, ef hann nær til-
nefningu sem frambjóöandi.
Meöan Kennedy hefur ekki
formlega lýst yfir framboöi,
þykir ekki hlýöa aö kalla hana
formlega kosninganefnd.
Astæöan til þess aö nefndin er
sett strax á laggirnar, er m.a.
sögö sú, aö Kennedy getur lög-
um samkvæmt ekki tekiö viö
framlögum i væntanlegan
kosningasjóö fyrr en slikur
undirbúningur aö framboöi er
hafinn.
ÞEIR, sem bezt þykja þekkja
til, telja þó ástæöuna aöra. Hún
sé sú, aö Kennedy og fylgis-
menn hans óttist, aö hann veröi
sem fyrstaögefaþaöákveöiö til
kynna hvaö hann ætlist fyrir.
Annars geti dregiö úr þeim
meöbyr, sem hann hefur haft aö
undanförnu, og þaö styrkt
Carter og aöra hugsanlega
keppinauta.
Kjör fulltrúa á flokksþing
demókrata i Floridariki, sem
haldiö veröur 17. növember
næstkomandi, þykir nokkur vis-
bending um þetta. Þaö fór fram
13. þ.m. Bæöi fylgismenn
Carters og fylgismenn
Kennedys kepptu aö því aö fá
sem flesta fulltrúa kjörna og
geröu þaö þannig aö eins konar
skoöanakönnun. Niöurstaöan
varö sú, aö fylgismenn Carters
fengu mun fleiri fulltrúa kjörna,
en þeir hafa hins vegar svipaö
eöa jafnvel minna atkvæöa-
magn aö baki sér en þeir full-
trúar, sem fylgismenn
Kennedys fengu kjörna. Eigi aö
siöur telja fylgismenn Carters
þetta sigur oghafa reynt aö not-
færa sér þaö eftir megni.
Þessi úrslit veröa þó ekki talin
nema lltil visbending um af-
stööu almennings. Aöeins 40
Carter og Jacqueline
þúsund kjósendur tóku alls þátt
iþessum kosningum, en reiknaö
er meö margfalt meiri þátttöku
i sjálfu prófkjörinu um forseta-
efnin, en þaö fer ekki fram fyrr
en i marzmánuöi næstk. Þessi 40
þús. atkvæöi uröu þó býsna dýr,
þvi aö reiknaö er meö aö fylgis-
menn þeirra Carters og
Kennedys hafi eytt um hálfri
milljón dollara samanlagt i
auglýsingar og kjósenda-
smölun. Láta muni nærri að þaö
svari til 50 þús. islenzkum
krónum á hvern kjósenda, sem
tók þátt I þessum kosningum.
Af því má ráöa, aö kosninga-
baráttan veröur dýr þeim fram-
bjóöendum, sem taka þátt i
flestum prófkjörunum. Sá, sem
sigrar á svo eftir sjálfa
kosningabaráttuna og allan
þann kostnaö, sem fylgir henni.
ÞAÐ ER fleira en þessi úrslit i
Florida, sem benda til þess, aö
heppilegt sé fyrir Kennedy að
draga ekki ákvöröun sina á
langinn. Skoöanakannanir eru
ekki eins hagstæöar honum og
áöur. Biliö milli hans ogCarters
hefur veriö aö minnka aö
undanförnu. Þá gæti þaö oröiö
vatn á myllu Browns rikisstjóra
i Kaliforniu, ef Kennedy drægi
ákvöröun sina. Kjósendur, sem
væru óánægðir meö þetta hik
hans, gætu þá skipaö sér um
Brown, sem hefur ákveðið gefiö
til kynna, aö hann ætli aö gefa
kost á sér.
Þaö vakti verulega eftirtekt
bandariskra fjölmiöla, þegar
fundum þeirra Carters og
Kennedys bar saman nýlega viö
vigslu minningasafns um
Kennedy forseta, sem hefur
verið reist í Boston. Þar fór þó
allt vinsamlega fram. Carter
heilsaöi Jacqueline Kennedy
Onassis, ekkju Kennedys for-
seta, mjögelskulega, og myndir
voru teknar af Carter og
Kennedy og konu hans. Báöir
fluttuþeir lofræöurum Kennedy
forseta. En þrátt fyrir vinsam-
lega og kurteislega framkomu á
yfirboröinu, sáust þó merki
þess, aö hér voru keppinautar á
ferö.
Flest þykir benda til, aö
keppnin milli þeirra Kennedys
og Carters veröi hörö og geti
oröiö tvisýn, þótt skoöana-
kannanir bendi nú til þess, að
Kennedy sigri. Sá sigur getur
hins vegar oröiö dýrkeyptur, ef
hann veldur klofningi i
flokknum. Þaö getur þó breytzt
ef keppnin verður jafnhörö milli
forsetaefna republikana.eins og
nú eru allar horfur á og
klofningur veröi þvi jafnmikill
þar. Þ.Þ.