Ísafold - 06.06.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.06.1894, Blaðsíða 2
130 Alþingiskosning. Mýramenn kusu í fyrra dag (4.) til þings Halldór Daníelsson hrcppstjóra í Langholti í Borgarfirði, með 37 atkvæðum. Hinn fyrv. þingmaður þeirra, Benidikt próf. Kristjánsson, hlaut 35 atkv. Fleiri voru eigi í kjöri, með því að Indriði Einarsson revisor dró sig í hlje á undan kosningu; hann hafði einna mest fylgi i úthreppum sýslunnar, fyrir vestan Langá, en þaðan komu einir 2 á kjörfund. Það var að vanda kjörhreppurinn, Borgarhrepp ur, er mestu rjeð um kosninguna. Frjettaburður og bakmælgi. Það er löstur, sem er beinlínis ættgeng- ur. Jeg þekki ættir hjer á landi, og þær ekki allar taldar af verri endanum, þar sem þessi ósómi tekur sig upp í hverjum lið; og jeg þekki menn, sem eptir stöðu sinni í mannfj'elaginu ættu að standa mörg- um stigum fyrir ofan þenna ósóma, en samt, þótt stundum eigi dult að fara, lepja upp ymsan hjegóma um aðra, og taka feg- ins hendi öllu þvi, sem í eyru þeirra er borið. Það eru líklega fáar sveitir eða byggð- aiiög hjer á landi. þar sem ekki sje ein- hver regluleg »kjaptakind«, er almenning- ur kallar svo; það er manneskja, karl eða kona, sem heflr gert það að nokkurs kon- ar lífsstarfi sínu, að bera milli heimila og milli manna hvern hjegóma, einkum það, sem misjafnt er, sem hún getur þefað upp, auka það, laga það, gera það sögulegt, svo það gangi betur út, verði betri vara, og menn muni það betur. Opt eru þetta vitanlega einhver úrþvætti, sem enginn maður virðir neins, sem gera sjer þetta að atvinnu til að sníkja sjer bita eða sopa, ullarhár, smjörklípu eða skæði i sögulaun hjá þeim, sem fegnir verða að fá að heyra eitthvað illt um aðra. Allir menn vita og játa, að þessar manneskj'ur eru að jafnaði stór-ósannsöglar og fæstu trúandi, sem þær fara með; en því undarlegra er, að fjöldi manna trúir samt orðum þeirra, er þær tala illt um náungann. Ósómafrjettir um aðra er vara, sem vel gengur út hjerna á íslandi og líklega viðar. En það eru ekki ætíð manneskjur af neðstu tröppum mannfjelagsins, sem leggja þetta fyrir sig; það eru stunduro mann- eskjur, sem eptir stöðu sinni ættu að geta notið viroingar, og ætlast til sjálfar, að þær njóti virðingar af öðrum. Veit jeg þannig af einni sveit hjer á landi, þar sem einn helzti efnabóndinn í sveitinni er sá einstakasti »frjettafleygir«, síþefandi eptir frjettum og síberandi frjettir. Fullorðin kona í sömu sveitinni var honum lengi trú og dygg hjástoð, en hún hefir nú fengið lögmæt forföll! Við það hafa störf hans aukizt að miklum mun; er því náttúrlegt, þótt hann bogni! Það er torvelt að meta, hve miklu illu slíkar manneskjur koma til leiðar. Vin- samleg sambúð milli heimila og einstakra manna fer út um þúfur; góður kunnings- skapur og enda vinátta endar stundum — þess eru dæmi — með fullum fjandskap; tortryggni og kali festir rœtur hjá mönn- um; sakiitlir og stundum saklausir menn eru bornir lítt sönnum og stundum alveg ósönnum ósóma áburði, sem meiðir æru og skemmir mannorð. Heiðarlegir og sak- lausir mcnn, sem ekkert hafa til sakaunnið nema máskc það, að þeir hafa verið tregir að kyla vömb kjaptakindanna, er þær nenntu ekki að vinna, eða þeir hafa eín- hnserju sinni í nafni sannleikans lesið þeim rjettan texta, eru stundum lagðir í einelti, breytni þeirra iytt og svert, orð þeirra og verk lögð út á hinn versta veg, og þeim í augum og eyrum ókunnra manna gerð sú minnkun, sem hægt er. Já! þetta eru vissuleg sannindi, eins og þar stendur. Þótt víða sje í þessu efni pottur brotinn, þá er samt í hverfum, sjóplássum og kanptúnum; yfir höfuð í þjettbýli og þar sem mannmargt er. Þar fer margur dag- urinn bæði hjá konum og körlum i það eitt, að ganga á milli heimila, drekka kaffi og segja sögur á milli bollanna, sumar sjálfsagt meinlausar, en sumar hreint ekki. Gjörðaiag sumra húsmæðra lendir suma tíma ársins mest í þessu, en bæði börn þeirra og skyldustörf áheimilum eru meira eða minna vanhirt og vanrækt. — Eru heimili slíkra húsmæðra tíðum auðþekkt frá öðrum beint af því, hve sóðaskapurinn er megn innan bæjar, börnin óhrein og illa hirtíog bændurnir rifnir og tuskuiegir; og sjálfar eru þær ekki betri. Manneskjur þær, er þenna löst hafa, virðast engan frið hafa, er þær hafa heyrt einhverja nýja sögu, fyrr en þær haf'a komið henni frá sjer aptur. Að fleiri en einn hafi fundið þetta, má sjá á því, að maður einn, »sem vissi, hvað hann söng«, sagði um slíkar manneskjur einu sinni, að þótt munnurinn á þeim væri saumaður saman, þá mundu sögurnar fara út á milli rifjanna á þeim. Er það vitaskuld, að þau orð ber að taka sem sáryrt gaman. En svo er annar flokkur manna, ná- skyldur þeim, er jeg hef lýst, en þó með nokkuð öðrum hætti. Á þeim mannflokki er eins og meiri Farísea-blær. Þessir menn segja ekki beinlínis ósómasögur af öðrum mönnum og tala ekki bcinlínis illt um aðra á bak. En þeir tala með dylgj- um og drýgindum, tala undir rós og í líkingum, segja ekkert ákveöið, en láta samt allt skiljast. Þeir h'itast stundum meira að segja vera að afsaka þa, sem þeir vilja niðra, en þeir gjöra það á þann einkennilega hfttt, að þeir telja allt illt upp, sem hinir eiga að hafa gjört, velta svo leiðinda-drýgindalega vöngum og segja, að það sje máske ekki satt, þótt margur tali um það. Allt látbragð þeirra er á þá leið, að það er steinblindur maður, sem ekki sj'er, að þeir ætlast til að enginn trúi afsökunum þeirra. Þessir menn eru svo einstaklega lciknir í, að láta svipinn og andlitið niðra míunganum, þótt munnurinn tali ekki mikið. I rauninni eru þessir menn ekkert betri en hinir, er jeg talaði fyrr um; munurinn er einungis sá, að hinir fyrnefndu eru grófari, hinir síðarnef'ndu fínni, hinir fyr- nefndu bersyndugir, hinir síðarnef'ndu Farísear. Það þarf enga hreysti, hvorki dug nje dáð til að bakbíta náungann; þess vegna er það svo makalaust hæg glíma f'yrir einurðar- og þreklitla menn, að ráðast aptan að mótstöðumönnum sínum, eða öðrum, sem þeim finnast að sjeu þeim í vegi, Jíma á bakið á þeim einhvern ósóma og kippa á þá leið undan þeim fótunum. Það er alveg sama bragðið, sem hann Ketill hrós- aði sjer af', er hann með tönnunum skaðaði mennina á hásinunum. Þessi frjettaburðar- og bakmælgislöstur er ósómi og skaðaef'ni; hann skemmir bæði þá, sem löstinn hafa og fyrir lestin- um verða. Athugull. Margföld kosning. Með því að hjer verða þrír i kjöri til alþingis núna á föstudaginn, getur vel farið svo, að enginn þeirra verði lðglega kosinn eptir að öll atkvæði eru greidd; því til þess þarf einhver þeirra að f'á meira en helming fram kominna atkvæða. Verð- ur þá að kjósa aptur, og vita, hvort allir standa við sitt fyrra atkvæði, eða hvort ekki getur orðið þá sú breyting á hlutfallinu milli atkvæðafjöida hvers um sig, að ein- hver verði rjett kosinn, þ. e. með meira en helmingi atkvæða. Bregðist það, skal enn kjósa í 3. sinn, en bundnum kosning- um, sem kallað er; það er svo að skilja, að einn gengur úr skaptinu, sá er fæst hefir atkvæði, en kosið um hina tvo. Sá þeirra tveggja, sem þá hlýtur fleiri at- kvæði, er rjett kosinn alþingismaður. Fái þeir jöfn atkvæði, skal hlutkesti ráða kosn- ingu. Sömuleiðis skal hlutkesti ráða, hvor eða hvorir tveir skulu í kjöri vera við 3. kosn- ingu, ef tveir eða allir þrír hafa hlotið jöfn atkvæði við 2. kosningu. Kosning þessi getur því orðið nokkuð tímaf'rekari og ómaksmeiri en almennt gerist, og ríður &, að kjósendur láti 'það samt ekki letja sig eða viila. Snjallasta ráðið fyrir þá er auðvitað, að sœkja svo vel kjörfundinn þegar í upphafl, að úr skeri við f'yrstu kosningu, þ. e. aö eitthvert þing- mannsefnið fái þá þegar nægan atkvæða- fj'ölda. Eða þá, rjettara sagt, að vera ékki að dreifa atkvœðum að þarflausu, heldur reyna að koma sjer scm flestir fyrir fram saman um einhvern einn. En takist svo illa til, fyrir óf'orsjalni manna eöa samtaka- leysi, að tvikjósa þurfl eða jaf'nvel þríkjósa, mega menn ekki telja á sig að bíða eptir því á kjörfundi, eða svo nærri, að viðlátnir sje að taka þátt í síðari kosningunum. Það er víst, að flokkur eins þingmanns- efnisins hj'er að minnsta kosti byggir von sína um sigur því til handa ekki á því, að hann muni komast að við fyrstu eða aðra kosningu, heldur á því, að svo margir muni heim farnir á undan 3. kosningu, að þá veiti honum betur; og væri illa að verið, ef sú von rættist. Þeir treysta því, að þeir sem lifa á handafla sínum, vilji eða geti sízt lagt svo mikinn tíma í sölurnar, og megi þannig ráöa niðurlögum þeirra, en hinir hafl sitt fram. Þessi viti þarf almenningur vel að var- ast. Hann getur iðrað hins, ef' sigurinn gengur úr greipum honum fyrir þá skamm- sýni, að láta sig muna litla dagstund til þess að bíða kjörf'undarloka. Ekknasjóður Borgflröinga. >Þess ber að geta sem gjört er«. Með stærsta þakklœti fyrir hönd Ekknasjóðs drukknaðra manna í Borgarfjarðarsýslu vil jeg geta þess, gefand- anum til heiðurs, en öðrum til eptirtektar, að herra hralveiðamaður Ellefsen á Önundar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.