Ísafold - 16.12.1916, Side 2

Ísafold - 16.12.1916, Side 2
2 I S A F OL D stúlku af góðum ættum. Hún er 16 ára að aldri. Hefir hann meðal annara athugað heilsu hennar vandlega og hvort fyrirbrigðin virðist spilla henni, Segir hann stúlkuna stálhrausta og að hún »dafni beinlínis vel á fyrirbrigð- unura«. Það eru sérstaklega hreyfingar á hlutum og fiutningar, sem gerast kting um hana, mjög líkt sumu því, sem gerðist kring um Indriða Indriðason. — Dr. Crawford þykir hafa gengið svo vel frá að sanna það vísindalega, að þau fyrirbrigði gerist (og hvernig þau gerist), að svo langt hafi enginn komist, nema Sir William Crookes forðum, þá er hann var að rannsaka mann- gervingafyrirbrigðin, sem gerðust hjá ungfrú Cook (1872—74). Þar sem nefnd eru höggin í Eochester, þá er með því átt við það, er gerðist 1848 kringum tvær ungar stúlkur (Fox-systurnar, önn ur 9, hin 12 ára) í þorpinu Hydesville og síðar í bænum Eochester í Ameríku. Þau fyr- irbrigði urðu upphaf allra hinna nýju rannsókna, því að það voru telpumar, sem fyrst byrjuðu á því að tala við hið óskiljanlega afl, svo sem stæði það í sam- bandi við skynsemi gædda veru. »Hann bæði sér og heyrir% sagði litla stúlkan, er hún hafði gert eínar fyrstu einföldu tilraunir. Frosklœrin. Ýmsir kannast við Galvani (f. 1737, d. 1798). Kona hans tók eitt sinn eftir því (árið 1786), að frosklæri, sem hún var að matreiða, kiptist til, þegar neistar hrukku frá rafmagnsvél, sem hjá stóð. Út af því kom Galvani til hugar tilraun þessi, sem fræg er orðin: Hann hengdi frosklæri í kopar- krókum upp í járngrindum í þak- brúninni á húsi sínu. Ætlaði hann að athuga áhrif eldingar og loft- rafmagns á vöðvana í þeim. Þá tók hann eftir því, að í hvert skifti, sem vindurinn feykti lær- inu upp að járninu, kom sam- dráttarkippur í þau. Þessi athugun varð fyrirrennari margvíslegra athugana á eðli og háttum rafmagnsins og beindi raf- magnsfræðinni inn á nýjar og óþektar brautir. Þess þarf naumast að geta, að fyrst í stað sættu athuganir Gal- vani feikna-mótmælum og menn gerðu mikið skop aðþonum, eink- um ófróðir menn og — hleypi- dómafullir vísindagarpar. Þeir kölluðu hann »dansmeistara frosk- anna«. En hann sat við sinn keip og mælti: »Samt veit eg, að eg hefi uppgötvað eitt mesta aflið í náttúrunni«. Út af grein Sir Arthurs Conan Doyle létu tveir helztu sálarrann- 8Óknarmennirnir, úr flokki vís- indamanna, uppi skoðanir sínar um »spiritismann og trúarbrögð in« í næsta númeri tímaritsins. Annar þeirra er Sir Oliver Lodge, háskólarektor í Birming- ham. Hann telur Conan Doyle gera aðdáanlega grein fyrir sam- bandinu milli þeirrar reynslu- þekkingar, sem sálarrannsóknirn- ar á vorum dögum séu að fiytja oss, og kenningar trúarbragðanna. Segir örðugt muni verða að taka betur saman í stuttu máli það, sem sameiginlegt sé með þeim og ólíkt, en þar sé gert. Hann bendir á það, að tvær skoðanir séu alment ríkjandi i þessu efni. Sumir haldi þvi fram, að »ódauðleikinn« verði aldrei sannaður og að þekkingin, sem fæst fyrir rannsókn dularfullra fyrirbrigða, geti ekki komið í stað trúarbragðanna né jafnvel ekki stutt þau að neinu leyti. Aðrir lendi út í mótsettar öfg- ar; þeir vilji varpa fyrir borð allri erfikenning trúarbragðanna, vísa kristindóminum á bug og láta sálarlífs-fræðin nýju koma í stað trúarbragðanna. Hvorugri þeirri skoðun á mál- inu geti hann fylgt. Hin siðar- nefnda sé fráleit. Og ef nokkurt af spíritistisku félögunum taki þá stefnu, óski hann að lýsa yfir þvi, að hann sé gersamlega andvígur slíku, og telji þeim skjátlast mikillega, er slíkt geri. Hann vilji jafnvel álíta slikt sjálfbirg- ingslegt og óhyggilegt. Hann bendir á hinn rétta meðal- veg: Hin nýja reynsluþekking muni styrkja undirstöður trúar- bragðanna og muni leiða þá menn aftur inn í flokk trúmannanna, er ella mundu hafa orðið van- trúarmenn eða voru þegar orðn- ir það. En hitt sé misskilningur, að hans dómi, að líta á hina nýju reynslu svo sem væri hún trúar- brögð. Og hann lýkur máli sínu á þessa leið: »Þó að eg samsinni ekki hverju orði í hinni gætnu og ljósu grein Sir Conan Doyle's. um samband- ið milli hinnar nýju fræðslu og trúarbragðanna — því að það eru eín eða tvær málsgreinar í henni, sem eg mundi orða öðru vísi —, þá vona eg, að hún komi miklu góðu til leiðar.« Hinn sálarrannsóknamaðurinn, sem lét til sín heyra út af greininni, er Sir William F. Barrett, fyrrum prófessor í eðl- isfræði við Dýflinnar-háskóla. — Hann gleðst yfir að fá tækifæri til að þakka Sir Arthur Conan Doyle fyrir »hina djarflegu og tímabæru grein« hans. Hann kveðst vera á sama máli ura það, »að sannanirnar fyrir þvi, að unt sé að komast í samband við fram- liðna menn og að þeir séu þeir, er þeir segjast vera, hafi vaxið svo eftirtakanlega, að vér neyð- umst til að fallast á annað af tvennu: annaðhvort sé þetta sönn og mikilvæg opinberun um, að menn lifi út yfir líkamsdauðann, eða að brjálsemi-faraldur hafi gripið mikinn fjölda karla og kvenna, er að öðru leyti séu al- heilbrigð«. »VÍ8sulega er það merkilegt og áhrifamikið*, segir hann, »að maður, sem eigi að eins hefir tek- ið hátt læknispróf og er því kunnugur bæði sjúkdómum sálar og líkama, heldur og frábærlega glöggur og þaulæfður að athuga, og. heimsfrægur fyrir þekking sína á öllum aðferðum til að koma því upp, sem reynt er að leyna, skuli hafa komist að slíkri niður8töðu«. Út af efa sumra um það, hvort leyfilegt sé að rannsaka þessi efni, bendir Sir William F. Barr- ett á það, að þvi vandamáli hafi Ásg. 6. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1, Reykjavík, selja: Vefnaðarvörur — Smávörur. Karlmanna og unglinga ytri- og innritatnaði. Regnkápur — Sjóföt — Ferðaföt. Prjónavörur. Netjagarn — Línur — Öngla — Manilla. Smurningsoliu. Vandaðar vörur. Sanngjarnt verð. Pöntunum utan af landi svarað um hæl. einn af andstæðingum spíritism- ans (prófessor Karl Pearson) svar- að með einni setningu: »Hvar 8em nokkur minsti möguleiki er á því fyrir mannshugann að afla sér þekkingar, þar er réttmætt verkefni fyrir vísindin*. En hann telur engan veginn alla færa um að fást við slíkar rannsóknir. Til þess þurfi þekk- ing, gætni og nákvæmayfirvegun. Þvi hinu sama höfum vér ætíð haldið fram, er fengist höfum við þessar rannsóknir hér heima. Vér höfum ráðið frá því, að fólk væri að fást við að gera tilraunir, nema það kynti sér málið fyrst rækilega og fengi að sjá, hvern- ig tilraunum er hagað hjá þeim, er aflað hafa sér þekkingar raeð langvinnri reynslu. Hins vegar telur hann eðlilegt, að Borgbitnir menn leitist við að ná sambandi við ástvini sína, en þá ríði á að vera ekki of trú- gjarn og taka ekki gagnrýnilaust öllu, sem segi sig að vera skeyti frá þeim, sem farnir eru af þess- ari jörð. Miðilsgáfan sé, eins og Conan Doyle segi, »heilagur hæfi- leiki«, en stundnm sé farið illa með hann. Sálarrannsóknafélag- ið hafi átt mikinn þátt í því, að sannfæra menn um, að ýmislegt af því, sem komi fram hjá heið- virðum og sönnum miðlum og talið sé þar stafa frá öðrum heimi, sé alls ekki þaðan, heldur megi eigna það fjarhrifum, skygni eða undirvitund miðilsins. Hitt sé jafnóvísindalegt, að halda þvii fram, að öll fyrirbrigðin verði skýrð með þeim hætti. Hann neitar því og, að spíri^ ti8minn sé eða geti verið trú (religion). En sannanir spíritism- ans svifti burt tálmunum fyrir trúnni á eilíft líf og kollvarpi hinni óskynsamlegu kreddu efn- ishyggjunnar. Sálarrannsóknirn- ar verði til að styrkja undirstöð- ur trúarbragðanna, en geti ekki komið í þeirra stað. Enn fremur hefir eitt af skáld- um Breta, H. B. Marriotí Watson lagt orð í belg. Hann lýsir ytir fögnuði sínum út af þviV að Sir A. Conan Doyle skuli nú að lok- um hafa látið uppi saunfæring sína um þetta mál, »með sínum skörpu vit8munum og eftir sína* löngu reynslu«. Hann lýsir þvf með átakanlegum orðtfm, hve örðugt honum hafi sjálfum veitt að sannfærast. Af því að málið' sé svo afar-mikilvægt, hafi hann kráfiht miklu rammari sannana um það en nokkuð annað mál. Og hann kveðst ekki hafa sann-- færst, fyr en sannanir, sem hann hafi fengið fyrir framhaldi lífs- ins eftir dauðann og sambandr við framliðna menn, hafi verið* orðnar svo öflugar, að ekki hafi mun fallegri, bvo ódýr, að hún hefði koinist löngu á undan Kirkjublaöinu >inn á hvert einasta heimili«. og höf. ejálfum til enn meiri aóma. En — það er komið sem komiö er og er ilt til aö vita; þarna var sem sé tsekifserið fyrir höf. að komast með alt sitt bezta inn í hverja einustu stofu f landinu, nema ef vera skyldi í bið- stofuna i bankanum, Landsbankanum. E f n i ð í ljóðmselum H. H. er mjög margbrotið; gaman, heimapeki, vín, etjórnmál, áatir, háð og náttúrulýs- ingar, sorgir og settjarðaráet — og svo langtum, langtum fleira. Hér fá menn, sem menn segja, sína ögnina af hverju og meira en það. Lesandinn verður ekki var við að höf. só nein sérstök tegund yrkisefna öðrum kærari; það er því erfitt að marka honum nokk- urn sérstakan bás, enda aigerður ó- þarfi. Hann er, og hefir ekki orðið það með þessu tunglinu, bæði góð- skáld og þjóðskáld og margviðurkend- ur og að eg held, frekar um of en van. Á einum stað hefir þó gleymst að viðurkenna skáldið og það er á al- þingi; þar hefir nú verið útbytt verð- launum ár eftir ár í Pétur og Pál, sumir þeirra hreinir bögubósar, en þessi höfundur, H. H. og Einar Bene- diktsson ekkl nefndir á nafn. Þessu fyrirkomuiagi þarf að breyta. Viður- kendir listamenn eiga ekki að þurfa að s æ k j a um verðlaun eins og væru þau eittbvert náðarbrauð; hið opin- bera á að s e n d a þau tii réttra hlut- aðeigenda; en svonefudir »skálda- s t y r k i r« að leggjast niður. En svo vikið sé aftur að e f n i n u l ljóðmælum H. H., kemur það stund- um fyrir hjá höf. að yrkisefnin eru svo að segja ósöngbær; ljóðsins form á þar ekki við. Eg á hór við kvæði svo sem: Þorsklof, Úr bréfi, Vöggu- vísur og enda fieiri; þetta eru i raun- inni ofur hóglegar hugleiðingar um stjórnmálaástandið í landinu, væru dá- góðir »leiðarar« í Lögréttu t. d. — En þetta er ekki skáldskapur, Kolbeinn — Yfirleitt eru kvæðin, sem höf. nefnir eggjanakvæði og ádeilur lítilsvirði sem skáldskapur og er það von. Til pess að fleyta þessari stjórnmálaskynsemi upp í skáldskap, þarf miklu sterkari undirstraum tilfinninga en hór sjást merki til. En kafli þessi er til allrar guðs lukku stuttur — en rúmar þó kvæðið um Geysi; það er vel gert og sumt í því ljómandi, en hart er það aðgöngu að heyra Geysi, demantinn i ÍBlenzkri náttúru, aðallega l/st • sem »máttlausu, sífrandi soðvatni«. Geysir, gosið, »sem verður til og deyr um leið«, bíður enn eftir elskhuga sínum. M á 1 i ð, stíll og form á ljóðmælum H. H. er yfirleitt mjög gott, sumstað- ar framúrskarandi, og sömuleiðis r í m- i ð. Þó hit.tast tannbrjótar á stöku stað, ljóðlfnur, sem eru mjög örðugar í upp- lestri. Og ekki kann eg við að segja um Jón Sigurðsson, að hann hafi verið »fornri boriun A.rnar slóð« þótt hann fæddist í Arnarfirðinum; auk þess er orðaröðin óheppileg, að minsta kosti. í kvæðinu Ástarjátn- ing segir: »en renni svo sól að jeg sjái þig ei, þráir sála mín dauðans beð«. Þetta er raunalegt að sjá í ljóðabók eftir H. H. og mætti fleira tíua til þvílíkt og þaðan af verra; en lúsaleit á ekki við í jafngóðu reifi og hér er um að ræða og þelgóðu, svo hér skal staðar numið. Það er einkennilegt fyrir form þessa höf. að í kvæði, sem svo að segja er ágætt að öllum frágangi, kem- ur kanske alt í éinu, eins og tjandinn úr sauðarleggnum ein, kanske ein ein- asta ljóðlína svo auðnuleysisleg, að þaó er eins og höf. hafi alt f einu gleymt sundtökunum — alveg. Eg gat þess að m á 1 i ð væri gott; það er það, en, hverjir kendu Leifi hepna að ganga áþrúgum þeg- ar hann var f Yínlandi? í kvæðinu Eiríkur rauði segist höf. gjam- an hafa viljað vera með — og þ&ð hefðu vfst fleiri viljað — »Þá Leifur hepni lenti i vfnið og lcerði á þrúgu« . . . Þá er það málleysa að segja »Dimt er oft í döprum bæjargöngum« en hitt er rétt, að oft er dapurlegt < dimmum bæjargöngum — og nú er eg hættur. Höf. skiftir bókinni í nokkra kafla eftir efni. Heitir sá fyrsti Ættjarðarkvæðl. Þar eru A 1 d a m ó t a 1 j óðin, Vor- vísurnar 1911 og fleiri ágætis- kvæði. Elns og allir vita, er búið að yrkja heila hestburði af ættjarðarkvæð- um á íslenzka tungu; það þarf þvf eng- inu meðal maður að ætla sér að bæta sig á þeim. En hór eru þau komin enn á n/, í eudurn/ung lffdaganna og standa á sfnum eigin fótum. Hór er ekki þessi blákaldi landsuppdráttur, þ e s s i Ijöll og þ e s s a r ár o. s. frv., heldur ijóð, 1/rik, borin uppi af eld- fjöri og fram af list. Þá koma Eftirmæli og minningarljóð, Skarphóðinn í brennunni, Systurlát og í sárum II á bls. 61. Það ber vitni um marghæfi, að sami skuli höfundurinn að fyrsta og Síðasta kvæðinu, er hór var nefnt. Þetta eru í sannleika fögur ljóð, sem alllr vildu ort hafa, eins og Lilju. Þá er myndin f kvæðisbroti bls. 63 mikil og ágæt, að »sólkerfin sindrist sem neistar frá steðja« drottins. Þetta kvæði synir enn eina hlið á tilfinninga-r lffi þessa höf. — Það er brennandi trú á annað og eilíft lff sá’.na í samvistum eftir dauða lfkamans. B/st eg við að mörgum, sem ekki trúa á þetta, þótt þelm hinsvegar þætti gleðiefni e f s v o v æ r i, gangi illa að geta sór til hvað höf. meinar með sumu, sem þarna er sett fram, t. d. að þeir einir séu dauð' legir, sem skorti vilja til að f á s i g u r.- Yfir hverju og hverjum? Að vísu er' með þankastrikum á eftir þessa vístf gefið í skyn, að þarna vanti áframhaldj en með því að það vantar verður hún að þoku — næsta vísa átti að segja lesandanum h v a ð a sigur hór er um að ræða. Annars hættir mörgum trú- mönnum við að rugla þvf saman, sem þeir v i t a og t r ú a, og er ekki frítt við að hór slái líka stundum út í fyrir höf. Þrátt fyrlr alt brífur þetta matin, elns og raunar allar tilfinningar, sem eru sterkar og ekki uppgerðar og hór er ekki hálfvelgjan. Höf virðist að þvf leyti helzt hallast að spíritistum, að honum nægir ekki að t r ú a á hlut- ina, hann vill v i t a og segist lfka vita þá n ú þ e g a r. Þá er Undir berum hiinni. Það eru gömlu og góðu ferðakvæðin Sprettur, Af Vatnsskarði, Við Valagilsá, Blessuð sólin elskar alt, Gullfoss, Vfsur á sjó, Óveður o. fl.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.