Tíminn - 03.01.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.01.1980, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 3. janúar 1980 r ^ Otgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siftu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent. V_______________________________________________________________J Hægri og vinstri Steingrimur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, ræddi um flokkaskipunina i upp- hafi áramótagreinar sinnar, sem birtist i Timanum á gamlársdag: ,,Ársins 1916 mun lengi verða minnzt i islenzkri stiórnmálasögu. Þá var grundvöllur lagður að þeirri flokkaskipun, sem enn er ráðandi hér á landi i öllum meginatriðum, flokkaskipun, sem hafði á áratugnum áður rutt sér til rúms i flestum okkar nágrannalöndum og rekja má til þeirra miklu þjóð- félagsbreytinga, sem fylgdu iðnbyltingu átjándu og nitjándu aldarinnar. Með nýrri tækni breyttust vestrænar þjóðir úr bændaþjóðfélögum i iðnriki. Stórar iðnaðarborgir risu og fjölmenn stétt iðnaðarmanna myndaðist. Þjóðarframleiðslan tók jafnframt að aukast. Al- menningur eygði i fyrsta sinn smávon um bætt lifs- kjör. Sú flokkaskipun, sem fylgdi þessari þróun, var að sjálfsögðu spegilmynd af iðnaðarþjóðfélaginu. Ann- ars vegar mynduðust flokkar, sem kröfðust aukinn- ar aðildar fjöldans i þeim auði, sem hann á svo rik- an þátt i aðskapa. Þeir hlutu nafnið vinstri menn og greindust viða i tvo eða fleiri flokka, frá frjálslynd- um til kommúnista, eftir þvi hve hratt þeir vildu fara að settu marki og hve langt. Hins vegar sam- einuðust landeigendur, verksmiðjueigendur og ný- rikir verzlunarmenn um að vernda sinn eignarétt og auð. Þeir nefndust ihaldsmenn. Þessi flokkaskipun hefur i megindráttum haldizt allt til vorra daga. Með hraðvaxandi framleiðslu eftirstriðsáranna hefur þó aukinn kaupmáttur al- mennings orðið framleiðendum nauðsyn eða með öðrum orðum aukin peningaráð og bætt kjör. Þetta hefur að sjálfsögðu breytt töluvert viðhorfi ihalds- manna. Þessari þróun er vel lýst i bók hins þekkta ameriska hagfræðings Kenneth Galbraith „Hið nýja iðnaðarþjóðfélag”. Segja má að hægri stefnan hafi færzt inn að miðju. Með aukinni velmegun hef- ur jafnframt dregið úr þunganum i baráttu vinstri flokkanna fyrir bættum lifskjörum almennings. Þessar tvær hreyfingar, hægri og vinstri, hafa nálg- azt. Þvi rek ég þessa þróun nú, að margt bendir til þess, að á næstu árum muni mjög draga úr þeirri aukningu þjóðarframleiðslu, sem svo mikil hefur verið á undanförnum árum og gert hefur mönnum kleift að bæta lifskjörin. í ljósi sögunnar hlýtur sú spurning að vakna, hvort mörkin á milli hægri og vinstri skerpist þá ekki að nýju, þegar ákveða skal hvernig skipta beri byrðum samdráttar.” Steingrimur Hermannsson vék aftur að þessu efni siðar i greininni og sagði m.a.: „Almenn þróun i heiminum og batnandi lifskjör hafa að sjálfsögðu haft svipuð áhrif i stjórnmálum hér á landi og áður er lýst erlendis. Flokkarnir hafa færzt saman. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þau verkefni, sem eru framundan og ég hefi fjallað um, muni greina flokkana að nýju i sundur. Það er eðlilegt og æskilegt. Þannig verða linurnar skýrari. Við lausn þeirra verkefna er Framsóknarflokkn- um tvimælalaust eðlilegast að vinna með þeim flokkum öðrum, sem eru jafnaðarflokkar og teljast til vinstri i islenzkum stjómmálum.” Þ.Þ. Erlent yfirlit Vantrú Rússa á Amin varð honum að falli Verður Afghanistan nýtt Vietnam? FRÉTTAMENN I Peking segja, aö það hlakki i Kinverj- um yfir hernaöarlegri Ihlutun Rússa I Afghanistan, þótt valda menn þar mótmæli henni harö- lega. Kinverjar segja, aö Rúss- ar séu aö leggja út i svipað ævintýri og Bandarikin I Viet- nam. Ihlutunin i Afghanistan geti kostaö þá miklar fórnir og langt strlö, sem muni veikja þá annars staöar. Svo geti jafnvel fariö, að hún valdi Rússum miklum erfiðleikum I Asiuhluta Sovétrikjanna, þar sem margir ibúarnir eru múhameöstrúar og ekki Rússar að uppruna. Valdamenn Rússa gera sér vafalaust þessa hættu ljósa. Markmið þeirra meö Ihlutun- inni er vafalftið þaö aö koma á friöi og reglu I landinu og geta kvatt heri sina heim sem fyrst. En þaö getur reynzt hægara sagt en gert. Formlega er Ihlutun Rússa þannig háttað, aö ekki er hægt að saka þá um beina innrás. Eftir valdatöku kommúnista I Afghanistan I april 1978 var gerö ur vináttusáttmáli milli rikj- anna. Samkvæmt honum gat hvort þeirra um sig óskaö eftir hernaöarlegri aöstoð hins. Byltingarstjórnin i Kabúl óskaöi fljótt eftir slikri aðstoö Rússa og hefur hún smám saman veriö að aukast siöan. Verulegur rússneskur herafli hefur hins vegar ekki veriö fluttur til Afghanistan fyrr en siöustu dagana i desember eöa um þaö leyti, sem Amin var steypt af stóli. Tölur eru hins vegar mjög á reiki um hversu mikill þessi herafli er. Sjálfir gefa Rússar engar upplýsingar um þaö, en áætlunum CIA er vafasamt aö treysta. ASTÆÐAN til hinnar stór- auknu hernaöarlegu ihlutunar Rússa er vafalaust sú, aö þeir töldu Hafizullah Amin sér ó- tryggan. Hann hefur þótt lik- legur til aö fara sinar eigin leiö- ir og heföi getaö átt þaö til aö bregöast Rússum eins og Sadat. Rússar hafa viljað hafa sér tryggari mann viö stjórnvölinn en Amin. Ýmsir fréttaskýrendur telja Afghanistan og nágrannarikin einnig, að Amin hafi viljað ganga milli bols og höfuös á byltingarhreyfingunni i landinu, útrýma trúarvenjum og koma á hreinu marxisku kerfi. Þetta hafi Rússar talið óhyggilegt, eins og ástatt er I nágranna- löndunum og raunar i stórum hluta Sovétrikjanna sjálfra. Rússar hafi taliö hyggilegra aö fara fram meö meiri gætni og reyna að friöa landiö á þann hátt. Liklegt þykir, aö það sé aðaltilgangurinn meö hinni hernaöarlegu ihlutun þeirra. bað er ekki fullkomlega upp- lýst, hvort Rússar tóku beinan þátt i byltingunni, þegar Amin var steypt af stóli I skyndiá- hlaupi á stjórnarstöðvarnar i Kabúl fyrra fimmtudag. Upp- lýst er hins vegar, aö komiö hafi til nokkurra hernaöarlegra á- taka og eitthvert mannfall orö- ið. Strax eftir byltinguna var Amin dæmdur til dauöa og dómnum framfylgt. Siöar voru bróöir hans og frændi, sem voru háttsettir i hernum, dæmdir til dauða og teknir af lifi. Þótt Rússar hafi ekki tekið beinan þátt i byltingunni, er næsta liklegt, að hún hafi verið undirbúin i samráöi viö þá og aö v.y.vM Babrak Karmal búiö hafi veriö aö flytja rúss- neskan her á vettvang, svo aö hann gæti aöstoðaö hina nýju valdhafa, ef mótspyrna Amins og fylgismanna hans reyndist meiri en reiknaö var meö. HINN nýi forseti Afghanistan, Babrak Karmal, er fimmtugur að aldri og hefur veriö virkur þátttakandi i stjórnmálum um þrjátiu ára skeiö. Faöir hans var fylkisstjóri og heyröi til hinni gömlu valdastétt I Afghanistan. Karmal stundaöi fyrst nám viö skóla, sem Þjóð- verjar ráku i Kabúl, en siöan viö lagadeild háskólans þar. Laga- nám hans lengdist vegna þess, að hann var dæmdur i 5 ára fangelsi fyrir óleyfilega póli- tiska starfsemi, en hann hélt þvi áfram að fangelsisvistinni lokinni, og lauk lagaprófi. Fljótlega aö náminu loknu hófst Karmal handa um flokks- stofnun. Flokkur hans, Parc- ham-flokkurinn, náöi talsveröu fylgi, en hann haföi marxiska stefnuskrá. Ariö 1965 náöi Kar- mal kosningu .til þingsins og sat þar til 1972, en 1973 var konung- inum steypt af stóli, konung- dæmiö afnumiö og þingiö lagt niður. Þaö var frændi konungs, Muhammad Daoud, sem fram- kvæmdi þessa byltingu. Daoud var hlynntari Rússum en kon- ungurinn og létu þeir þessa breytingu þvi afskiptalausa. Ariö 1977 bannaöi Daoud alla pólitiska flokka 1 landinu. Þá var búiö aö stofna annan marx- iskan flokk, Khalq-flokkinn, sem þeir Taraki og Amin veittu forustu. Þaö varö samkomulag milli þeirra Tarakis, Amins og Karmals, aö þeir skyldu mót- mæla banninu meö þvi aö sam- eina flokka sina. 1 april 1978 fengu þeir félagar fréttir af þvi, aö Daoud ætlaöi aö láta fangelsa þá, og ákváöu þeir þá aö veröa fyrri til og gera byltingu. Hún tókst. Amin er talinn hafa ráöiö mestu um þetta, en hann var þó ekki tilnefndur forseti, heldur Taraki, sem Rússar höföu meiri mætur á. Karmal var tilnefndur varaforseti. Amin var þvi þó andvigur og fékk þvi litlu siðar til leiöar komiö, aö Karmal var geröur aö sendiherra i Prag. Þess vegna slapp hann i september siöastl., þegar Amin tók völdin I sinar hendur og Taraki missti llfiö. Amin lét strax kalla Karmal heim, en hann hlýddi ekki kalli og hefur siðan fariö huldu höföi. Amin tók sér völdin 1 óþökk Rússa, sem studdu Taraki. Þeir hafa nú launað honum lambiö gráa, en þaö getur átt eftir aö draga dilk á eftir sér. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.