Tíminn - 03.01.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.01.1980, Blaðsíða 16
Gagnkvæmt tryggingafélag AuglýsingadeHd | Tímans. 18300 FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantiö myndalista. Sendum í póstkröfu. SJÓNVAL v“m"rM mS iímjiííí: Fimmtudagur 3. janúar!980 suiifakis&Lamægíl Misj öfn áramót á landinu Eins og mánudagskvöld á Akureyri, en allt í bál og brand i Vestmannaeyjum FEI — Aramótin aö þessu sinni voru mjög misjöfnum allt land. Frekar rólegt var i Reykjavik en annasamt á öörum stööum á höfuöborgarsvæöinu. Aö sögn lögreglunnar i Hafnarfiröi var allt vitlaust hjá þeim á gamlárskvöld og gátu þeir ekki sinnt caium útköllum fram á nýársmorgun. Aöallega var um ölvun aö ræöa og fylgifiska hennar. Eitt alvarlegt um- feröarslys varöi Hafnarfiröi er ungur maöur keyröi á ljósa- staur um 5 leytiö á nýársmorg- un, á Reykjavikurvegi. Mun hann hafa lærbrotnaö á báöum fótum. 1 Kópavogi var einnig annasamt en aöeins einn maöur þurfti aö gista í fangageymslum lögreglunnar þar. Aö sögn lögreglunnar á Akur- eyri voru áramótin hjá þeim al- veg einstök eöa eins og hvert annaö mánudagskvöld. Mun ekkert útkall hafa komiö frá skemmtistööunum á Akureyri og enginn maöur var settur inn hjá þeim. 4 brennur voru á Akureyri og var nokkur umferö er tendraö var I þeim um 8 leytiö en siöan sást ekki maöur á götunum fram aö miönætti. „Aramótin ‘ hjá okkur voru þokkaleg”, sagöi lögreglan á isafiröi. Ekkert sérstakt mun hafa komiö upp á engin óhöpp entöluverö umferö var I bænum fram eftir nóttu og þurfti lög- reglan aö hafa afskipti af mjög fáum mönnum. Aö sögn lögreglunnar i Vest- mannaeyjum þá virtist ára- mótabrennivfniö fara illa i menn og fór allt f bál og brand eftir aö dansleikjum lauk á ný- ársnótt. Dansleikir voru á 5 stööum I Eyjum þá um nóttina og eftir þaö logaöi allur bærinn i heimilsófriöi og slags- málum. Gat lögreglan á engan hátt sinnt öllum útköllum þá um nóttina vegna fámennis. Aramótin á Suöurlandsundir- lendinuvorufrekar róleg en þar kviknaöi í á tveim stööum, I ibúöarhúsi á Selfossi og f gömlu húsi á Eyrarbakka. Aramótin á Austurlandi fóru einnig viöast friösamlega fram. 85 Is- lendingar fórust 1979 — banaslys fjölgaði um 6 frá 1978 FRI — Alls létust 85 Islendingar af slysförum áriö 1979, þar af 6 er- lendis. Hefur banaslysum fjölgaö um 6 frá árinu 1978, en þá létust 79 manns. Banaslys á Islandi I ár skiptast þannig aö i sjóslysum og drukknunum létust 27 (1 erl.), i umferðarslysum létust 27 (2 erl.), i flugslysum létust 2, og I ýmsum öörum slyslum létust 29 (3 erl.). Flestir létust I aprilmánuöi, eöa 14 (1 erl.), en fæst uröu banaslys- in i febrúar, eöa 2. Blað- burðar- böm óskast Háteigsvegur Flókagata Kaplaskjólsvegur Meistaravellir Einarsnes Túngata Garðastræti Hraunbær Tjarnargata Suðurgata. SÍMI 86300 Nokkur smáinn- brot um áramótin FRI— „Aramótin voru frekar ró- leg hjá okkur” sagöi Njöröur Snæhólm yfirlögregluþjónn hjá rannsóknarlögreglunni I samtali viö Timann” Þaö var nokkuö um smáinnbrot þessa daga en þjófarnir höföu frekar lltiö upp úr krafsinu.” Hinsvegar var brotist inn I flug- eldasölu I Breiðholti daginn fyrir gamlárskvöld og þaðan stoliö blysum og rakettum fyrir um 700.000 kr. Sá þjófnaður mun nú vera upplýstur. Sauðárkrókur: Réðust á lög- reglustöðina og kveiktu í henni Veruleg ærsl uröu á Sauöár- króki um áramótin, aö sögn fréttaritara blaösins, þegar unglingar fóru I flokkum um götur og dreiföu rusli út um allt og geröu auk þess aösúg aö lög- reglustöö bæjarins. Voru brotn- ar i stöðinni 8 rúöur og fleygt kinverjum og blysum inn i húsið. Lögreglumennirnir uröu aö flýja upp á efri hæð hússins og slökkviliö var kvatt til, en þarna munu hafa veriö á ferö hátt i hundraö unglinga. Slökkviliöiö slökkti í logandi blysum, sem oilu verulegum skemmdum og tjóni i húsinu. Veöur á Sauöárkróki var stillt og gott frá þvi fyrir hátlöir og vægt frost. Fjórum jólatrjám var komiö fyrir i bænum og aö vanda jólakrossi uppi á Brekku, sem staöiö hefur þar til mikillar prýöi undanfarin ár um jólin. Verslaö var mikiö fyrir jólin og margvislegar skemmtanir vel sóttar, svo sem barnaskemmt- anir og áramótadansleikir. Góðkirkjusókn var um jól og áramót og þann 30. desember var opnaö safnaöarheimili, sem er gamalttimburhús.sem keypt var fyrir 15 árum og nú er búiö að klæöa aö innan og gera hiö vistlegasta. Framkvæmdastjóri heimilisins er Sigurlaug Gunn- arsdóttir. Togararnir eru aö tinast út aö nýju. Sl. þriöjudag fór Skafti til veiöa, en Drangey i gær, og Hegranes fer eftir helgi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.