Tíminn - 23.01.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1980, Blaðsíða 2
 2 Miövikudagur 23. janúar 1980 Atvinnuástand i Reykjavík: MIKLU BETRA í ÁR Kás — Atvinnuástand I Reykja- vik er nú i byr jun þessa árs miklu betra en á sama tima i fyrra, ef marka má tölur um fjölda at- vinnulausra i borginni og þær bornar saman. 9. jan. 1980 voru t.d. 183 skráöir atvinnulausir i borginni, en256 á sama tima áriö 1979. 17. jan. voru 186 atvinnu- lausir í borginni, en voru 271 á sama tima i fyrra. Eins og sjámá af þessum tölum er svartsýni ástæöulaus i þessum efnum, sagöi Guömundur Þ. Jönsson, formaöur Atvinnumála- nefndar borgarinnar á siöasta fundi borgarstjórnar. Nefndi hann sem dæmi, aö núværienginn trésmiöur skráöur atvinnulaus i borginni, á meöan aö þeir heföu veriö 16 á skrá á sama tima i fyrra. Sömu sögu mætti segja um aöra iönaöar- menn. Sagöi Guömundur menn I byggingariönaöinum almennt bjartsýna um næg verkefni á sinu sviöi út veturinn. Frá fundi háskólakennara Gunnar G. Schram formaöur Félags háskólakennara Nýlega var haldinn aöalfundur Félags háskólakennara, en félagsmenn eru allir fastir kenn- arar viö Háskóla tslands, tæp- lega 300 talsins. Á fundinum var fjallaö um ýmis helstu mál sem eru á dag- skrá innan félagsins svo sem kjaramál og byggingu orlofs- heimilis. Ný stjórn var kjörin á aöalfundinum. Hana skipa: Gunnar G. Schram, forseti laga- deildar, formaöur, Jónas Hall- grimsson prófessor, varafor- maöur, Maria Jóhannsdóttir deildarritari, gjaldkeri, Guð- laugur Tryggvi Karlsson full- trúi, ritari og Jón Bragi Jónsson dósent, meöstjórnandi. Fulltrú- ar félagsins i Háskólaráði voru kjörnir þeir Arnór Hannibalsson lektor og Þorgeir Pálsson dó- sent. JSS — Ingi Hrafn Hauksson hefur opnaö sýningu i Studio 5 viö Skólastræti. Þar sýnir hann 28 vatns- litamyndir sem hann hefur unniö á sföasta ári. Ingi Hrafn hélt sýningu á verkum sfnum I aprfl I fyrra og sýndi þá relief-myndir en viöfangsefniö á þess- ari sýningu er Skúiptúr á vföavangi. Sýningin er opin frá 4-7 daglega en henni lýkur 3. febrúar. Enginn atvinnuleysisdagur í tíu kauptúnum 1979 JH — A siöast liönu ári var enginn maöur atvinnulaus svo mikið sem einn einasta dag i sumum kaupstöðum og kauptún- um landsins. Þessir staöir voru Eskifjöröur, Fáskrúðsfjöröur, Höfn I Hornafirði, Vik i Mýrdal, Hellissandur, Olafsvik, Þingeyri, Flateyri, Suöureyri og Súöavik. Afarfáir dagar féllu úr i Grindavik Sandgeröi, Borgar- nesi, Bolungarvik á Isafirði, Ólafsfiröi Egilsstööum, Reyöar- firöi og i Hrisey, og i fjöimörgum öörum byggöarlögum voru örfáir menn taldir atvinnulausir fáa mánuði ársins. Samt sem áður verður tala at- vinnuleysisdaga allhá.þegar þeir eru taldir saman á öllu landinu, alls 98.543. ErReykjavik þar efst á blaðinu meö 30.643 daga, enda langfjölmennust, og allnokkrir hinna stærri kaupstaöa eru á bil- inu 1.463 ti 7.507. I nokkrum fámennari byggöar- lögum hefur verið nokkurt tima-* bundiö atvinnuleysi og hefur Bakkagerbi i Borgarfiröi eystra oröið hlutfallslega verst úti i fyrravetur og siðan aftur tvo sið- ustu mánuði ársins. Fyrir utan hina stærri kaupstaði er ekkert byggöarlag, þar sem einhver hefur veriö atvinnulaus við skráningu alla mánuöi ársins nema Hella á Rangárvöllum, og á Hvolsvelli og i Þykkvabæ er ekki nema einn mánuöur alveg hreinn, þótt aldrei séu þar fleiri skráöir atvinnulausir en sjö á öörum staðnum, en fimm á hinum. Vinnmgar í happdrættisláni Dregiö hefur veriö I fimmta sinn i happdrættisláni rikissjóös vegna uppbyggingar þjóðvega- kerfisins frá árinu 1975 skulda- bréf merkt G. Einnar milljónar króna vinn- ingar féllu á 15422, 22402, 28908, 78760, 109107, 109336. Fimm hundruð þúsund komu á 37560, 77441, 91669, 145394 og 145472. Að auki eru margir hundrað þúsund króna vinningar og fjöldamargir tiu þúsund króna. Vinningshafar geta snúiö sér til banka og sparisjóða, hvar sem er álandinu, afhent þar skuldabréf- ið gegn kvittun og fengiö vinningsupphæöina slðan senda þangað. Einn margra starfshópa á leiklistarþinginu. Tryggvi. Lelklistarþlng f Reykjavlk: Tfmamynd:' Leiklistarmál- ónógur sómi sýndur Leiklistarþing var haldiö i Reykjavik á sunnudaginn og mánudaginn og stóöu aö þvi samtök fóiks I öllum þeim greinum, sem leiklist varöa. Var þaö kvatt saman aö tilhlut- un nefndar sem kosin var þvi til undirbúnings á siöasta leik- listar þingi. A þinginu fluttu'erindi þeir Gunnar Eyjólfsson og Eyvind- ur Erlendsson og fóru þar fram miklar umræður um aö- búnað leiklistar hér á landi. Telst svo til aö framlög rikis- ins til lista nemi 0,46% af rikis- útgjöldum, en það er miklu minna en gerist i nágranna- löndum okkar. Samþykktar voru á þinginu tuttugu og fjórar tillögur. Var þvi i fyrsta lagi mótmælt aö si- fellt skuli vera klipið af fjár- veitingum til menningarmála og ekki veitt fé til þess aö fram- kvæma leiklistarlögin og lögin um Þjóöleikhúsiö. Þess var farið á leit aö framlög rikisins til sjálfstæöra leikhópa yrðu aukin til muna og má þar til dæmis nefna aö Alþýöuleik- húsiö sem hefur mikla aösókn hefur oröiö hart úti. Einnig var þvi beint til borgaryfirvalda i Reykjavik og á Akureyri aö auka fjárveitingar til Leik- félags Reykjavikur og Leik- félags Akureyrar. Skorað var á samgöngu- ráðherra að beita sér fyrir þvi, að Sigtún viö Austurvöll veröi aftur nýtt til leiklistarstarf- semi og menntamálaráðherra aö láta Alþýöuleikhúsinu þar í té húsnæöi til æfinga og sýninga þann tima sem mötuneyti simamanna starfar ekki. Þáfór leiklis tar þingiö þes s á leit aö hlutfall islenskra leik- rita i hljóövarpi veröi aukið s vo aö þaö nemi 50% og sjónvarpi veröi gert kleift að standa viö þá stefnumörkun útvarpsráös aö ekki verði tekið upp minna af islenskum sjónleikjum á ári en sem svarar átta klukkustunda sýningartima. Einnig var fjallað um fjár- hagsgrundvöll islenska dans- flokksins, fyrirhugaö borgar- leikhús, námskeiö og endur- menntun listamanna og tækni- manna leikhúsa, leiklistar- menntun, barnaleikhús og fleira. Herstöövaandstæöingar á Akureyri: Mótmæla innrásinni í Afganistan Akureyrardeild Samtaka her- stöövarandstæðinga hefur sent frá sér álytkun vegna innrásar Sovétmanna i Afganistan. Segir þar að deildin fordæmi innrásina og afskipti Sovétmanna af innan- rikismálum i Afganistan. Innrás- inséótviræð opinberuná sovéskri heimsvaldastefnu. Þá er varað við tilraunum her- stöðvasinna til að nýta sér innrás- ina I Afganistan, sem rök fyrir á- framahldandi hersetu Banda- rikjamanna á Islandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.