Tíminn - 23.01.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.01.1980, Blaðsíða 11
Miövikudagur 23. janúar 1980 ÍÞRÓTTIR IÞROTTIR n Góðir sigrar bjá Forest og Swindon Clemence niður- brotinn maður — eftir að dæmd var á hann vftaspyrna á elleftu stundu, sem tryggði Forest sigur 1:0 ★ Swindon lagði Úlfana að velli 2:1 i gærkveldi Enski landsliösmarkvöröurinn Ray Clemence var niöurbrotinn maöur, þegar hann gekk út af City Ground i Nottingham i gær- kvöldi — studdur af félaga sinum Alan Hansen. 43.252 áhorfendur sáu sögulegan endi á fyrri leik Nottingham Forest og Liverpool i undanúrslitum deildarbikarsins þviaö þegar 35 sek. voru búnar af venjulegum leiktlma, var dæmd vitaspyrna á Clemence, fyrir aö fella Garry Birtles viö markteig — og Skotinn John Robertson skoraöi örugglega úr vitaspyrn- unni sigurmark (1:0) Forest og sitt þriöja mark i deildarbikar- keppninni. Þetta var sorglegur endir fyrir Liverpool, sem haföi leikið mjög vel og átti skilið sigur frekar en Forest. Leikurinn var geysilegur bar- áttuleikur og mjög vel leikinn — og Peter Shilton var hetja Forest, þvi aö hann varði fjórum sinnum snilldarlega i leiknum. Liverpool sótti i byrjun — með Kenny Dal- glish fremstan i flokki. Graham Souness átti þrumuskot aö marki Forest á 7. min. leiksins, sem skall á stönginni og stuttu siðar varði Shilton meistaralega frá Terry McDermott. 1 byrjun seinni hálfleiksins brunuðu leikmenn Liverpool sem léku I hvftum peysum og bláum buxum, að marki Forest og átti Ray Kennedy þá snilldarsendingu til Kenny Dalglish sem var i dauðafæri — en Peter Shilton varði meistaralega skot hans. Heppnin var ekki með Dalglish — hann hefur leikið 9 leiki með Liverpool gegn Forest og aldrei skorað mark i þeim. Forest fékk sitt besta mark- tækifæri á 50 min. þegar John Robertsson átti sendingu til Tre- vor Francis sem komst á auðan sjó — Clemence kom út á móti Francis sem vippaði knettinum yfir hann og einnig yfir slá. Peter Shilton sem lék sinn 150 leik með Forest varði snilldar- lega skot frá Jimmy Case á 67. min., með þvi að slá knöttinn yfir slá. Aftur sýndi Shilton snilldar- takt á 73. min., þegar hann varði frá Kenny Dalglish — knötturinn hrökk til David Johnson sem sendi góða sendingu til Dalglish sem skallaði glæsilega að marki Arsenal hefði ekki farið til Rússlands Arsenal heföi dregiö sig út úr Evrópukeppni bikarhafa I knatt- spyrnu, ef félagiö heföi dregist gegn Dinamo Moskvu I 8-liöa úr- slitum Evrópukeppni bikarhafa i knattspyrnu — félagiö hefði ekki farið tU Rússlands. Þetta kom fram I gær I London. Forest, en knötturinn strauk stöngina að utanverðu. Það voru leikmenn Forest sem voru meira i sókn i seinni hálf- leiknum, en þeir Phil Thompson og Alan Hansen léku snilldarlega I vörninni hjá Liverpool. Undir lok leiksins fóru leikmenn Liver- pool sér að engu óðslega, greini- lega ánægðir með jafntefli — en áfallið kom 40 sek. áður en dómarinn flautaði leikinn af. Vitaspyrnan var þá dæmd á Clemence, eins og fyrr segir. Liðin sem léku i gærkvöldi — ENSKA KNATTSPYRNAN voru skipuð þessum leikmönn- um: FOREST: — Shilton, F. Gary, Anderson, Lloyd, Needham (lék fyrir Kenny Burns sem var vara- maður), Boyer O’Neill, McGoven, Trevor Francis, Ro- bertson og Birtles. LIVERPOOL: — Clemence, Neal, A. Kennedy, Hanson, Thompson, R. Kennedy, McDer- mott, Souness, Case, Johnson og Dalglish. Swindon lagði tJlfana Það var einnig sögulegur endir á leik Swindon og Wolves á County Ground, þar sem 15 þús. áhorfendur sáu hinn undanúr- Framhald a bis. 15 JOHN ROBERTSON RAY CLEMENCE Óvíst hvort Þorsteinn leiki gegn Arsenal... — þar sem nýjar reglur i sambandi við Evrópukeppnina hafa tekið gildi i ÞORSTEINN ÓLAFSSON. Þaö er óvist hvort aö Þorsteinn Ólafsson, landsliðsmarkvöröur I knattspyrnu, fái aö leika meö IFK Gautaborg gegn Arsenai I 8- liöa úrslitum Evrópukeppni bikarhafa, þar sem nýjar reglur um þátttöku leikmanna i Evrópukeppni tóku gildi I janúar. Sænska blaöiö „Aftonbladet” segir þaö sé ekki öruggt aö Þor- steinn fái aö leika meö, en þó séu miklar likur fyrir þvi — forráöa- menn Gautaborgarliösins eru nú aö kanna þaö mál. Mikiö hefur veriö rætt um komu Þorsteins til IFK Gauta- borg I sænskum blöðum og einnig hefur félagiöverið i sviðsljósinu, þar sem það er enn i Evrópu- keppninni. Félagið undirbýr sig vel fyrir keppnina og fara leik- menn liðslns I viku æfingarbúðir til Por túgals 9. febrúar. Þá hefur verið ákveðið að IFK Gautaborg Aðsókn áhorfenda á knattspymuleiki: 35.3% aukning í 1. deildarkeppninni Mesta aukningin í Eyjum, en Skagamenn með flesta áhorfendur að meðaltali á leik Aösókn áhorfenda á knatt- spyrnuleiki jókst verulega sl. sumar og var aukningin 35.3% I leikjum i 1. deildarkeppninni frá 1978. Aukningin var mest i' Vestmannaeyjum, eöa 48.9% — þar komu 730 áhorfendur á meöaltali á leiki Eyjamanna. 32.2% aukning var á leikjum i Reykjavlk, en þar komu aö meðaltali 1.037 áhorfendur á leiki Reykjavlkurfélaganna. Flestir áhorfendur sóttu leiki Skagamanna eða 1.062 að meðaltali á leiki þeirra. Hafnarf jörður var með 1978 Reykjavík 36 leikir 21.353 6.-864 28.217 784 Akranes 9 5.356 2.018 7.374 819 Akureyri 9 5.133 1.976 7.109 790 Hafnarfjörður 9 2.429 817 3.246 361 Keflavík 9 3.837 1:971 5.808 545 Kópavogur 9 - 3.596 1.447 5.043 560 Vestmannaeyjar 9 3.989 420 4.409 490 90 leikir 45.693 15.513 61.206 680 1979 46 leikir 37.005 10.713 47.718 1.037 + 32,2% 9 7.138 2.418 9.556 1.062 + 29,7% Akureyri 9 5.564 1.939 7.503 834 + 5,6% Hafnarfj örður 9 2.172 579 2.751 306 Keflavík 9 5.497 1.888 7.385 821 Vestmannaeyjar 9 5.752 821 6.573 730 1 2.443 727 92 leikir 65.571 19.085 84.656 920 + 35,3% minnstan áhorfendaf jöldann — 306 áhorfendur komu aö meðaltali á leiki Hauka i 1. deildarkeppninni, en 1978 komu að meöaltali 361 áhorf- andi á leik FH I 1. deildar- keppninni. Einn leikur Reykjavikurlið- anna var leikinn i Kópavogi — leikur Vals og KR og komu 3.170 áhorfendur á þann leik, sem er mjöggott, þegar miðaö er við að 5.043 áhorfendur komu til að sjá 9 leiki Breiða- bliks i Kópavogi 1978, eöa að- eins 1.873 áhorfendum fleiri en komu á leik Vals og KR. Hér til hliðar er yfirlit yfir aðsókn á leikjum í 1. deildar- keppninni 1978 og 1979 — fyrstu tölurnar sina hvað margir leikir voru leiknir á stöðunum, siðan hvað margir fullorðnir greiddu aðgang að leikjum, þá börn og slðan samanlagður áhorfendafjöldi. Þá kemur meðaltal á leik og siðast aukning á hinum ýmsu stööum frá 1978. —SOS fari nokkrar dagsferðir til Englands, til að leika æfingaleiki þar viö ensk lið. Veröi þá fariö frá Svíþjóð að morgni og komið aftur aö kvöldi. Teitur áfram hjá öster TEITUR ÞÓRÐARSON.. mun leika áfram með sænska liðinu öster, en um tima benti allt til að Teitur færi frá félaginu — til V- Þýskalands, Belgiu eða Hollands. Teitur fór fyrir ára- mót til v-þýska liösins Werder Bremen til að æfa meö félaginu og kynna sér aðstöður i Bremen. Ekkert varð úr samningum, þar sem öster vildi fá hátt verð fyrir Teit, sem forráðamenn Werder Bremen féllust ekki á. —SOS Þriú sænsk liö haía áhuga á Ragnari... Advidaberg er komið inn I dæmið Allt bendir til aö Ragnar Mar- geirsson hinn efnilegi leikmaöur Keflvikinga, gerist leikmaöur hjá IFK Gautaborg, en hann kann mjög vel viö sig hjá félaginu, þar sem hann hefur verið viö æfingar I viku tlma. Þrjú lið I Sviþjóð hafa áhuga á að fá Ragnari herbúðir slnar — IFK Gautaborg og Atvidaberg, sem leika i „Allsvenskan” og AIK Stokkhólm, sem féll niður i' 2. deild sl. keppnistlmabil en þess má geta aö Valsmaðurinn Höröur Hilmarsson mun ræða við for- ráðamenn félagsins um næstu helgi og æfa með þvl i viku tima. Ragnar vill ekki binda sig félagi, nema að hann fái örugg- lega að leika meö þvi og mun hann ræöa endanlega við forráða- menn IFK Gautaborg um næstu helgi. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.