Tíminn - 27.01.1980, Blaðsíða 18

Tíminn - 27.01.1980, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 27. janúar 1980 „Kosningar œttu að vera persónu- bundnari” — segir Kristin Mantyla skrifstofustjóri hjá ASÍ „t'rslit alþingiskosninganna voru sorgleg og það litur út fyrir að konur cigi talsvert erfitt upp- dráttar innan flokkanna. i Finn- landi, þar sem ég þekki vel til mála, er allt annað uppi á ten- ingnum og býst ég við, að kosningafyrirkomulagið eigi mikinn þátt i velgengni finnskra kvenna. Kosningarnar eru per- sónubundnar og kjósandinn getur haft endaskipti á listanum, ef lionum býður svo við að horfa. „Lagasetning gæti haft þveröfug áhrif á konur” betta sagði Kristln Mantyla skrifstofustjóri hjá Alþýðusam- bandi tslands. Kristin sagðist vera alveg mótfallin þvi að lög- binda setu kvenna á Alþingi. „Mér finnst það ekki leysa vand- ann á réttan hátt. Þá yrði að halda áfram og setja öðrum starfsgreinum sama hlutfall með tilliti til kynja. Égheld jafnvel að það þýddi ekkert að setja slfk lög timabundið og þau gætu haft þveröfug áhrif á konur, sem ætla sér að brjótast áfram af eigin rammleik. En hvar stöðvast konur á leið sinni? Ég er nú þeirrar skoðunar, að konur séu vanar að vantreysta sér og þær vantar hörkuna til að berjast. Eiginmaður og börn standa ekki alltaf i veginum nema siður sé. Það er oft konan sjálf, sem tekur þá ákvörðun, að starfa ekki að stjórnmálum, — vill ekki leggjaþað áheimilið eins og sagt er. Það er fleira sem stöðvarkonur. Framhleypin kona þykir hlægilegri en framhleypinn karl. Og auk þess þurfa konur að hafa mikla yfirburði yfir þá menn, sem þær keppa við. Karl- maðurinn getur látið sér nægja meðalgreind, en konan þarfnast hvorki meira né minna en af- buröahæfileika. Þegar kona stendur uppi ein, sem fyrirvinna heimilis er það ekki talið nema sjálfsagt og hún fær sjaldan hrós. Hins vegar eru sömu aðstæður hjá karlmanni metnar á allt ann- an hátt og þar er karlinn allt i einu veikari aðilinn, sem á það skilið að eftir honum sé tekið. Samt erkonan ævinlega ver laun- uð. „Karlaríkið er mikið í verkalýðs- hreyfingunni” En getur verkalýðshreyfingin ekki gengið á undan og breytt rikjandi viðhorfi? Karlarikið er svo mikið i hreyfingunni og i kjarabaráttunni almennt. Störf kvenna á vinnu- markaðinum eru vanmetin. Stundum gæti maður imyndað sér, að karlmennirnir I verka- lýöshreyfingunni ættu engin börn. Þeim er ekki gjarnt að lita á dag- vistunarheimili eða barnsburðar- leyfi sem kjarabót, heldur aðeins sem bleika pakka með slaufu. Þeir hafa einhvern veginn tekið það i sig, að barnsburðarleyfi sé kvennamál og engin hagsbót fyrir þá. Vilja frekar fleiri krónur i launaumslögunum. Þetta er ein- kennileg afstaða og mér finnst konur i verkalýðsfélögunum ekki leggja nógu rika áherslu á þessi mál. Heföir þú tima til þess að sinna stjórnmálum? Ég hefði tima til þess aö sitja á þingi af þvi að strákurinn minn er það uppkominn og við hjálpumst Kristln Mantyla skrifstofústjóri að á heimilinu. Þessi vinna min hérhjá ASI er krefjandi og tfma- frekog ég ætti eins að geta setið á þingi. En ég hefði ekki tima til þess að berjast fyrir sjálfa mig meö vinnunni. — Og svo verður maður að hafa geysilegan áhuga og vissu fyrir því að vera ómiss- andi til að leggja Ut i slika bar- áttu. Við töluðum um finnskar konur i upphafi. Er ef til vill betur búið aö fjölskyldum Uti I Finnlandi en hér er? Ég held að óhætt sé að fúllyröa það. Kvenréttindahreyfingin finnska er með þeim elstu i Evrópu og hún hefur náttúrlega barist fyrir fjölskyldumálum. Þess vegna hafa konur i Finn- landi verið svo virkar sem raun ber vitni. Barnsburðarleyfi er minnst sex mánuðir og geta for- eldrar skipt þvi með sér. Þórhallur Jóhannesson prentari. ,,Ég vildi aö sjálfsögöu hafa miklu fleiri konur inni á þingi en nú er, en hvað skal gera? Konur hafa ekki fvlgt fram þcirri sókn, sem þær hófu fvrir u.þ.b. tiu ár- um og það veröa fáir karlntenn til þess aö berjast fyrir þær, sagði Þórhallur Jóhannesson prentari i Prentsmiöjunni Grafik hf. ..Þegar ég tala um sókn, þá á ég við, aö konur hafa gert töluvert i þvi að mennta sig og komast út á vinnumarkaöinn, en þær virðast ekki almennt vilja axla þá á- byrgö, sem stjórnunarstörfum er samfara.” „Leiðast fordómar gagn- vart heima- vinnandi húsmœðrum” „Þetta áhugaleysi konunnar á stjórnun og ábyrgðarstöðum hefúr leitt til þess, að karlar hafa algjörlega náð völdum i þjóð- félaginu og gegna aðalembættun- „Hrein uppgjöf að grípa inn í með lagaboði” — segir Þórhallur Jóhannesson prentari unt. Það er slæmt. En ég álit, að alrangt sé að skipa konum með lögum að taka að sér stjórnunar- störf. jafnvel þótt sú hugmvnd þyki ekki fráleit á hinum Norður- löndunum. Konur verða að bera ábvrgð á eigin áhugaleysi. Það er hrein uppgjöf að reyna að gripa þarna inn i með lagaboði. 1 mi'num augum er jafnrétti teygjanlegt hugtak og ég tel það ekkert skilyrði jafnréttis, að kon- an sé útiá vinnumarkaðinum eins og kallað er. Kona. sem stjórnar heimili sinu vel. gerir þjóðfélag- inu eins mikið gagn, ef ekki meira en sú, sem sæti á i stjórnum og ráðum. Af þessum orðum minum má ráða. að mér leiðast þeir for- domar, sem oft koma fram i jafn- réttisumræðu gagnvart heima- vinnandi húsmæðrum Þar er tal- að um „fórn konunnar'' m.a., sem hangi yfir krökkum allan daginn. En ég vil meina, að karl- ar. sem fara allan daginn út af heimilum sfnum og sjá börnin kannski ekki nema sofandi, þeir fórni sér. Þetta breytir þvi ekki, að konur þurfa hvatningu og það þarf að auðvelda þeim konum baráttuna, sem vilja virkja hæfileika sina beint i þágu heildarinnar. Mér þykireinnig mjög mikilvægt, að allir hafi möguleika á barna- heimilum, þviað þau eru forsend- an fyrir þvi, að konur komist út af heimilunum og fáir eiga ættingja eða aðra, sem geta gætt barn- anna. ileföiiðþiö hjónin tima I stjórn- in ál eins og er? Og gætiröu lýst heimilisástæðum? Konan min, Anna Halldóra Þórðardóttir. er i Hjúkrunarskóla Islands og þar er mikill hluti námsins vinna, sem unnin er á vöktum. Börnin eru eins árs og fimm ára. Yngra barnið er hjá móður minni á daginn, en það eldra i leikskóla. Ég held, að við Þátttaka kvenna í stjórnmálum hjálpumst sanngjarnt að á heim- ilinu, en konan min hefur meira með yngra barnið að gera. Að- stæður eru það erfiðar að öllu leyti, að ég sé ekki stjórnmála- starf inni i myndinni fyrir hvor- ugt okkar. Ég er ekki að segja að ég sakni þess, þvi að stjórnmál eru ekki freistandi fyrir alia.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.