Tíminn - 27.01.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.01.1980, Blaðsíða 16
16 Sunnudagur 27. janúar 1980 „Konureru einfald- lega ekki tilbúnar” — segir Hrefna Kristmannsdóttir jarðfrœðingur „Það var von, að illa færi. Kon- ur voru svo neðarlega á listum, sagði Hrefna Kristmannsdóttir deildarstjóri hjá Orkustofnun. „Konur þyrftu að skipa a.m.k. helming þingliðs. En þessi úrslit gera ekki annað en endurspegla ástandið hvað varðar þátttöku kvenna i félagsstörfum og i ábyrgðarstörfum I stofnunum.SU þátttaka er mjög litil. „Verða að bíða eftir næstu kynslÓð” En hvers vegna? Ég held, að ástæðan fyrir þvi, hvað konur eiga erfitt með að beita sér i félagsstörfum sé sú, að þær fá enga hvatningu sem ung- lingar. Og þegar stjórnmála- flokkarnir vilja „taka til þeirra” eru þær einfaldlega ekki tilbúnar. Flestir stjórnmálaflokkar vilja fá konur nú,en ég held, að þeir verði að biða eftir næstu kynslóð. Það verður að ala upp heila kynslóð kvenna sem fengi frá upphafi jafn mikla hvatningu á félagssviði og karlar fá. Þetta er ein af ástæðun- um. önnur er sú, að konur bera almennt meiri ábyrgð á heimil- unum enkarlar og þær erudregn- ar til ábyrgðar ef eitthvað fer úr- skeiðis á þeim vigstöðvum. Ég tel það algjört neyöarúr- ræði, þegar verið er aö tala um að lögbinda setu kvenna á Alþingi, en gæti komið til greina ef önnur úrræði þrytur til að jafna metin. Best væri auðvitaö að hér yrði um þróun að ræða. „Minni vinnuskylda fyrir foreldra með ung börn” Detta þér einhver úrræði i hug til þessað flýta fyrir þeirri þróun aö konur kæmust meira til félags- starfa? Það mættifaraað halda meira á lofti þeirri skoðun að foreldrar ungra barna hefðu minni vinnu- skyldu en nú er, en héldu samt jöfnum réttindum á við aðra. Helst ætti að reyna að fá það fram, aðforeldrar.sem ættu börn innan fimm ára aldurs ynnu 2/3 hvort, þannig að barniö þyrfti að- eins hálfsdagsgæslu. Einnig þarf að breyta al- menningsálitinu. Konur i at- vinnulifinu fá oft að finna fyrir þvi ef þær vinna mikla yfirvinnu eða taka á sig ferðalög. Ég hef t.d. i mi'nu starfi þurft að fara út á land og dvelja þar i nokkra daga. Þá er ég iðulega spurð að þvi, hver passi börnin min. Karl- mennirnir sem með mér eru, fá ekki yfir sig slikar spurningar. Það er bara gert ráð fyrir, að konan þeirra sjái um barna- gæsluna. 1 þessu sambandi þykir Mér datt í hug, þegar ég var að skakklappast á háu hælunum i Síðumúla og nágrenni í leit að fólki, sem vildi tala við mig um konur og kvenréttindi, að þarna væri skýringin komin á því, hvers vegna konur sæktu svo lítið í stjórnunarstörf: Þær komast bara ekki á staðinn vegna háu hælanna, — eru bundnar í báða skó eins og sagt er. Þetta er nú vist kallað að fara frjálslega með hugtök, en þau sem ég ræddi við fara ekkert frjálslega með stað- reyndir. Og vonandi skýrist staða konunnar í þjóðfélag- inu á þessum síðum. Spurningarnar, sem gengið var út frá voru um álit á úr- slitum alþingiskosninganna 1979, hvað gera mætti til úr- bóta og síðan var spurt um persónulega hagi. Fl Hrefna Kristmannsdóttir jaröfræöingur. mikið tiltökumál, ef karlmaður getur hugsað einn um börnin sin i nokkra daga, en fyrir konuna er það sjálfsagt. Þaö væri gaman aö fá aö vita nánar um fjöiskylduhagi og dag- lega lifiö? Já. Maöurinn minn er Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur og við eigum tvö börn, 9 ára og fimm ara. Daglega lifið er nokkuð i föstum skorðum fyrir okkur öll. Stelpan, eldra barnið er ein heima á morgnana, nema hvað hún fer tvisvar i viku i aukatima að morgninum. Pabbi hennar kemur svo i hádeginu og gefur henni að borða og kemur henni i skólann. Eftir skólatima er hún svo i gæslu hjá ættingja, þar til Þorvaldur Ragnar Guömundsson verkstjóri „Konurn er ekki haldið mðri i stjórnmála- flokkunum ” — segir Þorvaldur Ragnar Guðmundsson, verkstjóri „Eg er ekki ánægöur meö úrslitin fyrir hönd kvenna. Þaö er fljótsagt. sagöi Þorvaldur Ragnar Guömundsson verkstjóri hjá Runtal-ofnum hf. Konur eiga erindi á Alþingi ekki siöur en karlar og hafa eins mikiö og þeir til þjóömálanna aö leggja. Þær hafa og mun meira vit á ýmsum málum, mennta- og fræöslumál- um t.d. og fjármálum ekki hvað sist. „Alltaf sömu konurnar, sem koma á fundi” En þó að ég vilji konur inn á þing, þá get ég ekki verið meðmæltur lögbindingunni, sem farið er að brydda upp á. Konur verða sjálfar að finna, að þær þurfa að ná meira valdi á lög- gjafarsamkomunni. Skjótustu völdunum næðu konur sjálfsagt með þvi að bjóöa fram kvenna- lista og sameinast um hann. Ég hugsa að margir karlmenn myndu styðja þær i þvi. Slikur listi væri lýöræðislegasta leiðin. Þú ert þar meö aö segja, að konur eigi sér ekki viöreisnar von innan hinna heföbundnu stjórnmálaf lokka? Nei, alls ekki. Stjórnmálaflokk- ar hafahverum sig sitt andlit, en þeir halda konum ekki niðri. Það veit ég af eigin raun, þvi aö ég starfa i' stjórnmálafélagi i Kópavogi. Þátttaka þeirraá þingi endurspeglar þátttöku þeirra i stjórnmálaflokkunum. Það er ekki verið að hlunnfara kvenfólk, en það kærir sig siöur um að starfa i pólitik. Min reynsla er, að áfundi koma alltaf sömu konurn- ar og á aöalfundinum var aðeins ein kona. Þetta er ekki spurning um að geta heldur að vilja. Þær eiga oft ekki heimangengt. En ég hef tekið eftir þvi, að þær, sem þó hafa starfað vel, reyna að komast hjá þvi að gegna ábyrgðarstöðum og vera i forystusveit. Þetta er slæmt, þvi að kvenfólk er oft betur gefið en samferðarmenn þeirra og vinna samviskusam- lega allt sem þær fá i hendur. „Þær eru ekki eins frama- gjarnar og við” Ef þú talar um að konur eigi oft ekki heimangengt. Vantar þær ekki einmitt alla hvatningu aö heiman? Ég held ekki, að karlmenn standi i vegi fyrir þvi, að konur þeirra eigi sina fritima frá heimilinu til þess að sinna félags- störfum. Það er alla vega ekki svo i minu umhverfi. Ég veit meira að segja af mörgum, sem hafa reynt að ýta konum sinum út i félagslif og stjórnmálalif meö litlum árangri. Konur eru ekki eins framagjarnar og karlmenn. Við getum ekki neytt neinn til þessaðvera i forystu, hvorki karl né konu. Þegar ég sigldi til Rússlands fyrr á árum var algengt að sjá konur i forsvari i bæjarfélögum, en Sovétmenn búa ekki við lýðræði, þannig að erfitt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.