Tíminn - 27.01.1980, Blaðsíða 27
Sunnudagur 27. janúar 1980
27
Heit frétt gerð
að þriller i ■>.
Stjörnubió:
Kjarnaleiðsla til Kina/ The
China Syndrome
Leikstjóri James Bridges
Aðalhlutverk Jack Lemmon,
Jane Fonda og Michael Douglas
Margir muna e.t.v. eftir
Harrisburg-slysinu, þegar bilun
'varð I Harrisburg kjarnorku-
Iverinu i Three mile island i
Bandarikjunum. Þessi mynd
fjallar um svipaðan atburð og
hún kom einmitt á markaðinn á
svipuðum tima og vakti mikla
athygli.
) Sjónvarpsfréttakonan Wells
I(Fonda) er að kynna sér starf-
semi Ventana-kjarnorkuversins
I Kaliforniu er óvæntur atburður
gerist i verinu er setur ótta að
starfsmönnunum. Kvikmynda-
tökumaðurinn Adams (Dou-
glas) festir atburðinn á filmu án
þess að eftir þvi sé tekið.
Er þau koma aftur i sjónvarp-
stöðina þá neitar yfirmaður
þeirra að birta myndina og ber
þvi við að það gæti kostað
stöðina mikið málaþras og
skaðabótakröfur. Adams sættir
sig ekki við þetta og fer með
filmuna til sérfræðings til að fá
úr þvi skoriö hvað hafi gerst i
kjarnorkuverinu. Verkstjóri I
kjarnorkuverinu kemst á snoðir
um að ekki hafi allt verið með
felldu við byggingu kjarnorku-
versins á sama tima.
Eigendum kjarnorkuversins
er umhugað að framleiðsla
verði hafin sem fyrst og koma á
málamyndarannsókn á at-
burðinum. Verkstjórinn gerir
sérgrein fyrir þvi að kjarnorku-
verið er stórhættulegt og hann
yfirtekur stjórnstöð þess. Hann
vill siðan veita Wells viðtal um
álit sitt á öryggi kjarnorkuvers-
ins.
Gley mdur
hæfileika-
maður ...
Myndin dregur nafn sitt af þvi
að sú kenning er til að ef kjarni i
svona orkuveri ofhitnar þá gæti
hann brætt sig i gegnum jörðina
og komiö upp hinum megin,
þ.e.a.s. i Kina.
Umfjöllunarefni myndarinn-
ar er mjög þarft nú á timum
aukinnar kjarnorkunotkunar.
Harrisburg-slysið benti okkur á
hættu þá er getur stafað af
kjarnorkuverum og þá gætni er
verður að viðhafa áður en
kjarnorkuver eru talin örugg.
Að þessu slepptu er myndin
vel leikinn þriller og gamla
kempan Lemmon fékk verðlaun
á Cannes 1979 fyrir leik sinn i
þessari mynd.
Jane Fonda átti erfitt upp-
dráttar á fyrri hluta áttunda
áratugarins á kvikmynda-
sviðinu vegna pólitiskra
skoðana sinna. Þetta hefur þó
í skoðunarferð um kjarnorkuverið
breytst á siðustu árum, sem
betur fer og hún hefur sýnt það
að hún á heima i fremstu röð
leikara. Túlkun hennar á sjón-
varpsfréttakonunni er sannfær-
andi og hún virkar áhrifamikil i
þessu hlutverki.
Douglas er ekki verri leikari
en faðir hans Kirk Douglas og
leikur hans er hnökralaus.
Þrátt fyrir það einvala lið sem
stendur að þessari mynd þá
virkar hún ekki nógu grfpandi
að minu áliti og að umfjöllunar-
efninu slepptu þá stendur eftir
velgerður þriller hvorki betri né
verri en aðrir slikir. Það er þvi
vel þess virði að eyða kvöld-
stund i Stjörnubió á næstunni.
Friðrik Indriðason
I
Ein af forvitnilegri frumsýn-
ingum siðasta árs var án vafa
sýning myndar Bob Fosses, All
That Jazz, sem frumsýnd var i
New York I desember. All That
Jazz er fyrsta mynd Fosse í 5 ár
eða allt frá gerð Lenny árið
1974. t tilefni þess og einnig
vegna þess að Bob Fosse er
gleymdur hæfileikamaður, er
rétt að verja Kvikmyndahorn-
inu I að segja frá Bob Fosse og
hinni nýju mynd hans. Það er
rétt að geta þess aö stuðst er við
grein um hann i American Film
(desember ’79j
Bob Fosse er fæddur 1927 i
Chicago. Faðir hans var
skemmtikraftur og hafði hann
mikil áhrif á val Fosses á ævi-
starfi. Hann fékk snemma
áhuga á dans og á unglingsárum
sinum gerði hann allt til að likj-
ast Fred Astaire. Eftir að Fosse
kom úr sjóhernum 1946 fékk
hann vinnu við hina ýmsu dans
og söngleiki ogeftir misheppnað
hjónaband giftist hann dansar-
anum Joan McCracken. Hún
var mörgum árum eldri en
Fosse, en henni tókst þó að
breyta lifi hans. Hún benti hon-
um á að hætta að reyna að verða
Bob Fosse og
myndir hans:
dansari og snúa sér að ,,stú-
dera” dans, hreyfingu, leik,
ræðu og tónlist. Árið 1954 byrj-
aði Fosse að stjórna og útfæra
dans i' kvikmyndum og á Broad-
way, en um svipað leyti lést
kona hans.
Fyrsta kvikmyndin sem
Fosse leikstýrði og ,,koreograf-
aði” (vöntun á islensku orði yfir
stjórn og útfærslu á dans) var
Sweet Charity (’68) sem sýnd
var i sjónvarpinu siðastliðið
haust. Myndin olli Fosse von-
brigðum. Hann taldi sig eiga
eftir að fullgera hana, en Uni-
versal fyrirtækið hlustaði ekki á
hann og setti myndina á mark-
að. Þótt myndin sé ekki mjög
góð, þá má sjá greinilega hæfi-
leika Fosse til útfærslu dansatr-
iða. Siðan 1968 hefur Fosseleik-
stýrt og „koreografað” öll sfn
verk, hvort sem er á tjaldinu
eða á sviði.
Fosse segir sjálfur: „Mistök-
in með Sweet Charity fórusann-
arlega i taugarnar á mér,
vegna þess að ég er hrifinn af
leikstjórn. Ég elska kvik-
myndavelina, hreyfingar henn-
ar og s jónarhorn. Ég hef útfært
dansa i svo mörg ár, að myndir
og myndsmiðar eru mér mikil-
vægar. Ég afþakkaði leikrit á
Broadway, vegna þess að mig
langaði til að leikstýra annarri
mynd, til þess að sanna að ég
gæti gert það.”
Fossefékk mynd við sitt hæfi,
en það var Cabaret 1972. Með
Cabaret gerði Fosse nýja teg-
und söngvamyndar. Söngva-
myndir, sem voru vinsælar á 4.
og 5. áratugnum, voru komnar
úr tisku. Carbaret er meira en
söngvamynd. Húner eins konar
menntamannasöngvamynd, þar
sem undirtónninn er fall Weim-
ar-lýðveldisins, uppgangur
Nasista, kynvilla: framagirni,
ánægja og sorg fólksins sem
kemur við sögu. Velgengni
Cabaret leiddi til þess aö Fosse
gat gert mun merkilegraog list-
rænna verk en áður, Lenny.
Fosse segir að hann hafi vilj-
aðgera kvikmynd um Lenny og
sýna með henni að Lenny hafi
ekki verið sjúkur grinisti fullur
af mótsögnum, heldur að hann
hafi verið snillingur langt á und-
an sinni samtið. Það er óhætt að
segja,að Fosse hafi tekist þetta
ætlunarverk sitt ogermértil efs
að jafn sterk mynd og Lenny er
hafi verið framleidd i Banda-
rikjunum á þessum áratug.
(Framhld verðurnæsta sunnu-
dag og þá verður fjallað nánar
um Fosse sjálfan og nýjustu
mynd hans),
örn Þórisson
KVIKMYNDAIHORNIÐ
1
Skipstjórar - Útgerðarmenn!
Útvegum með stuttum fyrirvara:
Rafala, Rafmótora/ Straumbreyta og Loftblásara frá:
24 — 32 — 110 og 220 volt.
Mjög gott verð
Leitið upplýsinga.
Viðgerðar- og varahlutaþjónusta.
Wansmotor
MOTOR ALTERNATORS
BRUSHLESS
DC-GENERATORS
DC-MOTORS
Wansmotor
Vélar & Tæki hf.
1RYGGVAGATA 10 BOX 397
RFVK.IAVfK SlMAR: 21286-21460
Er margreynt við íslenskar aðstæður og er um
borð í tugum íslenskra fiskiskipa.