Tíminn - 27.01.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.01.1980, Blaðsíða 8
8 r Sunnudagur 27. janúar 1980 W$Mmm Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldslmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I iausasölu kr. 230.- Askriftargjaid kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent. ^ Vinnubrögð Svavars Gestssonar Meðal alþýðubandalagsmanna, sem fylgjandi eru vinstri stjórn, rikir megn óánægja yfir vinnu- brögðum Svavars Gestssonar i sambandi við stjórnarmyndunartilraun hans. Vinnubrögð hans þykja sýna svo augsjáanlega, að hann hafi ekki unnið af fullum heilindum og þvi m.a. gefið Alþýðu- flokknum kærkominn höggstað á Alþýðubandalag- inu. Svavar Gestsson hóf stjórnarmyndunartilraun sina með þvi að leggja fyrir viðræðuflokkana eins konar kosningastefnuskrá Alþýðubandalagsins. Þar ægði saman annars vegar ýmsum nýtilegum tillögum en hins vegar óraunhæfum og óathuguðum hugmyndum, enda vart við öðru að búast, þar sem plagg þetta var samið af tveimur mestu loftkastala- smiðum Alþýðubandalagsins, Hjörleifi Guttorms- syni og ólafi Ragnari Grimssyni. Þótt plagg þetta væri úr garði gert eins og að framan greinir, tóku framsóknarmenn það til gaumgæfilegrar meðferðar og fengu m.a. Þjóð- hagsstofnun i lið með sér, svo að ekki væri hægt að kenna um, að verk þetta væri hlutdrægt unnið. At hugun þessi sýndi, að margt var nýtlegt i þessu plaggi Alþýðubandalagsins, en annað óraunhæft og ranglega metið. T.d. var þar um hugmynd að ræða, sem hefði riðið dreifbýlisversluninni að fullu, og er t.d. ósennilegt, að Hjörleifur Guttormsson hefði staðið að henni, ef hann hefði gefið sér tima til að kanna málin áður en plaggi þeirra ólafs var varpað fram. Framsóknarmenn brugðust þannig við eftir þessa athugun, að þeir samþykktu öll þau atriði, sem virt- ust nýtileg, en buðu upp á frekari könnun á öðrum atriðum eða hvað gæti komið i stað þeirra. Viðbrögð Svavars Gestssonar urðu hin furðuleg- ustu. í stað þess að þiggja þetta tilboð Framsóknar- flokksins og ganga til fulls úr skugga um, hvort flokkarnir gætu náð samkomulagi, lýsir hann yfir, að plaggi Alþýðubandalagsins hafi verið endanlega hafnað og viðræðum um vinstri stjórn sé þar með hafnað að sinni af hálfu Alþýðubandalagsins. Ritstjóri Alþýðublaðsins, Jón Baldvin Hannibalsson, var fljótur að koma auga á, að Svavar hafði hér lagt Alþýðubandalagið á högg- stokk, sem var honum kærkominn. Þarna sjáið þið það piltar, sagði Jón Baldvin, að Alþýðuflokkurinn hafði rétt fyrir sér, þegar hann rauf vinstri stjórn- ina á siðastliðnum vetri. Það er ekki hægt að ná samkomulagi við Alþýðubandalagið um efnahags- mál. Það vill ekki raunhæfar viðræður og notar loft- kastalahugmyndir og tylliástæður til að koma i veg fyrir vinstra samstarf. Vissulega voru vinnubrögð Svavars Gestssonar þannig, að þau styðja þessa staðhæfingu Jóns Bald- vins. Þess vegna er eðlilega rikjandi mikil gremja meðal alþýðubandalagsmanna, sem vilja vinstri stjórn, yfir þessum vinnubrögðum Svavars. En Svavar hefur sinar afsakanir. Alþýðubanda- lagið er margklofið. Meirihluti óbreyttra flokks- manna vill vinstri stjórn, en áhrifamikill hópur for- ustumanna vill samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Enn aðrir vilja vera utan stjórnar. Framundan eru kosningar I verkalýðsfélögunum á fulltrúum til Al- þýðusambandsþings. Allt þetta veldur þvi, að hina ungu leiðtoga Alþýðubandalagsins, sem eru að taka við forustunni, skortir áræði og kjark til ábyrgrar á- kvarðanatöku. Þvi urðu vinnubrögð Svavars Gests- sonar eins ög hér hefur verið lýst. Þ.Þ. Kosningabaráttan að hefjast í Ródesíu Nkomo hylltur viö komuna til Salisbury. ÞAÐ ER augljóst af nær öllu, hver verður forsætisráðherra sjálfstæðrar Ródesiu, eða Zim- babwe, eins og landið verður kallað í framtiðinni, ef Bretar fengju að ráða. Það yrði enginn annar en Joshua Nkomo. Senni- lega er það einnig óskadraumur flestra hvitra manna i Ródesíu, þótt sumir þeirra hafi horn i siðuhans vegna þess, að skæru- liðar hans skutu niður tvær far- þegaflugvélar og fórust með þeim tugir óbreyttra borgara. Með þessu voru skæruliðar að hefna árása, sem her Ródesiu hafði gert á búðir þeirra i Zambiu. Nkomo, sem er 62ára, á orðið lengri feril að baki i sjálfstæðis- baráttunni en aðrir leiðtogar svartra manna i Ródesi'u. Það er sameiginlegt álit and- stæðinga hans og samherja, að hann sé mikill og geðþekkur persónuleiki. Hann getur verið ákveðinn, eins og hann hefur m.a. sýnt með útlegö sinni, en einnigfústil viðræðna og samn- inga, ef honum finnst mótstöðu- maöurinn sýna sanngirni og vilja mæta honum á miðri leið. Jafnt brezkir embættismenn og fréttaskýrendur telja, að hann sé manna liklegastur til að sam- eina blökkumenn og tryggja stjórnarhætti, sem hvitir menn geta sætt sig við. Allir þrir aðalleiötogar blökkumanna I Ródesiu, þ.e. Nkomo, Muzorewa og Mugabe, lýsa sig fylgjandi þvi, að hvitir menn fái aðstöðu til aö búa áfram i landinu, enda sé það nauðsynlegt fyrir uppbyggingu þess, þvi að þeir ráði yfir þekk- ingu og kunnáttu, sem geti kom- iö að miklu gagni. KOSNINGAR til nýs þings I Ródesiu eiga aö fara fram 27.-29. febrúar næstkomandi. Þingiö verður skipað 100 mönn- um. Hvítir menn kjósa 20 þing- menn, en blökkumenn 80. Lik- legt þykir, að 10 flokkar keppi um þingsæti blökkumanna, en aðeins þrir þeirra þykja væn- legir til verulegs fylgis eða flokkar áðurnefndra þremenn- inga. Þótt flokkar þeirra Nkomos og Mugabes hafi staðiö saman að undanförnu undir merkjum Föðurlandsfylkingarinnar, bjóöa þeir fram sér i lagi, enda hefur samstarf þeirra aldrei verið traust. Nkomo hefur skipt um nafná flokki sinum, og kall- ar hann oröið Fööurlands- fylkinguna. Þykir hann hafa snúið á Mugabe með þessari nafnbreytingu. Fylgi þessara þriggja flokka mun fara nokkuö eftir lands- hlutum og þeim þjóöflokkum, Carrington lávaröur og Nkomo sem byggja þá. Nkomo tilheyrir þeim þjóðflokki, sem byggir Matabeleland, og þykir senni- legt, að hann fái alla þingmenn- ina þaðan, 18 talsins. Muzorewa og Mugabe eru báðir frá Mashonalandi og til- heyra stærsta þjóðflokknum þar. Aðalbaráttan um þá 62 þingmenn, sem verða kosnir þar, stendur á milli þeirra, en hugsanlegt er, að Nkomo fái einhverja þingmenn kjörna þar. íkosningunum, sem fóru fram i fyrra, fékk flokkur Muzorewa flesta þingmennina þaðan. En þá tók flokkur Mugabe ekki þátt I kosningunum. Það er ljóst, aö jafnt Bretar og hvitir menn I Ródesiu hafa verstan bifur á Mugabe. Þeir telja hann marxista, sem geti reynzt ósáttfús, þegar til kem- ur. Skoðanalega likar hvitum mönnum bezt við Muzorewa, en þeir draga i efa, að hann reynist röggsamur stjórnandi. Þess vegna er Nkomo, sá leiötoginn, sem þeir treysta bezt. KOSNINGABARÁTTAN er i þann veginn að hefjast. Skæru- liðar áttu áður að vera komnir til ákveðinna staða og dveljast þar meðaná kosningabaráttunni stendur. Skæruliðar, sem verið hafa undir stjórn Nkomos, hafa yfirleitt hlýtt þessu. Hins vegar er taliö, að allmargir skærulið- ar, sem hafa verið undir stjórn Mugabes, fari enn huldu höfði. Nkomo kom til Salisbury, höfuðborgar Ródesiu, 13. þ.m. eftir þriggja ára Utlegö. Honum var fagnað af meiri mannfjölda en þar hefur sézt lengi. Mugabe hefur ráðgert að koma heim 27. þ.m. Vafalaust veröur honum einnig vel tekið. Það mun reyna mikiö á Soames lávarö næstu vikurnar, en sú kvöð hvilir á honum sem landstjóraað halda uppi röð og reglu. Til nokkurra átaka hefur komiö að undanförnu og ástæða er til að óttast, að þau aukist, þegar nær dregur kosningunum. Flokkarnir bera fram klögumál á vbd og hafa jafnvel við orð að draga sig alveg i hlé, ef ástandið batnar ekki. Meðal annars hefur Muzorewa haft það á orði. Fylgismenn Nkomos og Mu- gabes segja hins vegar, að flokkur Muzorewasnjóti ýmissa hlunninda. Margir fréttaskýrendur ótt- ast, að borgarstyrjöld geti brot- izt út, ef flokkur Muzorewa nær meirihluta. Mugabe muni þá haldaskæruhernaðinum áfram. Sigur Mugabe getieinnig leitt til mikilla átaka innanlands, og , Suður-Afrika geti þá skorizt i leikinn. Helzta vonin um starf- hæfa stjórn, sem menn sætti sig við, sé bundin við það að Nkomo hreppi forustuna. Þ.Þ. Erlent yfirlit Bretar telja Nkomo hæfastan til forustu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.