Tíminn - 27.01.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.01.1980, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 27. janúar 1980 „Krafturinn” hefur margfaldast 1 ■; i i i Fjöldi fólks hafði samband við Tímann vegna viðtalsins við Sigurrós Jóhannsdóttur huglækni, sem birtist um síðustu helgi t síðasta sunnudagsblaði Tím- ans birtist m.a. viðtal við Sigur- rós Jóhannsdóttur huglækni og eftir viðbrögöum fólks að dæma, virðist sem svo að það hafi vakið verðskuldaða athygli. Þegar á sunnudag varfólk farið að hringja heim til starfsmanna bla ðsins í von um að fá uppgefið heimilisfang Sigurrósar og á mánudag má segja að sim- hringingum vegna þessa viðtals hafi ekki linntallan daginn. Alls telst okkur til að um 40 manns hafi verið búnir að hafa sam- band við blaðið á miðvikudag og var erindi allra þeirra sem hringdu hið sama, þ.e.a.s. að fá uppgefið heimilisfang Sigurrós- ar. Er blaðamenn Timans heim- sóttu Sigurrós á heimili hennar að Hverfisgötu 83 á miðvikudag höfðu á milli 15 og 20 manns leit- aðtil hennarvegna viðtalsinsog sagði hún að það væri eins og að „krafturinn” hefði margfaldast síðustu daga. Við spurðum Sigurrós að þvi hvort henni hefði tekist að leysa úr vanda þeirrasem til hennar hefðu leit- að og svaraði hún því játandi. Það skal tekið skýrt fram að hér verður ekki lagður dómur á lækningamátt Sigurrósar Jó- hannsdóttur, enda annarra að meta það en viðbrögð fólks við umræddu viðtali sýnir það svo að ekki verður um villst að þörf- infyrir,,þjónustu”af þessu tagi er svo sannarlega brýn. Þörfin fyrir huglækna? „Kirkjan hefur alg j örlega brugðist” — segir Ævar R. Kvaran forseti Sálarrannsóknafélags Islands „Þörfin er alveg glfurleg og ég hef upplýsingar um það að mörg hundruð manns eru á biðlistum hjá hugiæknum viðs vegar um landið”, sagði Ævar R. Kvaran forseti Sálarrann- sóknarfélags tslands I viötali viö Timann er hann var spurð- ur álits á viöbrögöum fólks við viötalinu viðSigurrós Jóhanns- dóttur, huglækni sem greint er frá hér að ofan. ,,Við hjá Sálarrannsóknar- félaginu höfum tvo huglækna á okkar vegum sem vinna að þessum málum alla daga og ég get nefnt þér sem dæmi aö önn- ur þeirra sem reyndar er eiginkona mln, fer vikulega til Keflavikur til þess að sinna þéssum málum og þar eru langir biölistar þó að þar sé á- gætur huglæknir fyrir. Ég get nefnt þér annað dæmi, en það Einar á Einarsstöðum sem ilega er þekktastur þeirra 'lækna sem starfa hérlendis ag. Það eru mörg hundruð manns sem eru á biðlista hjá honum, en hann er lika sér- stakur að þvi leyti að hann læknar úr fjarlægð.” Hvernig taka almennir lækn- ar þessari starfsemi? „Islenskir læknar eru mjög frjálslyndir og þó að þeir viðurkenni þessa hluti ekki opinberlega, þá hafa þeir sýnt andlegum íæknum mikið um- burðarlyndi. Éger llka þeirrar skoðunar að hér sé ekki um neina s amkeppni að r æða og viö tökum helst ekki við fólki nema það hafi áður leitað til læknis — án árangurs. t þessu sambandi má einnig nefna að ég hef lengi verið þeirrar skoðunar aö geð- veikrahæli víða um heim séu full af fólki sem ekki er geð- veikt, heldur eigi það viö sál- ræna erfiðleika að striða, sem læknisfræöin reiknar ekki með.” Af hvaða ástæðum Ieitar fólk til geðlækna? „Það er af öllum hugsanleg- um ástæðum, en ekki sist vegna aukinnar streitu — hraðans I þjóðfélaginu og þeim áhyggjum sem honum fylgja. Hér á Islandi þarf venjulegur maður helst að vinna tvöfalda vinnu til að geta lifað þokkalegu llfi og oft endar þetta með þvi að fólk fellur saman. Þá má nefna hjónaskilnaðarmál, erfiöleika út af börnum og alls kyns aðrar áhyggjur sem steðja að fólki. t raun og veru þá er það hlut- verk kirkjunnar að sinna þess- um málum, en hún hefur bara algjörlega brugðist. Einstaka kirkjunnar menn hafa að vlsu gert mikiö i þessum málum, en þeir eru þvi miður algjör undantekning. Að þessu leyti má segja að kaþólska kirkjan sé betri, þvl að kaþólskir menn hafa þó skriftirnar — og enda hefur það sýnt sig að þörfin fyrir sálfræðinga I löndum kaþóls kr a er ekker t s vipuð þvi sem gerist hér hjá okkur.” Ævar R. Kvaran forseti Sálarrannsóknarfélags tslands sést hér fyrir miðri mynd. Eru margir hérlendis sem hafa sálræna hæfileika? „Já þeir eru margir, en þeir hæfileikar erueins og tvieggjaö sverð og geta leitt til mikilla þjáninga ef þeir eru ekki þjálf- aðir rétt”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.