Tíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.02.1980, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 7. febrúar 1980 r (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjúri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SIÖu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsfmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. Blaöaprent.^y Klýfur Geir Sjálf- stæðisflokkinn? Það verður ekki annað sagt en að viðbrögð mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins við stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsen séu hin ólíklegustu. Ef allt væri með felldu, hefði verið eðlilegast að miðstjórnin biði átekta með allar yfirlýsingar, unz fyrir lægi, hvort stórnarmyndun Gunnars Thor- oddsen tækist og hver málefnasamningur hinnar nýju stjórnar yrði, ef hún kæmist á laggirnar. Þá fyrst var hægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að taka málefnalega afstöðu. Eins og ástatt hefur verið á Alþingi og eins og ástatt er i efnahagsmálum þjóðarinnar, er það eitt réttlætanlegt, að flokkarnir taki nú málefnalega afstöðu, en láti persónuleg sjónarmið vikja. Sam- kvæmt þvi ætti það ekki að skipta Sjálfstæðisflokk- inn neinu máli, hvort heldur það væri formaður flokksins eða varaformaður, sem myndaði stjórn, heldur hitt, að sá þeirra yrði fyrir valinu, sem gæti náð betri árangri til að koma meirihlutastjórn á fót. Eins og málin standa nú, er bersýnilegt, að Gunnar Thoroddsen er færari en Geir Hallgrims- son til að gegna þessu hlutverki. Að fenginni þess- ari vitneskju, ætti afstaða Sjálfstæðisflokksins að fara eftir þvi einu, hvort flokkurinn getur fylgt þeim málefnagrundvelli, sem hin nýja rikisstjórn byggir á, ef samkomulag næst um myndun henn- ar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn getur sætt sig við mál- efnagrundvöllinn, væri eðlilegt að hann gengi óskiptur til liðs við stjórnina. Yrði málefnagrund- völlurinn honum ógeðfelldur, væri andstaða hans gegn stjórninni skiljanleg. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins tekur hins vegar ákveðna afstöðu áður en hún hefur séð eða kynnt sér málefnagrundvöllinn. Afstaða hennar fer þvi ekki neitteftir málefnum, heldur byggist eingöngu á þeim persónulegu ástæðum, að það er Gunnar en ekki Geir, sem myndar stjórnina. Siðan kemur Geir Hallgrimsson fram i sjónvarpi og boðar, að Gunnar og fylgismenn eigi ekki lengur heima i Sjálfstæðisflokknum og að flokkurinn muni halda uppi harðri andstöðu gegn hinni væntanlegu rikis- stjórn, án þess að hann hafi nokkuð kynnt sér hver stefna hennar muni verða. Hér er bersýnilega af hálfu Geirs Hallgrims- sonar og helztu stuðningsmanna hans stefnt að klofningi Sjálfstæðisflokksins af persónulegum ástæðum en ekki málefnalegum. Persónulegur metnaður Geirs Hallgrimssonar er settur i önd- vegi. Flokkurinn skal klofinn, ef annar Sjálf- stæðisflokksmaður en Geir Hallgrimsson verður forsætisráðherra. í stað þess að reyna að halda flokknum saman og efla einingu hans að nýju, er klofningur settur á oddinn. Af þessu virðist mega álykta, að Geir Hallgrimsson og stuðningsmenn hans treysti sér ekki til að halda forustunni i flokknum, nema hann verði klofinn. Það verður að teljast næsta óliklegt, að óbreyttir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins verði ánægðir með þessi vinnubrögð. Það verður einnig að telja ósennilegt, að þeim finnist rétt eins og nú er ástatt i þjóðmálum, að boða harða andstöðu gegn stjórn Gunnars Thoroddsen áður en hún fær tækifæri til að reyna sig. Þ.Þ. Erlent yfirlit Hættir Kennedy, tapi hann í New Hampshire? Fjárskortur er orðinn honum fjötur um fót Þannig kcmur skopteiknara The Christian Science Monitor nú kosningabarátta Kennedys fyrir sjónir. EFTIR aö Edward Kennedy hélt hina svonefndu stóru ræöu sina i Georgetown University i Washington, voru fréttaskýr- endur ekki á einu máli. Sumir þeirra töldu, aö hann væri aö hefja stórsókn gegn Carter meö nýju frumkvæöi af sinni hálfu. Aörir töldu, aö hann væri aö undirbúa uppgjöf sina, ef hann tapaöi i New Hampshire 26. þ.m., en hann ætlaöi aö gera þaö með fána viö hún, sem hann hygðist bera fram til sigurs i forsetakosningunum 1984. Eins og áður hefur verið sagt frá, beið Kennedy mikinn ósigur við forvalið i Iowa 21. janúar siöastl. Ymsar sam- verkandi ástæður voru taldar valda þvi. Fyrst og fremst voru það þó atburðirnir i íran og Afganistan, sem hafa aukið vinsældir Carters forseta, a.m.k. i bili. En þvi til viðbótar haföi framkoma hans i kosn- ingabaráttunni fremur veikt hann en styrkt. t fyrsta lagi fundu menn hon- um það til foráttu, aö hann hefði ekki glögga stefnu og mörkin væru málefnalega óskýr milli hans og Carters. Raunar hefði hann verið sammála Carter um flest mál fram að þessu, t.d. á sviði utanrikismála. 1 öðru lagi stóð Kennedy sig ekki eins vel og menn áttu von á, þegar hann þurfti að svara óvæntum spurningum blaða- manna og kjósenda. Honum vafðist stundum tunga um tönn og svörin uröu ekki alltaf nógu ljós. Menn höfðu átt von á öðru af bróður Johns Kennedy og Roberts Kennedy. t þriðja lagi reyndist bil- slysið i Chappaquiddick honum sá draugur, sem hann réði ekki við. Andstæðingum hans hefur tekizt að sá þeirri tortryggni, að hann segi ekki allan sann- leikann um þann atburð, þótt hann haldi fast við þann fram- burð sinn. RÚMRI viku eftir ósigurinn i Iowa eða 28. janúar hélt Kennedy ræöu , sem hafði verið auglýst mikið fyrir fram. Aheyrendur hans voru stúdentar við Georgetown-há- skólann, en auk þess var henni sjónvarpað og hljóðvarpaö. Ræðan var vel samin og vel flutt. Kennedy sýndi á ný, að hann er einn af snjöllustu ræðumönnum Bandarikjanna. Tilgangur ræðunnar var bersýnilega sá að ná frum- kvæði i kosningabaráttunni. Kennedy lýsti sig arftaka þeirrar frjálslyndu umbóta- stefnu, sem Franklin Roosevelt og John Kennedy höfðu fylgt. Carter væri hins vegar i raun og veru ihalds- samur repúblikani, þótt hann teldi sig demókrata. I reynd hefði repúblikani stjórnað i Hvitahúsinu undanfarin þrjú ár. Oll stefna Carters i innan- landsmálum bæri einkenni þess. Kennedy deildi ekki siður á Carter fyrir stefnu hans i utan- rikismálum. Hún hefði ekki verið nógu einbeitt. Hann gerði gislamálið i Teheran að sér- stöku umtalsefni. Rangt væri að hóta trönum efnahagsþving- unum, þvi aö það myndi aöeins færa þá nær Rússum. Rétt væri að fallast á kröfu þeirra um rannsókn á mannréttindabrot- um keisarans. Bandarikin ættu að beita sér fyrir þvi, að Sam- einuðu þjóðirnar settu slika nefnd á laggirnar, en hún tæki þvi aðeins til starfa, að gislun- um heföi verið sleppt. Rétt er að geta þess, að áður en Kennedy flutti þessa ræðu sina, hafði hann rætt við Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Kennedy taldi liklegt, að Rússar hefðu hikað við að ráð- ast inn i Afganistan, ef Carter heföi sýnt meiri einbeitni. Hann hvatti til meiri einbeitni i skipt- um við Rússa, en lagði þó áherzlu á að ekki mætti loka öll- um leiðum til spennuslökunar siðar. Þrátt fyrir þessa stóru ræðu Kennedys, halda ýmsir frétta- skýrendur þvi fram, að ekki sé eins mikill munur á stefnu hans og Carters og hann vill vera láta. Hér sé meira um áherzlu- mun að ræða en efnismun. Það gerir lika aðstöðu Kennedys erfiðari, að hann lýsir fyrst verulegum skoðanaágreiningi þeirra eftir að hann hefur lýst yfir framboði sinu. KENNEDY hefur siðustu dagana dvalist i Maine og New Hampshire. Eins konar for- kosning fer fram i Maine 10. þ.m., og prófkjör i New Hampshire 26. þ.m. Ef Kennedy tapar i þessum rikj- um, verður það mikill hnekkir fyrir hann, þvi að öflugasta fylgi hans á að vera á þessum slóðum. Þá er fjárskortur farinn að há Kennedy. Þótt eignir hans séu taldar nema 100 milljónum dollara, má hann ekki nota nema 50 þús. dollara af þeim samkvæmt nýrri bandariskri löggjöf. Samkvæmt henni geta forsetaefni fengið rikisstyrk, en þá er það takmarkað, hvað mikið fé þeir megi nota úr eigin vasa og frá bandamönnum sinum. Kennedy hefur þegið þennan styrk og er þegar búinn að fá um eina milljón dollara frá rikinu. Auk þess hefur hon- um safnast 3 1/2 milljón doll- ara i frjálsum framlögum. Næstum allt þetta mun nú uppurið. A vegum Kennedys er búið að stofna um 100 kosninga- skrifstofur viðs vegar um ■ landið. A skrifstofunni i Washington einni eru um 70 fastir starfsmenn og 40 erindrekar. Þá eykur það á raunir Kennedys, aö verið er að gera i Hollywood kvikmynd um bil- slysið i Chappaquiddick og er ekki ósennilegt, að fariö verði að s'ýna hana fyrir forseta- kosningarnar. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.