Tíminn - 08.02.1980, Page 3

Tíminn - 08.02.1980, Page 3
miimf Föstudagur 8. febrúar 1980. 3 Meirihlutinn um stjómarmyndunina: „Níöingsverk” „Þetta er hreint og beint niö- ingsverk”, sagöi einn af þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins og stuðningsmaöur Geirs Hall- grimssonari viðtali við Timann á dögunum, og átti við stjórnar- myndun dr. Gunnars Thorodd- sen. „Allir þeir sem taka þátt i niðingsverki bera óskipta ábyrgð, og foringjar Framsókn- ar og komma geta ekki komið sér undan þvi. Sjálfstæðisflokk- urinn mun ekki gleyma þessari rýtingsstungu á næstu árum”. Það er ekki ofsögum sagt að óskapleg reiði og sárindi riki meðal meirihluta þingmanna Sálfstæðisflokksins. A undan- förnum dögum hefur verið gerð grein hér i blaðinu fyrir sjónar- miðum þeirra sem aöhyllast til- raun dr. Gunnars, og er þvi sanngjarnt að sjónarmið hinna komi einnig fram. Meirihlutinn álitur að dr. Gunnar Thoroddsen hafi setið á ’.svikráðum við forystu fbkksins að öðru leyti, og einkanlega Geir Hallgrimsson persónulega, um langa tið. A siðustu dögum hefur ýmislegt verið rifjað upp sem tilheyrir liðnum tima þessu til sönnunar. Þeir sem lengt ganga halda þvi fram að Gunn- ar hafi stöðugt andæft forystu Sjálfstæðisflokksins allar götur frá þvi að hann „leyfði sér” að styðja forsetaframboð tengda- föður sins, Ásgeirs Asgeirsson- ar, árið 1952 gegn samþykktum flokksins. Andstæðingar dr. Gunnars halda þvi fram að hann hafi aldrei getað litið Geir Hall- grimsson i réttu ljósi siðan Geir var kjörinn formaöur Sjálf- stæðisflokksins. Hafi Gunnar stöðugt róið undir og reynt að gera hlut Geirs sem allra minnstan. Nú er þvi hiklaust haldiðfram að öll óeining innan Sjálfstæðisflokksins á undan förnum árum sé dr. Gunnari einum að kenna og honum per- sónulega. „Það er gott að hann hefur nú komið út undir bert toft. Ástand- ið hefur veriö nánast óþolandi, en nú virðist flest benda til þess að hægt verði að koma á sæmi- legri samstöðu og einingu i flokknum”, sagði annar þing- maður Sjálfstæðisflokksins i viðtali við blaðið. „En til þess verðunt við að losna við allt þetta Gunnarslið, lika þá sem þykjast vera á báðum áttum”. Meirihlutinn heldur þvi fram aðþaðskiptiekki máli að marg- ir voru óánægðir með „leiftur- sóknina” þegar hún var sett fram undir forystu Geirs Hall- grimssonar. Þvi er haldið fram að menn eigi að varðveita sam- heldnina i flokknum og virða formann hans, en skoðana- ágreining eigi menn að jafna á fundum flokksins og lúta meir ihlutaályktunum. „Gunar hefur verið i einka- samtölum við menn úr öðrum flokkum allt siðan I desember”, sagði þingmaður úr Sjálfstæðis- flokknum við blaðið f gær. „Þetta er ekkert nýtt hjá hon- um. t hvert sinn sem Geir reyndi einhverja leið lagði Mætast stálin stinn Gunnar stein i hana með bak- tjaldamakki. Gunnar og við- mælendur hans bera ábyrgð á því að allar tilraunir Geirs mis- tókust.” Einn af þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins gaf þá skýringu á harkalegri framkomu Geirs Hallgrimssonar siðustu dagana að „Geir hefur verið svikinn og það hefur verið læðst aftan að honum.” Aðrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins benda á þaðgagnstætt þessu að allir þingmenn alllra flokka hafi undan farnar vikur og mánuði meira og minna ver- ið i samtölum sin i millum um horfurnar i stjórnmálunum, og þaö sé þess vegna ekkert sér- stakt þótt dr. Gunnar fengi að hafa málfrelsi eins og aörir. Þessir þingmenn benda enn fremur á það að Geir Hall- grimsson hafi reynst ófáanlegur til að leggja fram tillögu um samstarf við Alþýðubandalagið i þingflokknum, en tekið sér „einræðisvald” til að útiloka það. Hver er að tala um „Rúblu”? Samið á fast- eigna- kontór Morgunbiaðið hefur gefið hinni væntaniegu rikisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen nafn- ið „Rúblan” vegna þess að viðræðufundirhafa farið fram á skrifstofu Asgeirs Thorodd- sen, sonar dr. Gunnars, að Laugavegi 18i Reykjavik. Þaö hús er að jafnaði kennt við út- gáfufyrirtækið Mál og menn- ingu, og var á sinum tima reynt að koma á það orði af Rússagulli og þvi uppnefnt „Rúblan”. Morgunblaðið hefur hins vegar ekki haft fyrir að benda á að viðræðufundirnir fara fram i samninga- og funda- herbergi fasteignasölu og lög- fræðiskrifstofu i eigu einka- aðila. En eins og kunnugt er hefur forysta Sjálfstæðis- flokksins ekki hingað til haldið þvi fram að lögfræðingar og fasteignasalar i Sjálfstæöis- fiokknum versli með rúblur. Það er ef til vill merkara og athyglis veröara I þessu máli að fulltrúum Alþýðu- bandalagsins, þeim Ragnari Arnalds, Svavari Gestssyni, Hjörleifi Guttormssyni og ólafi Ragnari Grimssyni hef- ur fallið það mjög vel að semja um s tjórnarmvndun á fasteignasölu i eigu einka- aðila. Væntanlega boðar vel- liðan þeirra mikla farsæld i samstarfinu innan rikis- stjórnarinnar. t gærmorgun kom þingflokkur og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins saman til að ræða drögin að máiefnasamningnum og fengu fulltrúar fiokksins uraboð til aö ganga frá honum fyrir hönd flokksins. Utan dagskrár á Alþingi: Berst loðna tíl sunnanverðra Austfjarða? Tveir þingmenn Austurlands létu á Alþingi i gær i ljós áhyggjur yfir afleiðingum þess ef engin loðna bærist til vinnslu á sunnan- verðum Austfjörðum á yfirstand- andi vertlð. Halldór Asgrimsson, sem hóf umræðu um þetta mál ut- an dagskrár i Sameinuðu þingi, sagði illt ástand vofa yfir i at- vinnumálum á þéttbýlisstööum þessa svæðis ef verksmiðjur þar fá ekki hráefni til vinnslu á næst- unni. Hvatti hann til þess að Loðnunefnd yrði gert að beina loðnulöndun á þessa staði meö þvi að stöðva löndun til þeirra verk- smiöja sem þegar eru yfirfullar af hráefni. Það er heildarstaða loðnuveið- anna og þær aflatakmarkanir sem boðaðar hafa verið sem vekja ugg með Austfirðingum. Nú er heildaraflinn á haust og vetrarvertið orðinn um 210 þús- und lestir, og af orðum sjávarút- Halldór Asgrimsson. vegsráöherra á Alþingi i gær má ráða aö fyrirhugaö sé að leyfa veiði alls 250 þúsund lesta til bræðslu. Siöan ergertráð fyrir að veiddar verði allt aö 50 þúsund lestir til frystingar og hrogna- töku. Þar sem aöeins á þvi eftir að veiða um 30 þúsund lestir til bræðslu, og loðnan hefur fært sig mjög hægt austur með landi, er ekki útlit fyrir að loðna berist til vinnslu til staða sunnan Neskaup- staðar með óbreyttri löndunar- stefnu. Um það var hins vegar deilt á Alþingi hvort Loðnunefnd eöa rikisstjórn hafi heimild til að skipuleggja loðnulöndun með til- liti til atvinnusjónarmiöa. Hall- dór Asgrimsson og Helgi Seljan vitnuðu til laga um löndun loðnu þar sem segir: „Nefndinni (loðnulöndunarnefnd) er heimilt að stööva löndun um takmarkaö- an tima á ákveðnum svæöum eða i einstakar verksmiðjur, án tillits til móttökugetu þeirra.” 1 greinargerð með þessum lögum er hins vegar sagt að slikar að- gerðir eigi að miðast við að stuðla að betri nýtingu vinnslugetu verksmiðjanna i landinu og auka heildar afiamöguleika loönuflot- ans. Kjartan Jóhannsson taldi greinargerðina binda hendur rikisstjórnar og loðnunefndar við þær aöstæöur sem nú hefðu skap- ast. Þaökom einnig fram að þó til- lagðar aðgerðir til loðnulöndunar á austfjörðum teldust löglegr þá yrðu þær engu aö síöur umdeild- ar. Þannig lét Pétur Sigurðsson þau orð falla að þær skertu óafsakanlega kjör útgerðar- mannaogsjómanna. Stefán Jóns- sonsagði að þeim yrði beint gegn stöðum á Norð-Austurlandi. Hali- dór Asgrimsson kvaðst þó viss um að þessir aðilar heföu skilning á erfiðleikunum fyrir austan.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.