Tíminn - 08.02.1980, Síða 6

Tíminn - 08.02.1980, Síða 6
6 Föstudagur 8. febrúar 1980. tltgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Síbu- múla 15. Slmi 86300. — Kvöldslmar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á mánuöi. V Blaöaprent J Aumkunarvert, ef ekki ósvffið Það er alveg ljóst að enginn hefur hag af þvi að stjórnmálaflokkum fjölgi hér i landinu. Það hefur enginn gott af þvi að sundrung og upplausn aukist á stjórnmálasviðinu. Og það hefur enginn neitt upp úr þvi að væringar og úlfúð, tortryggni og illska fari vaxandi i islenskum þjóðmálum. Á sama hátt er það engum til góðs að ékki riki persónulegt traust og drengskapur milli forystumanna enda þótt þeir fylgi fram ólikum sjónarmiðum og takist á um stefnur og úrræði. Um þetta eru a.m.k. allir Framsóknarmenn sam- mála og vilja leggja á það sérstaka áherslu. Þess vegna hafa forystumenn Framsóknarflokksins lagt á það mikla áherslu að sýna Geir Hallgrimssyni og öðrum forvigismönnum Sjálfstæðisflokksins fullan drengskap. Þess vegna skýrði Steingrimur Her- mannsson þeim frá viðræðunum við dr. Gunnar Thoroddsen þegar á fyrstu stigum óformlegra við- ræðna. Miskliðin og úlfúðin innan Sjálfstæðisflokks- ins er engin nýlunda, og það er hreint og beint aumkunarvert, ef ekki ósvifið, að reyna að kenna Framsóknarmönnum um einhverja klofningsstarf- semi innan Sjálfstæðisflokksins eins og talsmenn ihaldsins og Morgunblaðið reyna nú. Undrunarefnið i þessu öllu eru viðbrögð forystu Sjálfstæðismanna á Alþingi við þvi að dr. Gunnari Thoroddsen tókst að finna leið út úr stjórnarkrepp- unni. Það er staðreynd að honum tókst að finna þingræðislega leið, þegar flest sund virtust lokuð. Og það er staðreynd að hann bauð Sjálfstæðis- flokknum i heild að fara þessa leið. Af ástæðum sem eru Framsóknarmönnum aðeins að litlu kunnar kaus forysta Sjálfstæðisflokksins að leggjast þvers- um, þvi miður. JS Þá er það á hreinu Hafi einhver kjósandi Alþýðuflokksins i siðustu kosningum verið i vafa um afstöðu flokksins i við- ræðunum um stjórnarmyndum siðan fyrir áramót, þarf hann ekki að spyrja neins framar. í forystu- grein Alþýðublaðsins i gær kemur það alveg skýrt og skorinort fram að flokkurinn telur það helsta ljóðinn á ráði dr. Gunnars Thoroddsen að stefna rikisstjórnar hans verði á þá lund að mögulegt sé að kalla stjórnina „vinstristjórn”. Alþýðublaðið tyggur allar glósurnar upp úr Morgunblaðinu og talsmönnum Sjálfstæðisflokks- ins. Alþýðublaðið hefur enga sérskoðun á neinu atriði málsins, heldur endurtekur beinlinis alla geð- styggð forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Og verst þykir þeim Alþýðuflokksmönnum greinilega að likur eru á stjórn sem hugsanlega mætti kenna við félagslegar lausnir vandamála. Þegar þetta er þá loks komið á daginn um afstöðu Alþýðuflokksins, er það ekki lengur að undra hvernig foringjar hans hafa hegðað sér á undan förnum vikum og mánuðum: Það sem þeir vildu sist er rikisstjórn sem leitast við að taka á málum i samráðum við almannasamtökin með félagslegar lausnir að markmiði. Það sem þeirvildu helst er hið gagnstæða, hægrisinnuð stefna. Á þessu stigi skal ekkert um það fullyrt hvort sú samsteypustjórn ólikra afla sem nú er i fæðingu mun ásanna styggðaryrði forystumanna i Sjálf- stæðisflokki og Alþýðuflokki. En — að sönnu verður stjórnin þeim mun farsælli fyrir land og þjóð sem hún gengur rækilegar I berhögg við óskir þessara aðila, eins og hugarfari þeirra er háttað nú um stundir. JS Erlent yfirlit Rússar nota sér ótta Araba við ísrael Gromyko notaði tækif ærið i Damaskus Á utanrlkisráöherrafundi Is- lömsku rikjanna, sem nýlega var haldfnn i Islamabad, geröist þaö I fyrsta sinn, aö þau tóku sameiginlega afstööu gegn út- þenslustefnu Sovétrlkjanna. Bandarikjamönnum var þaö aö sjálfsögöu mikiö fagnaöarefni, enda mynda þessi riki nú helzta varnargaröinn, ef Sovétrikin hyggjast sækja tillndlandshafs. Þetta var þó ekki nema hálfur sigur fyrir Bandarfkin. Jafn- framt þvi, sem fundurinn sam- þykkti ályktun, er fordæmdi innrásina iAfganistan og krafö- ist brottflutnings rússneska hersins þaöan, samþykkti hann aðra ályktun, sem fordæmdi samninga Egyptalands og tsra- els og stjórnmálasambandið, sem nýlega hefur komizt á milli þeirra. t þessu sambandi var lýst andstööu við Bandarikin vegna stuönings þeirra viö tsra- el. Það kom glöggt fram á fund- inum og hefur komið fram i viö- ræöum bandariskra sendi- manna viö rikisstjórnir margra þessara rikja, aö enn óttast þau Israelsmenn meira en RUssa og telja þá óvini islömsku rfkjanna númer eitt. Einkum gildir þetta þó um arabisku rikin. Af þess- um ástæöum vill ekkert riki á Arabiuskaganum, nema Oman, þiggja hernaöarlega aöstoö Bandarikjanna fyrr en mál Palestinuaraba er leyst. ROSSAR kunna vel aö meta þessa afstööu þeirra og færa sér hana i nyt. Um það leyti, sem áöurnefndur fundur var hald- inn, fór Gromyko utanrikisráö- herra til Damaskus til viöræöna viö stjórn Sýrlands. Þar flutti hann ræðu og fer hér á eftir út- dráttur úr henni, samkvæmt fréttayfirliti APN, en hann er allgott sýnishorn þess hvernig Rússar haga málflutningi sfn- um i þessum hluta heims: „Nýlega hefur Washingiton, sagöi AndreiGromyko^tekiöupp stefnu, sem liklega á aö vera eins konar málamiðlunarstefna. Bandarikin reyna nú á allan hátt aö þykjast vera vinir múhameöstrúarheimsins, og benda siðan á Sovétrikin og önn- ur sósialisk riki sem sérstaka óvini þessara þjóöa og þó eink- um trans. En þessar yfirlýsing- ar Washington eru stórfelldar falsanir. Maöur hlýtur aö varpa fram þeirri spurningu i þessu sam- bandi, sagði Andrei Gromyko, hver hefur opinberlega tekið af- stööu gegn arabiskum rikjum siöustu 12 ár, og reynt meö öllum ráöum aö tryggja tsrael yfirráö yfir þeim löndum sem Arafat og Gromyko. þaö tók af Aröbum? Þaö hafa Bandarikin gert. Þaö er stefna bandariskra yfirvalda. Camp David samkomulagiö, sem inni- hélt svik viö málstaö Araba- rikja, var framlag Bandarikj- anna til þeirra mála. Hver svipti milljónir Palestinuaraba landi og heimili og skildi þá eftir án brauðbita til að seðja hungursitt og ofurseldi þá þannig ósegjanlegum hörm- ungum? Hver kemur i veg fyrir að réttur Palestinuaraba til aö stofna sjálfstætt riki sé virtur? Það er Israel, meö góöum stuðningi Bandarikjanna. Hver hefur sýnt sig vera óvin- ur i'rönsku þjóöarinnar og reynt að viöhalda þar yfirráöum er- lendra oliuauöhringa? Þaö hefur Washington reynt, en Iranir hafa veriö vel á verði gegn heimsvaldaáformum Bandaríkjanna. 1 þessu sam- bandi benti Andrei Gromyko á tilraunir þær sem nú væru gerö- ar til að efla fjandskap i garö Sovétrikjanna meöal irönsku þjóðarinnar með þvi að breiða út ósannan orðróm um sam- drátt sovézkra hersveita viö norðurlandamæri trans. Þessi blekking hefur verið notuö ó- skammfeilið og opinbert. Þá er þvi haldið fram, af opin- berum aöilum i utanrikisráðu- neyti Bandarikjanna, aö Sovét- rikin leitist nú við aö fá aögang aö hlýjum höfum. Eru Persaflói og Indlandshaf einkum nefnd i þvi sambandi. Höfundar slikra frásagna hafa ekki aöeins þró- aö, heldur hitasóttaróráöskennt imyndunarafl, sagöi ráöherr- ann. Maður veit hins vegar full- vel hverjir þaö eru sem sækjast eftir yfirráöum yfir annarra manna sjó og landi. Hver það er sem dregur saman herflota sinn mörg þúsund kilómetra frá ströndum Bandarikjanna, og setj a upp herstöðvar sinar einn- ig i' þúsunda kilómetra fjarlægð frá Bandarikjunum, þar á með- al á Indlandshafssvæöinu. Með hvaöa rétti ætli Banda- rikin viðhaldi herstöö sinni á Kúbu, þvert ofan i vilja yfir- valda þar, en kúbönsk yfirvöld hafa hvaö eftir annaö krafizt þess að herstöðin yrði á brott. Þessi spurning er sérstaklega timabær i sambandi viö upp- blásnar áhyggjur Washington vegna sendinga takmarkaðs fjölda sovézkra hersveita sem sendar hafa verið til Afganistan aðbeiöni afganskra yfirvalda til að aðstoða við að veita viðnám ,erlendum árásum. Bandarikin og þeir sem móta utanrikis- stefnu þeirra hafa ekkert til málsbóta fyrir sjóræningja- stefnu sina, sagði Andrei Gromyko”. Gromyko sagöi i framhaldi af þessu, að ,,það verður að teljast Arabarikjunum til sérstakra tekna, aö mörg þeirra sáu strax hvar fiskur lá undir steini, og hvaðan hin raunverulega hætta stafaði, i þessu sambandi má einkum benda á utanrikisráö- herrafund þessara rikja i Damaskus. Stefna Sovétrikjanna varð- andiMiðausturlönderóbreytt. 1 nafni sovézku rikisstjórnarinn- ar og i nafni Leonid Brésnjef persónulega, vil ég fullvissa ykkur um að Sovétrikin munu halda áfram að gera allt sem i þeirra valdi stendur til aö efla tengsl Sovétrikjanna við Sýr- land og önnur Arabariki, sem berjast gegn israelskri út- þenslustefnu, þau munu gera allt sem i þeirra valdi stendur til að réttlátur og varanlegur friö- ur megi komast á fyrir botni Miöjarðarhafs”. Þannig túlka nú Rússar mál sitt meðal Araba og annarra múhameðstrúarþjóöa. Þ.Þ. Brésnjef og Assad forseti Sýrlands.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.