Tíminn - 22.02.1980, Blaðsíða 17
Föstudagur 22. febrúar 1980
17
Iþróttir
Sundmót Ármanns
Sundmót Ármanns verður hald-
ið I Sundhöll Reykjavikur
þriðjudaginn 4. mars nk. kl.
20.00.
Keppnisgreinar:
100 m flugsund karla, 400 m
fjórsund kvenna, 100 m skrið-
sund karla, bikarsund, 200 m
bringusund kvenna, 200 m
bringusund karla, 100 m skrið-
sund kvenna, 400 m fjórsund
karla, 100 m flugsund kvenna,
100 m baksund karla, 4x100 m
fjórsund kvenna, 4x100 m skrið-
sund karla.
Þátttökutilkynningar sendist á
timavaröakortum SSl til Jó-
hanns B. Garöarssonar, Hjalla-
vegi 10, Reykjavlk eða c/o
Sundhöll Reykjavikur, eigi siö-
ar en 29. febrúar nk.
Þátttökugjald er 300 krónur
fyrir hverja skráningu.
Ýmis/egt
Strætisvagnar Reykja-
vikur.
Leið 14 sem hefur aöeins ekið
frá kl. 07-19 mánud.-föstud. ekur
frá og með mánudeginum 25.
febrtiar ’80 alla daga nema
helgidaga frá kl. 07-24. Helgi-
daga frá kl. 10-24. Vagninn ekur
á 60 mln. fresti þ.e. frá Lækjar-
torgi lOmln. yfir heilan tlma og
frá Skógarseli á hálfa timanum.
LF — Laugardaginn þann 23.
febriiar kl. 20.30 efnir Bræðrafé-
lag Biistaðakirkju til góufagn-
aðar, I safnaöarheimilinu.
Bræöurnir ganga sjálfir um
beina og helga þjónustu slna
konum þeim, sem þiggja boðiö
um að koma til þessara sam-
verustunda. Er það þó ekki ætl-
aö félögum einvöröungu og kon-
um þeirra, heldur stendur það
öllum þeim opið, sem vilja taka
þátt I fagnaði þessum.
Meöal efnis á dagskránni er
að séra Sigurður HaukUr Guð-
jónsson flytur ræöu og séra
Hjalti Guðmundsson syngur
einsöng. Við hljóöfærið er
Hafliði Jónsson, og þarf ekki að
efast um að veitingarnar munu
smakkast vel að vanda og auka
enn á gleði samverustundarinn-
ar.
Formaður Bræðrafélags BU-
staöakirkju er Sigurður B.
MagnUsson og veitir hann og
Jón Þorsteinsson, kirkjuvöröur
safmaðarins allar frekari upp-
lýsingar.
Simsvari— Bláf jöll
Starfræktur er sjálfvirkur
slmsvari, þar sem gefnar eru
upplýsingar um færð á Blá-
fjallasvæðinu og starfrækslu á
sklðalyftum. Símanúmerið er
25582.
Minningakort
Menningar- og mtnningar-
sjóður kvenna. Minningar-
spjöld fást i BókabUð Braga
Laugavegi 26, LyfjabUð Breið-
holts Arnarbakka 4-6, Bóka-
versluninni Snerru, Þverholti
Mosfellssveit og á skrifstofu
sjóösins að Hallveigarstöðum
við TUngötu alla fimmtudaga
kl. 15-17, simi 11856.
Minningakort Minningasjóðs
Guðmundar Löve til bygging-
ar öryrkjabandalagsins. Kortin
fást á skrifstofu öryrkjabanda-
lagsins HátUni 10. Slmi 26700 og
á skrifstofu S.l.B.S. Suðurgötu
10 slmi 22150.
Minningarkort Sjálfsbjargar
félags fatlaðra, fást á eftir-
töldum stööum i Reykjavík:
Reykjavikur Apóteki, Garðs-
apóteki, Kjötborg BUðargeröi
10. BókabUðin Alfheimum 6.
BókabUð Grimsbæ við BU-
staðaveg. BókabUöin Embla,
Drafnarfelli 10. Skrifstofu
Sjálfsbjargar HátUni 21. í
Hafnarfirði BókabUð Olivers
Steins, Strandgötu 31, Valtýr
Guömundsson öldugötu 9.
Kópavogi PósthUs Kópavogs.
Leikfélag Kópavogs:
Þorlákur þreytti í sífelldum vanda
Leikfélag Kópavogs frumsýnir
I Kópavogsbló I kvöld föstudaginn
22. febrúar gamanleikinn „Þor-
lákur þreytti” eftir Neal og
Farmer I þýðingu og staöfæringu
Emil Thoroddsen. Leikstjóri er
GuðrUn Þ. Stephensen.
Með aðalhlutverk fer MagnUs
Ólafsson og aðrir leikendur eru:
SólrUn Yngvadóttir, Jóhanna Jó-
hannsdóttir, Bergljót Stefáns-
dóttir, Gunnar MagnUsson, Finn-
ur MagnUsson, ögmundur Jó-
hannesson, Eygló Yngvadóttir,
Guðbrandur Valdimarsson, Alda
Norðfjörð, Eirlkur Hjálmarsson,
SigrUn Valdimarsdóttir og Gestur
Glslason. Leiktjöld og bUningar
eru I umsjón félaga I leikfélaginu.
SigrUn Gestsdóttir sér um hár-
greiöslu og föröun.
Þorlákur þreytti er gamanleik-
ur fyrir alla fjölskylduna og fær
óllklegustu menn til að veltast um
af hlátri. önnur sýning er á
laugardagskvöld kl. 23.30 og
verður reynt að hafa reglulegar
miðnætursýningar á leiknum.
Þriöja sýning á leiknum verður
mánudaginn 25. febrUar kl. 20.30.
Þorlákur kominn I vanda eins og
venjulega, Sólrún Yngvadóttir og
Magnús Ólafsson I hlutverkum
sinum.