Tíminn - 22.02.1980, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.02.1980, Blaðsíða 10
p Föstudagur 22. febrúar 1980 Handprjónaöir ullarkjólar. Hönnun og prjón Aðalbjörg Jónsdóttir. Þarna má glöggt sjá hvernig hugur og hönd geta gjört, og hvernig hið forna fatageröarefni, Islenska bandiö, getur aölagast nútlmanum. Að standa á s annf ær ingu sinni Ef viö reynum aö koma auga á tengsl milli fortiðar og niitiðar, er ekki svo auovelt aö greina með vissu, hvaö haldbest hefur orðið gegnum tfðina. A þetta bæoi vift siöi og eins viB muni og aðra framleiðslu. Heimurinn hefur llka skroppið saman, japanskar vörur eru vio hliðina á Islensk- um, þýskum og dönskum I svo að segja hvaða búð sem er, og við nánari athugun sjáum við að til hafa orðið einhverjar al- heims neysluvenjur á öllum sviðum mannllfsins, sama hvort um er að ræða t.d. listsköpun, eða iðnaðarvörur. Afturhvarf Það er þvf I meira lagi örðugt að fella hið þjóBlega að þessum ósköpum, einkum fyrir smá- þjóðir sem veröa að staglast á grófri ull og súrmeti alla tíB og bjóBa kæstan hakarl eða I nefið I iðnaðarmunaði heimsins. A hinn bóginn hafa menn oröið I seinni tlð varir við ofur- litla þreytu á stórframleiBslu f jölþjóðamarkaösins, þrátt fyrir góöar vörur og hóflegt verð. Viö greinum ntl, eða þykjumst gjöra það, ofurlitla tilhneigingu til afturhvarfs. Þetta birtist I ein- hvers konar nýrri heimspeki, sem lifir enn sem komið er að mestu með harðsnúnum þrýsti- hópum, en ekki með hinu raun- verulega valdi, er heldur uppi verðbólgunni og vlsitölugrund- vellinum meöal þjóðanna. Við sjáum þetta til dæmis I auknum áhuga fyrir husafriBun, Unnur Agústsdóttir, formaður Bandalags kvenna I Reykjavík. áhuga á landvernd, hreinu vatni, áhuga á að fuglallfi sé ekki Utrýmt, já og menn eru byrjaðir að taka sUta&ar gærur og leður framyfir gallon og plast, og ull framyfir nylon og acryl, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta hefur slðan orðið til þess aö framsýnir menn hafa reynt að endurvekja fornar matarvenjur og klæðagerð, fornan stfl og þjóBlegan og að- laga hann með einhverjum hætti iðnaðarvélum og fjölda- framleiðslu. En forsenda sllkra hjuta er ekki aðeins markaðskerfi og vélar, heldur Hka þau þekk- ingarbrot er varðveitst hafa gegnum aldimar og sú listræna vinna og reynsla sem fyrir hendi er i landinu. Með þetta I huga er fróðlegt og gagnlegt að sjá sýningu er Bandalag kvenna I Reykjavfk heldur nú að Kjarvalsstöðum, en þar sýna milli þrjátlu og fjörutlu konur ullarvinnu, leir- muni, batik og silfurmuni, en auk þess veröa uppakomur, söngUr og fl. er konur annast, en markmið þessarar sýningar er að sameina nUtlð og fortið. Um listiðn. Þaö er einkar athyglisvert að lesa stutta grein Hrafnhildar Schram, listfræðings, I sýn- ingarskrá, en þar segir m.a. á þessa leið: „Þaö er erfitt fyrir okkur, sem lifum á siðari hluta tuttug- ustu aldarinnar, að gera okkur grein fyrir þvi, hve mikil áhrif iðnbyltingin hafði á lif forfeðra okkar. Um miðja 19. öldina var iön- byltingin I algleymingi Uti I heimi. 1 staðinn fyrir listhand- verksmenn, sem áöur nutu virB- ingar fyrir samræmingu hand- verks og listar, var nU komin fram ný stétt, snauBra og litils- virtra iBnverkamanna sem lifBu á sultarlaunum I fátækrahver- um stórborganna. Megin hluti þess iBnvarnings sem boBinn var til kaups var of- skreytt fjöldaframleiBslu, sem sökum lágs framleiðslu- kostnaBar fékk glfurlega Ut- breiBslu. IBnrekendur sáu sér leik á borBi og framleiddu þUs- und hluti fyrir sama verB og aour haffii fengist fyrir vandaðan handunninn hlut. Litið inn á listiðnaðar sýninguna á Kjarvals- stöðum Jónas Guðmundsson: Listiðnaður Þegar vélin leysti listiönaBar- manninn af hólmi, rofnaBi margara alda verkkunnátta, svo og hiB oft persónulega sam- band milli þessa sem bjó hlutinn til og kaupandans. SU hugsjón hefur siBar or&iB ofan á, aB fegurBin eigi aB lUta notagildinu og koma þar til margvisleg áhrif, ekki sist frá þýska lista og handverksskólan- um Bauhaus (1919-1933) sem á ekki svo Htinn þátt i hagnýti og fegurð daglegs umhverfis. lslenskur listiönaður, sem á siöustu áratugum hefur hafist til vegs pg virðingar, á enn I vök aB verjast fyrir ódýrri fjölda- framleiðslu, sem oft er fánýtt glingur sem spillir smekk og sljdvgar skyn manna. Hugsjónastarf þess fólks, sem haldiö hefur fast við sannfær- ingu slna og kröfur um há- marksgæöi hefur boriö riku- legan ávöxt. Ræktunarstarf þetta er tvlþætt, bæBi að endur- reisa fornar hefðir svo sem vefnaðar, silfursmiði og tré- skuröar og hinsvegar að beina Islenskum hagleik og hugviti inn á nýjar brautir. Þvl er ekki seinna vænna að sinna fornri heföi, sem um tlma hafði verið á undanhaldi og hætt er við að margvisleg tækni hefði falliö I gleymsku, heföu ekki nýjar kynslóöir náð sambandi við hinar eldri I tæka tið til aB varB- veita verkkunnáttu. Þá er vitanlega ekki átt viB að herma eigi afstöðulaust eftir hinu gamla, heldur beita gömlum aB- ferBum til persónulegrar sköp- unar". ÞaB er ekki mjög auBvelt aB skilgreina orðið „listiðnaður" i sjálfu sér. Hvort þar er átt við handverkið sjálft, muni sem einstaklingar gjöra sjálfir eða hvort orðiB hefur vfðtækari merkingu, að listiönaBur sé Veggteppi eftir Vigdlsi Krist- jánsdóttur (teikning Jóhann Briem). Gamall islenskur búningur. hönnunarvinna, er sIBan fari i framleiBsluiBnaBinn i mismun- andi stóru upplagi? Ég hygg þó aB þaB sem sýnt er á Kjarvals- stöBum (sumt), gefi ákveöna vlsbendingu um möguleika á framleiBslu á förgum munum, meB þvf uB endurtaka frum- gerBina I iBnaBi, en ur samá hráefni og 1 hæfilegu magni. Sýnendur. Sem áBur sagBi, sýna 30-40 konur muni á sýningunni. Sumar eru þekktar listakonur, og þær eru á öllum aldri, og stöku verk eru frá fyrri tlB. ÞaB eru ullárvörurnar sem virBast I fljótu bragBi „Islensk- astar". SilfursmiBi hefur aB vísu veriB stunduð frá upphafi vega hér, en leir hefur verið mestur I skáldskap. ÞaB er þó einhvern veginn greiBust leiB aB þjóBlegu yirbragBi i ullar- vörunum. Þetta eru yfirleitt mjög vel gerB verk, vönduB og listræn I senn. Ég treysti mér ekki til þess að brjóta þessi verk til mergjar, en vil nefna nöfn ör- fárra kvenna, er sýna athyglis- verð verk, en þaö eru: Hanna Ragnarsdóttir, Hildur Hákonar- dóttir, Borghildur Óskarsdóttir, EHsa Jónsdóttir, HólmfriBur Arnadóttir, Ingibjórg Styr- gerður Haraldsdóttir, Jóhanna Hjaltadóttir, Katrin AgUsts- dóttir, KristrUn Benediktsdóttir (f. 1878), Vigdls Kristjánsdóttir, Vigdis Pálsdóttir og Þórunn Egilson. Um leirmunina og silfurmun- ina almennt er örðugra aö dæma Ut frá þeirri forsendu er hér er skilgreind að framan. Þetta eru ákaflega fágaðir og fagrir gripir, en það er aftur öröugra að skilgreina „þjóðleg- heitin" og hiö sérlslenska gildi þeirra. En þetta er aBdáunarverB sýning sem allir ættu aB sjá. SU var tfBin aB Islenskar bU- vöruafurBir heyrBu fyrst og fremst undir sóðaskap á erlend- um höfnum, saltaöar gærur, hrosshUöir og blóðiö flaut um bryggjurnar I regninu innan um blástein og grUt. 'NU hefur orðið á þessu mikil- væg breyting. Smám saman hefur veriB aB þróast hér vand- aBur og virBingarverBur list- iBnaBur, sem selst erlendis, og margar hendur fá vinnu og vinnan er undirstaBa þess mannlifs er viB viljum lifa. 011 þjóBin stendur þvi I þakkarskuld við það fölk er hefur „haldið fast við sahnfæringu sina og kröfur um hámarksgæði" eins og Hrafnhildur Schram orBar þaB svo réttilega. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.