Tíminn - 04.03.1980, Síða 5

Tíminn - 04.03.1980, Síða 5
Þriðjudagur 4. mars 1980 5 Keppendurnir á 9. Reykjavikurskákmótinu Fæddur 13.11.1960 Alþjóðleg ELO-stig: 2435 Jón L. Arnason fékk áhugann fyrir skák meðan heimsmeist- arakeppni þeirra Fischers og Spasskys var háð hér árið 1972. Sfðan hefur Jón verið iðinn viö kolann og unnið marga sigra og góða. A haustmóti T.R. 1976 vann Jón sinn fyrsta stórsigur. Aðeins 15 ára gamall varð hann skákmeistari T.R. eftir að hafa sigrað Stefán Briem i einvigi. Með þessu afreki haföi Jón brotiö blað i sögu félagsins, þvi aldrei fyrr hafði svo ungur maður boriö þennan titil. Ekki lét Jón hér við sitja, og á Skákþingi Islands 1977 var ljóst að baráttan um 1. sætið á milli hans og Helga Ólafssonar. Svo skemmtilega vildi til aö þeir mættust einmitt i seinustu umferö og hafði Jón þá 1/2 vinn- ings forskot, 81/2 vinning gegn 8 vinningum Helga. 1 lokaupp- gjörinu hafði Helgi hvitt og tefldi að vonum fast til vinnings. Er skemmst frá þvi að segja, að eftir magnaða baráttuskák tókst Jóni að halda sinu, og hafði þar meö hlotiö Islands- meistaratitilinn aðeins 16 ára gamall. Annað met var fallið, þvi enginn hafði þennan titil svo ungur borið. Nú var komið að miklum viðburði, heimsmeistaramóti Jón L. Arnason sveina undir 17 ára, sem fram fór I Frakklandi haustið 1977. Um sumarið haföi Jón reyndar bætt viðsig einum titlinum enn, er hann varö unglingameistari Norðurlanda. Jón var þvi vel nestaður fyrir heimsmeistara- slaginn, enda ekki vanþörf á i keppni við efnilegustu skák- menn heims. Sovétmenn sendu til leiks þann keppandann sem fyrirfram var álitinn sigur- stranglegastur, Garry Kasp- arov. Þeim unga manni var þegar farið að spá heims- meistaratitli fullorðinna, og árið 1990 nefnt I þvi sambandi. Þessi spádómur gæti ræst, en i Frakklandi 1977 varð Kasparov að láta sér lynda 3. sætið. J. Whitehead frá Bandarikjunum hafnaði i 2. sæti og i 1. sætinu var enginn annar en Jón L. Arnason sem kórónaði þar óslitna sigurgöngu undan- farinna mánaða. Jón fékk 9 vinninga af 11 mögulegum og þegar heim kom hlotnaöist honum margvislegur heiður. Lesendur „VIsis” kusu hann mann ársins, menntamálaráð- herra hélt honum samsæti og allt umstangiö sem á eftir fylgdi hefði mátt æra óstööugan. En Jón lét sér hvergi bregða og hélt áfram að vera sami yfirlætis- lausi pilturinn og áður. Siðan þetta allt skeði hefur Jón bætt við sig einum titlinum enn, alþjóðlegum meistaratitli. Vonandi hefur Jón sætt sig við „islensku timamörkin” og vinn- ur glæsta sigra á Reykjavikur- mótinu 1980. Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið ALTERNATORAR Einnig: Startarar, Cut-out, anker, bendixar, ( segulrofar o.fl. í margar tegundir bifreiða. iBílaraf h.f. Borgartúni 19. Símí: 24700 t Eord rronco MAVERICK CHEVROLET NOVA BLAZER DODGIE D'ART PLYMOUTH WAGONEER CHEROKEE LAND ROVER FORD CORTINA SUNBEAM FIAT — DATSUN .TOYOTA — LADA 'VOLGA,— MOSKVITCH cVOLVO — VW SKODA — BENZ — SCANIA o.fl. Verð frá 26.800,- Gunnar Finnlaugs- son skrifar um Reykjavfkurskák- mótið: Crslit 6. umferðar: Sosonko —Haukur 1:0 Byme —Guðmundur 1/2:1/2 Torre —Helgi 1/2:1/2 Schussler—JónL. 1/2:1/2 Kupreitchik — Margeir 1/2:1/2 Browne —Miles 1:0 Va sjukov — Helmers frestað Haukur stýrði svarta liðinu gegn hollenska stórmeistaran- um Sosonko og tefldi byrjunina frumlega. Virtust möguleikarn- ir vega nokkuð jafnt þegar svörtum urðu á mistök eftir rúma 20 ieiki. Sosonko notfærði sér mistök andstæöingsins og vann örugglega. Byme og Guðmundur tefldu sviptingalitla skák. Eftir þrjátiu leiki var komið upp endatafl, þar sem Byrne hafði biskup gegn riddara Guömundar. Bandarikjamaðurinn, sem stýröi hvita liðinu virtist hafa ivlö betri möguleika á endatafl- inu. Þegar sýnt var aö hvorugur gæti á hinum unnið var vopna- hlé samið I 52. leik. Torre og Helgi gerðu einnig jafntefli, en styttu sér leið og sömdueftir aðeins 11 leiki. Megi þeir skammast sin! Þetta var eitt af þessum svokölluðu „stór- meistarajafnteflum”, sem tröll- riða mörgum stórmótum og reynt er að sporna við á Reykja- vikurskákmótinu með hærri greiðslu fyrir tap en jafntefli. Þetta nægir greinilega ekki og er þörf frekari aðgerða. Til dæmis mætti hugsa sér, að mótshaldarar byðu þeim, sem semdu jafntefli áður en 30 leikja-markinu er náð, einungis upp á súrmjólk — án sykurs — i kvöldmat. Jón L. hafði svart gegn Schussler og náði betra tafli eft- ir ónákvæmni hjá Svianum I byrjuninni. En Svlinn hélt sér fastog kraföist jafnteflis eftir 46 leiki þegar hann gat fengið sömu stöðuna upp I þriðja sinn. Margeir beitti hinu hvassa Dreka-afbrigði Sikileyjar- varnarinnar gegn Kupreitchik. Guðmundur datt lTlr í lukkupottinn fyrir sín Rússneski björninn tók hraust- lega á móti og urðu talsveröar sviptingar. Eftir mikil uppskipti kom upp endatafl, þar sem Margeir stóð betur, en Rússinn varðist af nákvæmni og var friðarsáttmálinn undirritaður eftir tæpa 40 leiki. Best teflda skák 6. umferðar var án efa viðureign þeirra Browne og Miles. Við skulum skoða hvernig Browne yfirspil- ar englendinginn. Hvltt: Browne Svart: Miles Móttekið drottningarbragð 1. D4 d5 2. C4 dcx4 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bg4(Miles hefur mikið dálæti á mótteknu drottningarbragði og leikurávallt4... Bg4, en 4.. . e6 var algengast áöur en Miles byrjaði að beita Bg4) 5. Bxc4 e6 6. h3 Bh5 7. Rc3 Rbd7 8. 0-0 Bd6 9. Be2 0-0 10. e4 e5(Hvitur hótaöi e5 og Miles leysir vandann með þvi að leika sjálfur e5) 11. dxe5 Rxe5 12. Rd4 (Uppskiptin 12. Rxe5 Bxe2 13. Dxe2 Bxe5 14. Hdl, De8 leiöa til tafljöfnunar.) 12. . . Bxe2 13. Dxe2 Rg6 14. Hdl Dc8 15. Bg5 Be5 16. De3 Rh5 17. Df3 Rf6 18. De3 Rh5 (Browne hefur að sjálfsögðu engan áhuga á þvi að þráleika og er aöeins að vinna tima.) 19. Df3 Rf6 20. Rf5 De6 21. h4! h6 (Eftir 21. . . Bxc3 22. Dxc3 Dxe4 23. Rxg7 hefur hvitur yfirburðatafl) 22. Bxf6 Bxf6 23. Rd5 Bxb2? (Orlagarlk mistök. Nú opnast b-llnan hvlt- um I hag. Betra var 23. . . Be5) 24. Habl, Be5 25. H5 c6 (þvingað vegna þess að riddarinn verður súrefnislaus eftir 25. . . Rh8) 26. hxg6 fxg6 27. Rde7 Kh7 28. Rxg6 Dxg6 29. Hxb7 Hfd8 30. Hxd8 Hxd8 31. Hxa7 (Hvítur hefur peði meira og að auki eru menn hans virkari. Vinningurinn er nú aöeins tæknilegt atriöi fyrir Browne og vinnur hann úr yfir- buröum slnum á óaðfinnanlegan hátt) 31. . . Dg5 32. g3 c5 33. He7 Bf6 34. Hc7 Dcl 25. Kg2 Be5 36. Dg4! Dc3 37. Hc6 Bf6 38. Rd6 Dd4 39. Df5 Kg8 40. De6 Kh7 41. Df5 Kg8 42. Rb7 Hf8 43. Rxc5 Be7 44. Re6! Hxf5 45. Rxd4 Ha5 46. Hc8! (Rothöggiö) 46. . . Kf7 47. Hc7 (Hvitur hótar bæði 48. Hxc7 og 48. Rf5 og gegn þessum hótunum er engin vörn og Miles gafst þvi upp) Úrslit 7. umferðar Miles—Byrne 1:0 Helgi — Kupreitchik! :1 Haukur — Vasjukov biöskák Jón L, — Sosonko 1/2:1/2 Helmers — Torre 1/2:1/2 Margeir — Browne 1/2:1/2 Guömundur — Schussler biöskák Miles hristi af sér sleniö eftir tvö töp i röð og vann Byrne. Englendingurinn, sem hafði ljósa litinn, stóö betur allan tim- ann og þvingaöi Byrne til upp- gjafar 1 66. leik. Eftirfarandi skák milli Helga og Kupreitchik var æsispenn- andi: Eftir frekar rólega byrjun lætur Helgi til skarar skrlða á miðborðinu (14.e4og 15. d4!) og virtist vera að ná taki á Rússan- um. I 19. leik veröa Helga á hræðileg mistök þegar hann lék Dh5? svo til umhugsunarlaust. Nokkurra minútna seta á höndunum hefði örugglega sannfært Helga um aö eftir 19. Dd6 heföi hann staðið betur t.d. 19.. . Bd7 20. Rfxd4 21. Re6! Eft- ir afleikinn nær Rússinn undir- tökunum og þrengir snöruna smátt og smátt og lýkur kyrkingunni með tviskák I 33. leik. Hvltt: Helgi Ólafsson Svart: Kupreitchik Enskur leikur 1. c4 e5 2. rc3 Rc6 3. e3 Rf6 4. Rf3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. d3 Be7 7. Be2 0-0 8. 0-0 Be6 9. a3 a5 10.Dc2 f5 11. Hel!? Rb6 12. b3 Bf6 13. Hbl Re7 14. e4 f4 15. d4! exd4 16. Hdl Rg6 17. Rb5 c5!? 18. Dxc5 Hc8 19. Dh5? De7 20. Rfxd4 Hc5 21. Rf5 Bxf5 22. exf5 Rh4! 23. Hel Dd7 24. a4 Hxf5 25 Dg4 h5 26. Dh3 f3! 27. Ba3 He8 28. c4+ Rxc4 29. Hxe8+ Dxe8 30. bxc4 De4 31. Hcl fxg2 32. Rd6 Rf3+ 33. Kxg2 Rel + + . Haukur haföi hvltt gegn Vasjukov og er skemmst frá þvl að segja, aö Rússinn náði frum- kvæðinu með skiptamunsfórn og vann nokkur peö I leiðinni. Var staða Hauks erfið þegar skákin fór I bið. Stysta skák umferðarinnar var viðureign Jóns L. meö hvitu gegn Sosonko. Hollendingurinn byrjanafróöi beitti fremur sjaldgæfu afbrigöi Sikileyjar- varnar, en kom ekki að tómum kofunum hjá Jóni. Eftir alls- herjar uppskipti ákváðu þeir að deila vinningnum. Torre gerði enn eitt jafntefliö, hér var þó ekki um stutt hræðslujafntefli að ræöa. Norðmaðurinn Helmers, sem ekki gengur heill til skógar, tefldi rólega með hvitu og lauk skákinni meö þráskák eftir 40 leiki. Margeir tefldi mjög vel með hvitu gegn Browne og virtist um tima vera að ná undirtökunum. Þrátt fyrir mikið tlmahrak við fyrri timamörkin hélt Browne hlut sinum fyllilega og var jafn- tefli samið eftir 36 leiki þegar upp var komiö jafnteflislegt endatafl. Guðmundur var foringi hvita liðsins I sveiflukenndri skák gegn Schussler. Það var greini- legt frá byrjun að stórmeistar- inn tefldi til vinnings og náði snemma sókn að kóngi Svians. En Schussler varðist af öryggi og gaf engin færi á sér. I tima- hraki andstæðingsins skömmu fyrir fyrri timamörkin lék Guð- mundur ónákvæmt og svartur náði öflugri gagnsókn og vann drottningu fyrir hrók og biskup. Sviinn hafði öll tromp á hendi sér og vinningurinn virtist i seilingarfjarlægö þegar hann iék af sér manni viö seinni tlma- mörkin. 1 biöstöðunni hefur Guömundur hrók og tvo létta menn gegn drottningu og tveim peðum. Biöstaðan er þannig: Hvltt: Guömundur Kd5, Hf2, Re4, Bc4 peö b3 og g3 Svart: Schussler Kg7, Dal peö a6, b4, h7 og f7 Svartur lék biðleik. Staðan eftir 7 umferðir: 1. Kupreitchik 51/2v. 2. -3. Browne, Sosonko 41/2v. 4.-5. Torre, Miles 4v. 6.-7. Margeir, Helgi 31/2v. 8. Schussler 3 v og biðskák 9. -10. Jón L., Byrne 3v. 11. Vasjukov 2 v. og biðskák og frestaða skák 12. -13. Haukur, Guðmundur 2 v. og biðskák 14. Helmers 1 1/2 v. og frestaða skák. ELO 1 Z 3 M 5 b 1 $ 9 lo I) 12 13 ni \J ÍNiKJ. RCoujWE Z4SO % \ 'k 'lx % I 'll 'h H'lu SúRWt 2.S30 0 m Mi 1 'k 0 O i 3 ScHiiSSLER IVjO 'la 'II m 'll 'k u 'k 3-t 16 O'owL.'fletoflsow 2H3S- 'II O 'h % 'll 'lz 'h 3 &uCmuM0Ui?Si6. 2W 'k- 'Jí m 0 'k 'k 0 2+6 WilLES ISMS 0 1 m 1 'h i '11 0 H mOeéElR PÉTUKS. 24 OS '/2 m 0 1 i 'li (1 'k 3'lj, HELél'OLflFSI. zm i m 'lz i % % 0 0 5'U HFiiviEes 240S' o 0 •k ÍÉ 'lz 'h 0 174+16 HflUlueflWFfllOTVS. 242S i % 0 0 'Jl m O VAS3U1C0U 2S4S 'ii 'lz 0 'h 'lL m m is ToéRE 2S20 , % 'k 'k 'k 1 'h % m 4 kUPREIT6flIIC 2SZS 1 'ií 'k \ 1 'k 1 m &h, Sosowico 2S4S 0 'h 'll 1 i i m VI i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.