Tíminn - 04.03.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.03.1980, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. mars 1980 9 sýna í Galleri Suöurgötu 7 hefur ver- iö boöiö aö taka þátt i risastórri myndlistarsýningu i New York, ARTEXPO 1980 i byrjun mars. Til þess aö hægt yröi aö ráöast I slikt stórvirki sem þátttaka á sllkri sýningu er hefur galleriiö veriö meö margs konar fjár- öflunarleiöir. Lokaátakiö í fjár- öflun Gallerisins er sölusýning þar sem fólki gefst kostur á aö kaupa ódýr myndverk eftir aö- standendur gallerisins. Sölu- sýning þessi veröur aöeins opin þessa heigi frá 2-10 bæöi laugar- dag og sunnudag. Einnig veröur þar hægt aö fá keyptan katalog frá sýningunni Iceland sem haldin var i Flórens á ttaliu og lauk nú fyrir skömmu. Þetta eru siðustu forvöö aö fá bók þessa þvi allt upplagiö veröur sent er- lendis til kynningar á Islenskri myndlist. Þá liggur einnig York frammi timarit gallerisins Svart á Hvitu, en nú hafa komiö Ut 5 tölublöö af þvi og tvö eru væntanleg i næsta mánuöi. Einnig veröa til sölu veggspjöld og póstkort sem galleriiö hefur gefiö Ut. Sýningin i New York er al- þjóöleg sýning sem haldin er I New York Colosseum og sýna þar rUmlega 200 galleri verk, þUsunda listamanna. Meöal annars veröa á þessari sýningu verk eftir „gömlu meistarana” Picasso, Dalio.fl. Þeir sem taka þátt i sýningunni fyrir hönd Gallerisins eru: Bjarni H. Þórarinsson, Friörik Þór Friöriksson, Margrét Jóns- dóttir og Steingrimur Eyfjörö Kristmundsson og eiga þau öll myndverk á fyrirhugaöri sölu- sýningu. New Norræna húsið: Sara Lidraan kynnir verk sín Á þingi Noröurlandaráös i Reykjavik, sem stendur yfir þessa viku, veröur Uthlutaö bók- mennta- og tónlistaverölaunum Noröurlandaráös 1980. Af þessu tilefni efnir Reykja- vikurdeild Norræna félagsins til hátiöafundar i Norræna hUsinu miðvikudaginn 5. mars kl. 20:30, þar sem bókmenntaverðlauna- hafinn, Sara Lidman frá Sviþjóö, kynnir verk sin. Þar veröa einnig veitt verölaun I samkeppni Norrænu félaganna um merki fyrir málaáriö og Sigriöur Ella MagnUsdóttir syngur norræn lög. Reykjavikurdeildin hefur tekiö þaö upp sem fastan liö i starfsemi sinni aö efna til sérstaks hátiöa- fundareinu sinni á vetri og fá þá kunna menningarfrömuði eöa stjórnmálamenn til aö flytja er- indi. A siöasta ári var Einar Ger- hardsen fv. forsætisráöherra gestur félagsins. Enda þótt slik skemmtikvöldséu fyrst og fremst ætluð félögum Norræna félagsins, þá eru allir velkomnir, meöan hUsrUm leyfir. A siöastliönum vetri var efnt til fundar sérstaklega ætlaöan ungu fólki og kynntir þar námsmögu- leikar á Noröurlöndum, styrkja- möguleikar i sambandi viö nám og einnig voru kynntir feröa- möguleikar bæöi til Noröurlanda, innan þeirra og innan Evrópu. Fundur þessi naut mikilla vinsælda og þess vegna hefur Reykjavikurdeildin ákveöiö aö efna til annars fundar um sama efni i aprilmánuöi. Ýmislegt fleira er á döfinni hjá deildinni og ber þar hæst höfuö borgarráöstefnu i jUni þar sem vænst er 100 þátttakenda frá hin- um höfuöborgum Noröurlanda. Höfuöefni þeirrar ráöstefnu veröur: Island I dag — Fólk og umhverfi. Gallerí Suðurgötu boðið að Árbók Hins islenska fornleifafélags: Hafsteinn Guömundsson bókaUtgefandi og forseti tslands Kristján Eldjárn, formaöur Hins Islenska fornleifafélags, meö nokkur bindi fyrstu Utgáfu Árbókarinnar. félagsins þessu boöi meö þökkum og vill svo skemmtilega til aö fyrsta endurUtgáfan veröur aö veruleika um sama leyti og ein öld er liöin frá stofnun félagsins, sem var 8. október 1879. Er fyrirhugaö aö næsta bindi komi Ut I marsmánuði og hefur þaö aö geyma árgangana 1886- 1896. Þannig er fyrirhugaö aö ljósprenta alla árganga aftur til 1955 og er reiknaö meö aö bindin veröi alls 14 talsins. Veröur upp- lag hvers bindis 1500 eintök og kostar hvert bindi um 14.000 krón- ur. Endurút- gefin í ljósprenti JSS — BókaUtgáfan Þjóösaga hefur nU hafiö endurUtgáfu Ar- bókar Hins islenska fornleifa- félags. Er 1. bindi þessarar samantektar komiö Ut og spannar þaö árgangana frá 1880-1885. Tildrög Utgáfunnar eru þau, aö siðla þessa árs kom Hafsteinn Guömundsson bókaútgefandi aö máli viö stjórn Hins Islenska fornleifafélags. Bauöst hann til aö láta ljósprenta alla eldri árganga Arbókar á sinn kostnaö og gefa Ut I áföngum. Var hugmynd hans sU aö gefa Ut i einu svo mörg hefti, sem svara myndu hæfilegu bindi, og hafa jafnframt á boðstólum nægilega mörg sérstök innbundin hefti, einkum meö tilliti til þeirra sem eiga einhvern hluta ritsins. Tók stjórn svo og fulltrUaráð Tvímælalaust þær allra glæsilegustu hurðir sem til eru á markaðnum. Baltasar viö eitt verka sinna Timamynd G.E. LAUFAINNRÉTTINGAR Baltasar og Pétur Behrens sýna á Kjarvalsstöðum AT/SI — Sl. laugardag opnuö á Kjarvalsstööum tvær sýningar. A vesturgangi Kjarvalsstaða sýnir Pétur Behrens. Hann er þýskur aö uppruna, fluttist til Islands 1962 og geröist siöar islenskur rikisborgari. Hann stundaöi nám viö Hochschule fur Bildende Kunste og Meisterschule fur Graphik i Berlin. Pétur vann lengi vel viö auglýsingateiknun eftir aö hann kom til landsins, en siöar rak hann um árabi) tamningastöð í Keldnakoti I Flóa ásamt konu sinni Ragnheiöi Sigurgrimsdóttur frá Holti. Pétur hefur kennt viö Mynd lista- og handiöaskóla íslands og Myndlistaskólann i Reykjavik. Hann leggur nú stund á frjálsa myndlist. Viöfangsefnin á þessari sýningu eru öll sótt I umhverfið 1 Flóanum, þorpin viö ströndina og hestamennsku og auk þess eru hér allmörg protret. Framhald á bls. 23. Pétur Behrens viö málverk sitt ai Sigurgrimi Jónssyni i Holti. G.E. IÐNVAL BOLHOLTI 4 byggingaþjónusta 8-31-55 8-33-54 „FULNINGA" INNIHURÐIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.