Tíminn - 14.03.1980, Síða 1

Tíminn - 14.03.1980, Síða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík ■ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Sveitarstj órnir taki við verkefnum sýslunefnda Tillögur um breytta verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga: JSG — Svonefnd verkaskipta- nefnd hefur lagt til aö hrein skil veröi á milli málefna rikisins og málefna sveitarstjórna. 1 tillög- um nefndarinnar felst meöal annars aö sýslunefndir hætti aö fást viö þau verkefni sem þau hafa nú meö höndum, en þeim veröi i staöinn falin einstökum sveitarstjórnum. Samt er lagt til aö sýslunefndir starfi áfram, en aöeins en valdalaus sam- starfsvettvangur sveitar- stjórna, og án þátttöku sýslu- manna. t tillögum nefndarinnar er þó tekiö fram aö ýmsar breytingar þurfi aö veröa á stærö sveitar- félaga og skipulagi sveitar- stjórna til aö hægt veröi aö skilja aö fullu á milli rikis og sveitarstjórnamálefna. Þannig er lagt til aö minni sveitarfélög sameinist, eöa auki samvinnu sin á milli verulega, til dæmis meö samvinnu viö ráöningu sveitarstjóra. Verkefnaskiptanefnd segir i skýrslunni aö forsendur núver- andi stjórnsýslukerfis séu aö verulegu leyti brostnar, og þvi sé nauösynlegt aö gera á kerfinu miklar breytingar. Mikil éftirsókn i vikur til útflutnings HEI — Einhvern tima heföi þaö þótt gróf lygasaga, aö mikill auöur væri fólginn í grjóti okkar íslendinga og eldgosum, en svo viröist ekki ætla aö vera öllu lengur. Hver veit nema aö eld- gosins eigi eftir aö veröa okkur Is- lendingum álíka tekjulind og skógurinn er timburframleiöslu- rikjum. Eftirspurn eftir fslenskum vikri mun sifellt vera aö aukast og fjöldi aöila sem óskar eftir þvi aö fá aö taka Hekluvikur til útflutn- ings, aö þvi er tiöindamaöur blaösins sagöi i gær. Allar lfkur eru á, aö útflutningur vikurs fari þvi aö veröa mjög arövænleg at- vinnugrein, þvl slfellt er boöiö betra verö fyrir hann. I gær var veriö aö skipa út Hekluvikri i tvö skip i Sundahöfn á vegum B.M. Vallá, en þaö mun vera eini aöilinn sem leyfi hefur fengiö hjá Sunnlendingum til þessa útflutnings enn sem komiö er. Sunnlendingar hafa aftur á móti meiri áhuga á, aö vinna úr vikrinum hér heima en aö selja hann út sem óunniö hráefni. Tlmamynd: Róbert „Vændismálið” í athugun HEI — ,,Ég er aö athuga þessa kröfu fyrirsvarsmanns Holly- wood um opinbera rannsókn og hef væntanlega nokkur samráö um þaö viö rikissaksóknara hvaö gert veröur I þeim efnum” svaraöl Hallvaröur Einvarösson, rannsóknarlögreglustjóri f gær. 1 skrifum heföi veriö látiö liggja aö háttsemi sem hugsanlega varöaöi viö hegningalagabrot, þá sérstaklega viö ákvæöi 206 gr. þar sem segir m.a., aö þaö aö gera sér lauslæti annarra aö tekjulind, gæti varöaö fangelsisvist allt aö 4 árum. Vændi sem slikt væri hins- vegar ekki refisvert. Vfsir og Mogginn vöröu miklu rými undir skrif um þessi mál I gærdag. Þaö viröist þvf vera brennandi spurning hvort viö Is- lenskar konur séum farnar aö taka upp þá erlendu „ósiöi” aö selja bliöu okkar, I staö hinna aldagömlu heföa aö gefa hana og hafa gleöi af sjálfar. Vinstri menn sigruðu JSS— I gær var kosiö I Háskól- anúm til stúdentaráös og Há- skólaráös. Úrslit kosninga uröu þau aö vinstri menn hlutu 757 atkvæöi til stúdentaráös og 7 fulltrúa, en Vaka, félag lýöræöissinnaöra stúdenta 627 atkvæöi og 6 fulltrúa kjörna. I háskólaráö hlutu vinstri menn 783 atkvæöi og einn fulltrúa og hægri menn hlutu 626 atkvæöi og einn mann kjörinn. Auöir seölar og ógildir voru samtals 129. Verður Morgunblaðinu stefnt fyrir ritdóm: Kommastimpill af ásettu ráði? HEI — „Viö erum afskaplega óánægöir meö þetta og erum aö velta þvi fyrlr okkur hvernig eigi aö bregöast viö. Sumir hafa sagt aö maöur ætti aö stefna Morgunblaöinu”, sagöi Kjartan ólafsson, hagfræöingur og höf- undur bókarinnar Rússland. sem kom út fyrir nokkru, I bókaflokknum „Lönd og lýöir”, en hann er einnig höfundur bók- anna „Sól f fullu suöri” og „Eldorado”. Þaö sem vekur óánægju Kjartans er ritdómur Jóhanns Hjálmarssonar i Morgunblaö- inu 29. febrúar s.l., þaö sem ekki var minnst einu oröi á höfund bókarinnar, en birt mynd af Kjartani ólafssyni, ritstjóra Þjóöviljans meö greininni. Ekki gat þvl hjá þvl fariö aö lesendur teldu hann höfundinn. Hjá útgefanda bókarinnar, Menningars jóöi, hefur Kjartandi veriö tjáö, aö þaöan hafi veriö send fréttatilkynning fyrir 10 dögum meö leiöréttingu til Morgunblaösins og nokkur deili sögö á höfundi, en þaö hef- ur Morgunblaöiö ekki birt ennþá. Auövitaö geta öllum oröiö á mistök, sagöi Kjartan. Og hann heföi ekki viljaö trúa þvl aö þetta hafi veriö gert af ráönum hug, þótt sllkur ruglingur hjá manni sem búinn er að vera bókmenntagangrýnandi I um 20 ár sé samt ákaflega skrýtinn. Og þar sem þetta hafi ekki feng- ist almennilega leiðrétt ennþá, hefur ýmsum dottiö I hug, aö veriö væri aö setja komma- stimpil á bókina. Þaö væri nú einu sinni þannig, aö margir hægri menn treystu ekki bók um Rússland, nema aö takmörkuöu leyti, ef þeir héldu hana skrif- aöa af yfirlýstum kommúnista. Þaö sama gilti auövitaö um ýmsa vinstri menn aö þeir treystu ekki skrifum yfirlýstra Ihaldsmanna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.