Tíminn - 02.04.1980, Page 5

Tíminn - 02.04.1980, Page 5
Mi&vikudagur 2. aprfl 1980 5 LSiLl ilíí" Unglingaheimili rikisins skilar góðum árangri Framhalds aðstoð mest aðkallandi JSS — „Svo viröist sem nokk- urrar fáfræöi gæti stundum hjá fólki varöandi þaö starf sem hér er unniö. Viö viljum umfram allt vinna fyrir opnum tjöldum, fyrst og fremst til aö sýna fram á aö hér er ekki rekiö fangelsi. Þetta heimili er ekki til aö brjóta einstaklinginn niöur, heldur tii þess aö bæta hann”. A þessa leið fórust Kristjáni Sigurðssyni forstöðumanni Unglingaheimilis rfkisins i Kópavogi orð, i upphafi blaöa- mannafundar, sem haldinn var » á dögunum til að kynna starf- semi heimilisins. Kvaðst Kristján vilja leggja á það rika áherslu, aö það sem væri einna mest aðkallandi nú, væri fram- haldsaðstoð viö þá unglinga, sem ættu i erfiðleikum vegna slæmra félagslegra eða heimilisaðstæöna. Hætta væri á að sú vinna sem unnin væri á heimilinu, ónýttist að einhverju leyti, ef unglingarnir nytu ekki stuönings þegar þeir færu frá heimilinu. Þess vegna yrði að gera betur og koma á fót ein- hvers konar heimili fyrir þá sem þyrftu þess með. Sagði Kristján, aö sú aðstoð yrði ekki kostnaðarsöm miðað við það sem ynnist með hverjum einstakling, sem hægt væri aö hjálpa til að verða sjálf- stæður og ábyrgur þjóðfélags- þegn. 1 greinargerð sem starfsfólk Unglingaheimilisins hefur tekiö saman um starfsemi þess og ýmsa þætti varöandi hana, segir um þetta atriöi: ,,Sú aðstoð, sem hið opinbera byður þessum unglingum, er mjög af skornum skammti og er i raun takmörk- uð við Unglingaheimili rfkisins og þá möguleika sem þaö ræöur yfir þ.e.a.s. skólaheimilið að Breiðuvik áður fyrr og nú með- ferðarheimiliö Smáratún i Fljótshlið”. Segir enn fremur aö Smáratúnsheimilið hafi verið starfrækt um 9 mánaða skeið og hafi hvert sæti verið fullskipað. Að auki hafi borist 9 fyrirspum- ir um vistunarmöguleika eða beinar vistunarbeiðnir sem ekki hafi verið unnt að sinna. Gefi aukinn fjöldi tilvisana til Unglingaheimilisins og Smára- túns visbendingu um sivaxandi þörf á frekari aðstoð við ungl- inga á aldrinum 12-18 ára. A fundinum kom fram, aö heimilið er ætlað unglingum á aldrinum 12-16 ára. Hefur aidurssamsetning haldist nokk- uð svipuö þann tlma sem heim- iliö hefur veriö starfrækt. Þó Kristján Sigurösson forstööumaöur i gó&um félagsskap Timamyndir Róbert hefur nokkuð borið á þvi aö unglingar eldri en 16 ára hafi verið I vist þar vegna eigin óska um aöstoð. í greinargerð starfsfólks um framhaldsaðstoð segir aö dvöl á Unglingaheimilinu nægi i mörgum tilfellum ekki til aö leysa vandamál viðkomandi unglings til fullnustu. Tilþess að> þeir geti yfirleitt náð fótfestu I lifinu, verði að koma til lang- varandi öryggi og aöhald. Cr þessari þörf veröi einna best bætt með einskonar fjölskyldu- heimili, þar sem fullorðnir byggju I sambýli viö unglinga. Þá segir að þörfin fyrir sllkt eftirmeöferðarheimili hafi verið hrópandi allt frá stofnun Unglingaheimilisins, en hingaö til hafi hvorki gengið né rekið með framkvæmdir. Nú liggja hins vegar fyrir beinar skipu- lags- og fjárhagstillögur og sé eftirleikurinn háöur skilningi fjárveitingavaldsins. Þvl má bæta við, aö á fundinum kom fram, aö ekki er gert ráð fyrir sliku heimili á fjárlögum. Þar er veitt 116 milljónum króna til Unglingaheimilisins, svo og göngudeildar, sem fyrirhugaö er að koma á fót. Myndi slík deild veröa starfrækt i tengslum við heimilið, og þar verður unnt aðbjóða unglingum og aöstand- endum þeirra sérfræðilega að- stoð til að leysa úr vandamálum sinum án þess að til vistunar komi. Þá myndi göngudeildin geta sinnt eftirmeðferð I þeim tilvikum, þegar unglingur snýr aftur 1 foreldrahús að lokinni vistun á Unglingaheimilinu. Sem fyrr sagði hefur verið samþykkt fjárveiting til væntanlegrar göngudeildar og nemur hún 15 milljónum króna. Er gert ráð fyrir 5 milljónum I rekstrarkostnað og 2 milljónum til að koma húsnæðinu í viðun- andihorf. Töldu forsvarsmenn á fundinum, að þessi upphæð nægði hvergi nærri til að stofna slika deild og fjármagna rekstur hennar I upphafi. Þá var lögð áhersla á rlka þörf fyrir minni meðferðar- heimili. I greinargerö starfs- fólksins um þann þátt starfsem- innar segir að ein vænlegust úr- lausn á vandamálum unglinga sé langtimavistun á fjölskyldu- heimili með sérþjálfaö starfs- fólk, sem fasta ábúendur, og þá gjarnan I tengslum við eigin at- vinnurekstur svo sem búskap. Megi benda á Smáratúnsheimil- ið I þessu sambandi og þyki sýnt að þaöan meei búast við miöe góðum árangri. Liggi ljóst fyrir aðmjög mikil þörf sé fyrir fleiri sllk. í lok greinargerðarinnar segir:” Við gerum okkur fyllilega ljóst að við erum hér að gera kröfur um úrbætur eftir aö skaðinn er skeður og að almenn- um félagsaðstæðum unglinga er mjög ábótavant. Við sem starfs- menn Unglingaheimilisins höfum hins vegar kosið að tak- marka okkur við þá hlið málsins sem að okkur snýr, en vonum ennfremur aö aðrir áhugahópar um málefni unglinga taki hanskann upp og stuðh að við- tækari umræðu. Loks má geta þess, aö Erlendur Baldursson afbrota- fræöingur hefur gert rannsókn á og reynt að meta starfsemi Unglingaheimilisins eftir fyrstu 5 starfsárin. Niðurstöður hans erulstuttumáli þær, aö um 73% af unglingum, sem hafi fengið aöstoð farnist eölilega, þegar athugunin er gerð. 13% eigi greinilega enn I erfiðleikum. Mun þetta vera besti árangur á Norðurlöndum miðaö viö sömu forsendur, aö þvl er fram kom á fundinum. Nokkrir unglinganna, sem nií dvelja á heimilinu. Veggskreytinguna hafa krakkarnir gert sjálf. Sigurður Karlsson hlaut styrk Veitt var úr Leiklistarsjóöi styrkinn aðþessu sinni að upphæð Brynjólfs Jóhannessonar i sjö- kr. 700.000.- unda sinn á aðalfundi Félags is- lenskra leikara 25. febr. s.l. Formaður sjóðsstjórnar er Sigurður Karlsson, leikari. hlaut Valur Glslason Samband isl. trygg- ingarf élaga þakkar fyrir Umferðarviku Samband isl. tryggingarfélaga hefur sent frá áér þakkarbréf til Slysavarnafélags tslands fyrir að efna til umferðarviku dagana 23-29. mars. Sérstök athygli er vakin á hinni miklu tjónatiðni hérlendis I um- ferðarslysum, en aö sjálfsögðu hefur hún áhrif á iðgjöld i vá- tryggingum ökutækja. Nauösyn- legt er að auka umferöarfræðslu og gera sér grein fyrir helstu tjónavörnum. Meöal annars má benda á að notkun bilbelta er jafn nauðsynleg í þéttbýli eins og i dreifbýli, en almenn notkun þeirra fæst ekki, fyrr en þau verða gerð aö skyldu. Jafnframt er lögð áhersla á að fylgt sé hraðatakmörkunum og um- feröarlög almennt virt. Gerist áskrifendur! FOÐUR fiðrið sem bœndur treysta Kúafóður — Sauðfjárfóður Hænsnafóður — Ungafóður Svinafóður — Hestafóður Fóöursalt MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR LAUGARVEGI 164. REYKJAVíK SÍMl 11125 Galvaniseraðar plötur Margar stærðir og gerðir BLIKKVER SEUFOSSI Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Simar: 44040 -44100 Hrismyri2A Selfoss Simi 99-2040

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.