Tíminn - 02.04.1980, Qupperneq 7
Miövikudagur 2. april 1980
7
Fjölbreytni framhaldsmennt-
unar komi fyrst - ékki siðast
Jóni Á. Gissurarsyni og Kristjáni
Bersa Ólafssyni svarað
Seinni hluti
Ég mun þá hverfa aö þeim
atriðum i siðari grein Kristjáns
Bersa Ólafssonar, er ég tel bera
það með sér að nokkur munur sé
i huga okkar, ef ekki á sjálfum
grundvallarhugmyndum sam-
ræmds framhaldsskóla, þá aö
minnsta kosti á framkvæmd
þeirra.
Kristján Bersi ólafsson segist
vera mér sammála i þvf að
„vitaskuld þurfa fjölbrauta-
skólar sem eiga aö spanna yfir
mörg námssvið og mörg náms-
ár að vera stórir og þvi stærri
sem námsframboð þeirra er
meira. Og vitaskuld þurfa þeir
að hafa húsnæði við hæfi, tækja-
búnað og sérmenntaða kennara,
og námskrá til aö starfa eftir”.
Þessi viðurkenning er ágæt svo
langtsem hún nær, en hún snýst
þvi miður upp i andhverfu sina
þegar þvi er skömmu siðar lýst
yfir ,,að sameiginlegir náms-
þættir (séu) eðlilega flestir i
upphafi náms en námsaðgrein-
ingin eykst eftir þvl sem lengra
liður á námið. Það þýðir að upp-
haf framhaldsnáms á að geta
farið fram tiltölulega viöa, en
námslok, einkum á lengri
brautum verða að takmarkast
við fáa stóra skóla”.
Með þessari skilgreiningu á
samræmdum framhaldsskóla
er verið að vikja frá uppruna-
legum grundvallarhugmynd-
um. Nemendur verða flestir á
fyrsta og öðru ári framhalds-
skólans, en fer fækkandi á
þriðja ári og verða fæstir á
fjórða ári. Það er að visu hæpið
að tala um ár I þessu sambandi
vegna áfangakerfisins sem
skapar möguleika mismunandi
námshraða. Hitt viröist auðsætt
að hinn samræmdi framhalds-
skóli sem býöur upp á eins árs
námsbrautir og tveggja ára
brautir sérstaklega ætlaðar at-
vinnulifinu og samfélaginu hlýt-
ur að hafa flesta og frábrigði-
legasta áfanga i boði á fyrstu
tveim námsárunum, en færist
nær þvi á siðasta námsári að
hafa „sameiginlega náms-
þætti”. Breiddin og sundurgerð-
in verður mest I upphafi þegar
komið skal til móts við hin ólik-
ustu áhugasvið og veita á nem-
endum tækifæri að kynnast
námi skipulögðu á gerólikum
forsendum miöað við grunn-
skólann með megináherslu á
sameiginlegri bóknámsundir-
stöðu.
Sé þetta raunverulega sann-
færing Kristjáns Bersa Ólafs-
sonar skólameistara að hægt sé
að halda námsforsendum
grunnskólans áfram á fyrsta og
jafnvel öðru ári framhaldsskól-
ans er i reynd veriö að lengja
grunnskólann á likan hátt og
verið varaðlengja gagnfræöa-
skólann á sinum tima með hin-
um svoköiluðu framhaldsdeild-
um. Ef þetta er besti kosturinn
og sá ákjósanlegasti, þá er
raunverulega ástæðulaust að
vera að fá samþykkt frumvarp
tillaga um framhaldsskóla sem
byggir á gerólikum forsendum.
Sé það tilgangurinn með náms-
visi hinna þriggja fjölbrauta-
skóla I Flensborg, Suðurnesjum
og Akranesi að leggja til atlögu
við umrætt frumvarp og koma i
veg fyrir að það verði fram-
kvæmt á þann eina hátt sem
eðlilegur er og sjálfsagður, þá
hefur ekki verið til einskis unn-
ið. En litla þökk eiga þeir skipu-
Guðmundur
Sveinsson
leggjendur skilið frá fólkinu i
dreifbýli landsins sem á aö fá
framhaldsdeildimar I sinn hlut,
þegar framhaldsskólalögin gera
ráð fyrir að þær skuli afnumdar.
Ég þekki sjálfur af eigin raun
hina hörðu baráttu sem háö hef-
ur verið allt til þessa að tryggja
jafnan rétt ungmenna I dreifbýli
til sömu námsmöguleika og
jafnaldrar þeirra i þéttbýlinu
hafa. Þegar samræmdur fram-
haldsskóli þéttbýlisins býður
nemendum fram fjölbreytni
verknáms og bóknáms strax i
upphafi skólagöngu á nýju
námsstigi á að velja örfáa bók-
námsáfanga og enn færri verk-
námsáfanga til handa æskunni i
dreifbýlinu og fullyröa að meö
þvisé jafnrétti og réttlæti komiö
á. Þetta samsvarar þvi jafnrétti
og réttlæti sem min eigin börn
hlutu i dreifbýlinu, þegar þau
fengu 67 skóladaga á ári móti
270 sem boðnir voru fram I þétt-
býlinu. Ungmenni dreifbýlisins
eru i framhaldsskólamálum
komin á farkennslustigið og
verða siðar að vinna upp van-
ræksluna og skammsýnina í
hinum stærri skólum þéttbýlis-
ins, þar sem fjölbreytni náms-
ins er veitt frá upphafi.
I minum huga verður sam-
ræmdur framhaldsskóli trauðla
rekinn nema upphafsárgangur
skólans sé sem næst 200 nem-
endur. i öörum aldursárgangi
veröa þá liklega 160 nemendur.
I hinum þriðja 120 nemendur en
sem næst 80 i hinum fjórða, eða
um 40% nemenda er komu ljúka
stúdentsprófi. Slikur skóli verð-
ur með tæplega 600 nemendur
alls. Fari nemendatalan mikið
niður fyrir þessi mörk mun það
skilyröislaust ganga út yfir
verknámsbrautirnar eins og
dæmin sanna þar sem slikar
hugmyndir hafa verið uppi.
önnur lausn hefur lika verið
reynd, að skilja með öllu aö
verknámsnemendur og bók-
námsnemendur. Hún hefur
heldur ekki þótt eftirsóknarverð
svo mjög sem hún ber fornum
lærdómsviðhorfum vitni.
Ég tel að gera verði þá kröfu
fyrir hönd dreifbýlisins að alls
staðar riki hinn samræmdi
framhaldsskóli á breiðum
grunni fjölbreyttra námsfram-
boða þar sem boöið er upp á
hagnýtar eins- og tveggja ára
námsbrautir ekki siöur en hinar
lengri brautir sem allar enda
með sama bóknámskjarna.
Fjölbreytnin veröur að koma
fyrst, ekki siðar eða siöast.
Forðumst hina bitru reynslu
Dana, sem eru nú með allt að
70% nemenda úr aldursárgöng-
um i hreinu bóknámi mennta-
skóla og neyöast þannig til þess
að setja allt nám til atvinnurétt-
inda á háskólastig eöa láta stúd-
entana siðar fara i námsbrautir
er þeir gátu tekið fjórum náms-
árum fyrr. Það veröur islensku
þjóðinni margfalt dýrara að
halda nemendum hingaö og
þangað um landiö i bóknámi,
sem endar liklega hjá flestum 1
stúdentsprófi heldur en reisa
fáa veí búna aog vandaða sam-
ræmda framhaldsskóla, þar
sem fyrirhendi er „húsnæöi við
hæfi, tækjabúnaður og sér-
menntaðir kennarar”, er geta
beint þeim inn á hin mörgu
áhugasviö er Islenskt þjóðfélag
og atvinnulif þarfnast.
Stúdentspróf og háskólanám
má ekki verða eini tilgangur
samræmds framhaldsskóla.
Æska landsins er framsækin og
raunsæ. En hún gerir hiklaust
þær kröfur að framhaldsskólar
landsins risi undir nafni en verði
ekki gerðir aö biðstööum, þar
sem dýrmætum tima er eytt.
Æska dreifbýlisins sætti sig ekki
við farskólana. HUn mun heldur
ekki sætta sig við að val hennar
á námsbrautum sé gert aö
markleysu, þar sem allir eru
settir i sömu námsáfanga meö
þeirri skýringu aö þeir kunni
einhverntima og einhvers stað-
ar að nýtast.
Grímnir
nýtt rit Örnefnastofnunar
um nafnfræði
Út er komið timaritið
Grimnir, rit um nafnfræði,
fyrsta hefti. Otgefandi er
örnefnastofnun Þjóðminjasafns
og ritstjóri forstöðumaöur
hennar, prófessor Þórhallur
Vilmundarson.
Svo sem segir i titli fjallar
Grimnir um nafnfræði, og hefur
upphafsheftið að geyma
nokkrar ritgerðir eftir Þórhall
Vilmundarson um örnefni, til-
drög og merkingu, auk rit-
fregna.
Siöari hluti heftisins er fyrsti
hluti Safns til tslenskrar ör-
nefnabókar, sem próf.
Þórhallur hefur tekið saman. Er
þar vikið að allmörgum ein-
stökum örnefnum, uppruni
þeirra skýrður og tengsl viö
önnur örnefni, en dæmi studd
fjölmörgum uppdráttum og
landslagsmyndum til skýr-
ingar. Er ekki að efa að ýmis
skýringardæmi próf. Þórhalls
munu vekja athygli og áhuga,
en þess er að minnast að hann
margfyllti stærstu fyrirlestra-
sali landsins á sinni tiö meö
fyrirlestrum sinum um upptök
islenskra örnefna, hina svo
nefndu „náttúrunafnakenn-
ingu” sem hann mótaði.
1 aðfaraoröum ritsins segir
m.a.: „I riti þvi sem hér hefur
göngu sina og örnefnastofnun
Þjóðminjasafns gefur út er
ætlunin að birta einkum niður-
stöður nafnfræðirannsókna sem
unnið hefur verið að á vegum
stofnunarinnar, svo og frá-
sagnir af starfsemi hennar.
Þórhallur Vilmundarsson.
Stefnt er aö þvi að ritið geti I
framtiðinni komið út árlega, en
ekki er á þessu stigi unnt að
lofa reglulegri útkomu þess.”
Ritið Grimnir er I hanahægu
broti, 143 bls., með fjölda-
mörgum myndum og
skýringarteikningum svo sem
fyrr sagði. Þaö er prentað I
Prentsmiðjunni Odda hf.
Þeir,sem hug hafa á að gerast
áskrifendur að Grimni, geta
snúið sér til örnefnastofnunar
Þjóðminjasafns, Suðurgötu 41,
Reykjavik, simi 21329, og fengiö
ritiö á áskriftarverði. Ritiö
veröur sent gegn póstkröfu út
um land.
Evrópa og eftirstríðsárin
Andreas Hillgruber:
Europa in der Weltpoli-
tik der Nachkriegzeit
1945 1963.
Grundriss der Geschichte, Band
18. R. Oldenbourg Verlag,
Munchen, 1979.
184 bls.
Fyrir skömmu siðan var hér i
þættinum fjallað um 17. bindi
ritraðarinnar Grundriss der
Geschichte, sem gefið erút af
Oldenbourg forlaginu i
Munchen. Atjánda bindi hefur
nú borist og er efni þess Evrópa
og afstaða Evrópurikja i heims-
pólitikinni á árunum 1945-1963. 1
inngangsorðum segir höfundur
að þetta efni sé að þvi leyti sér-
stætt I ritröðinni, að yfirlits
kaflinn sé lengri og aö sumu
leyti ýtarlegri en I öðrum bind-
um en byggi hins vegar á tak-
markaðri rannsókn. Astæðan er
sú, að frumheimildir eru enn
ekki aögengilegar sagnfræðing-
um nema aö litlu leyti, auk þess
sem svo skammt er liðið siðan
ýmsir þeir atburðir, sem um er
fjallað, áttu sér stað, að enn
verður ekki séö fyrir endann á
þeim slóða er þeir draga.
I inngangi segir höfundur
einnig, að hann hafi leitast við
að byggja frásögnina þannig
upp, að lesandinn fengi glögga
heildarsýn yfir sögu Evrópu á
þessu skeiði. Hann hefur frá-
sögn sina með þvi aö lýsa ýms-
um helstu grundvallareinkenn-
um og tilhneigingum, sem áber-
andi eru i sögu Evrópu á um-
ræddu timabili. Siöan kemur
kafli um Evrópu viö lok siðari
heimsstyrjaldarinnar og er hon-
um skipt I fjóra hluta. Sá fyrsti
fjallar um niðurstööur á
Af
bókum
Grundrift
derGeschichte
AndreasHiUgruber
Europainder
Weltpolitikder
Nachkriegszeit
19454963
styrjaldarráöstefnum banda-
manna. Þá er lýsing á stöðu
mála á valdasvæði Sovétrikj-
anna, og siöan á þvi svæði er
bandamenn réðu. Loks er kafli
um Þýskaland undir stjórn her-
námsliðanna fjögurra.
Þessu næst er ýtarlegur kafli
um skiptingu Evrópu i austur og
vestur á árunum 1945-1949., og
tveir greinargóðir kaflar um
Evrópu á dögum kalda striðs-
ins. Loks er rætt um þá þróun
mála sem leiddi til minnkandi
spennu og batnandi sambúðar
stórveldanna á árunum 1961-
1963.
1 öðrum hluta bókarinnar er
lýst tilgangi og helstu vanda-
málum rannsóknarinnar. Þess-
um hluta er skipt i þrjá kafla og
fjallar sá fyrsti um þær heimild-
ir, sem fræöimönnum eru til-
tækar og reynir höfundur aö
meta gildi þeirra. Hann segir,
að það hafi óneitanlega staöið
sagnfræðirannsóknum fyrir
þrifum, hve li'tið sé enn tiltækt
af skjallegum heimildum um
sögu Evrópu eftir 1945. Viö vit-
um hvað hafi gerst á þessu
skeiði en I fáum tilfellum getum
viö með nokkurri vissu sagt
hvers vegna.
Höfundur ræðir nokkuð um
helstu heimildasöfn um sögu
þessa timabils og greinir frá
helstu stofnunum i evrópskri
samtimasögu. 1 kaflalok tekur
hann til umfjöllunar skjöl frá
striðsráðstefnum leiðtoga
bandamanna.
Þessu næst er kafli sem nefn-
ist: „Frá samtlmaannálum til
sagnfræðirannsókna”. Þar ræð-
ir höfundur um það, sem
kalla má annála samtimasög-
unnar, timarit, handbækur,
o.s.frv. og siðan þá erfiðleika
sem þurfi að yfirstiga áöur en
hægt sé að hefja fræöilega rann-
sókn á sögu siöustu áratuga.
Siöari kafli annars hluta fjallar
um þær miklu mótsagnir sem
svo mjög einkenna sögu sam-
timans.
Ýtarleg og flokkuð
heimildaskrá
Þriðji hluti bókarinnar er ná-
kvæm og ýtarleg heimildaskrá
og er hún flokkuð eftir efnisþátt-
um. Þar er getið heildarsafna,
endurminninga, ævisagna, ein-
efnisrita og ritgeröa, og svo
mætti áfram telja. Sérstakur
hluti eru skrár um rit, sem
varða sögu hvers lands fyrir sig.
1 bókarlok eru birtar töflur
Framhald á bls 19