Fréttablaðið - 16.05.2007, Síða 2
Jacques Chirac,
fráfarandi Frakklandsforseti,
lauk síðasta heila vinnudegi
sínum í embætti með sjónvarps-
ávarpi til þjóðarinnar í gær-
kvöldi. Tólf ára forsetatíð Chiracs
lýkur í dag er nýkjörinn eftirmað-
ur hans, Nicolas Sarkozy, tekur
formlega við embætti.
Chirac áformar að skapa sér
nýjan starfsvettvang með því að
koma á fót stofnun, sem nýtir
orðstír hans á alþjóðavettvangi.
Aðstoðarmenn hans segja að
Chirac-stofnunin, svipað og
stofnun Bills Clinton, fyrrverandi
Bandaríkjaforseta, verði helguð
sjálfbærri þróun og samræðu
menningarheima með sérstakri
áherslu á Afríku.
Tólf ára valdatíð
Chiracs lýkur
Stjórnvöld í Írak hafa nú
bannað allar myndatökur á
vettvangi sprengjuárása. Í
samræmi við það var bæði
fréttaljósmyndurum og kvik-
myndatökumönnum vísað burt af
vettvangi sprengjuárásar í
Bagdad í gær.
Stjórnvöld segja tilgang
bannsins þríþættan. Með því á að
koma í veg fyrir að fréttamenn og
ljósmyndarar spilli fyrir vett-
vangsrannsóknum, tryggja á að
mannréttindi særðra séu virt og
torvelda herskáum hópum og
uppreisnarmönnum að stæra sig
af árangrinum.
Allar mynda-
tökur bannaðar
Katrín, væri ekki nær að kalla
ykkur Vinstri grín?
Vígamenn úr röðum Hamas-samtakanna sátu í
gær fyrir vopnuðum liðsmönnum Fatah-hreyfingarinnar
nærri mikilvægri landamærastöð frá Gaza-svæðinu inn
í Ísrael. Átta manns lágu í valnum eftir skotbardagann,
en það er mesta mannfall sem orðið hefur frá því
vopnuð átök milli stríðandi fylkinga Palestínumanna
brutust aftur út um helgina. Ísraelskir hermenn hleyptu
líka af skotum vegna skotbardagans, en þar með
skapaðist hætta á að Ísraelar drægjust inn í átökin.
Minnst tuttugu manns hafa fallið í innbyrðis átökum
vikunnar, sem hafa lamað meira og minna allt á Gaza og
ýtt samstjórn Hamas og Fatah að barmi sundrungar.
Samstjórnin var mynduð í mars með það fyrir augum að
binda enda á innbyrðis átök fylkinganna.
Á sama tíma og þessu fór fram var Ehud Olmert,
forsætisráðherra Ísraels, staddur í opinberri heimsókn í
grannríkinu Jórdaníu. Þar skoraði Abdullah II Jórdaníu-
konungur á gestinn að setja tímaáætlun fyrir friðarvið-
ræður við Palestínumenn, sem grundvallast myndu á
friðartillögum arababaríkja sem ganga út á að þau
viðurkenni Ísrael að fullu gegn því að það skili her-
numdu landi og sjálfstætt Palestínuríki verði stofnað.
Átta falla í fyrirsát Hamas
Fátt skýrðist í gær um
það hvort Sjálfstæðisflokkur og
Framsóknarflokkur myndu starfa
áfram saman í ríkisstjórn.
„Við erum á sama stað og við
vorum í gær, við héldum hér ríkis-
stjórnarfund og síðan hafa menn
verið að spjalla saman, eins og geng-
ur. Það er ekkert nýtt komið upp í
málinu, það er í nákvæmlega sömu
stöðu og það var í gær,“ sagði Geir H.
Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, að loknum ríkisstjórnarfundi í
gær.
Hann sagði ágætar líkur á því að
ríkisstjórnin starfaði áfram, það
myndi skýrast á næstu dögum. „Það eru ágætar líkur
á því, en það er ekki öruggt,“ sagði Geir.
Spurður hvort Sjálfstæðisflokkur-
inn væri að ræða við aðra flokka um
hugsanlegt ríkisstjórnarsamstarf
sagði Geir: „Nei, það er ekki hægt að
segja að það sé neitt slíkt í gangi. En
auðvitað tala þingmenn saman milli
flokka, og það eru ýmsar vangaveltur
í gangi.“
Jón Sigurðsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, sagðist að ríkis-
stjórnarfundinum loknum eiga von á
því að það kæmi í ljós á næstu dögum,
jafnvel í dag, hvort ríkisstjórnin
starfaði áfram. Ekki hefði þó verið
tekin nein ákvörðun innan Fram-
sóknarflokksins um það hvort flokk-
urinn væri tilbúinn til áframhaldandi ríkisstjórnar-
samstarfs.
Líkur á sama samstarfi áfram
Flaggskip náttúru-
verndarsamtakanna Sea Shepherd
kemur til Íslands eftir um mánuð,
en það lagði úr höfn í Ástralíu í
fyrrinótt að íslenskum tíma.
Áhöfnin segist tilbúin að leggja líf
og limi í hættu til að stöðva hval-
veiðar Íslendinga.
„Markmið okkar er að trufla og
koma í veg fyrir ólöglegar hval-
veiðar Íslendinga,“ sagði Paul
Watson, forseti og stofnandi Sea
Shepherd, í samtali við Fréttablað-
ið í gær. Hann verður sjálfur skip-
stjóri í ferðinni en er ekki um borð
sem stendur.
Hann segir áhöfn skipsins Far-
ley Mowat, sem er flaggskip sam-
takanna, tilbúna að leggja líf og
limi í hættu til að stöðva dráp á
hvölum. „Við gefum ekki upp
hvaða aðferðum við hyggjumnst
beita en ætlum okkur að vekja
athygli umheimsins á hvalveiðun-
um. Áhöfnin um borð í skipinu er
frá tólf þjóðlöndum og allir eru
ákveðnir í að koma í veg fyrir dráp
á hvölum,“ segir Watson.
Spurður um líf og limi hvalveiði-
manna og varðskipsmanna sagði
Watson: „Á þeim þrjátíu árum sem
við höfum starfað höfum við aldrei
orðið þess valdandi að nokkur
maður hafi slasast, og ég er nokkuð
viss um að við munum halda í þá
hefð.“
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra sagði í gær að engar
ákvarðanir hefðu verið teknar um
hvernig íslensk stjórnvöld brygð-
ust við komu Sea Shepherd. „Þetta
eru náttúrlega hryðjuverkamenn,
þeir hafa sýnt það áður gagnvart
okkur, og ef þeir hegða sér sem
slíkir reikna ég með að það verði
tekið á þeim þannig.“
Sea Shepherd-samtökin kalla
fyrirhugaðar aðgerðir hér við land
„Operation ragnarok 2007“, eða
„Aðgerðin ragnarök 2007“.
Meðlimir Sea Shepherd sökktu
tveimur hvalbátum í Reykjavíkur-
höfn árið 1986 og komust af landi
brott eftir verknaðinn. Watson var
handtekinn þegar hann kom til
Íslands árið 1988. Honum var
vísað úr landi án þess að ákæra
væri gefin út á hendur honum en
tekið var fram að hann mætti
aldrei koma aftur til landsins.
„Ég var ekki ákærður og hef
enga ástæðu til að ætla að mér
verði meinað að koma til Íslands.
Við sökktum þessum skipum árið
1986, en þegar ég kom til landsins
1988 var ég aldrei ákærður,“ segir
Watson.
Áhöfn Farley Mowat er skipuð
sjálfboðaliðum, en skipið hefur
legið við bryggju síðan aðgerðum
samtakanna gegn japanska hval-
veiðiflotanum við Suðurskauts-
landið lauk í byrjun apríl síðast-
liðnum.
Sea Shepherd sendir
flaggskipið til Íslands
Paul Watson mun stýra skipi Sea Shepherd þegar það kemur til að reyna að
stöðva hvalveiðar Íslendinga eftir um mánuð. Þetta eru hryðjuverkamenn og
verða væntanlega meðhöndlaðir sem slíkir segir sjávarútvegsráðherra.
Karlmaður á
fertugsaldri var handtekinn eftir
þriggja bíla árekstur í Breiðholti á
mánudag. Hann er grunaður um
ölvunarakstur. Ökumaðurinn ók
aftan á tvo kyrrstæða bíla sem
biðu fyrir aftan strætisvagn sem
numið hafði staðar við biðskýli.
Bílarnir skemmdust töluvert og
bíll tjónvaldsins sýnu mest. Hann
forðaði sér burt í flýti og var í
látunum nærri búinn að aka á
ófríska konu.
Lögreglan fann manninn
skömmu síðar á einu af öldurhús-
um bæjarins. Að sögn Margeirs
Sveinssonar lögreglufulltrúa er
rannsókn málsins langt komin.
Ölvaður tjón-
valdur stakk af
„Það hefur ekki verið
sett fram nein krafa að hálfu
dýralæknisyfirvalda um förgun,“
segir Katrín Andrésdóttir,
héraðsdýralæknir á Suðurlandi,
vegna vanfóðraðra hrossa sem
fjallað hefur verið um í fjölmiðl-
um að undanförnu.
Flest hrossanna sem um ræðir
hafa verið flutt af staðnum á aðra
jörð sem eigendur þeirra hafa til
umráða. Að sögn Katrínar vildi
fólkið sjálft fá að leysa málið og
fékk til sín ráðunaut til þess að
meta hrossin. Að því búnu var
gripið til ráðstafana, meðal
annars með því að senda tvær
hryssur í sláturhús.
Katrín segir málið enn í
vinnslu.
Engin krafa um
förgun hrossa