Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 12
Sautján ára unglings-
piltur gekk inn á lögreglustöð í
Tókýó í Japan í gær með
afskorið höfuð móður sinnar og
játaði að hafa myrt hana. Því
næst vísaði hann lögreglumönn-
um heim til sín á lík móður
sinnar og sagði hvernig hann
hefði hálshöggvið hana að kvöldi
47. afmælisdags hennar meðan
hún svaf. Pilturinn sagði það
skipta sig engu hvern hann
myrti.
Japanar hafa löngum hreykt
sér af öryggi á götum úti og
lágri tíðni ofbeldisglæpa en
nokkur óhugnanleg morðmál
undanfarið hafa grafið undan
þeirri ímynd. um Tókýóborg.
Unglingur háls-
hjó móður sína
Gervihjarta var í
fyrsta skipti grætt í sjúkling hér á
landi nýlega. Gervihjartaþeginn
er 64 ára karlmaður. Rannsóknir
sýndu að ígræðsla á hjálparhjarta
væri hans eina von um bata og
áframhaldandi líf. tíu læknar og
hjúkrunarfólk voru í tíu tíma að
ígræðslunni og tókst hún prýði-
lega.
Sjúklingnum er haldið sofandi
á gjörgæsludeild eftir aðgerðina.
„Það stóð á endum að hjarta sjúk-
lingsins hætti
allri starfsemi
um það leyti
sem aðgerðin
var gerð. Hjálp-
arhjartað dælir
nú í stað vinstri
hluta hjartans
en fram að
þessu hefur
hægri hluti
hjartans ekki tekið við sér eins og
vonast var til,“ segir Bjarni Torfa-
son, yfirlæknir hjarta- og lungna-
skurðdeildar LSH.
Birna Sigurðardóttir, eiginkona
Þorbjörns Árnasonar sem lést
eftir hjartaþræðingu í nóvember
2003, stofnaði minningarsjóð
tækja- og hjartaþræðinga LSH
sem gekkst fyrir söfnuninni Í
hjartastað. Þessi sjóður gaf síðan
spítalanum á annan tug milljóna
króna fyrir gervihjartanu.
Hjartað er það fyrsta sem grætt
er í Íslending og það hér á landi og
kostaði það um fjórtán milljónir.
Meðal annars þurfti að senda þrjá
lækna og einn hjarta- og lungna-
vélasérfræðing utan til að læra að
græða gervihjarta í menn.
Gervihjartaþeginn hefur nú litla
pumpu í stað hjarta inni í sér.
Gervihjartað sér um að dæla blóði
úr biluðum vinstri slegli yfir í
ósæðina og þannig út um líkam-
ann. Það dælir með jöfnum þrýst-
ingi en ekki á taktvissan púls-
erandi hátt eins og hjartavöðvinn.
Fyrir vikið eru þeir sem eru með
gervihjarta ekki með púls eins og
aðrir. Rannsóknir bendi til að til-
tölulega jafn þrýstingur gervi-
hjartans hafi ekki neikvæð áhrif á
æðar eða líffæri. Gervihjartaþeg-
inn mun vera með batterí innan-
klæða sem þarf að hlaða á hverjum
degi.
Bjarni reiknar með að fimm til
sex aðgerðir af þessu tagi verði
gerðar á ári til að byrja með. Ein
aðgerð verði gerð til að brúa bilið
fram að hjartaígræðslu, ein á
sjúklingi þar sem hjartað mun ná
sér við þá hvíld sem gervihjartað
veitir þannig að hægt verði að taka
það út eftir nokkra mánuði eða ár.
Þrjár til fjórar aðgerðir verði svo
gerðar á sjúklingum sem fái var-
anlega lausn með gervihjartanu.
Hafin er söfnun fyrir hjarta- og
gervilunga fyrir börn.
Fyrsta gervihjartaígræðslan
Sjúklingi sem fékk gervihjarta á dögunum, fyrstur Íslendinga, er haldið sofandi. Aðgerðin gekk vel og
reiknað er með að fimm til sex aðgerðir af þessu tagi verði gerðar hérlendis á ári.