Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 21
Hjónin Þorgrímur Kristjánsson
og Þuríður Þórðardóttir reka
hótel í Ölpunum.
„Hótelið kallast Skihotel Speier-
eck og er í litlu fjallaþorpi, Sankt
Michael, 100 km suður af Salzburg.
Við erum á Alpahryggnum í sól-
ríkasta hluta Austurríkis,“ útskýr-
ir annar eigendanna, Þorgrímur
Kristjánsson, hress í símann og
bætir við að náttúrufegurðin sé
engu lík, þar sem fjöllin gnæfi
beggja megin við hótelið og allt sé
í blóma á sumrin.
Að sögn Þorgríms er hótelið
átján herbergja og í svokölluð-
um rustik-stíl, sem er gamaldags
Alpastíll og einkennist af mikl-
um tréútskurði. Hann segir hótel-
ið búið öllum helstu nútímaþæg-
indum, þar á meðal saunu, lík-
amsræktarherbergi og ljósabekk
og stórum veitingasal með útsýni
suður yfir fjöllin, sem eru sum
allt að 2.500 metra há.
„Hótelgestirnir þurfa síðan ekki
að hafa áhyggjur af því að leið-
ast,“ segir Þorgrímur. „Allir ættu
að finna eitthvað við sitt hæfi.
Hér eru frábærar gönguleiðir
og hægt að leigja sér fjallahjól.
Fólk getur alltaf haft viðkomu í
veitingaskálum, sem eru allt um
kring, og fengið sér hressingu.
Hér fást heimagerðar gúllassúp-
ur, ostar, pylsur og speck, sem er
vindþurkkað svína- og nautakjöt.
Þá er hægt að fara í útreiðatúra,
river-rafting, fjallaklifur og golf.
Svo er sjóskíða- og seglbrettaleiga
í hálftíma akstursfjarlægð. Svæð-
ið breytist síðan í skíðaparadís á
veturna.“
Þorgrímur segir að ef um stóra
hópa sé að ræða, tuttugu manns
og fleiri, þá sé heljarinnar veislu
slegið upp meðan á dvölinni stend-
ur. „Við bjóðum upp á heilt grillað
svín, sem er borið fram á bretti
skreytt stjörnuljósum.
Eftir mat heldur austurrísk tír-
ólahljómsveit uppi fjörinu. Allt
er gert til að gestunum líði sem
best.“
Falin perla í Ölpunum
Mörkinni 6, Símí 588-5518
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16
DREKINN
WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK
Skeifunni 3j · Sími 553 8282
www.heilsudrekinn.is
Kennari:
Meistari Zhang
einkatímar og hópatímar
Tau lo
Tai jí
Skráning
er hafin
Skráning á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans er hafin á www.h.is og í síma 586-9400
Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið:
Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, skipulagning, einbeiting,
jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta.
Náðu forskoti með okkur í sumar!
“Snilldarnámskeið..kom skemmtilega á óvart hversu
miklum hraða ég náði.”
Guðbjörg Jónsdóttir, 40 ára Framhaldsskólakennari.
“Loksins sé ég fram á það að geta klárað
lesbækur fyrir próf”
Elín Björk Jónsdóttir, 15 ára nemi.
“Ég sexfaldaði lestrarhraða minn á 3 vikum!
Frábært!”
Guðjón Bergmann, 34 ára rithöfundur, f
yrirlesari og jógakennari.
“Ykkur að þakka mun ég rúlla upp samræmdu
prófunum.”
Jökull Torfason, 15 ára nemi.
“Þetta mun nýtast mér alla ævi.”
Jóhanna Helga, 15 ára grunnskólanemi.
“...á eftir að spara mér hellings tíma af
námsbókalestri.”
Ragna Björk Ólafsdóttir, 17 ára nemi og golfari.