Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 36
Kl. 20.30
Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur í félags-
heimilinu Stapa. Úrvalslið popp-
ara kemur fram með kórnum,
þar á meðal Rúnar Júlíusson,
Jóhann Helgason, Magnús
Þór og Magnús Kjartansson.
Stjórnandi kórsins er Guð-
laugur Viktorsson.
13 14 15 16 17 18 19
Nú er unnið að því að setja á stofn
nýtt rit um íslenska myndlist.
Myndlistarritið Sjónauki verð-
ur blanda af blaði og bók en við-
fangsefnið er allt mögulegt sem
tengist myndlist. Aðstandendur
Sjónauka, myndlistarmennirn-
ir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir og
Karlotta Blöndal, fengu á dögun-
um útgáfustyrk frá Kynningar-
miðstöð íslenskrar myndlistar.
„Það er mikil vöntun á sérhæfðu
riti um myndlist á Íslandi. Svo
hefur verið í nokkur ár en í gegn-
um tíðina hafa margir reynt að
koma slíku riti á laggirnar,“ segir
Anna Júlía og bætir við að hug-
myndin hafi þegar fengið ágætan
hljómgrunn enda séu þær stöll-
ur síst þær einu sem séu á þeirri
skoðun að meiri myndlistarum-
fjöllun vanti í íslenska fjölmiðla.
„Við stefnum að því að gefa
ritið út tvisvar á ári, og að efnið
verði bæði á íslensku og ensku,“
útskýrir Anna Júlía. „Mark-
mið Sjónauka er meðal annars
að vera vettvangur fyrir gagn-
rýna umræðu um myndlist því
hún er afar lítil hér á landi – það
eru greinar á stangli í íslensk-
um blöðum en margar þeirra
eru meira í ætt við fréttatilkynn-
ingar.“ Hún tekur fram að einn-
ig skorti talsvert upp á skrásetn-
ingu myndlistarinnar þar sem
katalógar fylgi fæstum sýning-
um. „Þetta verður vandað og
eigulegt heimildarit. Við stefnum
að því að vera með listamann
í hverju tölublaði sem vinnur
verk sem fylgir ritinu. Viðkom-
andi hefur frjálsar hendur, verk-
ið getur verið plakat, diskur eða
jafnvel ljósmyndasería. Í blaðinu
verður síðan að finna greinargóð-
an texta um listamanninn. Hvert
tölublað mun einnig hafa ákveðna
yfirskrift eða viðfangsefni.“
Stefnt er að því að fyrsta ritið
komi út í september.
Nýtt myndlistarrit
Margrét Sesselja Otterstedt held-
ur burtfararprófstónleika frá
Píanóskóla Þorsteins Gauta í Saln-
um í Kópavogi í kvöld. Á efnis-
skránni hennar eru verk eftir
Bach, Beethoven, Katsjatúrían,
Chopin og Liszt.
Margrét hóf nám í píanóleik árið
1996 hjá Guðrúnu Birnu Hannes-
dóttur. Frá hausti 2002 hefur hún
stundað nám við Píanóskóla Þor-
steins Gauta undir leiðsögn Þor-
steins Gauta Sigurðssonar.
Margrét hefur komið fram við
ýmis tækifæri innan skólans sem
utan. Undanfarið hefur hún tekið
miklum framförum í píanóleik og
túlkar mörg verk af mikilli dýpt
þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur
einnig kennt við Píanóskóla Þor-
steins Gauta að undanförnu. Mar-
grét Sesselja mun stunda nám við
Háskóla Íslands næsta haust.Tón-
leikarnir hefjast kl. 20 og er að-
gangur að þeim ókeypis.
Píanótónar í Salnum
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is