Fréttablaðið - 16.05.2007, Side 11

Fréttablaðið - 16.05.2007, Side 11
Sveitarstjórnin á Djúpavogi kveðst ekki geta selt eyðijarðirnar Tunguhlíð og Markúsarsel. Tilboð hafði borist en sveitar- stjórnin opnaði það ekki þar sem hún telur sveitarfélagið ekki hafa formlega heimild til að selja þessar jarðir. Að sögn Björns Hafþórs Guðmundssonar sveitarstjóra var ákveðið að ríkið seldi sveitarfélaginu jarðirnar þegar Geithellnahreppur sameinaðist Djúpavogi í byrjun áttunda áratugarins. Svo virðist sem láðst hafi að þinglýsa sölunni og landbúnaðar- ráðuneytið vilji nú fullvissa sig um að rétt hafi verið staðið að málum áður en það skrifar upp á eignarhald Djúpavogshrepps. Björn Hafþór segir afar mikilvægt fyrir Djúpavogshrepp að eignarhald hreppsins á jörðunum fáist staðfest. „Bærinn er í fjárhags- kröggum og þarf á fjármunum að halda,“ segir sveitarstjórinn, sem kveður hreppinn munu auglýsa jarðirnar til sölu. Aðspurður segir hann þar bæði rjúpnalönd og stangveiði. Sveitarstjórnin hefur samið um sölu jarðarinnar Stekkjarhjáleigu til eiganda nærliggjandi jarðar. Athugasemdir hafa verið gerðar við þau viðskipti þar sem þau fara fram án þess að jörðin hafi verið auglýst. Björn Hafþór segir það eiga sér þá skýringu að viðkomandi kaupandi hafi þurft á Stekkjarhjá- leigu að halda vegna uppbyggingar á ferða- þjónustu á sinni jörð og það hafi þótt gagnlegt fyrir hreppinn. Verið er að skoða hvaða tæknibúnaður henti best til að færa safnkost RÚV yfir á aðgengilegt form og hversu mikið þurfi. „Þá verður kominn tækni- legur kostnaðargrundvöllur,“ segir Páll Magnússon útvarps- stjóri. Páll segir „unnið að þessu af krafti og festu“ og niðurstöðu að vænta á næstu vikum. Þá verði haldið áfram með önnur atriði áætlunarinnar. Í nýjum lögum um RÚV stendur að gera skuli áætlun um að setja eldra efni á aðgengilegt form. Stefnt var á að ljúka áætluninni um þetta leyti árs. Verið að skoða tæknileg atriði Ríkið og Reykjavíkur- borg eru að semja um átak í þjónustu við geðfatlaða. Um tilraunaverk- efni er að ræða sem felst í því að umrædd þjónusta er flutt frá ríkinu til borgarinnar. Velferðarráð Reykjavíkur segir þetta verða stórátak í uppbyggingu búsetu og þjónustu fyrir um það vil áttatíu geðfatlaða einstaklinga. „Hugmyndum um að færa beri þjónustu við fólk með geðraskanir út í samfélagið – frá hefðbundnum sjúkrastofn- unum – vex fylgi,“ segir félags- málaráðuneytið og bætir við: „Talið er að búseta í íbúðarkjarna eða þjónustuíbúð með fjöl- breyttri og sveigjanlegri stoðþjónustu geti veitt stöðug- leika og öryggi.“ Ný heimili fyrir áttatíu geðsjúka Benedikt XVI páfi skellti skuldinni af vandkvæðum Suður-Ameríku á marxisma og óheftan kapítalisma er hann messaði á sunnudag yfir biskup- um úr allri álfunni, sem sóttu fund páfa undir lok fimm daga heimsóknar hans til Brasilíu. Hvatti hann biskupana til að „móta nýja kynslóð rómversk- kaþólskra leiðtoga í stjórnmál- um“ til að snúa vörn í sókn. Milljónir manna í Suður- Ameríkuríkjum hafa á undan- förnum árum sagt sig úr kaþólsku kirkjunni og gengið til liðs við frjálsa mótmælendasöfnuði. Páfi varaði líka við því að getnaðarvarnir og fóstureyðingar „ógnuðu framtíð þjóðanna“ í heimshlutanum og hin sögulega kaþólska sjálfsímynd hans ætti í vök að verjast. Skellir skuld á marxisma og kapítalisma

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.