Tíminn - 17.05.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.05.1980, Blaðsíða 6
6 MU »(i»(n Laugardagur 17. maí 1980 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Hitstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar Sföumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö f lausasölu kr. 240. -Askriftargjald kr. 4.800 á mánuöi. Blaöaprent. Þórarínn Þórarinsson: Erlent yfirlit Gengur ftuebec úr kanadíska ríkinu? Meginmarkmið allrar efnahagsstarfsemi í yfirlitsræðu þeirri um efnahagsmál, sem Jó- hannes Nordal seðlabankastjóri, flutti á aðalfundi Seðlabanka íslands siðastl. miðvikudag, lét hann ummælt i niðurlagsorðum á þessa leið: „En á meðan við glimum við vanda tekju- skiptingar og jafnvægis milli tekna og ráðstöfunar- fjár, megum við ekki missa sjónar af þvi, að megin- markmið allrar efnahagsstarfsemi er sköpun verð- mæta og án aukinnar framleiðslu og aukinnar at- vinnustarfsemi verður minna til skipta og togstreit- an milli ólikra hagsmuna þeim mun harðari. Um allan hinn iðnvædda heim eru nú merki nýrra örðugleika á sviði iðnþróunar og hagvaxtar. Hækk- andi orkuverð,örar tæknibreytingar, samkeppni við ný iðnvædd þróunarlönd og neikvæðari afstaða til framleiðslu og hagvaxtar, allt hefur þetta átt þátt i þvi að skapa ný vandamál á sviði atvinnu- og fram- leiðsluþróunar. Þessi vandamál hafa vissulega ekki farið hér hjá garði, og mikið liggur við, að lausn þeirra verði ekki látin sitja á hakanum vegna si- felldra átaka um verkefni liðandi stundar. Að mörgu leyti hafa Islendingar á timum auðlinda - kreppu betri skilyrði til þess en flestar aðrar iðn- væddar þjóðir að halda hlut sinum og tryggja sér batnandi lifskjör. I fiskimiðunum i kringum landið og orkulindum vatnsafls og jarðhita hafa þeir ó- skoruð yfirráð yfir auðlindum, sem nýta má enn betur en hingað til til bættrar afkomu og mannlifs á íslandi. En á báðum þessum sviðum er eftir að marka stefnu, sem tryggi hagstæðustu nýtingu þessara verðmæta. Að þessum og öðrum aðkallandi verkefnum á sviði atvinnuþróunar verður að beina kröfum þjóðarinnar i vaxandi mæli, ef vel á að fara.” Timinn tekur undir þessi orð Jóhannesar Nordal og þó einkum þau, að „meginmarkmið allrar efna- hagsstarfsemi er sköpun verðmæta og án aukinnar framleiðslu og aukinnar atvinnustarfsemi verður minna til skipta og togstreitan milli ólikra hags- muna þeim mun harðari.” Það var þetta sjónarmið, sem mótaði höfuðatriði efnahagsályktunar þeirrar, sem samþykkt var á flokksþingi Framsóknarmanna vorið 1978. Þar var það takmark sett ofar öllu, að „fylgt væri eindreg- inni framleiðslustefnu, sem miðaði að aukningu þjóðartekna.” Þótt þessu markmiði i efnahagsmál- um þurfi að fylgja hæfilegt aðhald i fjármálum, er það aðalandstæða þeirrar kreppustefnu, sem fólst i leiftursókn Sjálfstæðisflokksins á siðastliðnu hausti. Eins og Jóhannes Nordal bendir á, býr landið og hafið þjóðinni góð skilyrði til að koma þessari stefnu i framkvæmd. Með útfærslu fiskveiðilögsögunnar hafa íslendingar tryggt sér möguleika til vaxandi fiskveiða, sem geta stóraukið þjóðartekjur, sam- fara bættri fiskverkun. Vatnsaflið og jarðhitinn skapar aðstöðu til að gera þjóðina óháða erlendum orkugjöfum og leggur grundvöll að fjölgun stærri iðnfyrirtækja á borð við áburðarverksmiðjuna, sementsverksmiðjuna og járnblendisverksmiðj- una, en slikum fyrirtækjum á að vera unnt að dreifa um landið. Bætt ræktun landsins býr einnig yfir margvislegum möguleikum. Hin miklu og mörgu tækifæri til að auka þjóðar- tekjurnar geta hins vegar farið forgörðum, ef ekki næst að koma taumhaldi á verðbólguna. Þess vegna er hjöðnun hennar mesta vandamálið, sem fengizt er við um þessar mundir. Þ.Þ. Söguleg þjóöaratkvæðagreiösla næsta þriðjudag Rene Lévesque 1 KANADA biöa menn meö eft- irvæntingu þjóöaratkvæöa- greiöslunnar, sem fer fram i Quebec á þriöjudaginn kemur, en hiin getur ráöiö úrslitum um framtiö Kanada sem sameinaös rikis. Atkvæöagreiöslan snýst um þaö, hvort Quebec skuli stefna aö þvi aö veröa sjálfstætt riki eöa vera áfram hluti kanadíska rlkisins. Spurningin, sem kjósendur eiga aö svara, hljóöar þó ekki beint um þetta. Rene Levesque forsætisráöherra I Quebec geröi sér ljóst, aö margir kjósendur myndu hika viö aö stiga nú þaö spor til fulls aö segja alveg skil- iö viöKanada. Efnislega hljóöar spurningin á þessa leiö: Fylkisstjórnin I Quebec hefur gert kunnugt, að hún stefni aö þvl aö gera viö önnur fylki Kanada samning, sem feli þaö I sér, aö Quebec veröi sjálfstætt rlki I efnahagslegum tengslum viö Kanada, t.d. sameiginlegur gjaldmiöill. Sllkur samningur tekur þó ekki gildi fyrr en aö af- lokinni þjóöaratkvæðagreiöslu um hann. Viltuveita stjórn Que- bec heimild til að hef ja viðræður um sllkan samning milli Quebec og Kanada? Já. Nei. Andstæðingar Lévesque hafa mjög gagnrýnt hann fyrir aö haga spurningunni á þessa leið. Margir kunni aö vera fúsir til aö veita stjórninni sllka heimild, þótt þaö vaki ekki fyrir þeim aö ganga svo langt að til fulls aö- skilnaöar komi. Þess vegna sé veruleg hætta á þvl, aö ýmsir láti blekkjast og svari játandi, þótt annaö vaki fyrir þeim en Quebec-stjórninni. ÞAÐ voru Frakkar, sem fyrstir komu til Quebec og námu þar land. Quebec var taliö heyra undir Frakkland frá 1534-1763, er Frakkar uröu aö styrjöld lok- inni aö fallast á yfirráö Breta þar. Þótt rúmar tvær aldir séu liönar frá þvl, aö Frakkar afsöl- uöu sér yfirráöum þar, hefur Quebec I reynd haldið áfram aö vera franskt land. Um 60% Ibú- anna tala eingöngu frönsku og um 80% Ibúanna eru taldir franskrar ættar. Aöeins 11% Ibúanna eru taldir rekja ættir slnar til Bretlands og írlands. Þaö hefur lengi verið mat hinna frönsku Ibúa Quebec, aö þeir væru látnir gjalda uppruna slns. Þess vegna hefur alltaf veriö þar sterk þjóöernisvakn- ing, en hún hefur fyrst breytzt I skilnaðarhreyfingu á slöustu ár- um. 1 kosningunum tii sambands- þingsins I Ottawa hefur Frjáls- lyndi flokkurinn alltaf notiö yfirgnæfandi fylgis I Quebec. 1 kosningunum til kanadíska þingsins í vetur vann hann öll þingsætin þar. Það geröist hins vegar I fylkiskosningunum I Quebec 1977, aö flokkur þjóö- ernissinna undir forustu Léves- que fékk meirihluta og hefur fariö meö stjórn slöan. Flokkur- inn tók ekki þátt I þingkosning- unum á slöastl. vetri og reyndi þvl ekki á hvert fylgi hann hefur nú. Skoðanakannanir benda hins vegar til aö hann muni vinna sigur I fylkiskosningunum 1981, en67% þeirra, sem spuröirvoru I slöustu skoöanakönnun, lýstu sig ánægöa meö fylkisstjórnina. I fylkiskosningunum 1978 haföi flokkurinn þaö á stefnu- skrá sinni aö vinna aö sjálfstæöi Quebec, en lýsti þvl jafnframt yfir, aö hann myndi efna til þjóöaratkvæöis um máliö áöur en nokkuö væri hafizt handa I þá átt. SIÐAN Lévesque tilkynnti, aö þjóöaratkvæöagreiöslan færi fram 20. mal, hefur staöiö yfir hörð barátta milli skilnaöar- sinna og andstæöinga þeirra. Lévesque er aö sjálfsögöu I far- arbroddi skilnaðarsinna, en Claude Ryan, leiötogi Frjáls- lynda flokksins i Quebec, er leiðtogi þeirra, sem vilja, aö Quebec tilheyri Kanada áfram og beita sér fyrirþvl, aö tillagan veröi felld. Lengi vel bentu skoöanakann- anir til þess, aö já-menn og nei- menn væru nokkurn veginn jafnsterkir. 1 skoöanakönnun- inni, sem fór fram I siöustu viku, höföu nei-menn hins vegar betur, en margir voru enn ó- ákveðnir. Fréttaskýrendur hafa þvl ekki þoraö aö spá neinu um úrslitin, heldur eru sammála um, aö þau séu tvlsýn. Hlutur nei-manna hefur styrkzt viö þaö, aö Trudeau for- sætisráðherra Kanada hefur komiö tvlvegis til fundahalda I Quebec og lagzt harölega gegn tillögunni. Trudeau er af frönsk- um ættum og vinsæll I Quebec. Trudeau gaf þaö fyrirheit, aö hann myndi vinna aö þvl, ef til- lagan félli, aö kallaöur yröi saman fundur meö fulltrúum frá fylkjunum, þar sem reynt yröi aö ná samkomulagi um aukna heimastjórn þeirra. Jafnframt tilkynnti hann, aö engar viöræöur yröu teknar upp viö stjórnina I Quebec ef til- lagan yrði samþykkt. Þaö er ekki aöeins I Kanada, heldur einnig I Bandarlkjunum, sem úrslita þjóöaratkvæða- greiöslunnar I Quebec er beöiö meö eftirvæntingu. Bandarlkja- menn telja öryggi Noröur-Ame- rlku geta stafaö hætta af þvl, ef nýtt rlki risi á austurströndinni og skærist úr leik i vestrænu vamarsamstarfi. 1 seinni tiö hefur Lévesque lýst yfir þvi, að sjálfstætt Quebec myndi taka þiátt I sliku samstarfi, en áöur haföihann hallazt aö hlutleysis- stefnu. Frá höfuöborginni I Quebec, sem er samnefnd fylkinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.