Fréttablaðið - 16.05.2007, Síða 38
Ljósmyndarinn Rebekka
Guðleifsdóttir, sem er
meðlimur í netsamfélaginu
flickr.com, leitar réttar síns
gagnvart bresku fyrirtæki
sem hefur stolið af henni
myndum. Þúsundir netverja
hafa sýnt henni stuðning
síðan á mánudag.
Í janúar rakst kunningi ljósmynd-
arans Rebekku Guðleifsdóttur
á mynd eftir hana í vefverslun á
eBay, þar sem fyrirtækið Only-
Dreemin selur ljósmyndir prent-
aðar á striga. Myndirnar höfðu
verið teknar af síðu Rebekku á
flickr.com sem notið hefur mik-
illa vinsælda síðasta árið.
Á síðasta ári greindi Fréttablað-
ið frá vinsældum Rebekku á net-
inu og samningi hennar við stór-
fyrirtækið Toyota.
„Ég fann átta af mínum mynd-
um á síðunni. Það var verið að
selja þær undir einhverju nafni
sem var augljóslega ekki rétt,“
útskýrði Rebekka. Á eBay skila
kaupendur umsögn um seljanda
í hvert sinn sem þeir kaupa vöru,
þar sem fram kemur hver varan
er. Með því að skoða slíkar um-
sagnir, sem ná sex mánuði aftur í
tímann, komst Rebekka að því að
myndir hennar höfðu verið seldar
fyrir sem nemur ríflega 300.000
íslenskum krónum.
„Ég komst að því að fyrir-
tækið er líka með búð í Leicest-
er í Englandi og eigin heimasíðu,
sem myndirnar mínar voru líka
á,“ sagði Rebekka. Lögfræðingur
hennar hafði skriflegt samband
við Only-Dreemin. „Þeir tóku
myndirnar strax af síðunni en öns-
uðu ekki óskum um að þeir myndu
bæta mér þetta. Svo hættu þeir
bara að svara,“ útskýrði Rebekka.
Eftir tvo mánuði og engin svör var
Rebekku tjáð að hún gæti lítið gert.
Á mánudagsmorgun birti Rebekka
harðorða bloggfærslu um stöðu
mála á flickr-síðu sinni og viðbrögð-
in létu ekki á sér standa. „Á sólar-
hring var búið að skoða hana hundr-
að þúsund sinnum,“ sagði Rebekka.
436 höfðu skrifað athugasemd við
færsluna þegar þetta er skrifað og
málið hafði ratað á forsíðu digg.
com, sem er afar vinsæl í Bandaríkj-
unum. Þar höfðu þúsundir lesið um
raunir Rebekku.
Umræðan virðist hafa haft ein-
hver jákvæð áhrif. „Í dag liggur
búðin þeirra niðri. Fólk hefur sent
þeim mikið af tölvupósti og ég er
búin að fá póst frá þeim og afsök-
unarbeiðni,” sagði Rebekka, sem
er afar þakklát fyrir stuðninginn.
Afsökunarbeiðnin breytir því hins
vegar ekki að hún vill fá skaðann
bættan.
Forsvarsmenn Only-Dreemin segj-
ast hafa keypt efnið af öðru fyrir-
tæki í þeirri trú að öll leyfi væru
fyrir hendi. „Það breytir því ekki
að það er lögbrot að selja stolið efni.
Ef þú gerir þér grein fyrir því að þú
hefur verið að selja stolið efni býðstu
auðvitað til að bæta fyrir það,“ sagði
Rebekka, sem tekur skýringu Only-
Dreemin þó ekki trúanlega. „Það er
allt of algengt að stór fyrirtæki kom-
ist upp með að níðast á einstakling-
um. Mér finnst það skipta miklu
máli að þeir fái að vita að þetta er
ekki í lagi,“ sagði Rebekka.
Myndir Rebekku og umrædda
færslu má skoða á slóðinni www.
flickr.com/photos/rebba.
Leikkonan Angelina Jolie syrgir
móður sína, Marcheline Bertrand,
enn þá afar mikið en
hún lést úr krabba-
meini í janúar. „Ég
er ein af þessum
manneskjum sem
haga sér eins og allt
sé í lagi og síðan
allt í einu veit ég
ekki hvers vegna ég
græt þegar ég fæ
mér morgunmat,“
sagði Jolie. „Móðir
mín var besti vinur
minn. Ég er virki-
lega þakklát fyrir
að hafa átt hana að. Hún var með
krabbamein í sjö ár en hún lifði
nógu lengi til að sjá mig og bróður
minn verða frekar hamingjusöm.
Maður fær það á tilfinninguna að
hún hafi haldið sér gangandi þang-
að til allt var í lagi hjá okkur.“
Ennþá afar
sorgmædd