Fréttablaðið - 16.05.2007, Page 40
Plötusnúðurinn Dubfire úr dúett-
inum Deep Dish þeytir skífum á
Nasa í kvöld. „Hann kom hingað
fyrir nákvæmlega ári síðan og sló
í gegn. Það verður góð stemning
á Nasa,“ segir Kristinn Bjarna-
son hjá Flex Music, sem stend-
ur fyrir tónleikunum ásamt fleir-
um. „Þeir eru Grammy-verðlauna-
hafar sem hafa „remixað“ fyrir
Madonnu, Justin Timberlake og
Puff Daddy. Þetta eru gæjar sem
eru að spila næstum því daglega
úti um allan heim. Þeir koma hing-
að frá Bandaríkjunum og fara
síðan til Parísar.“
Forsala miða fer fram í 12
tónum og er miðaverð 2.000 krón-
ur. Miðaverð er 3.000 krónur við
dyrnar á Nasa.
Dubfire í
stuði í kvöld
„Það stefnir í að við komumst að
farsælli niðurstöðu. Nú erum við
að ræða málin,“ segir Helgi Pjetur
Jóhannsson, útgáfustjóri hjá Cod
Music. Sögusagnir hafa verið á
kreiki þess efnis að tónlistarkonan
Lay Low, Lovísa Elísabet Sigrún-
ardóttir, sé ósátt við samning sinn
við Cod Music og ætli sér jafn-
vel að fara í hart til að losna
undan honum.
Samkvæmt upplýsing-
um Fréttablaðsins snýst
óánægja Lay Low um að
plötusamningur hennar
nær til alls heimsins. Það
þýði að mögulegir samn-
ingar hennar við plötufyrirtæki
úti í heimi þurfi að fara í gegnum
Cod Music. Helgi Pjetur kannast
við þetta. „Allir samningar sem
við gerum eru metnaðarfull-
ir og við leggjum mikla
vinnu í okkar listamenn.
Þetta atriði lá alltaf fyrir
og við bentum henni á að
láta einhvern lesa samn-
inginn yfir fyrir sig.
Það er rétt að málið
snýst um að finna
leið til að báðir aðilar
séu sáttir við hvern-
ig málum Lay Low sé
háttað erlendis. Það
ætti að takast fljót-
lega því báðir aðil-
ar vilja leysa
málið farsæl-
lega.“
Kári Sturluson, umboðsmað-
ur Lay Low, vildi ekki tjá sig um
málið þegar eftir því var leitað í
gær.
Deilt um plötusamning Lay Low
FRACTURE kl. 5.30 - 8 - 10.30
THE CONDEMNED kl. 8 - 10.30
THE LIVES OF OTHERS kl. 5.30 - 8 - 10.30
NEXT kl. 10.30
MÝRIN 2 FYRIR 1 SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 5.40
KÖLD SLÓÐ 2 FYRIR 1 SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 5.50
B.I. 14 ÁRA
B.I. 16 ÁRA
B.I. 16 ÁRA
B.I. 14 ÁRA
B.I. 12 ÁRA
B.I. 12 ÁRA
SÍMI 530 1919HAGATORG www.haskolabio.is
SVAKALEG
HASARMYND MEÐ
TÖFFARANUM
VINNIE JONES.
Ef þú rýnir
nógu
djúpt sérðu
að allir
hafa veikan
blett.
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
MIÐASALA Á
!óíbí.rk045
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
STÆRSTA ORRUSTAN ER
INNRI BARÁTTAN
B.I. 14 ÁRA
B.I. 10 ÁRA
B.I. 14 ÁRA
B.I. 10 ÁRA
B.I. 16 ÁRA
B.I. 7 ÁRA
B.I. 10 ÁRA
B.I. 16 ÁRA
FRACTURE kl. 8 - 10.10
IT´S A BOY GIRL THING kl. 6
SPIDERMAN 3 kl. 6 - 9
FRACTURE kl. 5.30 - 8 - 10.30
IT´S A BOY GIRL THING kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.10
SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 - 10.50
SPIDERMAN 3 SÝND Í LÚXUS kl. 5 - 8 - 10.50
PATHFINDER kl. 8 - 10.15
TMNT kl. 4 - 6
ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 3.45
THE PAINTED VEIL kl. 5.30 - 8 - 10.30
IT´S A BOY GIRL THING kl. 5.50 - 8 - 10.10
SPIDERMAN 3 kl. 6 - 9
INLAND EMPIRE kl. 5.45 - 9
Ef þú rýnir
nógu
djúpt sérðu
að allir hafa
veikan blett.
MAGNAÐUR
SÁLFRÆÐITRYLLIR